Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 C 3
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA
írar
gáfu
gjafir
- færðu Hollendingum
tvö mörk á silfurfati
ÞAÐ veit aldrei á gott að færa mótherjunum
mark á silfurfati, hvað þá tvö í 16 liða úrslit-
um heimsmeistarakeppninnar. írar komust
að því í hitanum í Orlando í gær og þó þeir
reyndu að jafna muninn í seinni hálfleik átti
það ekki fyrir þeim að liggja. Hollendingar
eru því komnir áfram eftir 2:0 sigur, en Irar
eru úr leik.
Reuter
Dennis Bergkamp (nr. 10) skorar fyrra mark Hollendinga gegn Irum eftir vamarmistök Iranna. Pat Bonner átti ekki möguleika á að
verja, en í seinna markinu, 2:0, missti hann knöttinn klaufalega í markið.
Irum hefur ekki gengið sérlega
vel að skora í keppninni og stað-
an var því langt frá því að vera
góð, þegar 45 mínútur voru til leiks-
loka. írar urðu að vinna upp tveggja
marka mun, en Hollendingar voru
ekki á því gefa neitt og voru reynd-
ar nálægt því að bæta þriðja mark-
inu við.
Þetta var besti leikur Hollend-
inga í keppninni og þeir fengu óska-
byijun, þegar Dennis Bergkamp
skoraði eftir góðan undirbúning
Marcs Overmars i kjölfar varnar-
mistaka. Fjórum mínútum fyrir hlé
skaut Wim Jonk af um 25 metra
færi, Pat Bonner virtist hafa bolt-
ann, en missti hann klaufalega
framhjá sér í netið.
Dick Advocaat, þjálfari Hollend-
inga, var mjög ánægður með
frammistöðu manna sinna, einkum
í fyrri hálfleik. „Irar eru þeim hæfi-
leikum gæddir að geta komið mót-
heijanum í vanda, en í fyrri hálf-
leik gáfum við þeim ekki tækifæri
til að leika eins og þeir gera best
í Mjóddinni
IR-ingar sýndu engin snilldartil-
þrif þegar þeir fengu lið HK í
heimsókn í Mjóddina i gærkvöldi,
en lokatölur leiksins urðu 0:0. Leik-
menn HK voru sterkari aðilinn í
■■■■■1 leiknum, voru
Guðmundur Helgi harðari í návígi og
Þorsteinsson voru mun meira
skrifar með boltann en
andstæðingarnir sem náðu aldrei
að komast almennilega inn í leikinn.
Þrátt.fyrir að vera meira með bolt-
ann, og að ÍR-ingar væru í vörn
langtímum saman þá náðu leik-
menn HK aldrei að nýta sér yfir-
burðina í leiknum og það hljóta að
vera liðinu vonbrigði eftir að hafa
verið betri aðilinn. Heimir Karlsson
þjálfari ÍR-inga var allt annað en
ánægður með sína menn eftir leik-
inn og sagði “að þeir hefðu ekki
farið eftir þeim fyrirmælum sem
gefin hefðu verið fyrir leikinn, og
leikmenn hefðu almennt verið hug-
myndasnauðir í leik sínum en sagð-
ist þó vera bjartsýnn á framhaldið."
og það gerði gæfumuninn. Þeir
reyndu hvað þeir gátu í seinni hálf-
leik og við þurftum að bíða eftir
lokaflautinu, því fyrr vorum við
ekki öruggir með sigur. En við lék-
um mjög vel og þeir virtust aldrei
vera við það að skora. Vörn okkar
var mjög góð og Overmars lék sér-
staklega vel.“
Jack Charlton, þjálfari Ira, tók
tapinu með stóískri ró. „Við erum
á leið heim, en þetta hefur verið
skemmtileg keppni hjá okkur og
strákamir hafa lært heilmikið. En
þegar menn gefa tvö mörk eins og
að drekka vatn kemur óbragð í
munninn. Það gengur ekki að gefa
liði eins og því hollenska tvö mörk
í forgjöf."
Charlton sagði að Bonner hefði
verið miður sín í hléi. „Ég sagði
honum að þetta væri búið og gert
og það eina sem hann gæti gert í
því væri að fara út og spila seinni
hálfleikinn." Hann sagði jafnframt
að Hollendingar hefðu verið mjög
góðir. „Ég kann vel að meta hvem-
ig Hollendingar leika og við höfum
mætt þeim í nokkmm frábærum
leikjum. Fyrst við þurftum að falla
úr keppni er ég ánægður með að
það voru Hollendingar, sem slógu
okkur út.“
16 liða úrslit Boston. 5. iúlí, kl, 17.00 8 liða úrslit
Níaería - Ítalía h Boston. 9. iúll. kl. 16.00
Washinaton. 2. iúlí, kl. 20.30 - Spánn h Undanúrslit
Soánn - Svlss r NewYork. 13. iúll. kl. 20.00
Orlando. 4. iúlí. kl. 16.00 h
Holland - írland h Dallas. 9. iúlí. kl. 19.30
San Fransisco, 4. iúlí, kl. 19.30" Holland ■ Brasilía r . ÉfStflÍP
Brasilía - Bandaríkin r
Los Anqeles. 3. Iúlí. kl. 20.30 ®
Rúmenía - Araentína h San Fransisco. 10. iúlí. kl. 19.30
Dallas. 3. iúll, kl. 17.00 r Rúmenía - Svíbióð h
Saudi Arabía - Svíbióð r Los Anaeles, 13. iúll, kl. 22.30
NewYork. 5. iúll. kl. 20.30 r
Mexikó - Búlaaría ll 1 NewYork. 10. iúll.kl. 16.00
Chicaao. 2. lúll. kl. 17.00 “ - Þvskaland h
Þvskaland - Belnía r útsendingu Ríkissjónvarpsins
ÚRSLITALEIKUR
Los Anoeles. 17. iúll. kl. 19.30
Brasilía gegn Hollandi
Við vissum alltaf að Bandaríkja-
menn myndu veita okkur harða
keppni. Þeir eru með sterkt lið, skip-
að niu leikmönnum
Frá sem léku í heims-
Gunnar meistarakeppninni á
Valgeirssyni í ítalíu fyrir fjórum
LosAngeles árum og átta leik-
menn sem leika með félagsliðum í
Evrópu," sagði Carlos Alberto Per-
reira, þjálfari Brasilíumanna, sem
áttu í miklum erfiðleikum, 1:0, með
að finna leiðina að marki Bandaríkja-
manna á þjóðhátíðardegi þeirra.
