Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. 1 iausasölu 125 kr. eintakið. S VALB ARÐ AMALIÐ FISKVEIÐIHAGSMUNIR Norðmanna og íslendinga skarast orðið víða. Þjóðirnar tvær veiða loðnu úr sama stofni skv. sérstöku samkomulagi, sem gert hefur verið um þær veiðar. Þessa dagana eru íslenzk fiskiskip i fyrsta sinn í tæpa þrjá áratugi að veiða síld úr norsk- íslenzka síldarstofninum innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu. Augljóst er, að þjóðirnar tvær hafa sameiginlegra hags- muna að gæta varðandi þennan síldarstofn og uppbygg- ingu hans. Þegar íslenzk fiskiskip hófu veiðar í svonefndri Smugu á síðasta ári, höfðu íslendingar ekki veitt á þessu svæði lengi. Staðreynd er hins vegar sú, að fyrir 30-40 árum fóru íslenzk fiskiskip reglulega til veiða á þessu alþjóðlega hafsvæði. Þorskstofninn í Barentshafi hrundi fyrir nokkr- um árum og hafa Norðmenn og Rússar lagt mikla áherzlu á að byggja hann upp. Þess vegna er skiljanlegt að þeir hafi áhyggjur af veiðum utan þeirra yfirráðasvæðis úr fiskstofnum, sem ganga inn og út úr þeirra lögsögu. Það veitir þeim hins vegar ekki rétt til þess að vísa íslenzkum fiskiskipum á brott úr Smugunni. Hins vegar er skynsam- legt fyrir alla aðila að semja um þessar veiðar, þannig að óumdeilt sé hver réttur íslenzkra fiskiskipa er á þessu svæði. Smugudeilan hefur leitt til harðra átaka á milli Norðmanna og íslendinga. í vor gerðust íslendingar aðilar að svonefndu Svalbarða- samkomulagi. I Morgunblaðinu í dag eru birtar þær samn- ingsgreinar, sem máli skipta vegna fiskveiða bkkar á Svalbarðasvæðinu. Við lestur þeirra verður erfitt að skilja með hvaða rétti Norðmenn senda strandgæzluskip til þess að klippa á veiðarfæri íslenzkra fiskiskipa á þessu svæði og skjóta jafnvel að þeim púðurskotum. Samkvæmt Sval- barðasamkomulaginu á eitt yfir alla að ganga, þegar um er að ræða verndun eða friðun á þessu svæði. Hvort sem Norðmönnum líkar betur eða verr, erum við orðnir aðilar að þessu samkomulagi og njótum réttinda samkvæmt því en berum að sjálfsögðu einnig skyldur gagnvart því. Sum- ir norskir fræðimenn telja, að Norðmönnum gæti vegnað vel, ef deilumál þetta fer fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag, en miðað við orðanna hljóðan er erfitt að sjá, að þeir hafi rétt til þeirra aðgerða, sem þeir hafa nú gripið til. Sérfræðingur við Óslóarháskóla telur, að íslenzku fiski- skipin hafi ekki brotið norsk lög eða reglur með veiðunum á Svalbarðasvæðinu. Fróðlegt verður að fylgjast með fram- vindu þeirra málaferla, sem útgerðarmenn skipanna, sem urðu fyrir aðgerðum norsku strandgæzlunnar, hyggjast efna til í Noregi vegna þeirra. í Morgunblaðinu í dag er haft eftir yfirmanni norsku strandgæzlunnar í Norður-Noregi, að' norsk stjórnvöld hafi gefið fyrirmæli um að klippa á togvíra íslenzku fiski- skipanna og þá væntanlega einnig að skjóta púðurskoti að einu þeirra. Hann segir, að hér hafi verið um pólitíska ákvörðun að ræða. Haraldur Noregskonungur kemur til íslands í dag til þess að heiðra okkur íslendinga vegna 50 ára afmælis lýðveldis okkar. Hann er aufúsugestur, sem jafnan áður, og íslendingar fagna komu hans. En hafi norsk stjórnvöld talið nauðsynlegt að grípa til að- gerða gegn