Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 10
10 C ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LANDSMÓT HESTAMANNA Stórkostleg samkoma með sorglegum endi Hópreið á hátíðarstundu í kyrru og mildu veðri fór hópreiðin um velli Gadd- staðaflata á sunnudags- morgni þar sem fluttar voru ræður meðal annars Davíð Oddsson, starfandi land- búnaðarráðherra. STÓRFENGLEGUSTU samkomu íslenskra hestamanna lauk á sunnudagskvöldið á Gaddstaðaflötum með úrslitum A-flokks- gæðinga. Mótið verður lengi í minnum haft fyrir öll þau frábæru hross sem þar komu fram, fyrir bestu aðstöðu sem boðið hefur verið upp á, fyrir einstaklega velheppnaða framkvæmd og nota- legt veður. Sama var við hvern var talað, öllum bar saman um að landsmótið á Gaddstaðaf lötum 1994 væri frábærlega vel heppnað í alla staði. En mótið verður einnig i minnum haft fyrir hið sviplega fráfall hins kunna gæðings Gýmis frá Vindheimum sem fótbrotnaði þegar úrslitakeppni i A-flokki var vel hálf nuð og var hann aflífaður skömmu seinna. Valdimar Kristinsson skritar Fyrirfram var búið að gefa mönn- um góðar vonir um góðar kyn- bótasýningar auk þess sem vitað var að gæðingamir myndu standa fyrir sínu eins og áður. Veðurútlit virtist aldrei sérstaklega gott en öfugt við það sem oft verð- ur raunin rættist ótrúlega vel úr veðrinu sem er að heita má grund- vallaratriði ef útisamkoma með tíu þúsund manns á að heppnast vel. Aðstaðan á Gaddstaðaflötum er án ' nokkurs vafa sú besta á landinu. Þrír 300 metra hringvellir auk stóra vallarins sem umlykur tvo þeirra. Stutt er á milli vallanna sem gerir það að verkum að nokkuð auðvelt er að fylgjast með tveimur eða jafn- vel þremur dagskrárliðum samtímis. Allt hátalarakerfí reyndist mjög vel, rekin var útvarpsstöð yfír mótsdag- ana bæði til skemmtunar og upplýs- inga fyrir mótsgesti. Stöðugt var talað mál þýtt lauslega á sér út- varpsráum á ensku og þýsku. Aldrei fyrr hefur verið eins vel staðið að þessum þætti mála. Þá var allt upp- lýsingastreymi til erlendra móte- gesta mun betra en áður þekkist enda voru þeir hæstánægðir nú að geta fylgst með og vitað hvað var að gerast hverju sinni. Voru útlend- ingar mjög áberandi á mótinu og fyrstu dagana h'klega í meirihluta. Dagskrá mótsins gekk eftir tímaáætlun nánast upp á mínútu alla dagana þar til á kvöldvökunni á laugardag og eftir hádegi á sunnu- dag fór hún verulega úr skorðum. Mótslit drógust verulega á langinn í fyrsta lagi vegna samansafnaðrar seinkunnar yfír daginn og svo að sjálfsögðu vegna slyssins sem áður var getið. Þama vantaði bara herslu- muninn til að halda tímaáætlunina út í gegn. Er þetta allt að koma hjá hestamönnum. Ýmsar nýjungar var boðið upp á mótinu eins og til dæm- is litlu beitarhólfin sunnan við aðal svæðið þar sem knapar gátu haft hrossin hjá sér í litlum girðingum. Mæltist þetta fyrirkomulag mjög vel fyrir og vonandi að gert verði meir af þessu í framtíðinni þar sem að- staða er til þess. Sérstakt matartjald var fyrir knapa og starfsfólk sem er nýtt. Hefur til þessa verið ein- göngu fyrir starfsmenn. Þá var stórt tjald við innganginn á stóra völlinn ætlað fyrir knapa til fataskipta og annarra hluta ef veðrið hefði angrað - þá með rigningu eða roki. Ekki verður annað séð en mótið hafí verið býsna vel skipulagt fyrir- fram en hinsvegar hefur mörgum þótt slælega að kynningu þess stað- ið og má gera ráð fyrir að hægt hefði verið að fá enn fleira fólk. Vera kann að þessi gagnrýni eigi ekki við um kynningu erlendis. Til að mynda hefði verið eðlilegt að ráða sérstakan fjölmiðla- og kynn- ingarfulltrúa í vetur eða snemma í vor til að skipuleggja ýmsar uppá- komur sem hefðu getað beint athygl- inni í auknum mæli að mótinu. '* Benda