Morgunblaðið - 09.07.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.07.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 21*. BJORN EINAR ÞORLÁKSSON + Björn Einar Þorláksson var fæddur í Eyjarhól- um í Mýrdal 29. júní 1939. Hann lést í Landspítalan- um í Reykjavík 5. júlí síðastliðinn. Faðir Björns var Þorlákur Björns- son bóndi í Eyjar- hólum sonur Björns Einars Þor- lákssonar bónda og hreppstjóra á Varmá í Mosfells- sveit og Önnu Jónsdóttir Hjör- leifssonar bónda í Eystri-Skóg- um undir Eyjafjöllum. Móðir Björns er Ingibjörg Indriða- dóttir frá Blönduósi, fædd á Breiðabólstað í Vatnsdal. Systkini Björns eru: Gunnar Sævar Gunnarsson (d.1970), Anna Margrét Þorláksdóttir, Indriði Haukur Þorláksson, Guðrún Steina Þorláksdóttir, Þórólfur Þorláksson (d.1973), Ingólfur Helgi Þorláksson, Nanna Þorláksdóttir og Þórar- inn Þorláksson. Björn kvæntist 1966 eftirlifandi eiginkonu sinni, Rósu Haraldsdóttur. Rósa er dóttir Haraldar Samú- elssonar og Solveigar Hjörvar. Börn Björns og Rósu eru Agla Sigríður, Þorlákur Sindri, Sol- veig, Ingibjörg Rósa og Har- aldur. Utför Björns Einars verður gerð frá Skeiðflatar- kirkju í Mýrdal í dag. BJÖRN ólst upp í Eyjarhólum, þriðji elstur níu systkina. Eftir nám í sveitaskóla að þess tíma hætti og nám í Héraðsskólanum í Skóg- um undir Eyjafjöllum hélt hann til Noregs til náms í mjólkurfræði. Var hann þar í fjögur ár við nám og störf. Að námi loknu vann hann fyrst hjá Mjólkurbúi Flóamanna en fluttist í ársbyijun 1964 að Blönduósi til að starfa þar sem mjólkurfræðingur. Báðir foreldrar hans áttu ættir að rekja í Húna- þing og margt af móðurfólki hans er búsett á Blönduósi. Bjöm undi hag sínum vel á þessum slóðum og bast þar vinaböndum sem ekki slitnuðu þegar hann flutti þaðan eftir tíu ára dvöl. Á Blönduósi kynntist Bjöm Rósu Haraldsdótt- ur, sem hann kvæntist 1966. Á árinu 1974 tók Bjöm við búskap í Eyjarhólum í Mýrdal og fluttist þangað með íjölskyldu sinni. Tak- markaður framleiðslu- réttur í hefðbundnum búgreinum varð til þess að hann sneri sér að ræktun garðávaxta og starfaði auk þess sem mjólkureftirlits- maður hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Hann sinnti einnig hrossa- rækt en áhuga á hestamennsku tók hann í arf eftir föður okkar. Síðust árin leigði hann hluta af jörðinni undir umfangs- mikla grænmetisræktun og starf- aði við hana. Björn og Rósa eignuðust fímm börn og er hið yngsta nú á tólfta ári. Þau hjón vora samhent í flestu. Frá því að Bjöm greindist með banvænan sjúkdóm á síðasta ári hafa Rósa og bömin sýnt honum aðdáunarverða umhyggju og að- hlynningu og hafa á allan hátt leit- ast við að létta honum þennan erf- iða tíma. Hann var þakklátur fyrir það að geta til hins síðasta dvalið á heimili sínu í návist eiginkonu, barna, ættingja og vina. Gerði það síðustu ævistundirnar bærilegri en ella hefði verið og veitti honum styrk til að taka öriögum sínum með fádæma æðraleysi. Heimili þeirra Bjöms og Rósu stóð öllum opið. Við systkini Björns voram þar ætíð aufúsugestir og ekki síður böm okkar. Sú hlýja, sem frá honum stafaði og allt hans viðmót laðaði börn að honum. Þau fundu að þeim var tekið af velvild og alvöru og að virðing var borin fyrir áliti þeirra og skoðunum. Við systkini Bjöms og aðstand- endur okkar þökkum Birni dýr- mæta samfylgd, sem varðveitast mun í minningum okkar. Rósu og bömum þeirra Bjöms sendum við þakkir fyrir þá alúð sem þau auð- sýndu