Morgunblaðið - 09.07.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 15 Viðræður um sameiningu Jemens Reuter STJORN Ali Abdullah Saleh, forseta Norður-Jemens, herti tak sitt á sunnanmönnum í gær, eftir að Norður-Jemenar náðu hafnarborginni Aden á sitt vald á fimmtudag. Leiðtogar Suður- Jemens, sem hafa nú flúið land, hétu því engu að síður að halda áfram baráttunni gegn „hernámsmönnum". Stjórnin vill að teknar verði upp viðræð- ur um sameiningu Suður- og Norður-Jemens. A myndmm koma skriðdrekar Norður-Jem- ena inn í hafnarborgina Aden á fimmtudag en einn borgarbúa gengur hjá með fötu til að sækja sér vatn. Archer grunaður um misferli London. Reuter. YFIRVÖLD dómsmála í Bretlandi hyggjast kanna hvort breski stjórn- málamaðurinn og rithöfundurinn Jeffrey Archer hafi átt aðild að svonefndum innhetjaviðskiptum í tengslum við kaup á hlutabréfum í Anglia-sjónvarpsfyrirtækinu. John Major forsætisráðherra, sem er náinn vinur Archers, stokk- ar að líkindum upp í stjórn sinni á næstunni og hefur Archer verið talinn eiga kost á að verða ráðherra þjóðararfleifðar er hefur umsjón með ýmsum menningarstofnunum. Archer vísar því harðlega á bug að hann hafi misnotað aðstöðu sína í verðbréfayiðskiptum. „Slíkar ásak- anir varða við meiðyrðalöggjöfina", sagði hann í samtali við blaðið The Times.. Líklegur arftaki Thatshers Archer var á sínum tíma talinn líklegur arftaki Margaret Thatcher í embætti leiðtoga breskra íhalds- manna en þótti sýna dómgreindar- leysi í viðbrögðum sínum er hann varð fyrir fjárkúgun af hendi vænd- iskonu og missti því af lestinni. Hann hefur ritað margar met- sölubækur og hafa nokkrar verið kvikmyndaðar. Réttarhöld yfir Varenníkov, einum af valdaræningjunum í Rússlandi Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, síðasti forseti Sovétríkjanna, bar í gær vitni í rétt- arhöldum yfir Valentín Varenníkov, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráð- herra og hershöfðingja, sem var ákærður fyrir aðild að valdaránstil- rauninni árið 1991. Varenníkov not- aði tækifærið til að storka Gorbatsj- ov og egna hann til reiði. „Þú ert lygari!" hrópaði Gorbatsj- ov eitt sinn reiðilega og otaði fingri að Varenníkov, sem reyndi að gera vitnið að sakborningi. Varenníkov, sem hafnaði sakar- uppgjöf sem þingið veitti valdaráns- mönnunum, las 33 langar spurning- ar þar sem Gorbatsjov var lýst sem manninum sem olli hrúni Sovétríkj- anna, gerðist skósveinn Bandaríkj- anna, sveik herinn í Afganistan, o.s.frv.. „Hvers vegna svikari" „Hefur þú samviskubit út af hruni Föðurlandsins mikla?...Hvers vegna vorum við, sem siguivegarar heims- styrjaldarinnar síðari, neyddir til að fara frá Þýskalandi og hvers vegna settum við engin skilyrði? Hvers vegna varðst þú svikari og þjóðníð- ingur?“ Þetta eru dæmi um spurningar hershöfðingjans og úrskurðað var að 31 kæmi málinu ekki við. Storkaði Grorbatsjov MÍKHAÍL Gorbatsjov, síðasti forseti Sovétríkjanna, ber vitni í réttarhöldunum yfir Valentín Varenníkov hershöfðingja, sem átti aðild að valdaránstilrauninni árið 1991. „Ég sé að hér er allt gert til að storka mér,“ sagði Gorbatsjov. „Enginn okkar er úr leikskóla.“ Forsetinn fyrrverandi missti þó nokkrum sinnum stjórn á skapi sínu og kvartaði yfir því að komið væri fram við hann eins og hann hafi verið saksóttur en ekki Varenníkov. „Þessa stundina ert þú vitnið og þessa stundina er ég hinn ákærði," svaraði Varenníkov og lagði áherslu á orðin „þessa stundina". „Hvað meinar þú nákvæmlega með valdaráni?" spurði hershöfðing- inn nokkru síðar. Tilgangslaus útskýring „Ef þú getur ekki skilið það er tilgangslaust fyrir mig að útskýra það fyrir þér,“ svaraði Gorbatsjov. „Ég bið þig að koma fram við mig með virðingu, hætta þessum árásum og svara spurningunum," sagði Varenníkov, sem virtist ætla að taka að sér hlutverk dómarans. Þetta er í fyrsta sinn sem Gorb- atsjov og Varenníkov koma saman frá valdaránstilrauninni árið 1991. Hershöfðinginn var ánægður með að fá tækifæri til að storka forsetan- um. „Fyrsta samtalið frá því í bú- staðnum," sagði hann. „Og hvílíkt samtal.“ /í" Akureyri Mývatn COMBhCAMP x. > E 'O I D V o a CQ D £ '0 JZ if) -4-» l/l TJALDAÐ Á 15 SEKÚNDUM TITANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077 Vaglaskógur - Siglufjörður Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! Trump kaup- ir Empire State New York. Tlie Daily Telegraph. BANDARÍSKI auðjöfurinn Donald Trump hefur, í félagi við samsteypu asískra og evrópskra fjárfesta, keypt Empire State bygginguna í New York. Kaupverðið var sem nemur 2,8 milljörðum króna, og segir Trump að samningur hans og erlendu samsteypunnar hljóði upp á jöfn skipti, en sjálfur verði hann í forsvari nýja félagsins og sjái um daglegan rekstur byggingarinnar. Orðrómur hefur komist á kreik um að hlutur Trumps í kaupunum sé lítið annað en skálkaskjól. í raun og veru sé verið að selja enn meira af Bandarískum menningarverð- mætum í hendur Japönum, sem nú þegar eiga margar af þekktustu byggingunum í Bandaríkjunum. Útsölustaðir: Skóverslun Reykjavíkur, Laugavegi 95, RR skór, Krlnglurmi 8-12, Skóbúðln, Keflavfk, Versl. Jón og Gunna, ís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.