Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 12
12 C ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDSMÓT HESTAMANNA Sleipnisbikarinn heimtur í Hala ÞOKKI kominn á toppinn og Jón Karlsson í Hala kominn með bikarinn en með á myndinni eru Jón Helgason formaður stjómar Búnaðarfélagsins og María Þórarinsdóttir starfsmaður mótsins auk knapa og afkvæmahópsins sem fylgdi kjámum. Rauðhetta stjama mótsins VEL var við hæfí að Sigurður Haraldsson, fyrmm bóndi í Kirkjubæ, tæki við verðlaunum Rauð- hettu, án efa stjömu mótsins. Með á myndinni em verðlaunahryssur í flokki hryssna sex vetra og eldri. Kynbótasýning á landsmótinu sú glæsilegasta sem sést hefur hér á landi frá upphafi Öruggar framfarir í ræktun og reiðmennsku Fimm hross fengu tíu fyrir einstök atriði á landsmótinu KYNBÓTASÝNING landsmóts- ins var án nokkurs efa sú glæsilegasta sem sést hefur frá upphafi. Fór þar saman bæði magn og gæði því annar eins fjöldi hefur ekki komið fram á landsmótum fyrr og önnur eins gæðahross hafa vart sést. Yfirleitt gott tölt í hrossunum og yfirburða skeið- geta í mörgum þeirra. Eftir mótið virkar það sem hjáróma væl ætli einhver sér að halda því f ram að ekki stef ni í rétta átt i ræktun hrossa á íslandi. Margir hafa gagnrýnt að klár- hrossum sé ekki nægilegur gaumur gefinn en nú verður ekki betur séð en vegur þeirra fari mjög vaxandi. Fram hafa komið ung fjórgangs hross með háar einkunnir fyrir bæði byggingu og hæfileika og við liggur að segja megi Vaidíma^ að einnig séu komin Kristinsson fram á sjónarsviðið skrifar afbragðsgóð klár- hross með feikna skeiði. Hreinleiki gangtegunda virð- ist fara batnandi en eitt af höfuð markmiðum ræktunar skal vera að útrýma skeiðgutlurum. Óskagripur- inn er það hross sem hægt er að hafa sem klárhross sé ekki áhugi eða geta fyrir skeiði hjá knapanum eða þá að hægt sé að laða fram skeiðið án þess að eiga á hættu að spilla töltinu verulega. Ungu hrossin á landsmótinu gefa mörg hver góðar vonir um að vel stefni í þessa átt. Ungu hryssumar góðar Fjögra vetra hryssurnar vöktu taisverða athygli, tvær þeirra Snælda frá Bakka og Prinsessa frá Úlfljótsvatni fá vel yfir átta í ein- kunn. Snælda lækkaði reyndar á mótinu en hafði af miklu að taka og endaði í 8,19. Prinsessa bætti hinsvegar við sig og fór í 8,11 og er nánast skeiðlaus enn sem komið er. Flestar hryssumar í þessum flokki eru alhliða gengar. Fimm vetra hryssumar vom í heildina ekki eins góðar, tíu þeirra náðu yfír átta í einkunn. Efsta hryssan er feikilega góð þótt ekki fái hún hátt fyrir byggingu. Flestar alhliða gengar og ein þeirra, Hvönn frá Gýgjarhóli fær 9,5 fyrir skeið enda skeiðaði hún óskaplega, bæði langa og snarpa spretti. Rauðhetta frá Kirkjubæ bar að sjálfsögðu af í sínum flokki og víð- ar því hún er hæst dæmda kynbóta- hrossið á mótinu með 8,81 í ein- kunn og liggur við að hún hafi ver- ið að hækka sig í hvert einasta skipti sem hún kemur fyrir augu dómara. Hún bætti við sig hálfum fyrir brokk á mótinu og er nú með 9,23 fyrir hæfileika. í einkunn er hún með eina tíu, fyrir tölt, þrisvar sinnum 9,5 fyrir höfuð, háls og herðar og skeið, þrjár níur, fyrir brokk, vilja og fegurð í reið, 8,5 fyrir geðslag, og 8,0 fyrir bak og lend samræmi hófa og stökk. Sann- kallað hestagull og vonandi að hún fari að gefa af sér folöld í ríkari mæli en hún hefur gert til þessa. Tíu efstu hryssumar í þessum flokki hafa hlotið 9 eða 8,5 fyrir tölt sem er