bróður okkar til hinstu stundar og samhryggjumst þeim. Missir okkar er mikill en missir þeirra er mestur. Indriði H. Þorláksson Lífið er fallvalt. Ekki óraði neinn fyrir, er við systkinin og fjölskyld- ur okkar fóram í útileigu í fyrra, MINNINGAR að nú réttu ári síðar stæðum við yfir moldum bróður okkar. Björn var þriðji í röð níu systk- ina. í svo stóram hópi er margs að minnast. Allt eru það góðar minningar sem ég á um Bjössa bróður minn. Hann var hjartahlýr og ljúfur. Jafnvel þegar hann var orðinn afar sjúkur gat hann spaug- að og hlegið. Björn kenndi sér fyrst meins í fyrrahaust, en þrátt fyrir tilraunir til lækninga tókst ekki að bægja vágestinum frá. Hann tók veikindunum með æðraleysi, en hugsaði mikið um hópinn sinn sem eftir stæði. Rósa kona hans hjúkraði honum til hinstu stundar með aðstoð barna þeirra. Hún sýndi ótrúlega þrautseigju og mér er ofarlega í huga þakklæti fyrir þá hlýju og umhyggju er hann naut í þessu stríði. Einnig er ég þakklát nágrönnum þeirra, sem alltaf voru boðnir og búnir til hjálp- ar, svo og læknishjónunum í Vík sem veittu ómetanlega hjálp. Það er erfitt að sætta sig við að svona skyldi fara, en góðar minningar tekur enginn frá okkur. Við kveðjum kæran bróður með sorg, söknuði og þakklæti í huga. Elsku Rósa, Agla, Sindri, Solveig, Ingibjörg og Haraldur, guð huggi ykkur og styrki. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo suttu og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Nanna Þorláksdóttir. Frændi okkar Bjöm er dáinn. Hann skilur eftir tómarúm í hjarta okkar sem enginn nær að fylla aft- ur. Við munum þegar við voram lítil og fóram til Bjössa frænda í sveitina. Við fengum alltaf hlýjar móttökur og Bjössi vildi allt gera fyrir okkur og ekki vora það fá skiptin sem Bjössi rölti með okkur út á tún til að ná í hesta svo við gætum farið á bak. Það var allt- af hægt að tala við Bjössa, hann hlustaði alltaf og talaði ávallt við okkur sem jafningja jafnvel þegar við vorum börn. Já, sveitin verður aldrei eins án Bjössa frænda okkar sem við sökn- um sárt og kveðjum hann nú með virðingu, söknuði og tárum. Vertu sæll frændi. Rósa, Agla, Sindri, Solveig, Ingi- björg og Haraldur, við vottum ykk- ur alla okkar samúð. Lífið heldur áfram. Si(ja og Þórólfur. + Hermína Sig- valdadóttir var fædd á Hrafna- björgum í Svínadal í A-Húnavatnssýslu 19. júní 1909. Hún lést á Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi 28. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigvaldi Þorkels- son frá Barkarstöð- um í Svartárdal, bóndi á Hrafna- björgum, og kona hans Jónína Guð- nín Jósafatsdóttir frá Litlu Ásgeirsá í Víðidal. Hermína var elst sinna alsystkina, en þau eru nú öll látin. Gústav lést 1986, Jósafat 1982 og Björg Anna 1993. Hálfbróðir þeirra systkina, sammæðra, Jón Sigurðsson, lést 1972. Hermína giftist árið 1934 Hall- grími Sveini Kristjánssyni frá Hofi í Vatnsdal. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap á Kringlu í Torfalækjarhreppi. Hallgrímur andaðist 18. maí 1990. Börn þeirra eru Gerður Jónína, búsett á Blönduósi, Jón Reyn- ir, bóndi á Kringlu, og Ásdís Erna, búsett í Reykjavík. Auk þess ólu þau upp syturson Hermínu, Sigvalda Hrafnberg, sem bú- settur er á Hvols- velli. Útför Hermínu fer fram frá Þing- eyrarkirkju í dag. ÉG KVEÐ með sökn- uði og þakklæti í huga, föðursystur mína, Hermínu Sigvaldad'óttur, en hún náði 85 ára aldri skömmu fyr- ir andlát