Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5.JÚLÍ1994 C 11 LANDSMÓT HESTAMAIMIMA Konungur gæðinganna fallinn Hinstu sporin SIGURINN blasti vi« Gýml og Hlnrik Bragasyni, þegar hann misstígur sig e«a grípur fram á sig með þeim afleiðingum að kjúkuliðurinn á vinstri framfæti gaf sig. Dramatískur endir á glæstum ferli. Myndin var tekin skömmu fyrir slysíð, í úrslitum A-flokks. Gýmir var frá- bær brokkari GÝMIR átti sér engan jafn- ingja á brokki hvað fegurð og flýtl viðkemur og gat verið erfitt að sjá hvort hann væri á brokki eða skeiði þegar best tókst til. Hér er hann á brokki. Kjúkuliður áframfæti gafsig SÁ MIKLI gæðingur Gýmirfrá Vindheimum erfallinn fvalinn með sviplegum hætti. Kjúkuliður á vinstri framfæti gaf sig í úr- slitum A-flokks er hann virtist grípa fram á vinstri framfót eða misstfga sig illilega. Hestunum var riðið á brokki en knapinn Hinrik Bragason missti Gými yfir á tölt og þegar hann hægir hestinn til að skipta honum aftur yfir í brokk gerist óhappið. Gerðist þetta á langhlið vailar- ins og hökti hesturinn að miðri skammhlið eina 30 til 40 metra þar sem Hinrik tekst loks að stöðva hann. Var hesturinn fluttur í kerru yfir í dýraspítala Grétars H. Harðarsonar dýralækn- is á Hellu þar sem hann var aflífað- ur skömmu síðar. Með Gými er genginn fremsti gæðingur landsins sem átti að baki einstæðan feril. Gýmir var fæddur að Vindheimum í Skagafirði 1984 undan Sval frá Glæsibæ og Skjónu frá Vindheimum. Fljótlega eftir að farið var að temja hestinn kom í ljós að þar var á ferðinni óvenju efnilegur foli. Gýmir kom fyrst fram í keppni fimm vetra gamall og náði fljótt góðum árangri. Á landsmótinu á Vindheimamelum sló hann fyrst í gegn aðeins sex vetra gamall, hafn- aði í þriðja sæti í forkeppni. í úr- slitum vann hann sig upp í annað sæti og veitti sigurvegaranum Muna frá Ketilsstöðum harða kep_pni. Á fjórðungsmóti á Gaddstaða- flötum árið eftir sigrar Gýmir í A-flokki en fyrr um vorið fékk hann 9,39 í einkunn sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið á þeim vettvangi. Var ekki betur séð en Gýmir væri á þessum tíma og þar eftir ókrýndur konungur gæð- inganna. Hann var óhemju viljug- ur, getumikill á tölti, brokki og skeiði. Vakti Gýmir mikla athygli fyrir mikið rými og getu á brokkinu og gat verið erfitt að greina í fljótu bragði hvort hann færi á brokki eða skeiði þegar honum tókst hvað best upp. Trausti Þór Guðmundsson tamdi hestinn og var alla tíð með hann í sýningum þar til í fyrra haust er Hinrik og kona hans Hulda Gú- stafsdóttir kaupa hestinn af Jó- hönnu Björnsdóttur og hefur Hin- rik setið hann á þeim sýningum sem hann hefur komið fram á síð- an. Ljóst er að fráfall Gýmis er mikið áfall fyrir eigendurna, bæði fjárhagslega og ekki síður tilfinn- ingalega. Sigurinn virtist blasa við Gými og Hinrik í úrslitunum á sunnudag og setti alla stemmningu niður þegar ljóst var hvað gerst hafði. Var þetta átakanlegur at- burður, fólk var harmi slegið og mátti sjá marga fella tár. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Opinberrar rannsóknar hefur verið óskað vegna slyssins - vegna sögusagna sem fóru á kreik um að hesturinn hafi verið undir áhrifum lyfja í GÆR kom fram ósk frá stjórn Félags Tamningamanna um að fram fari opinber rannsókn á því hvort ástæður slyssins á Gaddstaðaflötum megi rekja til þess að Gýmir hafi verið undir áhrifum lyfja. Var Grétari H. Harðarsyni héraðsdýra- lækni á Hellu sent bréf með ósk þar um. Trausti Þór Guðmundsson for- maður F.T. sagði að strax væri kominn í gang orðrómur um að hesturinn hafi verið staðdeyfð- ur fyrir keppnina vegna meiðsla sem hann hafði hlotið og því hafi stjórn félagsins haldið síma- fund þar sem ákveðið var að fara fram á slíka rannsókn til að kveða niður allan söguburð ef hann væri ekki á rökum reistur. Eigandi hestsins Hinrik Bragason sagðist, í samtali við Morgunblaðið í gær, ekkert hafa við það að athuga þótt klárinn yrði krufinn og rannsakað hvort um meinta lyfjagjöf hafi verið að ræða. „Þetta ætti að koma í ljós í svona rannsókn og ég geri ráð fyrir að það komi sterkast út fyrir mig fyrst svona sögur eru komnar á kreik,“ sagði Hin- rik. Hann sagði ennfremur að honum hafi verið gefið pensilín og bólgueyðandi lyf þegar hann missteig sig fyrir tæplega hálfum mánuði á vinstri framfæti, en þá bólgnaði kjúkuliðurinn lítillega án þess að hann yrði afgerandi haltur. Voru gerðar viðeigandi ráðstafanir til að hesturinn jafn- aði sig fyrir landsmótið og sagði Helgi Sigurðsson dýralæknir, sem hefur alla tíð annast Gými þegar hann hefur þurft á dýra- lækni að halda, að ekki hafi ver- ið annað að sjá en allt væri í góðu lagi. Helga og Hinrik bar saman um að klárinn hafi verið í góðu lagi þegar komið var að landsmóti en hinsvegar hefði hann gripið lítilega á sig í skeið- sprettinum í forkeppninni og bólgnaði hann eitthvað við það óhapp. Fyrir úrslitin sagðist Helgi hafa skoðað hestinn og ekkert séð neitt athugavert við fætur hans. Trausti Þór sagði að grun- semdir beindust að því að ástæð- ur slyssins mætti rekja til vallar- ins þar sem keppnin fór fram. „Vellirnir voru saltaðir hraust- lega fyrir mótið sem gerir þá mjög harða og sleipa, enda kom í ljós að hestar voru að skrika til og jafnvel að detta. Þá mynd- uðust víða göt eða pollar í vellina svipað og gerist þegar skemmdir koma í malbik og getur þá verið mikil hætta á ferðum. Grétar H. Harðarson dýralæknir sagði að klárinn verði krufinn og bætti við að hann hafi þegar verið kom- inn í gang með rannsókn áður en þessi ósk kom frá F.T. Rann- sókn sem þessi tekur nokkra daga að sögn Grétars. Gýmir hafði verið seldur til Svíþjóðar. Hinrik sagði hann hafa verið tryggðan, en trúlega ekki fyrir raunvirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.