Morgunblaðið - 09.07.1994, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
Tenging’ ísk
orkukerfi I
SVEITARFÉLÖGIN
VERÐA EINNIG
AÐ TAKA SIG Á
ÞAÐ SEM HELST ógnar hinum efnahagslega bata, sem
farið er að örla á hér á landi, er hinn mikli hallarekstur
ríkissjóðs á undanförnum árum. Er ljóst að ef ekkert verður
að gert er hætta á að vaxtalækkanir undanfarinna mánaða
verði skammgóður vermir.
Opinber hallarekstur þýðir auðvitað ekkert annað en það
að hið opinbera eyðir um efni fram og umframeyðsluna verð-
ur að fjármagna með lántökum. Hin mikla lánsfjárþörf ríkis-
ins á undanfömum árum hefur verið talin ein helsta skýring-
in á því hversu hægt hefur gengið að lækka vaxtastig í land-
inu. Ef sú lánsfjárþörf heldur áfram að aukast má búast við
því að vextir fari að þokast upp á við á ný en það myndi slá
á efnahagsbatann.
Gagnrýnin á opinberan hallarekstur hefur til þessa fyrst
og fremst beinst að ríkissjóði en minna hefur verið rætt um
sveitarfélög. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að þau
sýni ráðdeild og aðhald í rekstri sínum en hið opinbera. Þótt
ekki sé um að ræða sömu upphæðir og hjá ríkissjóði er ekki
óalgengt að hallareksturinn sé svipað hlutfall eða jafnvel
hærra, ef miðað er við heildarveltu.
Á fundi borgarstjómar sl. fimmtudag voru samþykktir
reikningar borgarinnar fyrir síðasta ár en rekstrarhalli ársins
1993 hjá Reykjavíkurborg nam 2,5 milljörðum. Einnig skýrði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri frá því á fundinum
að útlit væri fyrir að halli á borgarsjóði Reykjavíkur verði
2,2 milljarðar króna á þessu ári, en fjárhagsáætlun ársins
1994 var á sínum tíma samþykkt með 859 króna halla.
Margar ástæður eru fyrir því að halli þessa árs verður að
öllum líkindum þetta mikið meiri en fjárhagsáætlun gerir ráð
fyrir. Það sem af er árinu hefur borgarstjórn samþykkt auka-
fjárveitingar að upphæð 754 milljónir; sú ákvörðun að hætta
við að breyta SVR í hlutafélag þýðir að sala eigna skilar 300
m.kr. minna en ráðgert var, endurgreiðslur úr Atvinnutrygg-
ingasjóði verða lfklega 200 m.kr. minni en búist var við og
lokst verður að afgreiða aukafjárveitingu vegna vegagerðar
og fjárhagsaðstoðar.
Þegar em hafnar deilur milli meirihluta og minnihluta
borgarstjórnar um það hver beri ábyrgð á því að hallinn á
borgarsjóði er svo mikill sem raun ber vitni. Slíkt karp kann
að þjóna pólitískum tilgangi en má ekki beina augum manna
frá því sem máli skiptir.
Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum varið miklum
fjármunum til þess að halda uppi atvinnu í borginni enda
hafa borgarfulltrúar allra flokka verið sammála um mikil-
vægi þess. Að sama skapi hefur Reykjavíkurborg haft for-
ystu varðandi ýmis félagsleg framfaramál. Um ágæti þess
hefur heldur ekki verið deilt.
Það er líka óumdeilanleg staðreynd að Reykjavíkurborg
er stöndugt sveitarfélag og þolir aukna skuldabyrði. Hún
getur hins vegar ekki frekar en önnur sveitarfélög eða ríkis-
sjóður fjármagnað umframeyðslu sína endalaust með Iántök-
um. Til að draga úr hallarekstri borgarsjóðs verður því annað-
hvort að auka tekjur borgarinnar eða þá að mæta hallanum
með niðurskurði. Raunar er ljóst, að ekki hefur verið gengið
nægilega hart fram í því að draga úr útgjöldum hin síðari ár.
í þessum efnum verður að gera sömu kröfur til Reykjavíkur-
borgar og ríkisins. Það er þó langt frá því að Reykjavíkur-
borg sé eina sveitarfélagið, sem rekið er með umtalsverðum
halla.
Sem annað dæmi má nefna Hafnarfjörð, en í síðasta mán-
uði kom fram að rekstur þess sveitarfélags fór 876 milljónir
króna fram úr tekjum á síðasta ári, samkvæmt reikningum
bæjarins. Greiðir Hafnarfjörður nú 22% af tekjum sínum í
afborganir og vexti af lánum.