sitt. Þegar ég lít um öxl og rifja upp ýmsar minningar frá æskuárunum, ber einna hæst allar heimsóknirnar að Kringlu. Á hveiju sumri um margra ára skeið vitjaði faðir minn heimahaganna með fjöl- skyldu sinni og var þá ætíð dvalið á Kringlu um lengri eða skemmri tíma. Alltaf voru móttökur hlýjar og gestrisni þeirra hjóna við brugð- ið. Þó húsakostur gamla Kringlu- bæjarins væri ekki stór á þessum áram, man ég ekki annað en hús- rúm væri nægilegt enda þótt fjöldi gesta bættist skyndilega í hópinn. Þessar ferðir voru mikið tilhlökkun- arefni okkar borgarbarnanna, að komast í sveitina og í nána snert- ingu við dýrin. Bróðir minn, Páll, var í sveit á Kringlu í mörg sumur og á þaðan ljúfar minningar. Hann hefur beðið mig, vegna langdvalar erlendis, að senda hlýjar kveðjur frá sér og fjölskyldu sinni á þessum tímamótum. Hermína og Hallgrímur bjuggu á Kringlu samfleytt í 46 ár, en nokkur síðustu árin í félagi við Reyni son sinn og Sigurbjörgu konu hans. Árið 1981 fluttu þau að Hnitbjörgum, dvalrheimili aldraðra á Blönduósi. Hallgrímur lamaðist alvarlega árið 1985 og naut þá umhyggju konu sinnar, enda þótt hún sjálf gengi ekki heil til skóg- ar. Hún hefur átt við veikindi að stríða um árabil en flíkaði ógjarnan og bar sig vel. Hermína gerði ekki viðreist um dagana en fylgdist vel með fréttum utan úr heimi og öðr- um dægurmálum. Hún bar hag barna sinna og annarra afkomenda mjög fyrir bijósti og gerði sér far um að fylgjast með lífi þeirra og starfí. Hermína hafði alla tíð verið mjög iðjusöm og tók því heilshugar HERMINA SIG- VALDADÓTTIR ÞÓRANNA SIGURÐ- * ARDOTTIR + Þóranna Signrð- ardóttir fæddist á Lág í Eyrarsveit á Snæfellsnesi 24. ág- úst 1931. Hún lést á Borgarspítalanum 1. júlí síðastliðinn 63 ára að aldri. For- eldrar hennar voru Valgerður Kristjáns- dóttir og Sigurður Kristjánsson. Systk- ini hennar eru Magnús Stardal Sig- urðsson, f. 1920, d. 1964, Kristján Bjamason f. 1924, Bjarni G. Sigurðsson, f. 1933, Málfríður Sigurðardóttir, f. 1935, d. 1988. Eftirlifandi eigin- maður Þórönnu er Emil Ámundason, f. 24. okt. 1915. Börn þeirra eru: Valgerður Ásta, f. 9. feb. 1949, d. 14. des. 1956, Sigurður Arilíus, f. 22. maí 1950, d. 13. des. 1952; Hans Gunnar, f. 20. sept. 1951. Kona hans er Guðrún Helga Andrésdóttir, f. 25. sept. 1953. Börn þeirra: Þor- gerður Gunnarsdóttir, f. 16. feb. 1978, Þóranna Gunnarsdóttir, f. 31. maí 1979, Valgerður Gunn- arsdóttir, f. 22. feb. 1981. Fyrir átti Hans Gunnar dóttur, Rósu Guðrúnu Gunnarsdóttur, f. 30. mars 1971. Maður hennar er Hafþór Hafþórsson. Börn þeirra eru: Guðbrandur Emil Sverris- son og Fanney Margrét Haf- þórsdóttir; Sigurður Arilíus, f. 13. mars 1955. Kona hans er Sigríður Leifsdóttir, f. 18. júlí 1956. Börn þeirra: Emil Sigurðs- son, f. 2. apríl 1981 og Sigurður Sigurðsson, f. 16. apríl 1991; Valgerður Ásta f. 23. mars 1961. Maður hennar er Gilbert Elís- son, f. 23. sept. 1958. Sonur þeirra: Sigurður Bjarni Gil- bertsson, f. 18. jan. 1993. Þór- anna átti heima í Borgarnesi frá þriggja ára aldri. Útför hennar fer fram frá Borgameskirkju í dag. TENGDAMÓÐIR mín, Þóranna Sig- urðardóttir, var einstök kona sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast. Hún unni fjölskyldu sinni af heilum hug og bar hag henn- ar mjög fyrir bijósti. Barnabörnin voru henni mjög kær, enda leið varla sá dagur að þau kæmu ekki til Tótu ömrnu og Emils afa á Berugötu 5, þar sem var þeirra annað heimili. Tóta