Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 49 BRÉF TIL BLAÐSINS „Grjóti“ og mið- punktur Reykja- víkur Frá Jóni Brynjólfssyni: FYRSTA gatan í Reykjavík mynd- aðist 1752 við innréttingar Skúla fógeta og var nefnd Aðalstræti. Þar er Ingólfsbrunnur, yfir 1.000 ára gamalt vatnsból Ingólfs Arnar- sonar sem talið er að hafi reist bæ sinn Reykjarvík vestan götunnar undir brekkunni, rétt sunnan Grjótagötu árið 874. Löngu fyrir daga Aðalstrætis hafði myndast röð torfbæja útvegs- bænda með sjónum frá Seltjarnar- nesi um Ánanaust að byggð sem hét „Hólmur“ og var á jörðinni „Vík“. Milli bæjanna var troðningur sem síðar var nefndur Vesturgata og í framhaldi af henni í vesturátt með sjónum nú Ánanaust að Vest- urvör sem gefur til kynna að Vest- urgatan hafi þá í raun sem vegur náð alla þessa leið og jafnvel alla leið út á Seltjarnarnes. Fyrstu íbú- arnir á þessu svæði, sem nú heitir Reykjavík, hafa því verið verið þessir útvegsbændur og bóndinn á jörðinni Reykjarvík, sem á þessum tíma hét „Vík“ og var miklu minni en landnámsjörðin „Reykjarvík" sem náði frá Hvalfirði að Ólfusá. Þetta felur einfaldlega í sér að Vesturgatan er í raun sem vegur eða stígur miklu eldri en Aðal- stræti. Á sama hátt er Aðalstræti 122 árum eldra en Reykjavík sem afmarkað svæði (jörðin) með því nafni. Byggðin hét áður „Hólmur" og höfnin „Hólms höfn“ en býlið „Vík“. Samkvæmt þessu hefur landnámsjörðin Reykjarvík skipt um nafn á þessu tímabili og má kenna Dönum um það eins og allt annað sem illa fór hér á landi á þessum tíma. Bæði hefur verið ástæða til að greina byggðina frá býlinu og nafnið á býlinu ekki látið vel í munni þeirra sem ekki hag- nýttu sér lögmál Bernoullis við að sveifla tungubroddinum og töluðu með kokinu í staðinn. Ef hægt er að tala um „nafla“ Reykjavíkur, þá er hann þarna á gatnamótum Áðalstrætis og Vest- urgötu. Við þennan punkt eru stefna og númer allra gatna í Reykjavík miðuð. Þessi staðreynd hefur þó gleymst eða kafnað í öllu umstanginu við Ingólfstorg sem er einmitt á þessu horni. Þar er nú bara að finna pulsubar sem enginn er feginn að sjá nema þeir sem eru svangir. Ekkert minnir á þennan miðpunkt sem öll húsnúmer og all- ar götur borgarinnar bera þó beint og óbeint merki um. Færi vel á því að þessi merkilegi miðpunktur væri gefinn til kynna á einhvern annan hátt, þó ekki væri nema túristum til augnayndis. Þeir hefðu ábyggi- ■ .. . ■ . TEIKNING Aage Nielsen-Edwins af Reykjavík árið 1801 lega gaman af að láta taka myndir af sér við hliðina á þessu fyrirbæri sem var reist 240 árum of seint. Bæði má segja að torgið vanti þarna einhvern aðlaðandi hlut sem tekur ekki mikið pláss, en dregur athygli frá „hungurvakanum“ og að þama vanti enn „hornstein“ að Reykjavík sem skipulögðu svæði með gatnakerfi. Kemur það úr hörðustu átt, því að sjálft Grjóta- þorpið hefur aldrei verið langt und- an og nú mikið aðkomugijót á Ing- ólfstorgi. Úr þessu mætti vel bæta með aðeins einum steini í viðót, þegar framkvæmdum við torgið lýkur endanlega, það vígt opinber- lega og því gefið nafn, ef slíkt telst ekki þegar afstaðið. Þann stein ætti auðvitað að taka úr Gijóta- þorpinu þó ekki væri nema til þess að undirstrika þann skilning eða misskilning að það sé réttnefni. Þriðja hjáleiga „Víkur“ var bær- inn Gijóti sem Gijótaþorpið er nú kennt við. Stóð bærinn beint upp af norðurhlið Landshöfðingjahúss- ins og 50-90 danskar álnir (30-60 m) frá Túngötu og í stefnu beint í vestur frá spunahúsi innrétting- anna við Aðalstræti. Miðja bæjar- stæðisins var í beinni línu í fram- haldi af norðurhlið gamla kirkju- garðsins við Aðalstræti. Þessi stað- ur er nú efsti hluti Gijótagötu og hefur sjálfur bærinn staðið þar á brekkubrúninni austan Garða- strætis. Má geta sér þess til að þar hafi verið klettur sem bærinn hafi dregið nafn af. Sá klettur hlýtur að vera til enn, því að á þessu svæði eru gömul timburhús byggð áður en farið var að sprengja grunn húsa. Hann hlýtur einnig að vera utan veggja húsanna, því að menn byggja ekki hús utan um kletta. Þessi klettur hlýtur á sínum tíma að hafa heitið „Grjóti" skv. mál- fræðinni og af honum mun bærinn Gijóti hafa dregið nafn. Ekki kæmi mér á óvart, þótt á þessu svæði megi sjá í austurhlið Gijóta, ef'vel er að gáð og finna þennan merki- lega klett sem nú orðið virðist öllum gleymdur og grafínn undir sína torfu. Ef einhver veit meira eða betur um Gijóta, færi vel á því að þær heimildir komi nú í ljós. Orða- bók Háskólans hefur hann ekki á sinni skrá. Ekki er ég að mælast til þess, að Gijóti verði sprengdur sundur og hluta hans komið fyrir í mið- punkti Reykjavíkur. Þá væri illa af stað farið. Vel mætti finna stór- an stein í nágrenni hans og koma honum þar fyrir svo vel fari. Heimildir. Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur. Kort á bls. 160 og Grjóti skv. skrá bls. 282 Sjá einnig: Jón Helgason: Reykjavík 1786- 1936 Kvosin, Byggingarsaga Miðbæjar Reykjavíkur, teikningar bls. 16 og 38, þar sem bærinn er merktur 47 og 48 og spuna- húsið 37. JÓN BRYNJÓLFSSON, verkfræðingur. PUATTÞERVINI ÍA UQARDAL NUM % o KRABBAMEINSFELAGSÍNS 1994 VEITTU STUÐNING - VERTU MEÐ! í þetta sinn voru miöar sendir körlum, á aldrinum 23ja - 75 ára. Viö þökkum öllum þeim sem þegar hafa borgaö miöana og minnum hina á góöan málstað og verömæta vinninga. Greiða má í banka, sparisjóði eða póstafgreiðslu fram að dráttardegi, 17. júní. Vakin er athygli á því að hægt er að borga með greiðslukorti (Visa, Eurocard). Hringið þá í síma (91) 621414. Hver keyptur miöi eflir sókn og vörn gegn krabbameini! íTi &úA Atvinnuleysið, rík- ið og sveitarfélögin Frá Láru V. Júlíusdóttur: í MORGUNBLAÐINU í dag, 14. júní, ritar formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, grein, þar sem hann gagnrýnir málflutning fé- lagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurð- ardóttur í tengslum við kynningu á skýrslu starfshóps sem ráðherra skipaði vegna þjónustu- og ör- yggskerfis atvinnulausra. Það sem formaðurinn hefur út á málflutning ráðherrans að setja er að ráðherra skuli draga fram þá staðreynd, sem greint er frá í skýrslunni hversu fá sveitarfélög hafi sett sérreglur um félagslega aðstoð. Það er von að formanninum sárni þegar á þetta er bent, enda hefur hvílt á sveitarfélögunum lagaskylda að setja þessar reglur frá árinu 1991. Það er líka eðlilegt að ráðherra noti tækifærið til að hvetja sveitar- félögin. Ráðherra er það kappsmál að sveitarfélög setji sér reglur um fjárhagsaðstoð og fylgi lögum. Sérstaklega þegar litið er til þess að þessi lög voru sett á sínum tíma að frumkvæði ráðherrans. Skýrsla starfshópsins íjallar að- eins að litlu leyti um fjárhagsað- stoð sveitarfélaga. Þó hefur sá hluti hennar verið fyrirferðamestur í umijölluninni. Aðrir hlutar henn- ar, eins og kaflinn um menntunar- mál, kaflinn um vinnumarkaðsað- gerðir til að draga úr atvinnuleysi eða kaflinn um bótaréttarlaust fólk hafa ekki vakið sams konar at- hygli. í þeim köflum er þó varpað fram fjöldamörgum hugmyndum um hvernig bregðast megi við at- vinnuleysinu og breyta því um- hverfi sem atvinnulausir búa nú við. Ég tek fyllilega undir það sjónarmið Vilhjálms að áhrifarík- asta leiðin til að aðstoða atvinnu- lausa sé að útvega þeim vinnu. Þar þurfa allir að leggjast á eitt, sveit- arfélögin, ríkisvaldið og aðilar vinnumarkaðarins. Mörg sveitarfé- lög hafa brugðist hratt og vel við. Vegna orða Vilhjálms um markviss vinnubrögð sveitarfélaganna við atvinnuleysinu stingur nokkuð í stúf að á síðasta ári nýttu sveitar- félögin aðeins tæpar 166 milljónir af þeim 599 milljónum sem At- vinnuleysistryggingasjóður hafði til úthlutunar það ár í átaksverk- efni. Hlutur Reykjavíkurborgar var þar 28,5 milljónir króna. LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR, lögmaður í Reykjavík, og formaður starfshóps félagsmálaráðherra um þjónustu- og öryggiskerfi. Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. hjáANDRÉSI Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröfuþjónusta. Jakkaföt nýkomin.verð kr. 14.900 Stakar buxur nýkomnar, verð frá kr. 3.900 -4.900. « Stakir jakkar og blússur í úrvali VÖNDUÐ VARA Á VÆGU VERÐI Töivuáhugamenn athuqiö, Eigum fyrirliggjandi vinsælu ExSys tengin: RAÐTENGI - EX-4031 • 16 bita raðtengi (RS-232). • 2 útgangar, 9 og 25 pinna. • COM 1-4. IRQ 3-15. • XT/ATsamhæft. FJÖLNOTA ID6-TENGI - EX-3060 i 2FDD og 2HDD. i Tvö raðtengi. COM 1-4. IRQ 3-5. • Eitt samhliða tengi. • Eitt leikjatengi. • AT samhæft. SAMHLIÐA TENGI - EX-4000 • Eitt samhliða tengi • LPT 1-3. IRQ 5, 7. • XT / AT samhæft. HRAÐVIRKT RAÐTENGI - EXJI0311 • Hraðvirkt 16 bita raðtengi (2x 16C450). • 2 útgangar, 9 og 25 pinna. • COM 1-4. IRQ3-12, 15. • Samskiptahraði 50 - 115.200 BAUD. Tæknival Skeifunnl ify Sfrkú(91) 681665 - Fax (91) 680664'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.