Morgunblaðið - 09.07.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.07.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Stórkostleg leiksýning! Morgunblaðið/Kristinn LEIKLIST FI u g f é 1 a g i d Loftur í samvinnu vid Þjóö- 1 c i k h ú s i d HÁRIÐ Höfundar: James Rado og Gerome Ragni. Tónlist: Galt Macdermot. Þýðing texta: Davíð Þór Jónsson. Leikgerð upp úr upprunalega verk- inu og kvikmyndahandriti Michael Weller: Baltasar Kormákur og Dav- íð Þór. Tónlistarstjórn: Jón Olafs- son. Leikmynd: Finnur Arnarson. Dansar: Ástr ós Gunnarsdóttir. Bún- ingar: María Ólafsdóttir. Lýsing: Björn Bergsveinn Guðmundsson. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. ÞAÐ verður ekki annað sagt en að sólin hafi kunnað sig á fímmtu- dagskvöldið, daginn sem Hárið var frumsýnt í íslensku óperunni. Eftir grámyglulegan dag, þó heitan, skein nætursólin við áhorfendum, sem gengu út með kraftmikinn hljóminn úr „Lifí ljósið“ (Let the Sunshine), eftir stórkostlega sýn- ingu. Sú setning, sem mér fínnst ég heyra oftast seinustu dagana, og þá í umræðu um uppsetningu „þessa unga fólks“ á Hárinu, er: „Við sem lifðum þennan tíma,“ það er að segja hippatímann, rétt eins og hann sé spuming um heilaga sagnfræði, sem ekki má hrófla við. Og það gleymist stundum að við sem „lifðum þennan tíma,“ lifðum hans alls ekki öll á sama hátt. Við vorum ekki öll á Woodstockhátíð- inni, við dönsuðum ekki öll nakin í görðum í New York, við neyttum ekki öll eiturlyfja - og síst af öllu hér á landi. Ef ég man rétt, þá var hippakynslóðin hér, rétt eins og unglingar á menntaskólaaldri í dag, misjafnlega meðvituð, mis- jafnlega dugleg að læra og vann margvísleg og ólík störf á sumrin. Við vorum ekkert nær Hárinu og boðskap þess á fjölum Glaumbæjar þá, en áhorfendur eru í íslensku óperunni í dag. Það eina sem var nýtt, var að hér skyldi sett upp samtímaverk. Fyrir mér lýsir Hárið jafn fram- andi umhverfi og lífemi nú og þá - en boðskapurinn um ást, vináttu og frið er sá sami; skýr og mjög auðskiljanlegur. Og það er spenn- andi að sjá hvemig fyrsta kynslóð- in, sem elst upp við nánast alþjóð- lega kröfu um frið, sér þetta verk. Auðvitað lýsir Hárið mannlegum tilfínningum, eins og þær eru á öllum tímum - og viðbrögðum við heimi, sem er ekki alltaf heillandi. Það fínnst mér koma vel fram í þeirri leikgerð, sem hér er sett upp. Verkið segir fyrst og fremst frá manneskjum, sem bregðast við yfirþyrmandi grimmd og ljótleika mannlegs hugvits, með því að setj- ast niður og aðhafast nánast ekk- ert. Eða eins og stúlkan Sheila lýsir óskaplega vel heppnuðum mótmælum í Washington, með þögninni. En þrátt fyrir friðinn og fegurð- ina voru stórar fómir færðar. Eiturlyfjaneysla hreinræktaðra hippa tók sinn toll af kynslóðinni. Mér fínnst mjög vel fjallað um þann þátt í sýningunni. Um leið og ljóst er hvers vegna eiturlyf voru aðlaðandi kostur, er eyðingar- máttur þeirra undirstrikaður. Krafa hippanna um kærleika og frið er skýr, um leið og ljóst er að þeir voru eins vanmáttugir þeg- ar kom að þeirra eigin tilfinningum og nánum mannlegum samskiptum og mannfólkið hefur verið á öllum tímum. Leikgerðin er mjög vel unnin. í knöppum atriðum á milli laga, ná höfundar hennar að koma til skila