Morgunblaðið - 09.07.1994, Síða 8

Morgunblaðið - 09.07.1994, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta minnir dálítið á þegar beljunum er hleypt út á vorin . . . Morgunblaðið/Sverrir TILLAGA Rúríar að vatnslistaverki fyrir Grasagarð Reykjavíkur. Vatnslistaverk í Grasagarðinn TILLAGA listakonunnar Rúríar, sem ber vinnuheitið Fyssa, var valin í samkeppni Vatnsveitu Reykjavíkur um vatnslistaverk til frekari út- færslu og uppsetningar í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal. Stjórn Vatnsveitu Reykjavíkur ákvað í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins í samráði við borgaryfirvöld að halda lokaða samkeppni milli sex lista- manna um gerð vatnslistaverks í Grasagarði Reykjavíkur. Lyfjapróf á hesta- íþrótta- mótínu LYFJAPRÓF verða í fyrsta skipti á hestamannamóti hérlendis á Is- landsmótinu í hestaíþróttum, sem verður haldið í Kópavogi 22.-24. júlí. Að sögn Sigurðar Þórhallsson- ar, framkvæmdastjóra hesta- íþróttasambandsins og Landssam- bands hestaíþróttafélaga var ákveðið á þingi sambandsins á Akureyri í nóvember. „Það hefur verið í umræðunni undanfarin ár að þetta þyrfti að gera. Það var ákveðið að fresta lyfjaprófum á landsmótinu og byija með þau á íslandsmótinu í hestaíþróttum,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að tekið yrði próf úr úrtaki hesta sem keppa í hverri grein og leitað að lyfjum sem væru á bannlista í samræmi við alþjóð- legar reglur. „Þetta er talsvert kostnaðarsamt en þetta er gert í öðrum íþróttagreinum og kostnað- ur greiddur af íþróttahreyfing- unni,“ sagði hann. A heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi síðastliðið ár voru tekin lyfjapróf í fyrsta skipti og sagði Sigurður að prófin hér yrðu í samræmi við þær reglur. „Það kann að koma til þess að þetta verði almennt á stærri mótum 'landsmótum, fjórðungsmótum og hestaíþróttamótum," sagði Sigurð- ur. Tímabært hér „Þetta hefur verið í umræðunni að þetta þurfi að gera til að eyða ákveðinni tortryggni og til að keppnin sé traustvekjandi á allan máta,“ sagði Sigurður. „Það hafa verið sögusagnir um að þetta sé að einhverju leyti notað en það á ekki síst við úti" í löndum," sagði Sigurður. „Það þótti tímabært að skoða þetta hér.“ í samþykktu deiliskipulagi að Laugardal frá árinu 1986 var gert ráð fyrir stækkun Grasagarðsins til norðvesturs. Aðalaðkoma garðsins var þar hugsuð af torgi á núver- andi Þvottalaugavegi þar sem Múlavegur lá áður, en vatnslista- verkinu á að koma fyrir skammt frá aðalinnganginum. Sex listamenn valdir Vatnsveita Reykjavíkur auglýsti í vetnr eftir umsóknum frá þeim sem hefðu áhuga á að gefa kost á sér í samkeppni um gerð vatnslista- verks. Hátt í 40 Iistamenn sendu inn gögn. Úr þeim hópi voru síðan valdir 6 listamenn. Það vom þau Brynhildur Þorgeirsdóttir, Inga Sigga Ragnarsdóttir, Kristján Guð- mundsson, Ólöf Nordal, Rúrí og Sigurður Guðmundsson. Listamennirnir skiluðu inn tillög- um sínum með nafnleynd í júní og dómnefnd skipuð af Reykjavíkur- borg og Sambandi íslenskra mynd- listarmanna tók ákvörðun um hvaða verk yrði sett upp í byijun júlí. Dómnefnd mælti með tillögu Rúríar til frekari útfærslu og uppsetningar í Grasagarðinum. Dómnefnd mælti einnig með að tillaga Kristjáns Guðmundssonar yrði keypt og sett upp á vegum Veitustofnana Reykja- víkur. í dómnefnd sátu Páll Gíslason, Sigrún Magnúsdóttir, Guðrún Ág- ústsdóttir, Þórunn Gestsdóttir, Anna Líndal, Ingólfur Amarsson og Guðmundur Þóroddsson. Ráð- gjafar dómnefndar voru Þorvaldur S. Þorvaldsson, Jóhann Pálsson og Þorvaldur Jónsson. Trúnaðarmaður dómefndar tilnefndur af SÍM var Ólafur Jónsson. Sýning á öllum tillögunum opn- aði í Garðskálanum í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal miðviku- daginn 6. júlí. Hún mun standa til sunnudags 10. júlí og vera opin á opnunartíma Garðskálans, laugar- dag og sunnudag frá klukkan 10.00 til 22.00. Kraftur í starfi kvenfélaga Kvenfélagasam- bandið er ekki ein- göngu fyrir konur Hagur íslenskra heimila var yfír- skrift þrítugasta landsþings Kvenfélaga- sambands íslands, sem var haldið dagana 19. til 21. júní sl. Drífa Hjartardóttir er forseti sambandsins og ræddi við Morgunblaðið um starf þess, þingið og kven- félögin um land allt. - Nú er langur vegur frá fyrsta landsþinginu tii þess þrítugasta. Var eitt- hvað sem kalla má tímamót á þessu þingi? „Jú og kannski sérstak- lega að því leyti að þetta var í fyrsta skipti, sem að fulltrúi frá hveiju einasta kvenfélagi átti rétt