Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 C 7 HM í KNATTSPYRNU Rúmenar komnir í átta liða úrslit í fyrsta sinn Sigruðu stórskemmtilegt lið Argentínumanna 3:2 í frábaerum leik RÚMENÍA leikur í átta liða úrslitum HM ífyrsta sinn eftir 3:2 sigur gegn Argentínu í Pasadena ífyrrakvöld. Leikurinn var mjög góður, en Rúmenarnir llie Dumitre og Gheorghe Hagi reyndust Argentínumönnum of erfiðir. Argentína hefur þrisvar leikið til úrslita í síðustu fjórum mótum og liðið reyndi hvað það gat til að jafna metin eftir að Rúmenía komst í 3:1. Hins vegar lagði Rúmenía allt kapp á að halda fengnum hlut og í lokin fóru Dumitre og Hagi af velli, þegar áhersla var lögð á vömina. „Þetta er stærsti viðburður, sem þjóð okkar hefur fagnað síðan í bylt- ingunni," sagði Anghel Iordanescu, þjálfari Rúmeníu. „Það er engin spurning að þetta er stærsta stundin í knattspymusögu Rúmeníu. „Leik- mennirnir vom frábærir og samleik- ur þeirra var eins og best verður á kosið. Það er ekkert, sem ég get ■ TVEIR áhangendur argent- ínska liðsins vom handteknir eftir leikinn við Rúmeníu á sunnudag, eftir að slagsmál brutust út fyrir utan leikvanginn, og eiga á hættu að verða reknir úr landi. ■ RÚMENAlR flykktust þúsund- urrt saman út á götur höfuðborgar- innar Búkarest, eftir að landslið þjóðarinnar hafði slegið Argentínu út úr heimsmeistarakeppnninni. „Bless Argentína, Svíþjóð þú ert næst,“ söng fólkið, og dansaði af gleði. Rúmenar mæta Svíum í átta liða úrslitum næsta sunnudag. ■ BELGÍSK dagblöð vom allt annað en hress með frammistöðu svissneska dómarans eftir leikinn við Þýskaland á laugardag. Le Soir sagði Kurt Röthlisberger ekki hafa sýnt mikil merki um hlutleysi í seinni hálfleiknum, og verst þótti þegar hann sleppti því að dæma vítaspyrnu, þegar Thomas Helmer braut á Josip Weber, sem kominn var einn í gegn í teignum. „Víta- spyma var óumdeilanleg. Það er hneyksli að hún skyldi ekki dæmd,“ sagði La Demiere Heure. Blaðið bætti reyndar við að frammistaða dómarans hefði ekki ráðið úrslitum í leiknum, því Þjóðverjar hefðu verið betri. ■ FLORIN Raducioiu, miðherji Rúmeníu, var á kunnuglegum stað meðan leikurinn við Argentínu fór fram; á varamannabekknum. Kapp- inn er liðsmaður AC Milan og eyddi mestum hluta síðasta keppnistíma- bils á bekknum, þar sem hann komst ekki í liðið. Hann var hins vegar í banni á sunnudaginn. ■ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskálands gagnrýndi ítalska fé- lagið Roma harðlega um helgina, fyrir „þræiahald" varðandi lands- liðsmanninn Thomas Hássler, sem hefur verið einn besti maður Þýska- lands í HM. Hássler hefur verið hjá Roma'undanfarin ár, en samn- ingurinn hefur ekki verið endurnýj- aður, og félagið hefur farið fram á a.m.k. 5 milljónir dollara fyrir hann; andvirði 350 milljóna króna. ■ VOGTS sagðist telja að FIFA ætti að blanda sér í málið. „Það er ekki hægt að binda leikmann svona; setja á hann 10 milljónir marka [5-6 millj. dollara], annars verði ekki samið.“ sagt þeim að bæta.“ Hann sagði að í leik á þessu plani væri mikilvægt að ná andlegum yfírburðum og það hefði Rúmenía gert. „Eftir að Arg- entína hafði byijað mjög vel skoruð- um við og vorum fljótir að bæta öðru við eftir að þeir höfðu jafnað. Það var mikilvægt sálfræðilega og þar höfðum við betur.