Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 C 5
ÍÞRÓTTIR
Sampras sigraði aftur
toúm
FOLK
■ MARK Woodbridge og Todd
Woodforde frá Astralíu, sem
ganga undir nafninu „Woodies" í
tennisheiminum, sigruðu í tvíliða-
leik karla á Wimbledonmótinu á
laugardaginn, annað árið í röð.
Grant Connel frá Kanada og
Patrick Galbraith frá Bandaríkj-
unum léku gegn þeim í úrslitaleikn-
um, líkt og í fyrra.
■ TVÍLIÐALEIKINN í kvenna-
flokki sigruðu Gigi Fernandez og
Nataliu Zvereva. Andstæðingar
þeirra voru Arantxa Sanchez Vic-
ario og Jana Novotna.
■ ÚRSLITALEIKURINN í ein-
liðaleik karla, milli Pete Sampras
og Goran Ivanisevic vakti upp
umræðu um það hvernig gera
mætti íþróttina skemmtilega á að
horfa á ný. Þeir náðu samtals 42
ásum í leiknum, og hver lota varði
yfírleitt ekki lengi.
■ LEIKIR eins og sá sem boðið
var upp á í einliðaleik karla, þar
sem kraftur og skotharka réð ferð-
inni í stað léttleikandi spils, á lítið
upp á pallborðið hjá áhorfendum.
Alþjóða tennissambandið er að
íhuga ýmsar breytingar til að gera
leikinn áhugaverðari og hraðari,
meðal annars að gefa leikmönnum
ekki tækifæri á seinni uppgjöf.
Sorgmædd en um
leið hamingjusöm
-sagði Martinez eftir að hafa lagt Navratilovu að velli í úrslitunum
MARTINU Navratilovu tókst ekki á laugardaginn að krækja ítí-
unda Wimbledonmeistaratitil sinn í einliðaleik. Hún tapaði fyrir
spönsku stúlkunni Conchitu Martinez, með tveimur hrinum gegn
einni, í úrslitaleiknum í einliðaleik kvenna. Martinez eyðilagði
þar með kveðjustund Navratilovu á Wimbledon, en þetta var
síðasti leikur hennar þar, að minnsta kosti í einliðaleik. Mart-
inez vissi ekki alveg hvernig hún átti að bregðast við úrslitunum.
„Ég er sorgmædd yfir því að hún missti af tíunda titilinum en
um leið mjög hamingjusöm yfir þvíað hafa unnið,“ sagði Mart-
inez.
rátt fyrir ósigurinn fögnuðu
áhorfendur Navratilovu mun
meira en sigurvegaranum Martinez.
Þeir risu úr sætum og klöppuðu
lengi vel, og Navratilova brosti og
veifaði til baka. Hún var sátt við
sitt og vissi sem var að úrslitin
voru í fullu samræmi við gang leiks-
ins, sú betri hafði unnið. „Ég gerði
það sem ég gat. Þetta er auðvitað
dapurlegt en það hefði verið það
hvernig svo sem leikurinn hefði
farið, því hann var minn síðasti,"
sagði Navratilova. „Ég er ánægð
með árangurinn og að komast í
úrslit, sérstaklega vegna þess að
það voru margir sem héldu að ég
gæti það ekki. En Conchita lék frá-
bæran tennis," sagði Navratilova.
•Um Wimbledon sagði hún: „Þetta
er eins og smá skot sem verður að
ástarsambandi. Sambandið verður
sífellt nánara. Það er ekkert sem
jafnast á við þetta,“ sagði hún.
Navratilova ræddi við hertogaynj-
una af Kent eftir leikinn og var
spurð hvað þeim hefði farið á milli.
„Hún reyndi að fá mig til að koma
aftur og spila í einliðaleik. Ég sagði
henni að ég myndi ekki leika ein-
liðaleik aftur en ég kæmi örugglega
aftur,“ sagði hún. Aðspurð um tár-
in sem hún felldi þegar leikurinn
var búinn sagðist hún ekki hafa
verið að gráta úrslitin. „Ég var
ekki að gráta vegna þess að ég
tapaði, heldur vegna þess að þetta
er síðasti leikurinn." Hún sagðist
ekki vera búin að gera það upp við
sig hvort hún myndi ljúka keppnis-
árinu, hún myndi íhuga framhaldið
í nokkrar vikur og taka síðan
ákvörðun.
Martinez var að vonum ánægð
með úrslitin, en hún er 22 ára göm-
ul, og var því vart farin að ganga
þegar Navratilova var að stíga sín
fyrstu spor á Wimbledon. „Eg er
ánægð með hve ég náði að byrja
alltaf vel, en það skiptir miklu máli
því ef hún kemst yfír er það stór-
hættulegt. Grasið hefur aldrei verið
í uppáhaldi hjá mér en nú verður
auðvitað breyting á því,“ sagði Mart-
inez, en hún er fyrsti Spánveijinn
til að sigra á Wimbledon. Hún hefur
lengi staðið í skugga löndu sinnar
Aröntxu Sanchez Vicario, og tapaði
einmitt fyrir henni í undanúrslitum
á Opna franska fyrir um mánuði
síðan. Navratilova sagðist skilja full-
komlega hvemig henni liði.„Tilfínn-
ingin að vinna þenna titil í fyrsta
sinn er svo hrein og tær.“
Martina Navratilova lauk
frækilegum ferli sínum á
Wimbiedon með tapi í úr-
slitaleiknum á laugardag-
inn. Sú sem sigraði og
hampar sigurverðlaunun-
um á minni myndinni er
Conchita Martinez frá
Spáni. Hún er 22 ára gömul
og var því eins árs þegar
Navratilova lék sinn fyrsta
leik á Wimbledon.