Fjölmörg svipuð dæmi er að fínna allt í kringum landið
og því Ijóst að þegar upp er staðið nemur hinn opinberi halla-
rekstur mun hærri upphæð en rekstrarhalli ríkissjóðs einn
og sér gefur tilefni til að ætla. Það sama á líka við um
rekstrarhalla ríkissjóðs og sveitarfélaga að hann verður að
fjármagna með stórfelldum lántökum, sem halda uppi vaxta-
stigi í landinu. Að lokum eru það líka skattgreiðendur, ein-
staklingar jafnt sem fyrirtæki, er verða að fjármagna um-
frameyðsluna. Það verður því ekki síður að gera þá kröfu
til sveitarfélaga landsins en ríkisins að þau miði útgjöld sín
við tekjur.
Undanfarin ár hefur Landsvirkjun í samvinnu
við sérfróða aðila unnið að athugunum á hag-
kvæmni sæstrengs frá íslandi til Evrópu.
Jóhannes Nordal skýrir hér fjögur grund-
vallaratriði til þess að hægt að mynda sér
rökstudda skoðun á þessu máli.
NÝLEGA var undir-
ritaður samningur milli
Landsvirkjunar og Ice-
net hópsins, sem stofn-
aður var árið 1992 af
Reykjavíkurborg og
hollenskum fyrirtækj-
um til að kanna hag-
kvæmni sæstrengs milli
íslands og Hollands og
möguleika þess að
byggja verksmiðju til
framleiðslu slíkra
strengja hér á íslandi.
Hollensku fyrirtækin
eru þijú. Tvö eru orku-
fyrirtæki, EPON, sem
er raforkuframleiðandi
og NUON sem rekur veitur fyrir
rafmagn, gas, heitt vatn, kalt vatn
og kapalsjónvarp auk starfsemi á
umhverfissviði. Þessi fyrirtæki hafa
áhuga á orkukaupum frá íslandi
vegna þeirrar stefnu sinnar að
minnka framleiðslu gróðurhúsagasa
í raforkuvinnslu og auka sölu á vist-
vænni orku. Þriðja fyrirtækið er
NKF Kabel, sem framleiðir flestar
gerðir rafstrengja og rekur starf-
semi í mörgum löndum. Það hefur
áhuga á að kanna hvort hagkvæmt
sé að reisa rafstrengjaverksmiðju á
íslandi. Landsvirkjun hefur um
nokkurra ára skeið unnið að athug-
unum á hagkvæmni sæstrengs til
Evrópu, og má þar sérstaklega
nefna athuganir unnar fyrir Lands-
virkjun af sæstrengjaframleiðand-
anum Pirelli og síðan Vattenfall,
systurfyrirtæki Landsvirkjunar í
Svíþjóð. Ennfremur er nú í gangi
samvinnuverkefni Landsvirkjunar
og raforkufyrirtækis í Skotlandi
(Scottish Hydro Electric), þar sem
athuguð eru áhrifín af samtengingu
á rekstur orkukerfa þessara tveggja
landa. íslenskir aðilar hafa einnig
rætt við rafveitu Hamborgar vegna
mikils áhuga þar á raforkukaupum
héðan. Hinn nýgerði samningur
fjallar síðan um þátttöku Lands-
virkjunar í framhaldi hagkvæmniat-
hugunar á vegum Icenet, sem ljúka
á um mitt næsta ár. Landsvirkjun
væntir sér einkum góðs af sam-
starfí við hina hollensku aðila vegna
þekkingar þeirra á lögum og reglu-
gerðum Evrónubandalagsins, þar
sem búast má við mörgum úrlausn-
arefnum. Þá er ekki síður mikils
um vert að hafa samstarf við þá
um könnun á raforkumarkaðnum
og allt er varðar tengingar og sam-
rekstur við raforkukerfí megin-
landsins. í opinberum umræðum
síðustu mánuði, hafa ýmsir fjallað
um fyrirliggjandi hugmyndir um
lagningu sæstrengs til Evrópu og
sýnist sitt hveijum. Þær bráðbirgða-
niðurstöður sem liggja fyrir benda
þó eindregið til, að útflutningur
raforku frá íslandi til Evrópu geti
orðið viðskiptalega hagkvæmur ein-
hvern tíma í framtíðinni, en þó varla
fyrr en eftir miðjan næsta áratug.