tímalausum mannlegum tilfinningum og viðbrögðum, án þess að það sé á kostnað þess boð- skapar, sem í Hárinu felst. Ég hafði engar fyrirfram efa- semdir um Hárið og hafði engar sérstakar áhyggjur af mínum stór- merkilega og háheilaga tíma-bak- grunni og því hvernig aðrir sjá hann. Hins vegar fannst mér það lýsa lygilegum kjarki af óreyndum leikstjóra að ætla að setja upp svo viðamikla og mannmarga sýningu um mitt sumar og það með, undan- tekningalítið, lítt reyndu leikhús- fólki. Ég heyrði eitt sinn stjömuspek- ing segja að hippakynslóðin væri sá hópur í tímavélinni, sem hefði kynslóðaplánetuna Plútó í ljóni. Það hefði verið óhjákvæmilegt að hún gerði sig áberandi og léti í sér heyra. Hins vegar mundi hún að- eins mótmæla og gagnrýna - aðr- ar kynslóðir myndu vinna úr hug- myndafræði hennar og finna leið- ina að betri heimi. Og hvað sem við viljum segja um stjörnuspeki, þá var hún stór þáttur í hugmynda- fræði hippatímans. Ef við tökum hana eins góða og gilda og allt annað sem manneskjunni dettur í hug, þá getur það aðeins verið heillandi að ungir listamenn í dag, taki þennan efnivið og fjalli um hann á sínum forsendum - og kórrétt framhald. Við skyldum því varast að vera með eitthvert yfír- læti en fagna því heldur að lífíð og listin heldur áfram - allt sem við leggjum af mörkum hefur áhrif á það hvernig heimur framtíðar- innar lítur út. Sýningin á Hárinu er dýrðleg - og hún var jafn dýrðleg leikhús- reynsla fyrir mig og ungar dætur mínar, sem eru eins ljarlægar hippatímanum og Napóleonsstyij- öldunum. „í gamla daga“ er allt í sama pakkanum. Sama um hvað leikritið fjallar, vinna listamann- anna í sýningunni er stór gjöf, sem fyllir mann hamingju, þakklæti, von um betri heim - og tilhlökk- un, að sitja í íslensku leikhúsi um ókomin ár. Með aðalhlutverkið í sýning- unni, hlutverk Bergers, fer Hilmir Snær Guðnason, sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands í vor. Það var Ijóst af vinnu hans í Nemenda- leikhúsi að þar fór leikari af hæsta gæðaflokki og víst er að hann stendur undir þeim væntingum, sem gerðar voru til hans í hlut- verki Bergers. Orkan, valdið yfír líkama og rödd, sveigjanleikinn og hæfnin eru með ólíkindum. Auk þess sýnir Hilmir á sér nýja hlið, sem söngvari og skilar því jafn óaðfínnanlega og harmleik og gamanleik. Ingvar Signrðsson leikur svert- ingjan, Hud, og er „brillíant." Þó slær hann jafnvel sjálfum sér við í litlu hlutverki föður tilvonandi hermannsins, Claude. í mínum huga er það eftirminnilegasta at- riði sýningarinnar. Margrét Vilhjálmsdóttir leikur hippastúlkuna Sheilu og lítið hlut- verk móður Claudes. Söngur henn- ar er mjög góður og leikurinn frá- bær. Margrét útskrifaðist, eins og Hilmir, úr Leiklistarskólanum í vor og er líklega einhver mest spenn- andi leikkonan, sem komið hefur út úr skólanum á síðastliðnum árum. Hún hefur sýnt sig vera sterka á harmleikjasviðinu - og sem gamanleikkona á hún fáar sínar líkar. í öðrum hlutverkum eru Hinrik Ólafsson, sem leikur Claude, Jó- hann G. Jóhannsson, sem leikur Voffa, Jóhanna Jónas, sem leikur Dionne, Sóley Elíasdóttir, sem leik- ur Jeanie og Ari Matthíasson, sem leikur bæði herforingja og túrista. Vinna þeirra allra er óaðfínnanleg, þótt mér