Morgunblaðið - 09.07.1994, Side 12
12 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTEIMDUR
Sérhæft fyrirtæki
í grænmetisréttum
Uppskrift vikunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÍÐA og Júlía að undirbúa rétt dagsins.
Að borða Engjaþykkni
er eins og að borða ís
HNETULASAGNA, sveppabuff og
grænmetispaté. Þetta er ekki þessi
sígildi bakkamatur með venjulegum
heimilismat á við ýsu eða raspaðar
kótilettur. Um er að ræða grænmet-
isfæði sem Grænt og gómsætt
framleiðir en það er nýtt fyrirtæki
sem sérhæfir sig í grænmetisréttum
og sendir bakka með tilbúnum rétt-
um í fyrirtæki í hádeginu.
Það eru þær Fríða Sophia Böð-
varsdóttir sem lengi sá um veiting-
ar á Listasafni íslands og Júlía Sig-
urðardóttir sem reka fyrirtækið.
Fríða sér um eldamennskuna en
Júlía um rekstur fyrirtækisins.
Fríða hefur sjálf verið á grænmetis-
fæði í níu ár og segist hafa lært
mest af því að fikra sig áfram. Hún
hefur kennt í Heilsuskólanum,
kvöldskóla Kópavogs og skrifað
greinar um grænmetisrétti í Gest-
gjafann. En hvað ætla þær að bjóða
viðskiptavinum sínum uppá í hádeg-
inu?
„Uppskriftirnar bý ég margar
hveijar til sjálf. Ég hef lengi haft
áhuga fýrir íslenskum villijurtum
og villisveppum og hvorutveggja
nota ég mikið við matargerðina,“
segir Fríða. „Þetta er alveg fullkom-
in máltíð sem við erum að bjóða
uppá í hádeginu, aðalréttur með
grænmeti, heimabökuðu brauði,
sósu og salati. Það verður ýmislegt
á matarbökkunum, bökur, paté,
buff, pottréttir og pasta. í framtíð-
inni mun eftirréttur einnig vera með
matnum á föstudögum."
Fríða segir að þetta sé hitaein-
ingasnautt fæði og próteinríkt.
Vikulega kemur nýr matseðill hjá
þeim og í hádeginu sjá þær um að
koma bökkunum á staðinn, þeir eru
pantaðir að morgni og kosta 490
krónur á mann nema ef fleiri en
þrír taka sig saman þá kostar hann
450 krónur. Auk þess sem Grænt
og gómsætt verður með bakkamat
fyrir fyrirtæki þá eru Fríða og Júl-
ía að þróa tilbúna grænmetisrétti
sem á að selja í verslunum og þær
hyggjast einnig bjóða upp á veislu-
þjónustu fyrir þá sem þann kost
kjósa þegar eitthvað stendur til.
Grænt og gómsætt er til húsa í
Kópavoginum að Dalvegi 24 á sama
stað og Afbragðssamlokur.
Að lakka
tölur
ÞAÐ getur verið hvimleitt að fara
út í fyrsta sinn í nýrri flík, og koma
svo heim og uppgötva að það vant-
ar tölu. Talan er týnd einhvers stað-
ar í bænum og engin ráð að finna
nýja. Hjá þessu er hægt að komast
með því að lakka með glæru nagla-
lakki yfir saumana á tölunni bæði
að utan og innan um leið og flíkin
er tekin upp úr innkaupapokanum.
Þannig helst talan á jafnvel í þvotti.
Linsubaunaspaghettí
Linsubaunaspaghetti
Fríða ætlar að gefa lesendum
uppskrift af linsubaunaspaghettí
sem hún segir að sé mjög góður
en auðveldur réttur.
Puylinsubaunir eru litlar, grænar
og mjög bragðgóðar linsubaunir
sem tilvaldar eru í allskyns pott-
rétti. Með þessum rétti er tilvalið
að hafa hvítlauksbrauð og ferskt
salat.
300 g heilhveitispaghettí eða
__________onnað pastg___________
____________1 msk. olía_________
__________1 tsk. picanta________
_________150g linsubaunir_______
___________1 rauðlaukur_________
__________2 hvítlauksrif________
1 msk. smjör
________1 msk. olía______
'h dós tómatar í dós eða 6
fullþroskaðir tómator
2 msk. soyasósa
1 msk. súrsæl sósa
_______1 tsk. sinnep_____
______1 tsk. hunang______
_____1 tsk. baselíkum____
1 msk. tómatpúrra
1 tsk. grænmetissalt
‘Atsk. rósapipar
2 msk. maisenamjöl
2 msk. rjómaostur
1 dl rjómi
2 dl vatn
Sjóðið spaghettí en athugið að rétt-
urinn er borinn fram um leið og
spaghettíið er soðið.
Sigtið og skolið baunir fyrir og eft-
ir suðu. Sjóðið þær við vægan hita
í 20-30 mínútur. Léttsteikið lauk
upp úr olíu og smjörí við vægan
hita í 3 mínútur. Afhýðið hvítlauk,
saxið hann smátt og bætið honum
saman við. Setjið tómata í dós í
blandara, hrærið þar til þeir eru
orðnir að mauki og bætið þeim sam-
an við ásamt 2 dl af vatni.
Kryddið réttinn með tilheyrandi
kryddi, bætið rjómaosti við og látið
leysast upp við vægan hita.
Að síðustu bætið þið ijóma sam-
an við og þykkið með maisenamjöli.