Hins vegar þarf að svara að minnsta
kosti fjórum grundvall-
ar spumingum áður en
hægt er að mynda sér
rökstudda skoðun á
þessu máli.
1. Er tæknilega fram-
kvæmanlegt og öruggt
að leggja sæstreng svo
langa leið og um það
dýpi sem er milli íslands
og næstu landa Evrópu?
2. Hvaða áhrif hefur
það á rekstur íslenska
raforkukerfísins og ör-
yggi raforkunotenda á
Islandi að tengja ísland
við raforkukerfi megin-
lands Evrópu?
3. Er rétt að stefna að því að flytja
út hluta þeirrar raforku sem hægt
er að framleiða, eða er skynsam-
legra að geyma hana alla til eigin
notkunar og uppbyggingar á iðnaði
hér heima?
4. Er hér um svo stórbrotið við-
fangsefni að ræða, að íslendingar
verði nánast eins og nýlenduþjóð í
höndum þeirra fjársterku aðila, sem
að lagningu sæstrengsins þyrftu að
standa?
1. Tæknimál
Það er vissulega rétt, að mörgum
úrlausnarefnum þarf að sinna áður
en lagning sæstrengs héðan til Evr-
ópu telst tæknilega fýsileg. Það er
hins vegar skoðun allra færustu
sérfræðinga sem til hefur verið leit-
að, að þau séu leysanleg innan þess
ramma sem tæknin setur okkur í
dag og muni leysast á næstu árum
í tengslum við önnur sæstrengs-
verkefni sem eru á döfinni víðs veg-
ar um heim.
Þróun sæstrengja
Áhugi á lagningu sæstrengja fer
vaxandi og mikið fé er því lagt í
þróun á þessu sviði af hálfu helstu
framleiðenda. Kemur þetta t. d.
fram í því hve ört flutningsgeta
sæstrengja hefur vaxið á undan-
fömum árum og er talið víst að sú
þróun haldi áfram í framtíðinni
(mynd 1). Telja margir að innan
10 ára muni sæstrengur með 1000
MW flutningsgetu ekki kosta meira
en sæstrengur með 550 MW flutn-
ingsgetu kostar í dag. Reynist þetta
rétt mun það lækka verð á orku frá
íslandi á meginlandi Evrópu um
nálægt 20%.
2. Áhrif tengingar
raforkukerfa
Með lagningu sæstrengs er rofin
einangrun íslenska raforkukerfísins
og það tengist stóru blönduðu
vatns- og varmaorkukerfi þar sem
varaafl er verulegt. Margvísleg
áhætta fylgir rekstri hins einangr-
aða íslenska vatnsorkukerfis og
henni verður að mæta með fjárfest-
ingum í varaafli og orkuverum sem
nægja í þurrustu vatnsárum, en
nýtast'ekki að fullu í hinum vatns-
Jóhannes Nordal
NÝTT RAFORKUI
MYND 2 - Byggt á hugmynd ABl
ir orkumark
ÞRÓUN SÆSTRENGJA
MYND 1 - Þróun tæknilegrar
flutningsgetu eins sæstrengs
frá íslandi, í Megawöttum.
ríkari. Það liggur nokkuð ljóst fyr-
ir, að samtenging af þessu tagi, sem
veitir aðgang að raforkumörkuðum
Evrópu jafnt til sölu sem kaups,
gæti stuðlað að hagkvæmari upp-
byggingu og rekstri orkuöflunar-
kerfísins en nú er, auk þess sem
slík tenging felur í sér stóraukið
öryggi í rekstri hins íslenska kerfis.
Er jafnvel ástæða til að ætla, að
Island verði álitlegri kostur fyrir
staðsetningu nýs orkufreks iðnaðar,
eftir að það er orðið hluti af hinu
samtengda orkukerfí Evrópu. Jafn-
framt má reikna með, að raforku-
verð til stóriðju miðist eftir það við
markaðsverð á orku eins og það
birtist í viðskiptum gegnum sæ-
streng.
3. Er ásættanlegt að selja
raforku úr landi?
Vafalaust eru allir sem að þessu
máli koma sammála um það, að
uppbygging arðbærs orkufreks iðn-
aðar ætti að hafa forgang umfram
beina sölu orku til útlanda, svo hún
skili meiri tekjum í þjóðarbúið. Þar
með er ekki sagt, að þessir tveir
kostir útiloki hvor annan. Enn
skortir markað fyrir 90% af þeirri
vatns- og jarðvarmaorku sem hag-
kvæmt er að beisla hér á landi.
Nánast er óhugsandi að orkufrek
■