Morgunblaðið - 09.07.1994, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 9. JUU 1994
MORGUNBLAÐIÐ
JÓNKR.
KRISTJÁNSSON
+ Jón Kr. Kristj-
ánsson vélstjóri
var fæddur í Hnífs-
dal 5. desember
1942. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á ísafirði 2.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
ján Jónsson skóla-
sljóri og Sigríður
Ólöf Kjartansdóttir
kennari. Tvíbura-
bróðir Jóns er
Krislján Sigurður,
en önnur systkini
eru Kjartan Bjami, Krisljana
og Elísabet. Jón kvæntist Ingi-
björgu Steinunni Einarsdóttur
frá Isafirði 18. mars 1967 og
eiga þau tvö börn, Björgu Aðal-
heiði, f. 3. apríl 1969 og Krist-
ján, f. 11. okt. 1972. Sambýlis-
maður Bjargar er Einar Snorri
Magnússon. Jón var háseti og
vélstjóri á bátum frá Hnífsdal
á árunum 1960-66, vann síðan
i Vélsmiðjunni Þór á Isafirði til
1974, en eftir það var hann
vélstjóri hjá Hraðfrystihúsinu
Norðurtanganum hf. á Isafirði.
Hann verður jarðsunginn frá
Isafjarðarkapellu í dag.
Jón er dáinn.
Orðin verða að tónfalli sem berg-
málar innra með okkur. Lífið minnir
á sig með hverfulleika sínum. Og
við erum aldrei tilbúin.
Sársaukinn persónugerist, breið-
ir úr sér yfir allt, hann deyfir okk-
ur, við leitum eftir svari sem seint
mun fást.
Jón var maðurinn hennar Steinu
frænku, pabbi Bjargar og Krist-
jáns, hann var mikilvægur liður í
hryggjarsúlu stórfjöl-
skyldunnar frá Hlíðar-
enda. Það fylgdi hon-
um glaðværð, það
fylgdi honum já-
kvæðni, hann var hrók-
ur alls fagnaðar. Hann
jós stöðugt úr ríkuleg-
um sagnabrunni sín-
um, þar voru gam-
ansögur bæði í bundnu
máli og óbundnu, og
hefur rithöfundurinn í
fjölskyldunni tekið
sumar þeirra til hand-
argagns. Jón vildi
hlægja menn, vildi að
mannfólkinu liði vel í návist sinni,
bæði börnum og fullorðnum. Hann
var strákur í sér, sama á hvetju
dundi.
Tilveran var og er samofin þeim
á Hjallavegi 16, aðeins steinsnar
utar í götunni. Það var alltaf verið
að hittast, tilefnin oft augljós, ef
ekki, þá voru þau búin til. Og hefð-
bundnir heimsóknartímar voru oft-
ar en ekki látnir lönd og leið; ósjald-
an birtust Jón og Steina undir lág-
nættið, ekki síst á sumrin, og ævin-
lega var glettnin í fyrirrúmi, stund-
um í formi stríðni. Þá var hann að
kanna viðbrögðin, sagði hann
stundum, ekki síst hjá mágkonu
sinni, sem fann kannski aðskotadýr
úr gúmmíi á disknum sínum. Til-
tæki hans lituðu samkomur Hlíðar-
endafjölskyldunnar og framkölluðu
mörg hlátrasköllin.
í minningu barns situr framand-
legur brúnn jeppi, Austin Gypsy,
sem flutti fólkið oftar en ekki á
milli staða í vetrarbyl. Og það hvíl-
ir ævintýraljómi yfir brúðkaupi Jóns
og Steinu — þau voru prins og
prinsessa. Þegar þau voru að draga
sig saman hafði Steina um tíma
t
Faðir okkar, sonur, stjúpsonur og bróðir,
ÞORSTEINN EYVAR EYJÓLFSSON,
Spóarima 1, Selfossi,
lést þann 7. júlí.
