Morgunblaðið - 09.07.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.07.1994, Qupperneq 1
56 SIÐUR B/LESBOK/D 153. TBL. 82.ÁRG. LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hlustað á árekst- ur við Jupíter London. Reuter. FORFALLNIR áhugamenn um stjörnufræði, miður sín vegna þess að þeir geta ekki séð árekstur halastjörnu við Júpiter, hyggjast hlusta á hann þess í stað. Er árekstur þessi talinn einn mesti við- burður aldarinnar í himin- hvolfinu. Júpiter sendir frá sér út- varpsbylgjur á tíðninni 500 kílóhertz til 40 megahertz, sem stjörnuáhugamenn telja að séu vegna þess að það losni um rafeindir í segulsviðinu á milli Júpiters og tunglsins Io. Á stuttbylgjutækjum hljómar það líkt og öldur sem brotna á strönd. Ekki er þó með öllu víst að hljómur árekstursins verði þannig og þvi hvetja áhugamenn um stjörnufræði alla útvarpsamatöra til að fylgjast grannt með næstu daga. Verður í 20 brotum í tímaritinu The New Scient- ist segir að hópar áhugamanna um stjörnufræði hyggist hlusta á þegar halastjarna, sem kölluð hefur verið „Levy skósmiður 9“, rekst á Júpiter 16. júlí. Verður halastjarnan í 20 hlut- um er áreksturinn verður. Ekki verður hægt að sjá áreksturinn þar sem hann verður á þeirri hlið reikistjörn- unnar sem snýr frá jörðu en talið er að hann muni hafa veruleg áhrif á gufuhvolfið um Júpiter. Reuter Orninn er sestur RÚSSNESKI myndhöggvarinn Maxím Kosyírev aðstoðaði við að koma tvíhöfða keisaraerninum fyrir uppi á Kolomenskoje-safn- inu í Moskvu í gær en þar trón- aði hann fyrir byltinguna 1917. Þetta er fyrsti keisaraörninn, sem er „opinberlega endurreist- ur“ ef svo má segja, en hann var gerður í verksmiðju, sem er ann- ars kunnari fyrir að smíða MIG- orrustuflugvélar. Papandreou harðlega gagnrýndur Mikill vöxtur í ráðherrastétt Aþcnu. Reuter. ANDREAS Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, er harðlega gagnrýndur, jafnt af samheijum sem andstæðirigum, fyrir síðustu uppstokkun á ríkisstjórninni en við hana fjölgaði ráðherrunum um 10 og eru nú 52. Er hann sakaður um að hafa stokkað stjórnina upp til þess eins að koma fleiri vinum sín- um í Sósíalistaflokknum í feit emb- ætti. Það er einkum tvennt, sem brennur á grísku stjórninni, ástand- ið í efnahagsmálum og utanríkis- málin, en breytingarnar á stjórninni snertu ekki þessa málaflokka, held- ur ýmsa léttvægari. „Við þurfum ekki ráðherra ráðherranna vegna,“ sagði Stephanos Tzoumakas, einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og fyrrverandi ráðherra, „heldur menn, sem geta tekist á við vanda- mál þjóðarinnar." Sósíalistar unnu mikinn sigur í kosningunum í október sl., fengu 46% atkvæða, en í Evrópuþings- kosningunum í síðasta mánuði fengu þeir aðeins 37%. Grísk blöð segja, að Papandreou hafi augljós- lega gleymt að draga af því nauð- synlegan lærdóm og uppstokkunin hafi verið „brandari". Nokkrir vinsælir menn innan Sósíalistaflokksins voru sniðgengn- ir við uppstokkunina og þykir það endurspegla ágreininginn innan hans. Þá sagði atvinnumálaráðherr- ann, Evangelos Yannopoulos, af sér eftir að hafa sakað Papandreou um að skeyta engu um vandamálin og blekkja þjóðina. Dimitris Tsovolas, fyrrverandi íjármálaráðherra, var boðið atvinnumálaráðuneytið en hann hafnaði því og sagði, að fyrst yrði stjórnin að gjörbreyta stefnu sinni í efnahagsmálum. Einu breytingarnar, sem máli þykja skipta, eru þær, að Theodoros Parigalos aðstoðarutanríkisráð- herra, sem hefur