Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 9
8 C ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ HM I KNATTSPYRNU ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 C 9 ■ EINNAR mínútu þögn var fyrir HM-leikina á laugardag til að minn- ast Andres Escobars, sem var myrtur í Medellin fyrir að hafa gert sjálfsmark í leik Kólumbíu Segn Bandaríkjunum. I LOTHAR Matthaus, fyrirliði Þýskalands, var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn gegn Belgum og lék aðeins fyrri hálfleik. ■ ANDONI Zubizaretta, mark- vörður, lék á laugardag 90. lands- leik sinn fyrir Spán. ■ MARTIN Dahlin er kominn með fjögur mörk í HM og hefur enginn Svíi gert fleiri í úrslita- keppni HM. Kurt Hamrin og Agne Simonsson voru með fjögur mörk hvor 1958, þegar Svíar léku um gullið, og Ralf Edstrom náði fjórum mörkum 1974. ■ THOMAS Ravelli, markvörður Svía, leikur 115. landsleik sinn í undanúrslitum og jafnar þar með landsleikjamet Svia, en varnarmað- urinn Björn Nordquist lék 115 leiki og var það lengi heimsmet. ■ DANIEL Passarella hefur ver- ið nefndur sem næsti landsliðsþjálf- ari Argentínu, en talið er víst að Alfio Basile verði ekki endurráðinn. Altalað hefur verið í Buenos Aires síðustu mánuði að Julio Grondona, forseti knattspymusambands Arg- entínu, hafi viljað fá Passarella sem landsliðsþjálfara. ■ PASSARELLA var fyrirliði heimsmeistara Argentínu 1978. Hann lék með River Plate og síðar Fiorentina og Inter Milan á Italíu og hefur þjálfað River Plate að undanfömu með góðum árangri; lið- ið hefur orðið Argentínumeistari þrisvar á síðustu fímm árum. ■ BASILE, sem tók við af Bilardo eftir HM 1990, sagði fyrir keppnina að alvarlegt væri að gera mistök sem þjálfari félagsliðs, en 10 sinnum alvarlegra, þegar um landslið væri 3,0 r06ð& ■ LEIKURINN gegn Rúmeníu á sunnudag var að öllum líkindum síðasti landsleikur Oscars Ruggeri, fyrirliða Argentínu. Hann á 98 landsleiki að baki, fleiri en nokkur Argentínumaður. ■ ARGENTÍNA hefur aldrei tap- að leik fyrir Búlgaríu og Rúmeníu fyrr en nú í HM. ■ SKOÐANAKÖNNUN sem dag- blaðið Los Angeles Times gerði meðal íbúa í Los Angeles gerði í síðustu viku, sýnir að um tveir þriðju íbúa í borginni hefur afskaplega lít- inn áhuga á HM í knattspyrnu, en úrslitaleikur keppninnar verður ein- mitt leikinn í borginni. Yngra fólk er þó mun áhugasamara en það eldra, karlmenn höfðu meiri áhuga en konur, og þeir Bandaríkjamenn sem rætur eiga að rekja til Spánar voru áberandi áhugasamastir. ■ KÖNNUNIN sýndi að um þriðj- ungur hafði ekki séð einn einasta leik í sjónvarpi, tæplega fjörutíu prósent höfðu séð eitthvað af keppn- inni, en um 14 prósent fylgdust með af miklum áhuga. Yfir heildina lýstu 60 prósent því yfir að áhugi þeirra fyrir keppninni væri lítill, en rúmlega helmingur aðspurðra á aldrinum 18 til 29 ára sagðist hafa áhuga á keppninni. Þrátt fyrir lítinn áhuga íbúa á svæðinu hefur verið uppselt eða svo gott sem á alla leikina á Rose Bowl vellinum I Pasadena í Los Angeles til þessa. ■ PANTANIR á pappír, frátveim- ur pappírsverksmiðjum í Svlþjóð, hafa aukist gríðarlega upp á síðkast- ið, vegna útgáfu aukablaða um heimsmeistarakeppnina, á vegum dagblaða víðs vegar um heiminn. Timbrið sem þarf í þann pappír, sem pantaður hefur verið aukalega í HM-blöðin, nemur því, að sögn for- ráðamanna verksmiðjanna, að 500 flutningabílar, 24 metra langir, yrðu fylltir af trjástólpum... HM IKNATTSPYRNU + Maradona átrúnadargoð 89% Argentínumanna Diego Maradona er átrúnaðar- goð 89% Argentínumanna samkvæmt skoðanakönnum argen- tíska dagblaðsins Clarin. Spurt var: Er Diego enn átrúnaðargoð? 