Keuter
PETE Sampras endurtók leikinn frá því ífyrra og sigraði í úrslit-
um í einliðaleik karla á Wimbledonmótinu. í þetta sinn lagði
hann Króatann Goran Ivanisevic og þurfti aðeins þrjár hrinurtil
að klára leikinn. Sampras sigraði 7-6 7-6 og 6-0.
Fyrstu tvær hrinumar voru ótrú-
lega jafnar og spennandi og
þurfti oddahrinu til í báðum. Þá
fyrri sigraði Sampras 7-2 og þá
síðari 7-5. Þar með vora úrslitin
nánast ráðin og Ivanisevic lagði
árar í bát í þriðju hrinunni.
„Ég á ekki von á því að vera að
þar til ég verð 37 ára líkt og Mart-
ina [Navratilova] en ég á eftir að
verða í eldlínunni lengi enn,“ sagði
hinn 22 ára Bandaríkjamaður eftir
sigurinn. „Ég er ánægður með
hvernig ég lék í dag, það gæti ekki
hafa verið betra.“ Ivanisevic náði
25 ásum í leiknum, þar af sextán
í fyrstu hrinunni. Hann sagði að
frábær leikur Sampras gerði það
auðveldara að sætta sig við ósigur-
inn. „Hann var einfaldlega of góður
í dag. í rauninni átti ég aldrei mögu-
leika. Uppgjafirnar vom frábærar
og móttökurnar líka,“ sagði hann.
Hann hafði sigrað í öllum sex odda-
hrinunum sem hann hafði lent í á
mótinu, en tapaði síðan báðum í
úrslitaleiknum.
IMý Martina
Frækilegum ferli Martinu Navr-
atilovu í einliðaleik kvenna á
Wimbledon lauk á laugardaginn,
en önnur Martina, sem reyndar er
skírð í höfuðið á þeirri fyrrnefndu,
virðist ætla að taka við af nöfnu
sinni. Um er að ræða Mártinu Hing-
is frá Sviss, en hún varð á sunnu-
daginn yngsti leikmaðurinn í sögu
Wimbledon, til að sigra í einliðaleik
í stúlknaflokki, sem er fyrir leik-
menn 18 ára og yngri.
Martina Hingis er frá Sviss og
aðeins 13 ára gömul. Móðir hennar
er tékknesk og skírði hana í höfuð-
ið á Martinu Navratilovu, sem þá
var á hátindi ferils síns. Þrátt fyrir
ungan aldur hefur hún tvisvar sigr-
aði í unglingakeppninni á Opna
franska mótinu, fyrst í fyrra þegar
hún var 12 ára gömul. Hún sigraði
Mi-Ra Jeon frá Suður-Kóreu í úr-
slitum 7-5 og 6-4.
„Þetta er alveg ömgglega stærsti
sigur minn til þessa. Sigur á
Wimbledon er eitthvað sem mig
hefur alltaf dreymt um,“ sagði hin
unga Martina Hingis. Hún stefnir
að því að gerast atvinnumaður í
október, þá verður hún 14 ára göm-
ul sem er lágmarksaldur atvinnu-
manna í tennis.
TENNIS / WIMBLEDON
KAPPAKSTUR
Vélarbilun
hjá Mansell
Michael Schumacher frá Þýskalandi sigraði
í franska Formulu 1 kappakstrinum á
sunnudaginn. Hann byijaði keppnina í þriðja
sæti, á eftir Nigel Mansell og Damon Hill. Þrátt
fyrir góða tilburði náði Hill ekki að halda sér
í fyrsta sæti, og Mansell, sem byijaði annar,
varð að hætta keppni eftir 46 hringi vegna
vélarbilunar.
Það var gírkassinn sem gaf sig hjá Mansell
en hann hafði átt í vandræðum með hann allt
frá byrjun keppninnar á sunnudaginn. Jafnvel
áður en vandræðin byijuðu var Mansell úr takti,
og em menn á því að léleg byijun hans hafi
átt þátt í því. Það hefur eitthvað haft að segja
að byijunin í IndyCar keppninni, þar sem Mans-
ell hefur keppt sl. 18 mánuði, er mjög frábmgð-
in Formulu 1 byijunum.
Mansell verður ekki með í næstu umferð
Formulu 1, breska kappakstrinum í Silverstone
í næstu viku. Þá á hann að keppa í IndyCar
keppninni í Cleveland. Ekki liggur fyrir hvort
hann muni taka þátt í þeim þremur keppnum
sem eftir eru af Formula 1 þegar breska kapp-
akstrinum lýkur. Heyrst hefur að Mansell hafí
verið boðnir 1,2 milljarðar króna fyrir að keppa
fjórum sinnum fyrir Williams liðið, en enginn
samningur hefur verið undirritaður.