EF MJÓLKURVARA er kölluð
þykkni, t.d. Engjaþykkni eða
Þykkmjólk er yfirleitt um að
ræða vörur sem innihalda ijóma.
Laufey Steingrimsdóttir for-
stöðumaður Manneldisráðs segir
að vörurnar séu bæði svo feitar
og sætar að fólk gæti eins borðað
góðan ábætisrétt. Það væri leitt
að fólk sem héldi í við sig í mat,
borðaði þykkni í góðri trú um
að um venjulegan og hollan
morgunmat sé að ræða.
Vörurnar eru markaðsettar
eins og venjulegur morgunmat-
ur, en fólk áttar sig oft ekki á
að til eru aðrar sýrðar mjólkur-
vörur sem eru mun heppilegri
og hollari en þykknivörurnar.
BÚIÐ er að loka fyrir innflutning
á kartöflum nema gegn sérstökum
leyfum sem verða veitt fyrirfram.
Vegna góðrar tíðar að undan-
förnu er búist við að innlendar kart-
öflur komi til sölu eftir tvær vikur
og búist er við að fljótlega upp úr
því muni framleiðendur hér heima
anna eftirspum. Mikill innflutning-
ur hefur verið undanfarnar vikur
og þvl töluvert til af kartöflum auk
þess sem nokkuð er á leið til lands-
ins.
Eftir sem áður verður heimilt að
Laufey segir að furðu sæti hve
mikið sé framleitt af mjólkurvör-
um með miklum sykri eða öðrum
sætuefnum. Þó að framleitt sé
Iéttjógúrt úr léttmjólk þá verði
margir fyrir vonbrigðum af sæt-
unni sem er í vörunni. Annars
er til ýmislegt ósætt eins og súr-
mjólk, sýrð léttmjólk og hrein
jógúrt sem er með venjulegt fitu-
innihald og hefur alltaf staðið
fyrir sínu. Það er mikið úrval af
mjólkurvörum og ef fólk vill rýna
í merkingar á umbúðum mjólkur-
vara og íhuga næringarinnihald
þá ættu flestir geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi, sem hægt er
að borða daglega og er ekki eins
og feitur sparimatur.
flytja til landsins bökunarkartöflur
en þær verða að vera 60 mm eða
stærri. Í fréttatilkynningu frá land-
búnaðarráðuneytinu kemur fram
að á síðasta hausti voru innfluttar
kartölfur boðnar til sölu löngu eftir
að innflutningi lauk, en skv. bú-
vörulögum á innlend framleiðsla að
hafa forgang á markaði þegar hún
er til.
Þeir sem hafa hug á að sækja
um frekari innflutning eiga að snúa
sér til ráðuneytisins og verða um-
sóknir afgreiddar vikulega.
Minna
borðað af
súkkulaði
í hitanum
í BLÍÐSKAPARVEÐRINU sem
ríkt hefur að undanförnu virðist
fólk ekki vera eins hrifið af að
borða súkkulaði, en það segir Gísli
Halldórsson eigandi sjoppunar
Mekka sem er í Borgarkringlunni.
„Eftir að veðrið varð svona gott
hefur lítið farið út af súkkulaði og
af þyngra sælgæti eins og lakkrís.
Hins vegar hafa svaladiykkir, gos,
djús og ís rokselst. Kannski langar
fólk ekki í súkkulaði í hita. Kókos-
bollur hreyfast ekki í sölu. En
snakkvörunar seljast alltaf jafn-
mikið. Ég hef verið hér í sjoppu-
rekstri í sex ár og aldrei orðið var
við jafn miklar sveiflur og nú.
Börnin fá sér samt sem áður alltaf
jafnmikið af blandi í poka, og ekk-
erí breytir þeirra venjum".
Stofublóm
verða ljót af of
mikilli næringu
HVAÐ gerist ef við gefum stofublómunum of
mikla næringu? Blaðamaður Neytendasíðunnar
hringdi I Blómaval til að leita svara við þessu.
Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðingur í Blómaval
sagði að ef of sterk blanda væri gefin t.d. í
þurra mold, gætu rætur plantanna sviðnað, og
brúnir blettir mynduðust á blöðin. Ef fólk tæki
ekki eftir breytingunum og héldi áfram að gefa
of mikinn áburð gætu plönturnar drepist. Ann-
ars er hægt að bjarga blómunum með því að
hætta að gefa áburð í einhvern tíma eða að láta
volgt vatn renna í gegnum moldina og skola
hana.
Það er misjafnt hvernig blómin bregðast við
of miklum áburði, blóm geta hætt að blómstra,
og fara að vaxa kynlausum blaðavexti. Plöntur
verða oft ljótar og grænmetisplöntur, eins og
tómatplantan, geta borið minni tómata.
Á mesta vaxtartímanum er áburður nauðsyn-
legur fyrir plöntur þegar birta tekur í febrúar,
og til október. Vegna meiri vaxtar í birtu þurfa
BLÓMSTRANDI pottaplöntur geta hætt að
blómstra ef þau fá of mikla næringu.
plöntur sem eru í góðu ljósi, t.d. í glugga, meiri
áburð en plöntur í skugga. Misjafnt er hvað
plöntur þurfa mikinn áburð, en best er að fylgja
leiðbeiningum á umbúðunum. Ef planta er ný
umpottuð skal ekki gefa áburð, a.m.k. ekki fyrst
um sinn þar sem gnótt er af næringu fyrir.
Búið að loka
fyrir mnflutning
á kartöflum