Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR BIKARKEPPNI KSI 16 liða úrslit 14. og 15. júlí AKUREYRI KA - STJARNAN _ / Föstudagur 15.7 AKRANES ÍA-KR KÓPAVOGUR UBK - ÍBK GRINDAVIK GRINDAVÍK - FH REYKJAVÍK VALUR - FRAM REYKJAVÍK ÞRÓTTUR - ÍBV VÖQNGUR-ÞÓR IFIFTUR - FYIJCIR BIKARMEISTARAR FRA1982 1982 ÍA 1989 Fram 198/ ÍA 1990 Valur ' 1984 (A 1991 Valur 1985 Fram 1992 Valur 1986 lA 1993 ÍA 1987 Fram 1994 ? 1988 Valur ■ DANNY Lathouwers frá Belgíu varð um helgina Evrópu- meistari áhugamanna í snóker þegar hann sigraði landa sinn Stef- an van der Borght í úrslitum. Sá síðarnefndi sigraði Jóhannes Ragnar Jóhannesson í undanúr- slitum, sem hafnaði því í 3. til 4. sæti. M VEGLEG verðlaun voru í boði fyrir fjögur efstu sætin á Evrópu- meistaramótinu í snóker, og auk þess fyrir hæsta stuðið í keppninni. Það átti Jóhannes Ragnar, 119 stig, en því náði hann á móti Norð- ur-íranum Jontahan Nelson, þeg- ar hann tryggði sér sæti í átta manna úrslitum. ■ HEIKE Henkel frá Þýska- landi, Ólympíumeistari í hástökki kvenna, mistókst á laugardaginn að tryggja sér sæti á Evrópumeist- aramótinu í ftjálsum sem verður í Helsinki í ágúst. Hún náði aðeins fimmta sæti á þýska meistaramót- inu, en það er úrtökumót Þjóðverja fyrir EM. ■ HENKEL eignaðist son í febr- úar sl. og hefur ekki náð upp sínu fyrra formi eftir það. Hún stökk 1,86 metra, en þær sem tryggðu sér þátttökurétt stukku að minnsta kosti 1,92 metra. Henkel sagði að ef hún bætti sig ekki fljótlega myndi hún ekki fara á Evrópumeistara- mótið, en þýska sambandið hefur enn möguleika á því að bæta við keppendum. ■ CHRIS Boardman frá Bret- Iandi sigraði í forkeppni Frakk- landskeppninnar í hjólreiðum, Tour de France, á laugardaginn, þegar 7,2 km löng tímakeppni var háð í Lille. Hann varð þar með fyrsti Bretinn í 32 ár til að klæðast gulu treyjunni. ■ SIGURSTRANGLEGUSTU keppendurnir, Spánverjinn Miguel Indurain og Tony Rominger frá Sviss urðu í öðru og þriðja sæti í forkeppninni. ■ KRISTJÁN Davíðsson leik- maður með Einherja á Vopnafirði lék sinn 300. leik í meistaraflokki á dögunum, þegar lið hans mætti KR í bikarkeppninni. Kristján er 34 ára gamall og hefur alla tíð leik- ið með Einheija. ■ SNÆFELL hefur dregið lið sitt úr 4. deild karla í knattspyrnii. ■ TORFI Sigurðsson úr GJÓ, fór holu í höggi á Fróðárvelli á Ólafs- vík um helgina. Hann vann afrekið á sjöttu braut, sem er 181 m, par þrír hola. Torfi notaði trékylfu nr. þijú. ■ TORFI fór fyrr á árinu einnig holu í höggi á Fróðárvelli, en fékk það högg ekki viðurkennt, þar sem hann var einn á ferð, en vitni verða að vera til að kylfingar fái högg sín viðurkennd. ■ HELGI Ólafsson, GKG, setti vallarmet á Fróðárvelli, er hann lék á 71 höggi, en par vallarins er 68. Helgi varð sigurvegari á opna Ól- afsvíkurmótinu. ■ KURT Röthlisberger, sem dæmdi leik Þýskalands og Belgíu og viðurkenndi að hafa gert mistök, eins og kemur fram annars staðar í blaðinu, fékk að vita í gærkvöldi að hann dæmir ekki meira á HM eins og hann óttaðist. ítalski dómar- inn Pierluigi