má á að þýskur maður fór hringinn í kringum landið á hest- vagni fyrir mótið og endaði ferðina þar. Ekki var sýnd minnsta viðleitni til að nýta ferðina til kynningar. Nokkuð heyrðist kvartað yfir að- gangseyri inn á mótið sem sumum þótti hár og þá bent á hversu mikil útgjöld það væru fyrir fjölmennar ■ ■ fjölskyldur að fara á mótið. Hann er vandrataður meðalvegurinn í þessum efnum en spuming er hvort ekki væri ástæða í framtíðinni að finna leiðir til að bjóða upp á sér- stakan fjölskyldafslátt. Benda má á að nú var hægt að kaupa sig inn á einstaka degi sem er tvímælalaust til bóta fyrir þá sem geta kannski bara verið tvo fyrstu dagana en fá svo endurgreitt í réttu hlutfalli þeg- ar armbandinu er skilað. Það er margt sem má tína til Mótsgestlr fylgdust vel með dagskránni og var jafnan fjölmenni í brekkunum. þegar farið er yfir svona samkomu og ræða hvort hægt er að gera bet- ur í einhveijum efnum. Líklega eru allir sammála um að aldrei hafi ver- ið gert betur en nú. Andinn sem ríkti á mótinu var sérlega góður. Að- standendum tókst að skapa hið rétta jákvæða andrúmsloft þar sem allir sem hlut eiga að máli keppast við að láta hlutina ganga upp á sem bestan máta. Starfsmenn, keppend- ur og mótsgestir virtust allir virkir á þessum nótunum. Athyglivert var til dæmis hversu þétt skipaðar áhorf- endabrekkurnar voru mótið út í gegn og hversu áhorfendur tóku góðan þátt í og fylgdust með því sem var að gerast á vellinum. Létu þeir hik- laust í sér heyra þegar vel eða illa líkaði það sem gerðist út á velli. Fullyrða má að áfengisneysla hafi verið minni á þessu móti en áður fyrr. Fyrstu dagana sást ekki vín á nokkrum manni meðan á dagskrá stóð yfír og varla að sæist bjórdós á svæðinu. Eina leiða undantekningu frá þessu gat að líta þegar einn knapi sem sýndi kynbótahross kom undir áhrifum áfengis með hrossið til sýningar.og hefði hiklaust átt að vísa honum frá en gefa kost á að HitastlglA á sunnudag bauð fólki að fækka fötum í áhorfendabrekkunni og voru sumir fáklæddari en aðrir. útvega sér annan knapa því ekki er hægt að láta hestinn gjalda fyrir kjánaskap knapans. Vel mðttl greina að Sigurbjöm og Oddur kunna betur við sig í fyrsta sætinu eftir að Hafliði og Næla höfðu haldið þeim fyrir aftan sig í öll skiptin sem þau höfðu mæst síðan í vor. Sviptingar í úrvalstöltinu Sigurbjöm og Oddur aftur í fyrsta sætið SIGURBJÖRN Bárðarson og Oddur frá Blönduósi náðu aftur topp sætinu í töltinu eftir æsispennandi úrslit á laugardags- kvöldinu. Þeir voru sem kunnugt er ósigrandi ífyrra en Hafliði Halldórsson og Næla frá Bakkakoti höfðu haldið þeim í öðru sætinu fram að þessu síðan ívor. Ætla má að Haf- liði hafi spennt bogann of hátt því fyrr um daginn voru þau í úrslitum í tölt- keppni heimsbikar- mótsins og tekið þátt í ræktunarhópssýn- ingu enda mátti sjá að sú jarpa var farin að þreytast þegar kom að yfirferðinni en Oddur hefur hins- vegar aldrei verið eins sprækur á yfír- ferðin sem þá og hafði haft betur út úr hægatöltinu og hraðabreytingum. Var sigur þeirra mjög sannfærandi og sanngjarn og verður spennandi að sjá þessi pör etja kappi á ís- landsmótinu sem haldið verður upp úr miðjum júlí n.k. Akureyringurinn Höskuldur Jónsson vann sig upp úr B-úrslit- um á Þyti frá Krossum og gott betur því hann hafnaði í íjórða Hafllði og Næla komust vel út úr töltinu. sæti í A-úrslitum og greinilegt að hann mætti með vel þjálfaðan hest til leiks. Þytur virtist fara létt með tvenn úrslit því stuttur tími leið milli þeirra og engan bilbug var að sjá á klámum. Töldu margir þessa úrslitakeppni ein- hveija þá bestu sem um getur hér á landi svo glæsileg sem hrossin voru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.