8,8% svöruðu nei og 2,2% voru óákveðnir. 40,8% aðspurðra trúðu að Mara- dona hefði tekið lyfið ephedrine og önnur skyld efni á bannlista FIFA án þess að gera sér grein fyrir hvað hann var að gera og 37,2% sögðu að hann hefði aðeins verið að reyna að ná sér af kvefi. 13,3% töldu hann hafa tekið lyfin til að styrkja sig og efla, en 8,7% sögðust ekki vita hvers vegna hann tók þau. Carlos Menem, forseti Argent- ínu, hélt upp á 64 ára afmæli sitt á laugardag og sagðist vera tilbúinn að skerast í málið hjá FIFA og biðja um vægan dóm. Hann sagðist eiga von á hringingu frá Maradona, sem myndi óska eftir hjálp, og bað þjóð- ina að gera það sem hún gæti fyrir hann. „Það minnsta, sem Argent- ínumenn geta gert fyrir þennan mann, sem er aðeins 33 ára, dóttur hans, eiginkonu og foreldra, er að aðstoða hann við að sigrast á vandamálum sínum.“ Knattspymuleiðtogar for- dæma morðið á Escobar Rudi „gamliá< Völler hetja Þýskalands Maradona leik írlands og Mexíkó og hefur verið safnað fyrir sektinni í ír- landi, en Charlton ætlar að gefa upphæðina, sem var sögð kominn í sem samsvarar um 10,5 millj. kr., til góðgerðarmála. „Auðvitað á ég ekki þessa peninga, en ef til vill gef ég fjölskyldu leik- mannsins einhverjar krónur ef hún þarfnast þeirra.“ Miguel Mejia Baron, þjálfari Mexíkó, var á sama máli og aðr- ir. „Þetta er sorglegt, en leiðir hugann að því í hvers konar heimi við búum og hvert við stefnum.“ Framherjinn Luis Alves sagði morðingjana ógeðfellda og allt liðið hefði af þessu áhyggjur. „Ég vona að svona gerist aldrei í Mexíkó. Við erum ástríðufullir en ekki öfgafullir." Cesar Gaviria, forseti Kólumb- íu, sagði þjóðarsorg í landinu og borgarstjórinn og lögreglan í Medellin buðu sem samsvarar um 60 millj. kr. í verðlaun fyrir upp- lýsingar, sem leiddu til handtöku morðingjanna. Strax á sunnudag hafði einn játað á sig verknaðinn, en leitað var að karli og konu, sem talin voru samsek. Útför Escobars var gerð á sunnudag og fylgdu 6 þúsund manns honum til grafar. Reuter Marco Pascolo, markvörður Sviss, handsamar knöttinn örugglega í leiknum gegn Spánverjum. Það er Fernando Ruiz-Hierro, sem gerði fyrsta mark leiks- ins, sem sækir að honum. Fyrir miðju er vamarmaðurinn Alain Gaiger. ALÞJÓÐA knattspyrnusam- bandið, FIFA, fordæmdi morðið á kólumbíska knatt- spyrnumanninum Andres Escobar ítilkynningu, sem send var út á laugardag. Ódæðið kallaði á ámóta við- brögð víðs vegar í knatt- spyrnuheiminum. Escobar var myrtur aðfararnótt laugardags skömmu eftir að hann gekk út af veitingastað í Medellin. Hann var skotinn tólf skotum og lést á sjúkrahúsi stuttu síðar. Ástæðan var talin vera sjálfsmark, sem hann gerði í leik gegn Bandaríkjunum. I tilkynningunni fordæmdi FIFA verknaðinn og vonaði að brotamennirnir yrðu leiddir fyrir dómstóla, en vottaði íjölskyldu hins látna, vinum og Knatt- spymusambandi Kólumbíu sam- úð sína fyrir hönd allra í hreyfing- unni. Skipuleggjendur HM í Banda- ríkjunum sendu frá sér tilkynn- ingu á sömu nótum og Arrigo Sacci, þjálfari Ítalíu, sagði ódæðið vera mjög alvarlegt mál. „Knatt- spyma er eitthvað sem hefur jafn- vel meiri áhrif á fólk en við höld- um. Við verðum að vita hvernig Frakklandi, en var á allra vömm í Þýskalandi um helg- ina. Hann var hreint óstöðv- andi gegn Belgum og bjarg- aði andliti Þýskalands og starfí Vogts. „Allt liðið var ánægt með hann,“ sagði miðjumaðurinn Thomas Hássler. „Það var ótrúlegt að sjá yfirferðina hjá honum 34 ára gömlum." Jurgen Klinsmann átti einnig stórleik. „Þetta var eins og í gamla daga með Rudi og ég er ánægður með hann.