íslenzkum fiskiskipum hefðu þau átt að hafa þau hyggindi til að bera að fresta þeim aðgerðum í nokkra daga og sýna jafnframt konungi sínum sjálfsagða kurt- eisi og tillitssemi. Norðmenn eru frændur okkar og tilfinningatengsl okk- ar Islendinga við Norðmenn eru bæði djúp og sterk. Norð- urlandaþjóðir hafa yerið öðrum þjóðum fyrirmynd um margt. Við fylgjumst með því, hvernig vopnin tala víðast hvar um heim, þegar ágreiningsmál koma upp. Norður- iandaþjóðum ber siðferðileg skylda til að leysa deilumál sín á annan veg en þann, að grípa til aðgerða af því tagi, sem Norðmenn gerðu á Svalbarðasvæðinu fyrir tveimur sólarhringum. Þess vegna skulum við leggja áherzlu á að setja þessa deilu niður og ná samningum um fiskveiðihags- muni okkar og Norðmanna í Norðurhöfum. Það eitt er sæmandi þessum tveimur nánu vina- og frændþjóðum. UNGLINGAR Hvað veistu um ki Island og Lýðvel Hver eru upphafí þjóðsöngsins? (Ó guð vors lands...) Hvar var íslenska lýðveldið formlega Stofnað? (Á Þingvöllum) Hver var síðasti konungur íslands? (Kristján X.) 3,3% svöruðu rétt 96,7% svöruðurangt Hvervarfyrstiforseti íslands og hvaða embætti gegndi hann þegar hann var kjörinn? (Sveinn Björnsson, ríkisstjóri) e AO/n vissu hvort /o tveggja oe no/ vissu hver var /o fyrsti forsetinn 58,7% vissu hvorugt 66,3% svöruðu rétt 33,7% svöruðu rangt 54,3% svöruðu t 45,7% svöruðu r Lausleg könnun meðal nemenda sem luku í vor 10. bekk og fyrsta ári í menntaskóla bendir til stopullar þekking- ar á sögu lýðveldisins — eða var 17. júní afmælisdagur Kristjáns IX? Morgunblaðið lagði fimm spumingar fyrir 100 nemendur sem luku 10. bekk grunnskóla í Reykjavík í vor eða fyrsta ári í menntaskóla, til að kanna þekkingu þeirra á ýmsu sem tengist konungs- ríkinu íslandi og íslenska lýðveldinu. 92 krakkar úr 24 mennta- og grunn- skólum skiluðu svörum. 48 strákar svömðu og 44 stúlkur. 69 þeirra sem svöruðu eru fæddir 1978 og luku í vor 10. bekk í einum af 16 grunnskólum á höfuðborgar- svæðinu. 16 komu frá Hagaskóla, 10 frá Foldaskóla, 8 frá Seljaskóla, 5 frá Langholtsskóla, 5 frá Hvassa- leitisskóla, 4 frá Ölduselsskóla, 3 frá Vogaskóla, 3 frá Hlíðaskóla, 3 frá Réttarholtsskóla, 2 frá Hólabrekku- skóla, 2 frá Æfingaskóla Kennara- háskóla íslands, 2 frá Álftamýrar- skóla, 1 frá Garðaskóla, 1 frá Aust- urbæjarskóla, 1 frá Árbæjarskóla og 1 frá Laugalækjarskóla. 2 gáfu ekki upp í hvaða grunnskóla þeir voru. 23 þeirra sem svöruðu eru fæddir 1977 og luku í vor fyrsta námsári í einum af átta menntaskólum á höf- uðborgarsvæðinu. 6 komu úr Menntaskólanum við Sund og 6 úr Fjölbrautaskólanum Breiðholti, 4 úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, 2 úr Menntaskólanum í Reykjavík og 2 úr Fjölbrautaskólanum Armúla, en 1 frá Kvennaskólanum í Reykjavík, 1 frá Verslunarskóla íslands og 1 frá Iðnskólanum í Reykjavík. Svörin gefa ákveðnar vísbending- ar um þekkingu þeirra sem svöruðu, án þess þó að könnunin geti talist strangvísindaleg, enda gerð frekar til skemmtunar en til að úrskurða um heildarþekkingu nemendanna á þessu sviði. Spurningar, sem ekki var svarað, voru flokkaðar með röng- um svörum. « Fimm spurningar Spurningarnar voru eftirfarandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.