Atli Rúnar Þorsteinsson, Andrea Hanna Þorsteinsdóttir,
Eyjólfur Arthúrsson, Hrefna Svava Þorsteinsdóttir,
og systkini hins látna.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
er látin.
Pétur Þórðarson, Erna Sigurbergsdóttir,
Elín Þórðardóttir,
Kristján Þórðarson, Guðbjörg Samúelsdóttir,
Sigurjón Þórðarson, Guðfinna Arngrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu
minnar,
móður, tengdamóður, og ömmu,
JÓNÍNU ÓLAFAR SVEINSDÓTTUR,
Vesturgötu 81,
Akranesi.
Sverrir Bjarnason,
Ingveldur Sverrisdóttir, Þorvaldur Sigtryggsson,
og barnabörn.
t
Þökkum samúð og vinarhug viö andlát og útför
SIGURBJARGAR SIGHVATSDÓTTUR,
Flókagötu 47,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 32A, Landspítala.
Ragnheiður Þorkelsdóttir, Þórður Þorkelsson,
Gyða Jónsdóttir, Guðmundur Kristinsson,
Elin Ellertsdóttir, Kristín Lúðvíksdóttir.
MINNINGAR
herbergi hjá okkur að Smiðjugötu
9. Litlar frænkur að taka fullorðins-
tennur voru oftar en ekki áijáðar í
félagsskap þeirra, en stundum lok-
uðu þau eðlilega að sér. Þá gátu
góð ráð verið dýr. Eitt sinn reyndum
við systurnar að fá þau til að opna
með því að kalla að hann Stjáni
væri kominn, hann væri með svart
hár alveg eins og Jón og margar
margar fullorðinstennur.
Jón var nefnilega tvíburi og ekki
alltaf auðvelt fyrir ung augu að
þekkja þá bræður í sundur, hann
og Kristján. Heilög var til dæmis
hneykslun barnsins þegar það sá
Jón einn daginn með annarri konu!
Þeir bræður gerðu sér einatt mat
úr þessum ruglingi og kipptu sér
ekki upp við það þótt þeim væri
heilsað með virktum af bláókunnug-
um eða þótt einhver fyrtist yfir
fáskiptni þeirra. Sögð er saga af
því þegar Jón fékk svöðusár á hendi
og fór upp á sjúkrahús til að láta
gera að því. Þá hittist svo á að
Nína kona Kristjáns lá á fæðingar-
deildinni og einhvern tíma þegar
læknirinn á leið um ganginn situr
Kristján þar, sami æringinn og
bróðirinn, og spyr hvort hann vilji
líta á höndina núna. Jú, læknirinn
skoðar höndina í krók og kring og
hina líka, hverfur svo þegjandi og
hljóðalaust á brott. Um stund hefur
doksi líklega haldið sig vera krafta-
verkamann, eða þangað til hann fer
að segja söguna á vaktinni. Gellur
þá í danskri hjúkrunarkonu sem þar
var starfandi: Ja, men de er tvilling-
er!
Þótt Jón lifði mjög heilbrigðu lífi,
reykti hvorki né drakk og stundaði
útivist, átti hann til allrar óham-
ingju eftir að hafa mun meira af
læknum að segja. Árið 1985 kenndi
hann sér fyrst þess meins sem hann
átti eftir að glíma við til dauða-
dags. Hann gekkst undir hjarta-
aðgerð í Lundúnum í lok desember
1985, var svo fram á sumar að bíta
úr nálinni með það hér heima, því
eitt og annað kom upp á og varð
þess valdandi að hann þurfti hvað
eftir annað að leggjast undir hníf-
inn. Hann missti þó aldrei móðinn,
heldur beitti skopinu. Þegar textíl-
konan í fjölskyldunni kom í heim-
sókn vildi hann endilega sýna henni
„bróderinguna" á bringunni. Að
lokum tókst honum með góðra
manna tilstyrk að ná heilsu og heija
störf hjá Norðurtanganum á ný.