“ „Ég átti ekki von á að leika alla leikina," sagði hann, „en ég vissi að þegar ég fengi tækifærið gæti ég hjálpað lið- inu. Miðherjar eru dæmdir eftir mörkunum og þó þettá hafí ef til vill ekki vcrið mitt besta var ég mjög nálægt því.“ Reuter Andres Escobar á æfíngu fyrir leikinn afdrifaríka við Bandaríkin. við getum haft áhrif á skoðanir almennings.“ Jack Charlton, þjálfari írlands, sagði alla í hópnum sára og hrygga. „Hver vill leika landsleik ef maður á á hættu að verða myrtur fyrir það?“ spurði hann. „Það er ótrúlegt að fólk geri svona og það er hræðilegt.“ Charlton var sektaður um 20.000 svissneskra franka (um eina millj'. kr.) fyrir óprúðmannlega fram- komu við dómara og línuverði í BERTI Vogts, landsliðs- þjálfari Þýskalands, var víða gagnrýndur, þegar hann bætti Rudi Völler í hópinn á síðustu stundu. „Gleymdu því, hann er of gamall og útbrunninn," sögðu sumir. En Völler, sem er 34 ára og hætti með landsliðinu f október 1992, sannaði tilverurétt sinn, þegar hann fór á kostum gegn Belgum og gerði tvö mörk í 3:2 sigri í 16 liða úrslitum HM. Völler, sem lék fyrst fyrir Þýskaland 1982, hand- leggsbrotnaði í Evrópukeppn- inni í Svíþjóð og dagar hans í landsliðinu virtust taldir, en hann lék einn vináttuleik um haustið og kvaddi síðán landsliðið og stuðningsmenn- ina. Síðustu sjö árin hefur hann leikið á Ítalíu og í Reuter Völler fór á kostum RUDI Völler kom inn í lið Þjóðveija gegn Belgum og gerði gæfumuninn. Á efri myndinni er knötturinn á leið í netið þrátt fyrir góða tilraun Preud’homme til að veija, og á þeirri neðri fagnar Völler eins og hann er þekktur fyrir. Azkargorta fór fínt í að skamma dómarann XABIER Azkargorta, hinn spænski þjálfari Bolívíu- manna, fór fínt í það að gagnrýna mexíkanska dómarann Arturo Carter Brizio, sem rak Marco Etchevarry út af í fyrstu umferð HM í Bandaríkjun- um. Etchevarry kom inn á sem varamaður og hafði aðeins verið á vellinum í þijár mínútur er Mexíkan- inn sýndi honum rauða spjaldið. „Það er ein af grundvallarreglum mínum að gagnrýna aldrei dóm- ara og ég geri ekki undantekningu á því vegna þessa hálfvita," sagði þjálfarinn! Heimsmet: útvarpað frá HM allan sólarhringinn FORRÁÐAMENN annarrar stærstu útvarpsstöðvar Kólumbíu, RCN, halda því fram að þeir hafi sett heimsmet. Stöðin hefur útvarpað efni um HM í Bandaríkjunum allan sólarhringinn; 19 klukku- stundir hafa verið í beinni útsendingu: lýsingar á leikjum, viðtöl við leikmenn, þjálfara, forráðamenn landsliðanna og keppninnar og blaðamenn, og 5 klukkustundir á sólarhring hveijum — frá mið- nætti til klukkan 5 að morgni — hefur verið sent út alls kyns annað eftii um HM. 45 fréttamenn starfa við útsendinguna, sem sögð er kosta eina og hálf milljón dollara; andvirði 105 milljóna króna. Hið góða við hítann í Bandaríkjunum HITINN er mikill meðan leikirnir fara fram á HM, enda spilað um miðjan dag vestra. Margir höfðu áhyggjur að hitinn yrði leikmönnum hreinlega hættulegur, enda léttast þeir um heil ósköp í hveij- um leik þar sem hitinn er mestur. Flestir leik- manna Þýskalands og Bólivíu misstu t.d. 3 til 5 kíló í viðureign liðanna í riðlakeppninni. Sá eini sem léttist ekki um gramm í leiknum var Bodo Ilgner, markvörður Þjóðveija. Hann var 77,4 kg eftir leik- inn sem fyrir. „Bodo er sá eini af leikmönnum okkar sem þarf að léttast," sagði eiginkona hans, Biana, og var hreint ekki ánægð... Yashin sagður ætla að fylgjast með keppni á HM MILLJÓNUM rússneskra lesenda brá heldur í brún þegar þeír sáu fréttir áf