á að sitja á landsþingi. Innan sambandsins eru 220 kven- félög og samanlagt yfir tuttugu þúsund félagar. Að því leytinu til er þetta miklu stærra þing heldur * en heýur verið nokkurn tímann áður. Áður voru fulltrúar frá hveij- um landsfjórðungi og mest fimm til sex fulltrúar frá hveiju héraðs- sambandi." - Hefur starfsemi Kvenfélaga- sambandsins ekki breyst mikið í gegnum árin? „Hún hefur auðvitað mikið breyst í gegnum tíðina. Við störf- um á gömlum merg en samt sem áður eru kvenfélögin alltaf opin fyrir nýjungum. Aðalstarfsemi kvenfélaganna er líknarstarfsemi, að hlúa að börnum, öldruðum og sjúkum. Félögin voru brautryðj- endur á mörgum sviðum eins og í sambandi við almannatryggingar og barnaheimili áður en sveitarfé- lögin tóku við. Eftir að það gerðist hefur starf- semin breyst töluvert að því leytinu til að það er meira gert í dag að safna fyrir tækjum t.d. á sjúkrahús og gjöfum til hjúkrunardeilda aldr- aðra. Þetta er aðalstarfið en svo er auðvitað mikið innra starf. Það er heilmikið gert af því að byggja upp konumar sjálfar með ýmsum námskeiðum og fyrirlestrum. Fé- lögin fara mörg hver í ferðalög á hveiju ári og efla þannig andann, bjóða hvert öðru í heimsókn til dæmis. Það er sérstaklega mikil- vægt í dreifbýlinu.“ - Á þinginu voru samþykktar ályktanir um mál, sem ekki snerta konur beint, til að mynda um um- hverfismál, atvinnumál og mann- réttindamál. Er þetta nýtt hjá sam- bandinu? „Já. Við fengum tækifæri til þess að starfa í hópum, sem um- hverfisráðuneytið setti á fót í vetur og þetta hleypti nýju blóði í okkar starf að mörgu leyti. ------------ Samt sem áður hafa kvenfélögin alltaf verið með umhverfísmál á sínum snærum en kannski ekki eins mark- Drífa Hjartardóttir ► DRÍFA Hjartardóttir var kjörin forseti Kvenfélagasam- bands íslands til þriggja ára á 30. landsþingi sambandsins. Drífa er fædd 1. febrúar 1950 og býr á Keldum á Rangárvöll- um. Hún er bæði bóndi og vara- þingmaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hún situr núna þriðja kjörtímabil sitt í hreppsnefnd Rangárvallahrepps. Drífa var formaður Sambands sunn- Ienskra kvenna í sex ár en hef- ur verið í kvenfélagi frá 1978. „Störf kvenfé laga fara allt of hljótt" höfum einnig boðið upp á ýmis námskeið til að efla konur í dreifr býli sérstaklega hvað varðar at- vinnu. Þetta fer allt mjög lágt en um er að ræða mikla starfsemi. Við hugsum um alla heildina og enginn er útundan. Við erum öll hluti af einu samfélagi og það eru margir karlmenn til dæmis innan kvenfélagasambandsins þótt þeir hafi ekki fengið inngöngu í öll fé- lögin. Ég sit fyrir hönd Kvenfé- lagasambandsins í jafnréttisráði. Við fáum frumvörp til yfirlesturs og fáum að gera athugasemd við þau. Við tökum á móti gestum hvaðanæva að úr heiminum. Við erum í undirbúningsnefnd fyrir Nordisk Forum, sem er 15.000 kvenna ráðstefna kvenfélaga á Norðurlöndum og frá íslandi fara 1300 til Finnlands á ráðstefnuna í ágúst. Þannig er starfið gífurlega fjölbreytt.“ - Er kvenfélag íslands pólitísk samtök? „Nei. Þetta eru alveg þverpólitísk samtök. Héma geta konur starfað saman með allar sínar pólitísku skoðanir því við leggj- um þær alltaf til hliðar þegar við erum að sinna okkar málum. Þrátt fyrir það að við séum margar mjög pólitískar visst og í dag. Þar bjóðast mörg þá kemur það ekki fram í okkar tækifæri, t.d. fyrir umhverfisráðu- starfí. Í kvenfélaginu eru konur á neytið, til að hafa áhrif í gegnum kvenfélögin því þau mynda svo sterka keðju um allt land. Það, sem við berum áleiðis, það kemst eigin- lega inn í hveija einustu sveit á landinu, þannig að þetta er gífur- lega sterkt tækifæri til að koma á framfæri einhveiju á borð við um- hverfismálin. Við höfum hug á þvi að gefa út fræðslubæklinga um umhverf- ismál og kenna fólki hvernig það getur farið að losa, sig við eða flokka heimilissorp. í atvinnumál- um höfum við haft mikið samstarf við Stéttasamband bænda. Við öllum aldri, frá átján, nítján ára og upp úr og hér geta allar konur starfað saman. Mér fínnst að störf kvenfélags- kvenna fari allt of hljótt því þau eru mikil og mættu alveg vera sýnilegri en þau eru í dag. Eg hef kynnst því að það er kannski sjö manna kvenfélag, sem stendur í stórræðum ekki síður en félag sem er með yfir hundrað félaga. Þessi störf fara yfirleitt svo hljótt og lít- ið talað um þau að það mætti al- veg hampa þeim meira. Það er al- veg gífurlegur kraftur í öllum þess- um konum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.