Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Villtir svanir í Norræna húsinu TONLIST Norræna húsid SAXÓFÓNTÓNLEIKAR Ny dansk saxofonkvartet lék verk eftir Bach, Bozza, Norgárd, Morth- enson, Pál P. Pálsson, Lárus H. Grímsson og Piazzolla. Þriðjudagur 14. júní 1994. í TILEFNI af afmæli lýðveldisins bauð Norræna húsið til tónleika á Listahátíð. Gestir á tónleikunum voru félagar í Nýja danska saxófónkvart- ettinum, Ny dansk saxofonkvartet. Kvart- ettinn er skipaður þeim Jorgen Bove sem lék á sópransaxófón, Christ- ian Hougaard á alt, Torben Enghoff á tenór og Per Egholm á barit- ónsaxófón. Kvartettinn kom víða við á tónleikunum. Hann lék þijá þætti úr Fúgulistinni eftir Jó- hann Sebastian Bach, Andante et Scherzo eftir einn af frumkvöðl- um saxófóntónlistar í Frakklandi á þessari öld Eugene Bozza, tangóa frá Argentínu eftir Astor Piazoila og sænskt þjóð- lag í útsetningu Jan W. Morthen- son. Norræna húsið pantaði tónverk hjá danska tónskáldinu Per Norgárd í tilefni af komu saxófón- kvartettsins til landsins og var það um leið afmælisgjöf Norræna húss- ins til íslensku þjóðarinnar. Per Norgárd er eitt þekktasta núlifandi tónskáld Dana. Hann hefur samið fjölbreytileg verk, m.a. hljómsveit- ar- og kammerverk og óperuna Gilgamesh sem honum voru veitt tónskáldaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir árið 1974. Verkið sem Per Norgárd samdi að þessu tilefni heitir Villtir svanir og er í fimm þáttum. Þar glímir tónskáldið við meðferð tónbila og mismunandi blæ hljóðfæranna. Fyrsti þáttur er nokkurs konar inngangur, í öðrum þætti renna hljóðfærin sér á milli tóna líkt og hver þeirra taki við af öðrum án þess að eiga sér upphaf né endi, í þriðja þætti er tónsviðið kannað m.a. með stökkum í sam- stíga þríundum, fjórði þáttur er tregablandinn svanasöngur þar sem tónninn er yfirblásinn og hás en lokaþátturinn er byggður á flökt- andi tónum sem deyja út líkt og öldur sem lægir. Verkið er ágætlega samið, hugmyndirnar eru skýrar og kvartettinn kom þeim mjög vel til skila. Svo skemmtilega vildi til að tvö íslensk tónskáld áttu ný verk fyrir saxófónkvartett í fórum sínum sem biðu flutnings. Það var því tilvalið að danski flokkurinn frumflytti þau einnig. Fyrra verkið er Capricio eftir Pál P. Pálsson en seinna Saxophone Quartet eftir Lárus H. Gríms- son. Hrynjandi beggja verkanna í upphafi er merkilega lík: hröð og með áherslum. I Caprieio skiptast á snaggaralegir þættir og lýrísk stef en undir lokin andar af djassi og austurrískur L’andler eða sveitavals skýtur upp kollinum. Saxófónkvartett Lár- usar hafði ekki síður yfir sér léttan blæ. Hann sameinar ólíka strauma tónlistar, bæði djass, rokk og swing auk nútímatónlistar. Verkið er skemmtilega samið en nokkuð frekt til loftsins; gaf hljóðfærleikur- unum fá tækifæri til þess að anda. Lárus H. Grímsson er ágætt tón- skáld og fer að vissu leyti ótroðnar slóðir í verki sínu. Gaman væri að fá meira að heyra úr smiðju hans. Ny dansk saxofonkvartet er skip- aður ungum og samstilltum tónlist- armönnum. Þeir sinna flutningi nýrrar tónlistar af kappi og hika ekki við að blanda henni á meðal eldri verka á tónleikum sínum. Mættu aðrir tónlistarmenn taka það sér til fyrirmyndar. í lok tónleik- anna brugðu Danirnir á leik, spunnu fijálst á fjóra saxófóna og léku síð- an Litla negrastrákinn eftir De- bussy með tilheyrandi látbragði svo áheyrendur skemmtu sér konung- lega. Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir og er Norræna húsinu þakkað fyrir óvenjulegt og metnað- arfullt framtak. Gunnsteinn Ólafsson Per Norgárd tón- skáld var gestur Norræna hússins á Listahátíð. Kristján syng'ur í Laugardalshöll í kvöld Tónleikagestir beðnir að mæta snemma vegna öryggisgæslu út af erlendum þjóðhöfðingjum HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Listahá- tíðar verða í Laugardalshöll, í dag, fimmtudaginn 16. júní og hefjast þeir klukkan 19.00. Kristján Jó- hannsson og Sinfóníuhljómsveit íslands flytja vinsæla óperutónlist og óperuaríur eftir Verdi, Puccini, Bizet og Lencavallo. Ósóttar pantanir seldar í frétt frá Sinfóníuhljómsveit íslands segir: Tónleikagestir eru beðnir um að mæta tímanlega þar sem fylgja þarf reglum um örygg- isgæslu vegna þeirra erlendu þjóð- höfðingja sem verða á tónleikun- um. Laugardalshöll verður opin frá klukkan 17.30. og er óskað eftir því að tónleikagestir verði komnir í sæti klukkan 18.40. Ósóttar pant- anir verða seldar í Laugardalshöll frá klukkan 17.00 til 18.30. Eftirsóttur tenór Ennfremur segir: Eins og alþjóð er kunnugt skín stjarna Kristjáns nú skært á óperuhimninum og hefur enginn íslendingur náð jafn langt á óperusviðinu og hann. Það er því vel við hæfi að Kristján verði í aðalhlutverki á hátíðartónleikum listahátíðar en hann er jafnframt heiðursgestur hátíðarinnar. Á und- anförnum árum hefur hann sungið í öllum helstu óperuhúsum heims og nægir þar að nefna La Scala í Mílanó, Metrópólitan óperuna í New York og Ríkisóperuna í Vínar- borg. Kristján er nú einn af eftir- sóttustu tenórsöngvurum í heimi. Stjómandi á tónleikunum er Rico Saccani. Morgunblaðið/Kristinn Krislján Jóhannsson á æfingu fyrir tónleikana í Laugardals- höllinni í vikunni. Er ástin arðrænd? KARLAVELDIÐ notar ást kvenna og fijósemi til að kúga þær. Þetta er grundvallarhugmyndin í bók Önnu G. Jónsdóttur Why Women Are Oppressed. Nýlega var fjallað um bókina í The New York Times Book Review. Bókin sem var fyrst gefin út á sænsku er nú komin út á ensku hjá Temple University Press í Bandaríkjunum. Að sögn gagnrýnanda The New York Times Book Review, Deidre English, reynir Anna, sem hefur rannsóknarstöðu í stjórnmálafræði og kynjarannsóknum hjá Sænska rannsóknarráðinu í félags- og hug- vísindum, í bókinni að endurlífga eina af eldri hugmyndum kven- frelsisbaráttunnar. Hún greinir kynferðislega ást milli konu og karls samkvæmt hugmyndum Karls Marx um arðrænda verka- lýðinn. Samkvæmt Önnu tekur karlaveldið eignarnámi möguleika kvenna til að fjölga mannkyninu á sama hátt og kapítalistar arðræna hinar vinnandi stéttir. Anna telur að kvenréttindabar- áttan hafí verið á villigötum síð- ustu 25 ár. Of miklar áherslur hafi verið lagðar á efnahagsmál og ofbeldi karla á kostnað aðalbar- áttumálsins, en það er samkvæmt Önnu ástir karls og konu. Hún álítur þessa ást stjórnast meira af stjórnmálum en sálrænum hvötum. Iijónaband og ást Anna bendir á að frá 17. öld hafi ást kvenna aðallega verið inni- lokuð í einni stofnun, hjónaband- inu. Hún fjallar ítarlega um hvem- ig nýjar hugmyndir manna um lýð- ræði og jafnrétti náðu eingöngu til karla. Anna undirstrikar að hin nýi pólitíski einstaklingur var skil- greindur sem karlmaður. Fjöl- skyldunni var komið fyrir í geira einkalífsins þar sem karlmaðurinn réð öllu og konan hlýddi. Hennar hlutskipti var að sjá um þarfir fjöl- skyldunnar og setja eigin langanir til hliðar. Deidre English fer lofsorðum um bók Önnu. Henni finnst skýring Önnu þó of mikil einföldun þegar upp er staðið. Hún telur hana gera of lítið úr sigrum kvenfrelsisbarátt- unnar á sviðum efnahags- og stjórnmálalegs valds. Einnig finnst English Anna gera of lítið úr þeirri staðreynd að konur eru ekki eins háðar hjónabandi í dag og þær voru áður. Byggt á The New York Tim- es Book Review. Milska í nýjuin búningi er talið vera elsta varð- veitta skinnblað í ís- lenskri eigu. Jón skrifaði Milsku upp eftir einu af þrem- ur meginhandritum kvæðisins en nýnorsk þýðing Ivars Orglands byggir á öllum þremur meginhandritunum. Að sögn Kára er þess vegna nokkur munur á uppskrift Jóns og þýð- ingu Orglands. A blöð- unum sem tónleika- gestir fá í hendur hefur Kári gert grein fyrir þeim stöðum þar sem verulegur munur er á textunum í neðanmálsgreinum. Organisti