því að blað í Vfetnam hefði birt einkaviðtal við Lev Yashin, rússneska markvörðinn gamalkunna. Yashin, eini markvörð- urinn sem kosinn hefur verið knattspymumaður Evrópu, árið 1964, mat alla þá 24 markverði sem tóku þátt í HM að þessu sinni og einnig var haft eftir Yashin að hann ætlaði til Bandaríkjanna með- an á HM stæði, og yrði viðstaddur þegar verðlaun, sem nefnd eru eftir honum, yrðu afhent. í ljós kom að greininni var „stolið" úr rússnesku blaði, en blaðamennirnir í Víetnam, sem birtu „einkaviðtalið“ hafa greinilega misskilið rússneskuna eitthvað. Yashin lést nefnilega árið 1990... Salenko óvænt í sviðsljósinu Rússinn Oleg Salenko var lítt kunnur utan fyrrum Sovét- ríkjanna og Spánar, þar sem hann hefur leikið með Valencia síðan í fyrra, áður en flautað var til leiks Rússlands og Kamerún í síðustu viku, en að leikslokum var hann á allra vörum. Miðheijinn, sem lék fyrsta landsleik sinn í nóvember á liðnu ári, skráði nafn sitt á spjöld HM-sögunnar með því að gera fímm mörk í 6:1 sigri og er eini leikmaðurinn, sem hefur gert fímm mörk í leik í úrslitakeppni HM, en níu spilarar hafa náð fjór- um mörkum í leik. Salenko er 24 ára fjölskyldu- maður, fæddur í Pétursborg (þá Leningrad) 25. október 1969. Hann lék með Dynamo Kiev í fjög- ur ár og skoraði grimmt, m.a. þrennu í 6:1 sigri í úrslitum bikar- keppninnar 1990. Hann gerði 16 ■ mörk fyrir Valencia í vetur og var kominn með fjögur' mörk fyrir rússneska landsliðið áður en keppnin hófst í Bandaríkjunum. Salenko var ekki í byijunarliði Rússlands í fyrsta leiknum, gegn Brasilíu, en er nú markahæstur í keppninni með sex mörk. Síðar kom reyndar í ljós að hann skorar ekki meira í þessari keppni; úrslit annarra leikja urðu þannig að Rússar komust ekki áfram í 16- liða úrslitin. „Svona nokkuð gerist aðeins einu sinni á ævinni," sagði hann um mörkin fímm gegn Kamerún. Hann vissi ekki að hann hefði slegið met fyrr en hann heyrði það tilkynnt á vellinum. „Ég vissi ekki hvað metið var og hugsaði ekki um möguleika á að setja met.“ Salenko sagði árangur sinn af- rakstur mikillar samvinnu og sterkrar liðsheildar, sem hefði lært að slappa af eftir slæma út- reið gegn Brasilíu og Svíþjóð. „Undirbúningur okkar fyrir leik- inn gegn Kamerún var minni en venjulega og við mættum alger- lega afslappaðir til leiks. Það er eitthvað í okkur, sem gerir það að verkum að við leikum betur afslappaðir en þegar við erum spenntir." - Pavel Sadyrin, þjálfari Rúss- lands, sagði að Salenko hefði loks sýnt hvað í honum býr. „Hann er mjög hæfíleikaríkur framheiji, sem kom berlega í ljós, þegar hann gerði 16 mörk á liðnu tíma- bili á Spáni.“ Sadyrin var óánægð- ur með Salenko fyrir fyrsta leik og vanmat hann fyrir viðureignina gegn Kamerún. „Fyrir leikinn fór ég til Oleg og sagði: „Ef þú gerir þitt besta getur þú gert tvö mörk.“ Það hvarflaði ekki að mér að hann næði fimm.“ ÞÝSKALAND lék mun betur gegn Belgíu í 16 liða úrslitunum á laugardaginn heldur en í riðlakeppninni og gerði Rudi Völler gæfumuninn. Belgar réðu alls ekki við þennan 34 ára mið- herja, sem gerði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Jurgen Klins- mann í 3:2 sigri og skapaði hættu hvað eftir annað. Völler byijaði með miklum látum og var allt í öllu þar til yfir lauk. Samvinna hans og Klins- manns í fremstu röð minnti á HM 1990 og þeir fengu tækifæri til að gera fleiri mörk, en það var fyrst og fremst frábær markvarsla Pre- ud’Homme sem kom í veg fyrir það. Berti Vogts, landsliðþjálfari, var ánægður. „Að þessu sinni mátti sjá þýska landsliðið í hæsta