Pairetto gerði einnig mistök í leik Rúmeníu og Argent- ínu og fær ekki fleiri verkefni. usr Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefur verið skemmtilegri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Allir hafa tekið höndum saman um að gera þessa miklu listahátíð að ógleymanlegri veislu og hefur tekist ótrúlega vel til á öllum sviðum. Listamennirnir hafa blómstrað sem einstaklingar og ekki síður sem liðsheild hverrar þjóðar og þakka ber Sjónvarpinu fyrir að gefa lands- mönnum kost á að sjá þessa frábæru list í beinni útsendingu. Eins og alltaf, þegar list er annars veg- ar, sýnist sitt hveijuni og er ekkert við það að athuga. Hins vegar eru óánægjuraddimar, sem vilja fótboltalistina úr sjón- varpinu, óskiljanlegar, því valið er fijálst. Að sama skapi er öf- und ýmissa út í velgengni ann- arra alltaf hjákátleg og væri nær að þeir, sem kunna ekki að meta knattspymulistina, samgleddust ánægðum fíklum í stað þess að vera með allt á homum sér. Taka má undir með Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, formanni íþrótta- o g tómstundaráðs Reykjavíkur, sem sagði réttilega í Tímanum fyrir skömmu að heimsmeistarakeppnin væri stórviðburður, sem yrði að gera skil. „Æskilegt væri að hafa sérstaka íþróttarás til að sjón- varpa frá svona viðburðum. Á meðan svo er ekki, er þetta eina leiðin til að gera keppninni skil,“ sagði hún um beinu útsending- amar. List er sú íþrótt að búa til eitthvað fagurt eða eftirtektar- vert stendur í íslenskri orðabók Menningarsjóðs. Þar má einnig lesa að list er leikni, fæmi, hæfileiki og íþrótt. Leikstjóran- um góðkunna, Þórhildi Þorleifs- dóttur, yfírsást þetta I DV á dögunum, þar sem hann leggst gegn útsendingunum og fullyrð- ir að menningarviðburðir fái ekkert pláss í fjölmiðlum. Hún segir þetta efni fyrir karlmenn, sem sé glöggt dæmi um valda- hlutföllin í þjóðfélaginu, og er fráhverf sérstakri íþróttarás, „því þá þyrftu að vera tvö sjón- vörp á hveiju heimili.“ Gera má ráð fyrir að íslenskum knatt- spymukonum flnnist þama að sér vegið, en sagt hefur verið að vaxtarbroddurinn í greininni sé hjá kvenþjóðinni. í sama dálki kveður við annan tón hjá Finni Ingólfssyni, alþing- ismanni. Hann vekur athygli á uppeldislegu gildi íþrótta „og þar gegnir sjónvarpið mikilvægu hlutverki í að koma þessu glæsi- lega móti á framfæri við ungl- ingana og beina þeim þar með að áhugaverðu tómstunda- gamni.“ Ef eitthvað er vill hann fá meira og koma til móts við krakkana með því að endursýna kvöld- og næturleiki að morgni. íþróttakennarinn og frétta- maðurinn Sigrún Stefánsdóttir gat ekki dulið andúð sína á út- sendingunum, þegar hún lauk fréttatíma mt 5 þeim orðum að nú yrði víst að víkja fyrir fótbolt- anum. Fyrir hönd stofnunarinn- ar hefði hún frekar átt að vera alsæl með það, því leikirnir færa Sjónvarpinu miklar tekjur, sem ættu að auðvelda enn fjölbreytt- ari og betri dagskrá. Ef eitthvað má setja út á útsendingamar er það hugsunarleysið að vera stundum með fréttir á sama tíma og hafa þannig nokkrar