Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA 4 • - í ' MIÉi l ií » Sigurmarki fagnad Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson KRISTRÚN Lilja Daðadóttir tryggði Breiðabliki 1:0 sigur gegn bikarmeisturum ÍA og fagnar hér marki sínu, sem hún skoraði á 73. mínútu, með tilþrifum. Breiðablik enn á sigurbraut BREIÐABLIKSSTÚLKUR halda enn forystunni í 1. deild kvenna eftir að hafa lagt ÍA að velli, 1:0, á Kópavogsvelli sl. laugardag. KR vann Dalvík 6:1, Valur vann Hött 8:0 og Haukar unnu Stjörn- una 9:1. rátt fyrir að hafa átt leikinn frá fyrstu mínútu þá ætlaði það ekki að ganga þrautalaust fyrir sig ^^^^1 hjá Kópavogsfljóð- j um að koma knett- Benediktsson inum 1 markið og skritar trygg]a ser stigm þijú. Þær léku oft mjög lipurlega saman úti á vellin- um, en þegar nær kom markinu voru þeim mjög mislagðar fætur svo og var sterkur markvörður ÍA, Steindóra Steinsdóttir, óþægur ljár í þúfu. Kristrúnu Daðadóttur urðu þó engin mistök á, þegar hún komst á auðan sjó á 73. mínútu, eftir fallega sendingu frá Sigrúnu Ott- arsdóttur, og skoraði af _ öryggi framhjá Steindóru í marki ÍA. Breiðabliksliðið byrjaði leikmn af miklum krafti og Margrét Ólafs- dóttir fékk upplagt tækifæri strax á fjórðu mínútu eftir að hafa ptjón- að sig í gegnum vörn ÍA, en skot hennar fór yfir. í kjölfarið fylgdu þungar sóknir Breiðabliks en án árangurs. Liðsmenn ÍA fengu litla möguleika á að byggja upp sóknir, því þær voru yfirleitt á bak aftur brotnar af sterkri miðju Breiðabliks. ÍA stúlkur komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og reyndu hvað þær gátu til þess að skapa sér færi, en sterk vörn Breiðabliks stöðvaði flest ’það sem í gegnum miðjuna komst. Eina færi IA kom á 67. mínútu, þegar varnarmanni Breiðabliks tókst ekki að hreinsa frá marki og Aslaug Akadóttir náði til boltans og reyndi skot frá mark- teig, sem Sigfríður Sophusdóttir í marki Breiðabliks varði í horn. Breiðablik fékk mörg tækifæri til þess að skora fyrir og eftir mark Kristrúnar, en allt kom fyrir ekki. Mikil hætta skapaðist oft þegar Ásta B. Gunnlaugsdóttir var að geysast upp hægri kantinn og gefa fyrir markið. Ur einu slíku upp- hlaupi fékk Olga Færseth þijú færi í sömu sókninni, en Steindóra varði í tvígang og vörnin einu sinni. Sannfærandi sigur Fylkis í Árbænum ÁRBÆINGAR unnu sinn þriðja leik \ röð í 2. deildinni á laugardag- inn, þegar lið þeirra lagði KA-menn að velli f Árbænum, 2:0. Veðrið var frábært og höfðu leikmenn á orði að þeir hefðu feng- ið „HM tilfinningu" þvíveðrið var frábært og hitinn mikill. Heima- menn voru mestallan leikinn betri aðilinn og hefði sigurinn þess vegna getað orðið stærri. Létthjá Lefftri LEIFTUR sigraði Víking 3:0 í léttum og skemmtilegum leik á Ólafsfirði á laugardaginn. Víkingar byijuðu af krafti og náðu að skapa tvívegis hættu við mark Leifturs, en færin runnu út í sandinn. Eftir Sigurður Það náðu Leifturs- Björnsson menn yfirhöndinni skrifar frá og héldu henni út Ólafsfirði leikin. Fyrsta mark- ið skoraði Gunnar Már Másson á 33. mínútu, en seinni tvö komu í síðari hálfleik. Sverrir Sverrisson skoraði á 70. mínútu og Páli Guðmundsson bætti því þriðja við á 85. mínútu. Sigur Leifturs var verðskuldaður, en leikurinn var léttur og skemmti- legur og oft ágætlega spilaður af beggja hálfu. Bestur í iiði Víkinga var Hörður Theódórsson sem gerði oft góða hluti. Hjá Leiftursmönnum stóð Gunnar Már Másson sig einna best. Gestirnir byijuðu með látum en aðeins fyrstu mínúturnar. Þá komust heimamenn inní leikinn og sóttu upp kantana Stefán en fyrsta skot að Stefánsson marki kom ekki fyrr skrifar en eftir hálftíma leik og voru þá Fylkis- menn að verki. Fyrra mark Fylkis kom á 39. mínútu upp úr snöggri sókn upp hægri kantinn er boltinn barst síðan útí teig þar sem