gæða- fiokki. Við áttum skilið að sigra vegna þess að við lékum agað og vorum fastir fyrir gegn mjög erfið- um mótheijum. Það hefur staðið til að láta Rudi spila og það lá alltaf fyrir að hann myndi gera gæfu- muninn. Ég er viss um að hann á eftir að halda áfram á sömu braut. Frá fyrri leikjum var aug- ljóst að breytinga var þörf og dæmið gekk upp, en persónulega vil ég þakka Rudi fyrir frammistöðuna." Belgar voru allt ann- að en ánægðir með dóm- arann og sögðu hann hafa breytt gangi mála með því að sleppa því að dæma vítaspyrnu á Þjóðveija og reka Thomas Helmer af velli. Roger Van Den Stock, talsmaður þeirra, sagði að þeir ætluðu að krefjast skýringa frá FIFA um reglurnar og kröfur til dómara. „Svo virðist, sem einn dómari sé fyrir minni samböndin og annar fyrir þau stærri." „Fyrir mörgum mánuðum sagði FIFA okkur að hart yrði tekið á brotum, en aílir sáu hvað gerðist að þessu sinni,“ sagði Guido De Windt hjá Knattspyrnusambandi Belgíu. „Það er ekki einu sinni farið eftir gömlu reglunum hvað þá þeim nýju+ „Þetta var víti,“ sagði Georges Grun, sem gerði fyrri mark Belga. „Ef þetta var ekki víti á aldrei að dæma víti. Ef dómarinn hefði dæmt það hefði Helmer fengið rauða spjaldið, við hefðum skorað og stað- an 3:2, þegar 20 mínútur voru til leiksloka." Talsmenn Belga vildu að dómar- inn yrði sendur heim öðrum dómur- um til viðvörunar. Paul Van Himst, þjálfari, tók í sama streng og sagði að Kurt Röthlisberger ætti ekki að dæma alþjóða leiki framar. „Það er óþolandi að sjá svona lagað.“ Mjög nálægt mínu besta Zubizarreta var maður leiksins - sagði Javier Clemente þjálfari Spánar SPÁNVERJAR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum á laugardag- inn þegar þeir lögðu Svisslend- inga með þremur mörkum gegn engu. Leikurinn var lítið fyrir augað, Spánverjar skor- uðu fljótlega og tóku enga áhættu eftir það, og Svissiend- ingar virtust aldrei hafa trú á því að þeir gætu klárað dæmið. Mörk Spánveija gerðu Fern- ando Hierro, Luis Enrique Martinez og Aitor Beguiristain. Fyrsta markið sem Hierro skoraði var kennslubókardæmi um það hvemig á að leika á flata rangstöðu- vöm. Hann stakk sér sjálfur í gegn- um vörnina þegar flestir bjuggust við sendingu og skoraði með hnit- miðuðu skoti fyrir utan vítateig. Eftir það bökkuðu Spánveijar, léku með einn mann frammi, og gáfu Svisslendingum litla möguleika á því að jafna. Þeir áttu samt sem áður nokkur ágæt færi, en mark- vörðurinn Andoni Zubizarreta stóð sig frábærlega í markinu og bjarg- aði stundum meistaralega. Eftir því sem örvænting Svisslendinga varð meiri og sóknarmönnum fjölgaði urðu skyndisóknir Spánveija hættulegri, og tvær slíkar skiluðu tveimur mörkum undir lokin. íjálfari Spánveija, Javier Cle- mente, sagði að Zubizarreta hefði verið maður leiksins. Vangaveltur vom um það fyrir leikinn að hann yrði tekinn úr liðinu, en Clemente sá ekki eftir því að treysta á hann. „Hann var besti maðurinn á vellin- um,“ sagði Clemente eftir leikinn. Roy Hodgson þjálfari Sviss sagði að úrslitin gæfu ekki rétta mynd af liðunum, Spánveijar væru ekki þremur mörkum betri en þeir. Landslið Sviss saknaði augljós- lega Alain Sutter, sem var meidd- ur, en hann hefur leikið frábærlega á miðjunni hjá þeim og stjómað spilinu. Spánveijar léku af skyn- semi, en tóku þó áhættu með að bakka jafn mikið og raun bar vitni. En dæmið gekk upp hjá þeim og því komust þeir í átta liða úrslit í þriðja sinn á HM. Þar mæta þeir sigurvegaranum í leik Ítalíu og Níg- eríu, sem leikinn verður í dag. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.