Morgunblaðið - 16.06.1994, Page 25

Morgunblaðið - 16.06.1994, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994 25 LISTIR Margir búningar eru til sýnis frá Þjóðminjasafni íslands í Aðalstræti 6. heimildarmynd um Jón; Maður og foringi. Margir búningar eru á sýning- unni, aðallega einkennisbúningar og íslenskir kvenbúningar. Lilja sagði að sníða hefði þurft sérstak- ar gínur fyrir gömlu búningana enda nútímagínur of stórar. Bún- ingarnir eru mjög athyglisverðir. Einn þeirra er t.d. fornmannabún- ingur sem Jóhannes úr Kötlum lét sauma fyrir sig fyrir Alþingishátíð- ina árið 1930. Fullveldisfán- inn og fyrsta stj ór nar skráin LEIÐIN til lýðveldis er yfirskrift sýningar sem opnuð var í Aðal- stræti 6 nú um mánaðamótin. Sýn- ingin er samstarfsverkefni Þjóð- minjasafns íslands og Þjóðskjala- safns íslands, og er á henni stiklað á stóru í stjórnmálasögu. íslands frá 1830 til 1944. Á sýningunni má sjá ýmsa hluti sem ekki hafa verið sýndir almenningi áður, má þar nefna fyrstu stjórnarskrána sem Þjóðskjalasafnið er með í láni frá Danska ríkisskjalasafninu, og ljósmyndir í lit frá þjóðhátíð á Þing- völlum 1944 teknar af Sigurði Tómassyni. Á sýningunni er m.a. fjallað um endurreisn Alþingis, Þjóðhátíðina árið 1874, Heimatjórnartímabilið, Alþingishátíð árið 1930, hernáms- árin, og síðast en ekki síst Lýðveld- ishátíðina á Þingvöllum árið 1944. Auk þess er á sýningunni sérstök kynning á Bessastöðum og á kaffi- stofunni er sýning á gömlum myndum og munum sem tengjast kaffi og brauði. Fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn Að sögn Lilju Árnadóttur hjá Þjóðminjasafninu var það mikil vinna að setja upp sýninguna. Á henni eru skjöl, munir, myndir og búningar, og hefur almenningur ekki haft tækifæri áður til að skoða mikið af þeim skjölum sem eru til sýnis. Einnig eru á sýningunni hlutir sem Þjóðminjasafninu hefur áskotnast nýlega. Má þar nefna stóla sem tilheyrðu Lærða skólan- um í kringum 1850 og er talið lík- legt að notaðir hafi verið á Þjóð- fundinum árið 1851. Á sýningunni má jafnframt sjá Fullveldisfánann sem var dreginn að húni við Stjórn- arráðið 1. desember árið 1918 og endurgerða skifstofu Jóns Sigurðs- sonar sem notuð var í nýgerðri Morgunblaðið/Kristinn STOFA Jóns Signrðssonar er á sýningunni Leiðin til lýðveldis. „Þrælakór Vegamála- stjórans“ í heimsókn á Islandi ÞANN 17. júní kl. 18. kemur „Þrælakór Vegamálastjórans", kór frá Norður-Þrændalögum fram á tónleikum í Norræna húsinu. Ennfremur syngja þau á Ingólfstorgi kl. 16 sama dag við hátíðarhöld Reykjavíkur- borgar. „Þrælakór Vegamálastjór- ans“ var stofnaður árið 1988 af 23 söngvurum og hljóm- sveit. Tilgangurinn var að koma fram á einni skemmtun, en þetta gekk svo vel að nú sex og hálfu ári síðar, eru í kórnum um 40 manns og eru kórfélagar allt frá vegamálastjóra til iðn- nema. í hópnum eru gítar- og harmonikkuleikarar, auk fiðlu- leikara, textahöfundar, út- setjara, stjórnanda og að- stoðarstjórnanda. Þau flytja lög sem „rallarar" eða farand- verkamenn í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi sungu og spiluðu fyrr á tímum. Kórinn hefur komið fram við ýmis ts^kifæri, bæði innan vegagerðarinnar og utan. Ennfremur hefur kórinn gefið út hljóðsnældu í samvinnu við Vegaminjasafn Noregs með gömlum söngvum vegavinnu- manna. Aðgangseyrir að tónleikun- um er enginn. v^iröur í 4 karla og kvenna. 12 ára og yngri, fæddir 1982 og síðar 13-14 ára, fæddir 1980-1981 15-16 ára.fæddir 1978-1979 \ 17 ára og eldri, fæddir / 1977 og fyrr. / vítaskotum og 3ja stiga skotum. auk áskorunarkeppni þar sem hægt verður að skora á v landsliðsmenn. götu körfu bolti laugardaginn 18. Júní í Laugardal haldin í tilefni 50 ára afmælis ÍBR Skráning fer fram á skrifstofu KKI á skrifstofutíma, til kl. 20:00 fimmtudaginn 16. júní og frá kl. 9:00 - 12:00 laugardaginn 18.júní. Takið þátt í spennandi keppni 2 PEPSI MAX^ 1944- 1994 LVÐVELDISHÁTÍÐ í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.