En veikindin tóku sig upp á nýjan
leik og aftur varð hann að gangast
undir aðgerð árið 1991, þá á Land-
spítalanum. Hún tókst vel og Jón
náði sér vel á strik aftur. Kæmi
bakslag í seglin tók hann því einatt
af sinni eðlislægu geðprýði, þetta
var æfíng, sagði hann stundum í
því sambandi. Hann varð svo einn
af fyrstu íslensku hjartasjúklingun-
um til að fá nýtt tæki fyrir hjarta-
sjúklinga ígrætt og var ánægður
með það.
Þrátt fyrir skert starfsþrek var
Jón eftir sem áður jafn bóngóður
og greiðvikinn. Hann var ævinlega
að gera við og dytta að hlutum
fyrir hina og þessa, alltaf reiðubú-
inn til að gefa góð ráð um lausn
vandamála. Hann var verkstjóri
þegar gagngerar endurbætur voru
gerðar á Hlíðarenda fyrir nokkrum
árum. Og þegar dóttir mágkonu
hans stóð ráðþrota gagnvart frá-
rennslisvandamáli vegna tækis sem
hún var að setja upp kom Jón til
sögunnar. Málið var leyst og frá-
gengið þegar hún kom heim daginn
eftir og ekki haft um það. Þetta
viðhorf Jóns gagnvart lífínu aflaði
honum vinsælda meðal ungra sem
aldinna. Þegar litlir frændur komu
í sínar árlegu sumarheimsóknir að
sunnan voru þeir til að mynda vart
komnir inn úr dyrunum þegar þeir
vildu fara í heimsókn til Jóns og
Steinu. Þar var þeim veitt athygli
í miðjum önnum dagsins, stundum
í hádeginu, og meira að segja yngsti
frændinn, tveggja ára, er farinn að
rata í þrautahomið hans Jóns.
Síðustu samverustundirnar átt-
um við með Jóni þann 17. júní síð-
astliðinn. Þá fór stórljölskyldan í
heimsókn til ömmu á sjúkrahúsið,
síðan var drukkið hátíðarkaffi á
Hótel ísafirði. Þannig nutum við
einatt hátíðarstunda með Jóni og
erum þakklát fyrir það.
Elsku Steina, Kristján, Björg og
Einar Snorri, við samhryggjumst
ykkur við þennan mikla missi og
biðjum Guð að gefa ykkur styrk á
erfiðum tímum.
Fjölskyldan Hjallavegi 4.
Hversu dýrmæt er ekki sorgin.
Hvílík forréttindi að hafa átt sam-
leið með þeim sem skilur eftir stórt
skarð, svo sáran söknuð. Þau sann-
indi renna upp fyrir mér þegar ég
nú þarf að kveðja svila minn Jón
Kr. Kristjánsson mörgum árum of
fljótt.
Á kveðjustundinni raðast saman
minningar af svo ólíkum toga að
það er eiginlega með ólíkindum að
þær skuli passa í eina heilsteypta
mynd. í skapgerð Jóns bjuggu
prakkarinn og alvörumaðurinn svo
náið að þeir urðu ekki skildir að.
Það sem sameinaði þá var velviljinn
sem virtist hafa bæði augu og eyru,
og alltaf vita hvað heyrði til stund
og stað eða þörfum hvers og eins.
Jón var greiðvikinn á þann hátt
að það var rétt eins og fyrirhöfn
væri ekki til, hvað þá tímaleysi.
Og hann var ekki aðeins bóngóður,
heldur var hann oftar en ekki fyrri
til að sjá hvers þurfti með í stóru
sem smáu. Ég vissi t.d. ekki hversu
handhægur gripur rúllupylsupressa
er fyrr en hann hafði smíðað eina
handa mér.