vel við hæfi og allar vel vakrar nema tvær. stöðum sem hlýtur 8,30 fyrir hæfi- leika, skeiðlaus og ungur. Er hann með 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir feg- urð í reið. lór á lygnum sjó Jór frá Kjartansstöðum sigldi lygnan sjó á mótinu, hélt öllum sín- um einkunnum og efsta sætinu og sömleiðis Kolskeggur frá Kjamholt- um. Af elstu hestunum hélt Gustur frá Hóli I fyrsta sætinu með óbreyttri einkunn og þar á meðal tíu fyrir vilja. Svartur bætti sig nokkuð, hækkaði bæði í brokki og Vfkingur frá Voómúlastöðum er afar athygliverður og hlaut háa einkur.n fyrir hæfileika í fjögra vetra flokki þótt skeiðlaus sé. Knapi: Brynjar Stefánsson. Galsl frá Sauðárkrókf náði sér vel á strik á landsmótinu og stóð efstur eftir frábæra frammistöðu, fékk 8,63 fyr- ir hæfileika sem er einsdæmi hjá fjögra Vetra hesti. Knapi er Baldvin Ari Guðlaugsson. Hestaskipti á toppnum í fjögra vetra flokkl Nokkrar sviptingar urðu á röð efstu stóðhesta í fjögra vetra flokki. Tveir efstu hestamir úr forskoðun, Hjörvar og Nnkkvi hmndu í hæfi- leikaeinkunn meðan aðrir sprungu út eins og til dæmis Galsi frá Sauð- árkróki sem fékk 8,21 í forskoðun en 8,63 á mótinu sem er hreint ótrúlegt hjá svo ungum hesti. Þá má benda á Víking frá Voðmúla- skeiði þar sem hann fékk tíu, einn- ig hækkaði hann fyrir fegurð í reið en lækkaði fyrir vilja. Annar hest- ur, Bokki frá Akureyri fékk einnig tíu fyrir skeið. Reykur frá Hoftún- um bætti hæfileikaeinkunn sína en féll þó um eitt sæti því Oddur frá Selfossi bætti sig enn betur og fór upp fyrir Reyk. Einnig má nefna til sögunnar Þokkasoninn Mjölni frá Sandhólafeiju sem hlaut tíu fyrir tölt. All nokkuð hefur verið fjallað um afkvæmahrossin sem fram komu á landsmótinu, auk þess sem dómsorð efstu hrossa eru birt á úrslitasíðu íþróttablaðsins og vísast til þeirra. Kynbótasýningar landsmótsins er það sem upp úr stendur af mörgu góðu. Þorkell Bjamason fór að venju á kostum í töluðu máli. Gerði grín að sjálfum sér og öðrum og kryddaði lýsingar sínar með hæfi- legum skammti af húmor sem von- andi engan særir. 1994 ■ ÝMISS auka- eða sérverðlaun og viðurkenningar voru veittar á landsmótinu að þessu sinni. Lands- mótsnefnd færði til að mynda Þor- keli Bjarnasyni áletraðan blágrýt- isstein í heiðurs- og viðurkenninga- skyni fyrir 40 ára giftudijúgt starf sem hrossaræktarráðunautur. Kom Þorkell ríðandi á Anga frá Laug- arvatni til athafnarinnar en hann er sem kunnugt úr ræktun þeirra Laugarvatnsfeðga. ■ ÞÓRÐUR Þorgeirsson sem sýndi hátt í þijátíu hross á mótinu fékk reiðmennsku og knapaverðlaun Félags Tamningamanna sem ávallt eru veitt þeim knapa sem ekki er í félaginu og þykir skara fram úr á fjórðungs- og landsmótum. Var Þórður vel að þessum viðurkenning- um kominn því frammistaða hans var með miklum ágætum. ■ FÉLAGIÐ veitti einnig Þorkeli áritaða mynd eftir Pétur Behrens í viðurkenningarskyni fyrir störf hans að ræktunarmálum. Pétur gerðu þeir FT-menn aftur að heið- ursfélaga við þessa sömu athöfn. En hann var einn af aðalhvatamönn- um að stofnun félagsins, aðaldrif- fjöðrin framan af og siðavöndur FT- manna eins og Sigurður Sæmunds- son orðaði það þegar hann lýsti at- höfninni. ■ FIMM ræktunarbú fengu sér- staka viðurkenningu en þau voru valin úr og fengu auka sýningu á kvöldvökunni á laugardagskvöldið. Spyija menn hvort nú sé í uppsigl- ingu ný keppnisgrein, hver veit?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.