Það var engin pressa á leikmönn-
um Bandaríkjanna. Allt sem gerðist
var aðeins bónus fyrir þá. Við misst-
um ekki vald á leiknum þrátt fyrir
að missa Leonardo af leikvelli."
Bora Milutinovic, þjálfari Banda-
rikjanna, sagðist vera sár yfir þvi
að vera úr leik, en ánægður með
leikmenn sína, sem hefðu leikið vel
í keppninni.
Það vakti þó nökkra athygli að
Carlos Alberto Perreira setti fyrirlið-
ann Rai út úr liðinu, og tók Dunga
við fyrirliðabandinu. Perreira setti
Mazinho inn fyrir Rai. „Með þessu
vil ég hraðari samleik á miðjunni.
Rai hefur ekki leikið illa, en Mazinho
er mjög góður um þessar mundir,"
sagði Parreira.
Geysileg stemmning var á vellin-
um. Þúsundir Brasilíumanna komust
ekki inn, en þeir voru á götunum
fyrir utan og dönsuðu Samba af
mikilli innlifun. Bandaríkjamenn
fengu fyrsta marktækifæri liksins,
en síðan tóku Brasilíumenn við
stjórninni, en þeir áttu í miklum erf-
iðleikum að fínna rétta leið að mark-
inu. Romario, sem átti tvö stangar-
skot, fékk óteljandi tækifæri. Það
var ekki fyrr en sextán mín. fyrir
ieikslok að knötturinn hafnaði í net-
inu hjá Bandaríkjamönnum. Bebedo
skoraði markið eftir sendingu frá
Romario.
Brasih'umenn léku tíu allan seinni
hálfleikinn, þar sem hinn sókndjarfi
varnarleikmaður Leonardo var rek-
inn af leikvelli á 43. mín., fyrir að
gefa Tab Ramos olnbogaskot í andlit-
ið. Ramos kom ekki inná eftir leik-
hlé. Bandaríski varnarmaðuri Fern-
ando Clavijo var rekinn af leikvelli
fimm mín. fyrir leikslok, eftir að
hafa fengið að sjá gula spjaldið í
annað sinn.
■ JACK Charlton var ánægður
með hvað Irar komust langt, en
sagðist hafa viljað fá dæmt mark
gegn Hollendinguni, þegar Paul
McGrath skoraði undir lokin. „Það
hefði verið gaman að fá markið
til að sýna að við getum skorað.
af og til, þó við gerum það ekki
of oft.“
■ DENNIS Bergkamp sagði að
sigur Hollendinga hefði verið
sanngjarn. „Þeir gerðu mistök
vegna góðu hlutanna, sem við
framkvæmdum. Við áttum skilið
að gera tvö mörk í fyrri hálfleik
og ég er ánægður með að hafa
skorað, en það er mjög mikilvægt
fyrir næsta leik.“
■ DINO Baggio leikur ekki með
Italíu gegn Nígeríu í dag, þar sem
hann er meiddur á læri. Donadoni
mun taka stöðu hans á miðjunni.
■ ARRIGO Sacchi, þjálfari ítal-
íu, segir að varnarmenn sínir verði
að hafa góðar gætur á sóknarleik-
mönnum Nígeríu, sem væru
leiknir og fljótir.
■ JONAS Thern, fyrirliði Sví-
þjóðar, verður orðinn góður fyrir
leik Svía og Rúmena, en hann
meiddist á hné í leiknum gegn
Saudi Arabíu — liðbönd í hné
tognuðu.
■ TOMMY Svensson, landsliðs-
þjálfari Svía, sagði að röntgen-
mynd hafi sýnt að meiðslin væru
ekki það slæm, að hann yrði frá
keppni. „Hann mun verða í sér-
stakri meðferð næstu tvo dag-
ana,“ sagði Svensson.
■ JOACHIM Björkland, mið-
vörður sænska liðsins, er meiddur
á nára og þarf að hvíla sig í tvo
til þijá daga.
■ SVIAR eru mjög ánægðir með
að leika gegn Rúnieníu í 8-liða
úrslitum, frekar en Argentínu.
„Leikskipulag Rúmena hentar
okkur betur,“ sagði Tommy
Svensson.