Jón var vélstjóri og fær í sínu
fagi, en áhugi hans og verksvit
náðu langt út fyrir það. Hann hafði
yndi af að leita lausna, bjó sjálfur
til gestaþrautir, og einhverntíma
heyrði ég hann ráðleggja hvernig
ætti að munstra saman gardínur. —
Þar að auki var hann bókamaður
og kunni mikið af kveðskap.
Samband Jóns og Kristjáns tví-
burabróður hans var sérlega náið,
enda voru þeir líkir í sjón og raun,
og glettnin ævinlega á næsta leiti.
Oft hefur fólk villst á þeim bræðr-
unum og þeir voru þá ekki að eyði-
leggja spaugið með því að segja of
fljótt til sín. Gott dæmi er sagan
af Iækninum sem hélt sig hafa séð
kraftaverk þegar hann hafði saum-
að saman svöðusár í lófa annars
þeirra en sá ekki svo mikið sem ör
(í lófa hins) daginn eftir.
Jón kunni að gleðjast við allar
aðstæður og studdist aldrei við
áfengi til þess. Það var dæmigert
fyrir sjálfstætt lífsviðhorf hans sem
sjaldnast var rætt en sást glöggt í
látlausri breytni.
Hann var jafnlyndur maður og
aldrei sá ég hann bregða út af sinni
yfirveguðu ró. Það var þó ekki af
því að lífið væri honum misfellu-
laust. Fyrir jólin 1985 fór hann í
hjartaaðgerð til Englands, og í kjöl-
farið rak hver uppskurðurinn ann-
an. Mestallan þann vetur var Jón á
gjörgæsludeild og hjartadeild Borg-
arspítalans, hann kom heim í ferm-
ingu sonar síns um vorið. Aðeins
fimm árum seinna þurfti hann aftur
að fara í hjartaaðgerð, og síðar var
græddur í hann hjartavörður. Þær
aðstæður vörpuðu skíru ljósi á
væntumþykjuna sem hann átti með-
al fjölskyldu og stórs vinahóps, að
ekki sé talað um hjónabandið sem
á skilið fegurðarverðlaun. Aldrei
voru erfiðleikarnir tíundaðir en
hvert tilefni til gleði og kátínu var
nýtt. Sérstaklega gerðu þau sér far
um að rækta sambandið við fjöl-
skyldu og vini og glæddu hversdag-
inn lífí. Hver samverustund var
skemmtun sem seint gleymist.
Það er því sannarlega verðskuld-
uð sorg sem við berum, öll sem til
Jóns þekktum, - jafnt börn sem
fullorðnir, og hlýjar fyrirbænir sem
fylgja honum á leið í nýrri tilveru.
Inga Dan.
Kveðja frá samstarfs-
mönnum í Hraðfrystihúsinu
Norðurtanga hf.
Það var flestum kunnugt, sem
til þekktu, að Jón Kr. Kristjánsson
gekk ekki heill til skógar seinustu
árin, enda þótt honum tækist allvel
að leyna því með sinni alkunnu
glaðværð og gamansemi. Fáum
mun þó hafa boðið í grun, að starfs-
degi hans lyki með svo skyndilegum
hætti, eins og raunin varð. En eigi
má sköpum renna. Hann lézt í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði
laugardaginn 2. júlí sl. á 52. aldurs-
ári.
Jón Kr. Kristjánsson var af vest-
firzku bergi brotinn í báðar ættir,
sonur hjónanna Sigríðar Ólafar
Kjartansdóttur kennara og Krist-
jáns Jónssonar skólastjóra í Hnífs-
dal. Hann ólst upp í foreldrahúsum
ásamt þremur eldri systkinum og
tvíburabróður sínum, Kristjáni. Jón
var ekki gamall, þegar í ljós kom,
að honum var mikill hagleikur í
blóð borinn. Fáum, sem til þekktu,
mun hafa blandast hugur um, hvert
hann sótti hagleik sinn, því að afí
hans, Jón Jakobsson á Eyri í Seyðis-
firði við Djúp, var á sínum tíma
talinn mikill völundur, bæði á tré
og járn, og leituðu Djúpmenn mjög
til hans með allar viðgerðir.
