Morgunblaðið - 09.07.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.07.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 13 ________NEYTENPUR_____ Skrúfaður áltappi í stað korktappa HLJÓÐIÐ sem fylgir því að korktappi er dreginn úr vín- flösku er yfírleitt merki um að framundan sé góð stund. Draumurinn getur breyst í martröð ef vínið er skemmt, en oftast stafar það af því að bakteríur hafa komist í kork- tappann og þaðan í vínið. Vínsmakkarar tala um að vín lykti eins og skítugt uppþvottavatn eða mygla, ef það er skemmt eftir sýktan korktappa. „Korkað" eins og það heitir á fagmáli. A flestum veitingastöðum er þeim sem pantar vín gefinn kostur á að smakka áður en hellt er í glös- in. Þessi athöfn hefur stundum ver- ið misskilin, því ætlunin er ekki að viðskiptavinur athugi hvort honum þyki tegundin góð eða vond, heldur á hann að ganga úr skugga um að vínið sé óskemmt. í The European kemur fram að 4-5% víns skemmist vegna snert- ingar við sýktan korktappa og framleiðendur geti lítið annað gert en látið óheppna kaupendur fá nýja flösku í staðinn. Samkvæmt sömu heimild hafa sumir framleiðendur brugðið á það ráð að tappa víni á flöskur með skrúfuðum tappa í stað þess að nota korktappa. Þeir eru sagðir al- gerlega loftþéttir þannig að vín geymist lengur ferskt í flösku. Ro- ger Voss skrifaði nýlega grein um þetta efni í The European og segist hafa prófað vín sem annars vegar var tappað á flösku með korktappa og hins vegar með skrúfuðum tappa. Betra fyrir ung vín „Ég var smakkaði án þess að vita úr hvorri flöskunni vínið kom. Þegar um var að ræða ung vín með miklu ávaxtabragði, þ.e. vín sem á að drekka ung, voru þau undan- tekningarlaust betri úr flösku með skrúfuðum tappa. Þyngri vín, sem batna með aldrinum, eru hins vegar betri úr flösku með korktappa, því korktappi gefur víni tækifæri á að þroskast í flöskunni." Hann segir að ímynd léttvíns muni breytast ef vínframleiðendur fari allir að nota skrúfaða tappa í stað gömlu korktappanna. í flugvél- um eru litlar vínflöskur með skrúf- uðum tappa alltaf á boðstólum, sé vín boðið þar á annað borð. Haft er eftir Peter Nixson framkvæmda- stjóra breska flugfélagsins British Airways að ástæðan sé einföld: hagræðing. „Imyndaðu þér óreið- una ef áhöfnin þyrfti til dæmis að draga korktappa úr flöskum allra farþeganna í klukkutíma löngu flugi." Vínskríbent The European lýsir óánægju sinni með skrúfaða áltappa á vínflöskum, enda taki þeir stóran hluta af þeirri ánægju og rómantík sem fylgi þvi að drekka vín. Finnst korktappi gamaldags Sumir vínframleiðendur í Frakk- landi eru famir að nota skrúfaða tappa á flöskur sínar, því þeim finnst korktappi og tappatog vera gamaldags og úr takt við tímann. A síðasta ári setti t.d. Cháteau de la Tuilerie borðvínin sín á markað í flöskum með skrúfuðum töppum. Chantal Comte eigandi fyrirtækisins heldur því fram að ungt fólk í úti- legu eða á strönd kæri sig ekkert um umstangið sem fylgir því að taka upp vínflösku með tappatog- ara. Hún lætur tappa vínin sín á hálfslítra flöskur í stað 750 cl sem Eitt hundrað þúsund flöskur af léttvínum hennar seldust á fyrstu sex mánuðunum og segir vínskríbent- inn Roger Voss að mörg kaffíhús í París og matsölu- staðir í frönskum listasöfnum hafí vín hennar nú á boðstólum. í versl- unum ÁTVR eru seldar vínflöskur með skrúfuðum töppum og nú hefur Georges Duboeuf í Beujolais í Frakklandi hafið sölu á 750 cl flöskum með skrúfuðum töppum. Þótt korkur sé ekki heilagri en hvað annað, hafa ýmsir áhyggjur af þess- ari þróun og velta fyrir sér hvort næsta skref verði það að tappa víni á plastflöskur eða áldósir. „Korktappar geta stundum skemmt vín.“ hingað til hefur verið algengasta stærð á vínflöskum. „50 cl eru ehæfilegt magn fyrir tvo sem drekka vín með mat og rétt magn í flösku kemur í veg fyrir að hluti víns- ins fari til spillis." Með þessu móti tel- ur Chantal Comte að hún komi til móts við kröfur nútímafólks um sparneytni og auk þess komi hún áleiðis skilaboðum um að vín sé best í hófi. Hlauparínn Tímarit fyrir þíg Ritstjóri: Sigurður R Sigmimdsson. Meðal eínis: Æfingaáæílanir fyrir þá sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Til sölu í bókabúðum og blaðsölustöðum. Áskriftarsími 91-657635. r r Vertu meö - draumurinn gæti orðið að veruleika ! GRAFiSK HÖNNUN: MERKISMENN HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.