“ Claudio Caniggia lék ekki með Argentínu vegna meiðsla og Diego Maradona aðstoðaði við sjónvarps- lýsingu, en þetta var í fyrsta sinn síðan 1982, sem Argentína kemst ekki lengra. „Það er ekki við strák- ana að sakast," sagði Maradona. „Þeir gerðu það sem þeir gátu til Argentínumaðurinn var svekktur og sár í viðtali við argentíska blaðið Clarin: „Ég er hættur í knatt- spymu fyrir lífstíð. Ég er fyrrum leikmaður. Ég tók upp þráðinn á ný til að leika í fjórðu heimsmeistara- keppni minni og lagði mikið á mig, en endirinn var slæmur. Nú vil ég vera með fjölskyldu minni eins mik- ið og mögulegt er.“ Maradona sagði að FIFA hefði tekið of hart á málinu. „Þetta var ekki svo alvarlegt. Það er satt að ég gerði mistök, en það hefði verið að jafna, en ég held að þeir hafi verið andlega niðurbrotnir eftir allt sem á undan hefur gengið. Ég vil segja félögum mínum að þeir gerðu allt og það skal enginn dirfast að segja að þeir hafi ekki staðið sig á vellinum. Okkur tókst þetta ekki vegna þess að ég var tekinn af vellin- um fyrir leikinn gegn Búlgariu. Ég finn til með öllum Argentínumönn- um, sem áttu sér drauma og öllum þeim, sem elska knattspyrnu. Þeir sigruðu okkur ekki innan vallar held- ur utan.“ Hann var samt ekki alveg á sama máli í lýsingunni. „Þetta lið lítur ekki út fyrir að vera það sama og ég æfði og lék með,“ sagði hann, þegar Rúmenía tók forystuna í fyrri hálfleik. „Leikmennirnir, einkum varnarmennirnir, leika eins og þeir þekki ekki stöður sínar á vellinum." Alfio Basile, þjálfari Argentínu, hægt að leysa málið á annan og vægari hátt. En af því að Maradona á í hlut er allt lagt út á versta veg.“ Julio Grondona, forseti Knatt- spyrnusambands Argentínu, sagði að persónulegur næringaráðgjafi Maradona, Daniel Cerrini, hefði „út- búið pillurnar, sem enduðu með þess- ari skelfingu. Sem formaður er ég ábyrgur fyrir öllu, sem gerist innan liðsins, en ég get ekki fylgt öllum leikmönnum á salernið. Þeir vita hvað þeir eru að gera.“ Maradona hefur oft sagt að hann sagði að næsta skref væri að pakka saman. „Þetta er ekki rétti tíminn til að tala. Þetta er búið. Mestu sár- indin eru núna. Gengið hefur verið frá liðinu á tveimur dögum.“ Hann sagði að leikurinn hefði verið erfiður fyrir menn sína. „Við lékum vel eft- ir að þeir skoruðu, en það var of seint." Um vonbrigði Argentínu sagði hann: „í byijun keppninnar gekk allt vel, en sama var ekki upp á teningnum síðar eins og allir vita. Þrátt fyrir að missa tvær stórstjörn- ur náðum við að stilla strengina. Við gáfum allt sem við áttum og ég er mjög hreykinn af liðinu." Maradona sagðist ætla heim með liðinu. „Ég vil fara heim með strák- unum. ’82 fór ég heim eftir mikla niðurlægingu, ég fór með þeim ’86 og ’90 og ætla ekki að vera fjar- staddur ’94.“ væri hættur, en að þessu sinni mátti skilja að ekki yrði aftur snúið. „Það sem særir mig mest er að stærsti draumur minn hefur verið tekinn frá mér. Ég vildi verða meistari með Argentínu og vera sá leikmaður, sem hefði leikið flesta leiki í sögu úrslita- keppni HM. En við Daniel gerðum mistök. Við gleymdum að að segja Ugalde [liðslækninum] frá meðölun- um, sem ég var á. En ég hef aldrei þurft lyf til að leika. Mér líður eins og þegar ég var upp á mitt besta og tók meira að segja þá áhættu að leika á Nígeríumennina, sem eru mjög sterkir og fljótari en ég.