mínútur af listelskandi fólki, sem hefur ekki getað slitið sig frá skjánum að undanfömu og situr sem fastast til 17. júlí. Steinþór Guðbjartsson Hugsunarieysi að skjóta inn fréttum í útsendingar frá HM Hvað ætlarmarkvörðurinn STEFÁIM ARNARSON að halda lengiáfram? Bíð með allar yfiiiýsingar STEFAN Arnarson markvörður knattspyrnuliðs FH, sem nú er í öðru sæti í 1. deildinni í knattspyrnu, hefur leikið mjög vel í sumar og aðeins fengið á sig tvö mörk i' deildinni, þegar liðlega þriðjungur af mótinu er búinn. Stefán stendur á milli stanganna í marki FH fjórða sumarið i röð, en áður hafði hann verið í mark- inu hjá Val og KR. Áður en hann kom til FH ætlaði hann að leggja skóna á hilluna og heyrst hefur að þetta verði síðasta sumar hans í 1. deildinni. Stefán segist enga yfirlýsingar ætla að gefa út um það, það komi bara i Ijos < Stefán byijaði að æfa knatt- spyrnu með KR og lék með liðinu þar til hann var tvítugur. Þá tók við þriggja Eftir ára tímabil hjá Val Stefán áður en hann skipti Eiriksson aftur yfir í KR í eitt ár, og áður en hann gekk í FH lék hann eitt tíma- bil norður á Sauðárkróki með Tindastóli. „Ég var ákveðinn í að hætta eftir síðasta árið með KR, en fór þá norður. Eftir það tímabil var ég endanlega hættur, og þá gekk ég til liðs við FH.“ svo verði. Hefurðu einhverjar taugar enn- þá til Vesturbæjarliðsins? „Mínar taugar eru eins og er allar í Hafnarfirði. Auk þess að leika með liðinu ber ég titilinn framkvæmda- og vallarstjóri og því má segja að ég sé þama öllum stundum. Ég kann mjög vel við mig hjá FH, öðruvísi myndi þetta ekki ganga upp.“ FH-ingum hefur gengið vel í deild- inni undanfarin ár. Hver er Iykillinn að þessari velgengni? „Mótið er nú ekki nema rétt hálfnað og þessi velgengni, ef vel- gengni má kalla, felst í því að þetta Morgunblaðið/Golli Stefán Arnarson er framkvæmda- og vallarstjóri í Kaplarika og því gerði enginn athugasemd við það er hann prílaði upp á mark í Krikanum í gær. er sterkur hópur, góður þjálfari og góðir menn sem standa fyrir utan félagið. Það er mjög vel haldið utan um þetta allt saman og það er lykil- atriði.“ Þú hefur eitthvað skipt þér líka af handbolta á undanförnum árum? „Jú, ég hef verið að þjálfa lið KR í 1. deild kvenna tvo síðustu vetur, en ætli ég sé ekki hættur því í bili.“ Hvernig stendur á því, nú hefur þetta gengið bærilega? „Þetta gekk þokkalega siðasta vetur, við lentum í fjórða sæti. En þetta tekur svo mikinn tíma og það er kominn tími á frí, sem ég hef ekki fengið í mörg ár.“ Hvað með fótboltann, ætlarðu að halda áfram í honum endalaust? „Nú er maður að verða orðinn svo gamall, en ætli ég bíði ekki með alla yfírlýsingar um það hvað gerist í haust. Eg hef ætlað að hætta áður án árangurs og því held ég að það sé best að segja sem minnst.“ Þú hlýtur að eiga þér uppáhalds- lið í HM eins og fiestir? „Það er Nígería að sjálfsögðu. Þetta eru skemmtilegir, fljótir og leiknir strákar. Ég er viss um að þeir sigri ítala í 16 liða úrslitun- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.