fínnist Jóhann G. vera sá sem kom mest á óvart og Ari, í hlutverki túristans, vera eftir- minnilegastur. Hann fór, vægast sagt, á kostum. Ég ætla ekkert að orðlengja það að ég er yfír mig hrifín af leik- mynd, búningum, lýsingu og döns- um sýningarinnar. Tónlistin er geysilega vel flutt, bæði af hljóð- færaleikurum og söngvurum. Toppurinn þar var þó söngkonan Margrét Eir í upphafslagi sýning- arinnar, „Að eilífu" (Aquarios). Hún hefur einhveija sterkustu rödd og mögnuðustu raddbeitingu, sem ég hef lengi heyrt. Gítarleikar- inn, Guðmundur Pétursson, var frábær og veitti sýningunni geymdan, en ekki gleymdan, Hendrixblæ. Glæsilegra upphaf get ég ekki ímyndað mér að margir hafí átt að leikstjóraferli en Baltasar Kor- mákur á hér. Hann hefur einstaka tilfínningu fyrir leikhúsinu og möguleikum þess. Dirfska hans, hispursleysi og tilfínning fyrir hæfíleikafólki til samstarfs er ein- stök. Sýning hans er svo kraftmik- il, stórfengleg og vönduð að maður hlýtur að krefjast þess að leikhúsin nýti betur þá ungu krafta, sem þau hafa innanborðs. Þetta unga, en þroskaða, fólk hefur of margt að segja okkur til að veijandi sé að bíða eftir að það eldist samkvæmt almanakinu. Ég óska Baltasar Kormáki, og hans frábæra samstarfsfólki, af hjartans einlægni til hamingju með uppsetninguna á Hárinu. Þjóðleik- húsið fær líka mörg prik fyrir að standa við bakið á þessu framtaki. Súsanna Svavarsdóttir Orgeltónleik- ar í Hallgríms- kirkju SUSAN Carol Woodson leikur í Hallgrímskirkju sunnudaginn 10. júlí klukkan 20.30. Hún ertónlistar- stjóri hjá International Protestant- krikjunni í Brussel og hefur leikið víða í Evrópu og Norður-Ameríku. Hún hefur unnið til fjölda verðlaun sem tónlistarmaður. Tónleikar Susan Carol Woodson em hluti af tónleikaröð sem haldin verður í Hallgrímskikju á sunnu- dagskvöldum í júlí og ágúst í sumar. ISLENSKT MAL í Grettis sögu Ásmundarsonar segir frá berserki þeim er Snæ- kollur hét. Hann var ekki dælleg- ur bleyðimönnum, en Grettir hræddist hann hvergi. Berserkur- inn hafði uppi eftirlætisiðju því- líkra kauða, og segir svo í sög- unni: „Tók hann þá að grenja hátt og beit í skjaldarröndina og setti skjöldinn upp í munn sér og gein yfír hornið skjaldarins og lét allómliga." Skjöldur heitir öðru nafni barði, hvemig sem það er hugs- að. Bæði kann barð að merkja brún og skegg. Sumir halda að mannsnafnið Barði merki skeggj- aður maður. Hvemig var með þá þjóð sem nefndist Langbarðar? Vom þeir síðskeggjaðir eða höfðu þeir „langa“ skildi? (Þeir hafa nú risið upp af gröfum sínum á Norð- ur-ítalíu, en það er önnur saga). Atferli Snækolls berserks minnir á stríðssöngva Óðins og germanskra hermanna. Róm- verski sagnaritarinn Tacitus lýsir vígsöng germanskra hermanna á þessa leið: „Þeir bera skjöldinn að munni sér, svo að raustin skelli á þeim og verði við það meginþung og miklu sterkari". Þetta er úr sagnaritinu Germaníu. Tacitus kann að nefna þennan söng, hann heitir á latínu barditus. Ætli fyrri hlutinn sé ekki tökuorð úr germ- önsku? Óðinn er látinn segir í Háva- málum (156): Það kann eg ið ellefta: ef eg skal til orastu leiða langvini, und randir eg gel, en þeir með ríki fara heilir hildar til, heilir hildi frá, koma þeir heilir hvaðan. Gel