var alltaf boðin og búin til þátt í föndri og handavinnu á Hnit- björgum og gerði fjölda fallegra muna sem hún hafði ánægju af að gefa vinum sínum og vandamönn- um. Nú er ár liðið síðan ég heimsótti frænku mína síðast á Blönduós og var hún þá hress í máli að vanda. Ég hef þó alltaf haft spurnir af líð- an hennar, ekki síst frá móður minni, en þær mágkonurnar höfðu reglulegt símasamband undanfarin ár. Gengin er góð kona eftir far- sælt ævistarf, sem við kveðjum með söknuði og vottum börnum hennar og öðrum ástvinum innilega samúð okkar. Guð blessi ykkur öll. Jónína Guðrún Gústavsdóttir. að gæta barnabarn- anna ef á þurfti að halda og eftir að þau stækkuðu og byijuðu í skóla þá fóra þau oftast beint til ömmu og afa eftir skóla, til að hvíla sig og fá sér að borða, það var svo notalegt. Heimili hennar bar snyrtimennsku hennar vitni, það var bæði hlý- legt og fallegt og ávallt^* var gott að koma til Tótu og Emils. Hún var skemmtileg og ræðin, hafði ákveðnar skoðan- ir á mönnum og málefnum, og í góðum hópi var hún alltaf kát og glöð. Tótu ömmu er sárt saknað. Þá er gott að eiga góðar minningar um góða konu. Megi góður guð styrkja okkur og blessa. Helga. Þóranna Sigurðardóttir eða Tóta eins og hún var kölluð átti við van- heilsu að stríða um nokkurra ára skeið. Þrátt fyrir það kom fréttin um^ andlát hennar sem reiðarslag. Tóta varð aðeins tæplega 63ja ára að aldri. Á þriðja ári flutti hún með foreldr- um sínum hingað í Borgarnes og hér ólst hún upp í foreldrahúsum ásamt systkinum sínum Kristjáni, Bjarna og Málfríði sem var yngst þeirra, hún lést fyrir tæpum sex árum, aðeins 53ja ára gömul, svo þær hafa ekki orðið langlífar syst- urnar Fífa og Tóta. Ung giftist Tóta mætum manni Emil Amundasyni og hér í Borgar- nesi hafa þau búið alla tíð og eign- ast fimm börn. Ekki gekk lífið áfalla- laust hjá þeim hjónum, tvö elstu börnin, Valgerði Ástu og Sigurð Arelíus, misstu þau ung með aðeins fjögurra ára millibíli. Má nærri geta hvað það hefur verið ungu hjónunum þung raun. Eftirlifandi systkinin era Hans Gunnar, Sigurður Arelíus og Valgerður Ásta. 011 eru þau ásamt tengdabörnunum Guðrúnu Helgu, Sigríði og Gilbert duglegt og um- hyggjusamt fólk. Tóta var mikil myndarhúsmóðir og hlynnti vel að sír.u fólki og öðram sem að garði bar. En best naut hún sín og þau hjón bæði þegar þau höfðu barnabörnin sín í kringum sig og gátu liðsinnt þeim, enda kunnuf * börnin vel að meta það og hafa ver- ið tíðir gestir hjá ömmu og afa og þess hafa önnur börn einnig notið. Þau voru ekki há í loftinu systkinin á neðri hæðinni þegar þau fóru að staulast upp tröppumar og heim- sækja Tótu frænku og Emil. Þar áttu þau vísar góðar móttökur. Þetta og ótal margt annað viljum við sam- býlisfólkið á neðri hæðinni nú þakka. Það er margs að minnast og margt væri hægt að rifja upp, en nú skilj- ast leiðir um stund. Ég minnist Tótu með söknuði. Emil, börnin og þeir>-a fjölskyldur. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra og annarra aðstandenda. Bless- uð sé minning Tótu mágkonu minnawx Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ingibjörg Jónsdóttir. LEGSTEINAR Flutningskostnaður innifalinn. Shittur afgreiðslufrestur. Fóið myndalistann okkar. 720 BorgarfirSi eystra, simi 97-29977 Sérfræðingar í blóniiiski'oyliiigiiiii öll (ækiliiM Í Skólavörðustíg 12, á hurni Bergstaðastrætis, sími 1909« r-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.