og tónskáld Kjell Mörk Karlsen Stavanger. Hann er Islendingum að góðu kunnur en á síðasta ári vann hann fyrstu verðlaun í Kirkjutón- listarhátíðinni í Hall- grímskirkju. Hann hefur síðan samið org- elverk tileinkað Herði Áskelssyni, organista Hallgrímskirkju. Flytjendur óratór- íunnar eru blandaður kór úr dómkórunum í Asker og Tönberg, Gro Bente Kjellevold alt, Andrew Wilder org- anisti, Knut Risan leikari og strengja- íslenska miðaldakvæðið Milska varð að sinfón- ískri óratóríu í höndum norska tónskáldsins Kjell Mörk Karlsen. A tónleikunum geta gestir fylgst með íslenska textanum eftir eigin- handaruppskrift Jóns Sigurðssonar forseta. MILSKA er framlag Norðmanna til Listahátíðar í Rey_kjavík á 50 ára afmæli lýðveldisins Islands. Milska er líklega ort nokkuð eftir aldamót- in 1400 og tilheyrir kaþólskum miðaldakveðskap Islendinga. Höf- undur er ókunnur. Milska er hrynhent Maríukvæði, ekki óskylt Lilju og Rósu. Nafnið merkir sætur hunangsdrykkur en gæti einnig verið dregið af orðinu mildi. Milska er epískt kvæði í 96 erindum og fjallar um fæðingu Krists, pínu hans og dauða. Uppskrift Jóns forseta Tónleikagestir fá kvæðið í hend- urnar bæði á íslensku og nýnorskri þýðingu á laugardaginn. íslenski textinn er fenginn úr handritasafni Jóns Sigurðssonar sem varðveitt er í handritadeild Landsbókasafns ís- lands. Jón var forseti Kaupmanna- hafnardeildar Hins íslenska bók- menntafélags frá árinu 1851 til dauðadags og safnaði handritum fyrir félagið. Það þykir merkilegt að á sama tíma safnaði hann einnig fyrir sjálfan sig. Að sögn Kára Bjarnasonar, handritavarðar, segir sagan að Jón hafi sjálfur keypt mikilvæg handrit sem Hið íslenska bókmenntafélag hafði ekki efni á. Handritasafn Jóns geymir margs konar fróðleik. Að sögn Kára má þar t.d. finn^ eiginhandarrit séra Hallgríms Péturssonar af Passíu- sálmunum og er það hið eina sem varðveist hefur. Þetta handrit sendi séra Hallgrímur Ragnheiði Brynj- ólfsdóttur að gjöf. Einnig eru í safni Jóns 20 skinnblöð þ.ám. eitt sem Kjell Mörk Karlsson samdi verk sitt við Milsku veturinn 1992-3 að beiðni Dómkirkjunnar í Tönsberg í tilefni af 20 ára afmæli hennar. Þegar óratorían var flutt í Dóm- kirkjunni fengu hann og flytjendur mjög góða dóma. Kjell Mörk Karlsson er fyrrver- andi dómorganisti f Tönsberg og kvartett frá Osló en Kjell Mörk Karlsen stjórnar sjálfur flutningn- um. Erindin 96 eru ekki öll sungin. Flutningi þeirra er skipt á milli kóranna, einsöngvarans og lesar- ans. Heiður að flytja verkið Alf Bergesen er í dómkórnum í Asker. Hann sagði að það hefði verið mikill heiður fyrir kórana að vera vafdir til að flytja þetta verk þar sem báðir séu skipaðir áhuga- mönnum. Bergesen sagði að í verk- inu blönduðust saman nútímatónar og rómantískir þættir. Það væri bæði krefjandi og óhefðbundið en ánægjulegt væri að flytja það. Flutningur Milska á Islandi hefur fengið umtalsverðan fjárstyrk frá norska menningarmálaráðuneytinu og sagði Bergesen að fulltrúar það- an yrði viðstaddir flutninginn í Hallgrímskirkju. Að sögn Bergesen hefur hluti af kórfélögunum verið hér á landi síð- an 11. júní og hafa þeir notað tæki- færið til að skoða sig um. Hann sagði að þeir hefðu notið þess að ferðast um en orðið að passa vel upp á raddimar í risjóttu veðri. Norsk þýðing Ivar Orgland þýddi eða endurorti Milsku á nýnorsku og hefur þannig dregið fram í dagsljósið kvæði sem er lítið þekkt hér á landi. Orgland hefur lagt mikið af mörkum til kynningar á íslenskum bókmennt- um í Noregi. Hann hefur þýtt og endurort allt frá miðaldakvæðum til ljóða íslenskra nútímaskálda. Eitt af þekktustu miðaldakvæðun- um sem Orgland hefur þýtt er Sól- arljóð. Þýðing Orglands á Milsku hefur verið gefin út af Solum forlag og er bókin myndskreytt af mynd- listarmanninum Anne Lise Knoff.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.