er nútíð af gala eins og el af aia. Nú segjum við frekar ég gala heldur en ég gel, ef við á annað borð játum á okkur því- líkt athæfi. En Óðinn gól undir skjaldarrendurnar, og það varð til Umsjónarmaður Gísli Jónsson 752 þáttur þess að vinir hans urðu máttugir og sigursælir. Þeir fóra heilir til orastu og komu aftur heilir það- an, og alstaðar að. Hannesi Hafstein hafa orðið þessar línur Hávamála minnis- stæðar. Hann kvað: Heilir hildar til, heilir hildi frá koma hermenn vorgróðurs ís- lands. „Meðan fom átrúnaður var í landi tíðkaðist ekki að gefa böm- um goðanöfn eða gyðja. Börn vora hins vegar helguð Þór. Stúlka gat heitið Gerður og gefín Þór, eftir það nefnd Þorgerður. A 18. öld, jafnvel fyrr, hófu landsmenn að skíra böm sín eftir gömlum goðmögnum þótt í litlu væri. í manntalinu 1703 er til Iðunn, en það er svo næst í mann- tali 1855, að Baldur og Nanna bætast við. Karlar era nú nefndir eftirfar- andi guðanöfnum: Baldur, Bragi, Freyr, Hörður, Njörður, Óðinn, Týr og Þór. Af öðrum karlanöfnum úr goðafræði má nefna dvergsheitin Fjalar, Sindri og Sváfnir: auk þess nöfnin Huginn, Reginn og Skímir. Þau gyðjunöfn sem konur bera eru meðal annars Eir, Freyja, Gefn, Gerður, Gná, Iðunn, Nanna, Sif og Sigyn. Auk þess era notuð nöfnin Edda, Embla, Gullveig, Gunnur, Hlökk, Ilm- ur, Mist, Rán, Svava og Urður, en flest era þau valkyijuheiti." (Sölvi Sveinsson: Guðirnir okkar gömlu). Umsjónarmaður birtir með þökkum svofellt símbréf frá Bern- harði Haraldssyni (sjá þátt 750): „Mér hefur sagt Rúnar Sig- urpálsson, margreyndur úr liði Verkmenntaskólans á Akureyri í spurningakeppninni „Gettu bet- ur“, að D-day muni þýða „design- ated day“ þ.e. „tilnefndur (en óvininum óþekktur, innskot mitt, BH) dagur" sbr. orðabók Amar og Örlygs. í hinni stóru orðabók, sem kennd er við Webster eru gefnar tvær skýringar á orðinu D-day. Sú fyrri kemur hér á frum- málinu og mér fínnst hún styðja kenningu Rúnars: „1. the umspec- ifíed day on which a military op- eration is to take place.“ Þú nefnir líka erlenda orðið pleon- asme. Kennarar þekkja þá raun, að þurfa stundum að margtyggja fræðin í nemenduma. Mér dettur í hug, að pleonasme sé að tví- tyggja og nafnorðið því tvítugga. Þá væri það hrein tvítuggga að segja „tvíburamir tveir". Bestu kveðjur.“ Hlymrekur handan kvað (með tungubijóts- eða rimhnykkja- kveðju til Sverris Páls): Koma mun tíð, sú að karl læri sport, klifrandi upp yfír fjall, snæriss- kort að engu þá hafandi og enn síður kafandi af hátindi ofan í Hallærisport. Um fæðing Jesú Liljan hin vaxna lét fyrir asna skært bam og blítt; það í reifi, þakið með heyvi, á foldu frítt. (Úr Kristsbálki). P.s. Uppsækinn er Fróðársel- ur enn, eins og var í Eyrbyggja sögu. Ekki hafði hann fyrr feng- ið högg það, er um gat í lok síðasta þáttar, en hér stóð á áberandi stað í Mogganum mín- um, að „starf“ hans [hafi] bætt líf félaganna mjög til hins betra.“ (Leturbr. hér.) Eða á Stöð 2 á sunnudaginn var: „mokloðnuveiði á loðnumið- unum“ í stað t.d. mokveiði á loðnumiðunum. Og svakalegt er að heyra í ríkissjónvarpinu (fréttum) eignarfallsómyndina „Vallás" af kvenkynsorðinu Vallá. Ætli lesarinn hafí aldrei hlustað á nið árinnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.