“ Hann sagðist hafa tekið banninu 1991 þegjandi, en ekki væri hægt að bera málin saman. „Allir vita að það var annað mál. Þetta er óréttlæti, því mistök mín voru léttvæg, en þeir láta mig borga mjög hátt verð fyrir,“ Argentína þáognú Mikil breyting á liðinu frá 1990 Argentínumenn komust að því í Bandaríkjunum að menn komast ekki endilega langt á því að vera góðir við mótheijann. F>rir fjórum árum fengu þeir það orð á sig að vera ruddalegir, við- mót þeirra var neikvætt og stöð- ugt voru þeir að jagast í dómur- um, en þá léku þeir til úrslita. Að þessu sinni þóttu þeir leika einna skemmtilegustu sóknar- knattspymuna, sem áhorfendur kunnu vel að meta, fengu 50 aukaspymur dæmdar á sig gegn 85, misstu engan mann út af með rautt spjald og mótmæltu yfirieitt ekki dómum, en duttu út í 16 liða úrslitum. 1990 léku þeir tvo markalausa leiki og fengu fleiri gul spjöld en nokkurt annað lið í keppninni. Þegar að úrslitaleiknum kom voru margir á hálum ís og þeir brutu blað í sögu úrslitaleiks á HM, þegar tveir leikmannanna fengu að sjá rauða spjaldið, en það var í fyrsta sinn, sem mönnum var vikið af velli í úrslitaleik HM. Heppnlr 1990 Heppnin var með Argentínumönnum 1990. Þá unnu þeir Brasilíumenn 1:0 í 16 liða úrslitum og sluppu með skrekkinn, en mót- heijamir áttu m.a. þijú skot í rammann. Sigur vítaspymukeppni fleytti þeim í gegnum átta liða úrslit og und- anúrslit, en að þessu sinni lék lánið ekki við þá. Diego Maradona var settur í ótímabund- ið keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófí og Claudio Caniggia gat ekki leikið gegn Rúmeníu í 16 liða úr- siitum vegna meiðsla. En liðið barðist vel og féll með sæmd. Angel lordanescu, þjálfari Rúmeníu, dáð- ist af leik Argentínu- manna. „Þrátt fyrir að vera úr leik lék Arg- entína mjög vel og lið- ið er eitt hið besta í heiminum." Basile svekktur Alfío Basile, þjálfari Argentínu, var að von- um svekktur. „Fjarvera tveggja stórstjama var mikið áfall, en ég er mjög ánægður með leikmenn mina. Við töpuðum með sæmd og meira er ekki um það að segja." ArgentSnumenn fengu mikla samúð vegna banns Maradona. „Hann fórnaði gríðariega miklu til að komast hingað, náði að byggja sig upp, lék vel og svo gerist þetta," sagði Gerson, fyrr- um landsliðsmaður Brasilíu. „Hann hlýtur að þjást mikið." Leikmennimir viðurkenndu að málið varðandi Maradona hefði haft slæm áhrif, en neituðu að kenna því um hvemig fór. „Á íjórum dögum hafa allir góðu hlutirnir, sem við höfum gert, fallið í skuggann fyrir þessu,“ sagði Oscar Ruggeri, sem tók við fyrirliðastöðunni. „Ég er sár eins og allir Argentínumenn, en við náðum okkur á strik aftur. Það var sterkt að hafa Maradona í liðinu, en fjarvera hans útskýrir ekki tap okkar." Argentínumenn vom ekki sátt- ir við að falla úr keppninni. „Við lékum vel og töpuðum með sæmd,“ sagði miðjumaðurinn Di- ego Simeone, „en ég vildi frekar spila illa og sigra samt.“ Reuter Gheorghe Hagl, leikstjórnandinn í liði Rúmeníu, fagnar eftir að hafa gert þriðja og síðasta markið gegn Argentínu með þmmuskoti úr teignum eftir frábæra skyndisókn; sigurmarkið, sem kom liði hans í átta liða úrslit HM í fyrsta skipti. Maradona viðurkenndi mistök og er hættur DIEGO Maradona, einn fremsti knattspyrnumaöur sögunnar, viðurkenndi um helgina að hafa gert mistök i sambandi við lyf janeyslu og sagðist vera hættur í knattspyrnu. Hann áréttaði samt að of hart hefði verið tekið á broti sfnu, því hann hefði fallið á lyfjaprófi fyrir að taka meðal, sem fæst án lyfseðils. „Ég tók það eins og fólk tekur aspirín og þúsundir leikmanna gera það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.