þótt heldur gífur- yrtur, var fluttur yfir í samgöngu- ráðuneytið og George, sonur Pap- andreous, var skipaður mennta- málaráðherra. Hornsteinn finnskrar utanríkisstefnu Forðumst stríð við Rússland Helsinki. Reuter. PAAVO Lipponen, sem talinn er líklegur til að verða forsætisráðherra Finnlands að loknum þingkosningum að ári, sagði í gær, að horn- steinn finnskrar utanríkisstefnu yrði að vera að forðast hemaðarátök við Rússa. Réðust þeir á Finnland eða Eystrasaltslöndin myndu vest- ræn ríki hvorki vilja né hafa getu til að koma þeim til hjálpar. Fundur leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims hófst í Napólí á Ítalíu í gær Clinton leggnr áherslu á atvinnumál og fríverslun Napólí. Reuter. Lipponen, sem er formaður Jafnaðarmannaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, sagði í viðtali við vikuritið Suomen Kuvalehti, að mesta hættan, sem steðjaði að Finnum, væri að til neyðarástands kæmi í Eystrasaltsríkjunum. Við því ættu Vestur-Evrópuríkin, NATO og Bandaríkin ekkert svar og gætu ekki átt. „Við gerum okkur grein fyrir raunverulegum skoðunum manna á Vesturlöndum. Við eigum ekki nema þann kost einan að láta okk- ur semja við Rússa,“ sagði Lipp- BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, lagði á það áherslu, að atvinnumál og fríverslun yrðu efst á baugi á fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims (G7), sem hófst í Napólí í gær. Sagði hann, að leiðtogarnir mættu ekki villast af leið og grípa til örþrifaráða til þess að bjarga illa stöddum Bandaríkjadollar. A fréttamannafundi sem Clinton og Tomiichi Murayama, nýkjörinn forsætisráðherra Japans, héldu sameiginlega., sagði forsetinn að það væri misráðið að víkja frá meginmarkmiðinu, sem væri að auka hag- vöxtinn. Vandamál heimsbyggðarinnar rædd Á fundinum, sem hófst með hátíðarkvöld- verði í gær, munu leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands velta vöngum yfir vandamálum heimsins. Allt frá stríðinu á Balkanskaga til hins gífurlega atvinnuleysis. Forseti Rússlands, Borís Jeltsín, mun slást í hópinn á sunnudag. Clinton kom til Napólí til þess að leggja áherslu á mikilvægi fríverslunar. Það er Banda- ríkjamönnum efst í huga að fá frekari aðgang að Japansmarkaði til þess að minnka viðskipta- hallann. Á fréttamannafundinum var Clinton spurður hvort hann væri ánægður með þann árangur sem náðst hefði í viðræðunum við Jap- ani: „í hreinskilni sagt, þá er ég það ekki,“ svaraði hann. Murayama, sem tók við völdum í Japan fyrir fáum dögum, sagði að á næsta ári yrðu skattar lækkaðir í Japan til að auka einkaneyslu og þar með innflutning. Búist er við, að leiðtogarnir samþykki fímm til sex milljarða dollara aðstoð við Úkraínu og leggi blessun sína yfir áætlun um frið í Bosníu. ÞAÐ þótti vel til fundið hjá BiII Clinton að boða til blaðamannafundar við Napólí- höfn með marglita bátana í baksýn. onen. Á forsíðu vikuritsins var utan- ríkisstefna Lipponens tekin saman í fjórum orðum: „Forðumst stríð við Rússland." Rússar hafa ekki staðið við samninga Jafnaðarmenn hafa góða forystu í skoðanakönnunum og almennt er búist við, að Paavo Lipponen verði næsti forsætisráðherra Finn- lands. Kvaðst hann hafa miklar áhyggjur af því, að Rússar hefðu ekki flutt hersveitir sínar og her- gögn frá landamærahéruðunum við Finnland eins og þó væri kveð- ið á um í samningnum um hefð- bundinn herafla í Evrópu frá 1990.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.