Ólafur Stígsson kom aðvífandi og þrumað í markið en boltinn kom fyrst við varnarmann KA. Kristinn Tómas- son átti frábært skot að marki rétt fyrir leikhlé þegar hann snarsneri sér á punktinum rétt utan vítateigs og skaut en Eggert Sigmundsson markvörður KA varði upp við efra markhornið. Sóknarþungi Árbæinga jókst eft- ir hlé og á 61. mínútu komst Þór- hallur Dan Jóhannsson enn upp hægri kantinn og eftir örlítið dund- ur inní markteig þrumaði hann upp í þaknetið. Gestimir fengu síðan tvö góð íæri en tókst ekki að nýta þau. „Ég er ánægður með þetta; þijú stig á leiðinni upp, en þangað er stefnt. Við höfðum undirtökin mest- allan leikinn og áttum að gera fleiri mörk. Það er stígandi í þessu hjá okkur en erfiðir leikir framundan,“ sagði Aðalsteinn Víglundsson Fylk- ismaður sem var mjög góður í leikn- um og hefur vaxið með hvetjum leik. Ásgeir Ásgeirsson, Þórhallur Dan, Kristinn og Ingvar Ólason vom einnig góðir. „Þetta var sanngjam sigur. Við spiluðum ekki vel eftir fyrri hálfleik- inn og vorum allan tímann heldur á eftir í boltann. Með smáheppni hefðum við getað skorað mark eða mörk en það hefði líka getað farið á hinn veginn og þeir skorað enn fleiri. Annars erum við að fá of mörg mörk á okkur og glutrum leikjum þar sem við erum jafnvel betri aðilinn," sagði Erlingur Krist- jánsson þjálfari KA eftir leikinn. Stefán Þórðarson og Bjarni Jónsson voru með betri mönnum KA. Jafntefli hjá Þrótti og Þrótti eystra ÞRÓTTUR Neskaupstað tók á móti nafna sínum úr Reykjavík á laugardaginn. Nafnarnir skiptu stigunum bróðurlega á milli sín þegar upp var staðið, leikurinn endaði með jafntefli 2:2. Heimamenn komust yfir á 15. minútu er Zoran Zikic skoraði úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar fækkaði um einn á Magnús vellinum, er Ólafi Brandsson Viggóssyni Þrótti skrifarfrá Nes. var vikið af Neskaupstað leikvelli fyrir að sparka niður andstæðing. Þrátt fyr- ir það bættu heimamenn við marki áður en gestirnir komust á blað, og var þar að verki Lúðvík Arnar- son á 55. mínútu. í síðari hálfleik kom Haukur Magnússon inn á hjá Þrótti Reykja- vík sem varamaður og átti hann eftir að setja mark sitt á leikinn. Hann minnkaði muninn á 65. mín- útu og skoraði síðan jöfnunarmark- ið þegar fimm mínútur voru til leiks- loka. Úrslitin voru sanngjörn þegar á heildina er litið. Heimamenn voru betri í fyrri nálfleik, en gestirnir pressuðu stíft í þeim síðari. Kristján Svavarsson var traustur í liði heimamanna, en hjá Þrótturum frá Reykjavík var Ágúst Hauksson áberandi bestur. Auðveld ur sigur hjá Grind- víkingum GRINDVÍKINGAR áttu ekki í erfiðleikum með Selfyssinga í 2. deildinni í Grindavík á laug- ardaginn. Þeir unnu 3:0 og mið- að við færi voru þeir nær því að auka muninn en Selfyssing- ar að minnka hann. Eg er mjög ánægður með leikinn og nú spiluðu strákarnir bolta eins og ég vil sjá. Boltinn gekk vel milli manna en ekki Frímann kýlingar eins og Ólafsson hafa verið áður,“ skrifar frá sagði Lúkas Kostic Grindavik þjálfari Grindvík- inga en hann spilaði allan leikinn sjálfur. Hann gerði nokkrar breyt- ingar á liðinu frá því sem hefur verið. Milan Jankovic spilaði á miðj- unni og kom það vel út því hann hélt boltanum vel og skapaði spil á miðjunni. Þá komu tveir ungir strákar inn í byijunarliðið sem skil- uðu sínu vel. „Ég vil líka gefa ungu strákunum tækifæri því annars fá þeir ekki reynslu og ég var mjög ánægður með þá Jón Frey [Magnússonj og Óla Stefán [Flóventssonj.“ Þeir tveir spiluðu þarna sinn fyrsta heila leik með meistaraflokki og Óli Stef- án skoraði mjög gott mark í leikn- um. Vondu fréttirnar fyrir Grinda- vík eru að Þorsteinn Guðjónsson er ristarbrotinn og missir væntanlega af næstu tveimur leikjum Grinda- víkurliðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.