Það var fljótlega ljóst, hvert hug-
ur Jóns stefndi. Að loknu skyldu-
námi í Hnífsdal stundaði hann nám
í Reykjanesskóla og lauk þaðan
gagnfræðaprófí vorið 1960. Síðan
lá leiðin til Reykjavíkur en þar lauk
hann mótorvélstjóraprófí Fiskifé-
lags íslands vorið 1963 og stundaði
sjómennsku um skeið. En fljótlega
hóf hann nám í vélvirkjun hjá Vél-
smiðjunni Þór hf. á Isafirði. Þar
starfaði hann til ársins 1973, en
þá réðst hann til starfa hjá Hrað-
frystihúsinu Norðurtanga hf. og þar
var starfsvettvangur hans, þar til
yfir lauk, fyrst sem vélgæzlumaður,
en lengst af við viðgerðir og eftirlit
með fískvinnsluvélum.
Jón var einstaklega traustur og
góður starfsmaður. Hann hafði ekki
aðeins gott vald á starfi sínu, held-
ur fylgdi honum einstaklega
skemmtilegur starfsandi. Hann
hafði ágæta kímnigáfu, sagði vel
frá og sá hlutina gjarnan í öðru ljósi
en samferðamenn hans. Það leiddist
því engum í návist hans. Það tekur
okkur, sem eftir stöndum, nokkurn
tíma að átta okkur á, að lífsgöngu
hans sé lokið og við fáum ekki leng-
ur notið hins hressilega viðmóts
hans. Starfsfélagar hans þakka
honum ánægjuleg kynni, sem skilja
eftir minningar, sem ekki munu
gleymast. Þeir þakka langt og far-
sælt samstarf og senda öllum að-
standendum hans einlægar samúð-
arkveðjur.
Jón Páll Halldórsson.
Elsku Nonni. Við ætlum að
kveðja þig með nokkrum línum, en
trúum samt tæplega að við munum
aldrei sjá þig framar. Aldrei heyra
þig fara með skondið vísukorn eða
segja skemmtilega sögu. Við eigum
samt alltaf minningarnar. Minning-
ar um allt sem þið pabbi tókuð upp
á, allar sögurnar af misskilningi
tengdum því hve líkir þið voruð og
hvernig þið lögðuð ykkur nú ekkert
fram um að leiðrétta allan misskiln-
ing strax. Við eigum minningar um
fríin sem við fórum í öll saman,
sumarbústaðaferðirnar þar sem við
krakkarnir sváfum saman í hrúgu
og vikuna þegar hver morgunn
hófst með „halló Rúna“. Við eigum
minningar um sterkan mann sem
stóð af sér margra ára veikindi án
þess að kvarta nokkurn tíma eða
gefast upp. Við eigum minninguna
um þig.
Þú varst alltaf svolítið „meiri“
frændi okkar en hin móður- og föð-
ursystkini okkar af því þú og pabbi
voruð alltaf sem tveir hlutar af
heild. Andlitsfall, bygging, hreyf-
ingar, svipbrigði og jafnvel tilsvör
voru svo ótrúlega lík. Það er því
svo erfitt að hugsa til þess að nú
er bara annar „krumminn“ eftir.
Við þökkum þér, elsku Nonni,
öll fríin, fjölskylduboðin og góðu
stundirnar. Við þökkum þér fyrir
að hafa alltaf verið til staðar fyrir
okkur og fyrir allt sem þú hefur
gefið okkur með návist þinni,
gæsku og glaðværð.
Elsku Steina, Björg og Kristján.
Missir ykkar er meiri en orð fá Iýst.
Þið eigið alla okkar samúð.
Sigríður, Harpa, Gísli og
Kristján, Kristjánsbörn.