Morgunblaðið - 09.07.1994, Side 23

Morgunblaðið - 09.07.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 23 Ragnhildur Árný Eiríks- dóttir fæddist á Byggðarenda í Grindavík 1. janúar árið 1907. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 27. júní 1994. Foreldrar hennar voru Eirík- ur Guðmundsson, ættaður frá Gríms- stöðum í V-Lan- deyjum, og Rósa Samúelsdóttír frá Grindavík. Systkini Ragnhildar voru Marel (látinn), Árni (látinn), Margrét (látin), Guð- munda (látin), Eyjólfur og Helga. Sonur Ragnhildar er Eiríkur Rósberg Arilíusson, f. 2. janúar 1945. Hann er kvænt- ur Helenu Sigtryggsdóttur. Barn þeirra er Eiríkur Rós- berg. Börn Eiríks er hann átti fyrir hjónaband þeirra eru Sveinn Rúnar og Ragnhildur. Börn Helenu frá fyrra hjóna- bandi eru Ágúst Ómar og Valur Freyr Halldórssynir. Útför Ragnhildar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag. RAGNHILDUR Eiríksdóttir, fyrr- verandi tengdamóðir mín og amma sonar míns, er látin. Er ég frétti Iát hennar, þó ekki kæmi það á óvart, fannst mér skyndilega tilveran vera tómlegri. Söknuður jafnt og margar góðar minningar sóttu á hugann. Ragnhildur eignaðist einkabam sitt, Eirík Rósberg Arelíusson, 2. janúar árið 1945 og ól hún son sinn ein upp. Árið 1964 kynnti Eiríkur undir- ritaða fyrir móður sinni. Hún tók mér þá þegar sem dóttur og bar mig á örmum sér allt frá fyrstu kynnum okkar. Þó ung væri gerði ég mér grein fyrir því að það var mikils virði að eiga svo viljasterka konu sem Ragnhildi að banda- manni. Við Eiríkur giftum okkur árið 1967 og eignuðumst soninn Svein Rúnar ári síðar. Mikil var gleði ömmu Göggu, eins og við kölluðum Ragnhildi oft, er fyrsta barnabarnið fæddist. Sagt hefur verið um ömmur á íslandi að þær hafi unnið þau verk sem félagsmálastofnanir sáu um á hinum Norðurlöndum, þær komu í stað „sósíalsins" ef svo má segja. Amma Gagga lét heldur ekki sitt eftir liggja. Arið 1968 og 1969 var kreppa í landinu og enga vinnu að hafa. Ragnhildur gerði sér þá lítið fyrir og útvegaði mér vinnu sem ritara við borgardómaraembættið í Reykjavík, en hún og Stína sáu um ræstingu fyrir stofnunina. Þar að auki fóstraði hún Svein Rúnar á daginn í tæp fjögur ár eða þar til við Eiríkur héldum til náms í Dan- mörku með sveininn unga. Sveinn Rúnar blómstraði í fóstrinu hjá ömmu Göggu og í nokkur ár borð- aði ég líka oft hjá henni í hádeg- inu. Ragnhildi verður seint þakkað allt það sem hún gerði fyrir okkur og hversu vel hún hlúði að barna- barninu. Samvera Ragnhildar og MINNINGAR Sveins Rúnars var afar góð og þau einstaklega vel „lukkuð“ saman á þessum bernskuárum Sveins. Ég tel að þessi tími hafi verið meðal bestu ára Ragnhildar, en í seinni tíð vitn- aði hún oft til þessara ára og rifj- aði upp skemmtilegar sögur af ömmubarninu. Eitt sinn kom hún t.d. að Sveini Rúnari, tveggja eða þriggja ára, í símanum þar sem hann var að reyna að hringja í mig í vinnuna. Ragnhildur spyr þá hver sé í símanum og sá stutti svarar: „Góðan daginn Silli og Valdi.“ Er Sveinn var tveggja ár nefndi ég það við Ragnhildi að hann hefði sennilega gott af því að fara á leik- skóla hálfan daginn og leika sér við önnur börn. í lok sjötta áratugarins var yfirleitt margra mánaða bið eftir að fá vistun fyrir barn á leik- skóla. Á einhvern dularfullan máta var Sveinn Rúnar, einni viku eftir umrætt samtal, kominn á leikskóla hálfan daginn, auðvitað með aðstoð Ragnhildar. Ragnhildur starfaði m.a. á saumastofu, hjá Sláturfélagi Suður- lands og við ræstingar. Þrátt fyrir langan vinnudag var Ragnhildur alltaf boðin og búin að koma og hjálpa til, hvort sem var að þvo, strauja, þrífa, líta eftir Sveini eða taka slátur, bara að nefna það, þá var hún komin. Stolt og sterkur vilji var afar ríkur þáttur í persónu- leika hennar. Gjafir alþýðukonunn- ar Ragnhildar bera þessa stolts vitni. Hún sá um að kaupa jólafötin á barnabarnið í 14 ár og silfurskeið- arnar og matar- og kaffistellið úr postulíni á heimili mínu er frá henni komið. Ég hugsa til hennar með hlýhug er ég nota þessa hluti, minn- ug þéss að laun verkakonu voru og eru lág. Leiðir okkar Eiríks skildu en sambandið við Ragnhildi hélst óslit- ið alla tíð. Þar sem Eiríkur býr á Akureyri hélt Ragnhildur í mörg ár upp á jól og áramót með ömmu- barninu stóra, Sveini Rúnari, og RAGNHILDUR Á. EIRÍKSDÓTTIR HLYNURÞOR HINRIKSSON + Hlynur Þór Hinriksson fæddist í Reykjavík 1. júní 1958. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 23. júni síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 4. júlí. SORGIN gleymir engum, sagði skáldið. Það eina sem öruggt er í lífinu er dauðinn. Öll hljótum við okkar skerf af sorgum. Þar er ein- göngu spumingin um hvenær eða hvernig. Þessari staðreynd verður ekki breytt og þar getum við ekki valið. Valið snýst hins vegar um hvernig unnið er úr sorginni og að reyna að lifa lífinu lifandi. Athafnir og atburðir verða að minningum og góðar minningar eru það dýr- mætasta sem við eigum. Þar getum við lagt okkar af mörkum með því að meta allar okkar athafnir, með það í huga að síðar verður atburður- inn minning. Góðar minningar verða aldrei frá okkur teknar, þó vinir og vandamenn hverfi yfir móðuna miklu. Hlynur frændi minn lifði í samræmi við þetta. Þó að hann hafi ekki orðið eldri en 36 ára, þá liggja eingöngu góðar minn- ingar eftir um hann. Minningar um greiðvikni, hlýju og trygglyndi. Þar sem minnið þfytur í bernsku, tekur fjölskyldualbúmið við. Þar er hann afi minn og Sigríður afasystir mín með dætur sínar, Lilju móður Hlyns og mömmu. Fyrstu myndirnar sem eru í mínu albúmi eru af stoltum mæðrum, afa og Sigríði með fyrstu barnabörnin Hlyn og Védísi. Þar er hann frændi minn lítill glókollur með gullna lokka. Sigríður systir afa míns var líka einn af hans bestu vinum. Sama vinátta tókst með mæðrum okkar Hlyns, Lilju og Dröfn. Margar voru ferðirnar sem þessi hópur fór á vit grasa og ann- ara íslenskra blóma. Fátt er hollara ungum börnum en veltur og glíniur við kjarr, þúfur og steina. Með til- komu Sólrúnar systur minnar og Harðar bróður Hlyns, bættist okkur liðsauki. Þá fyrst var hægt að bralla og fara í fjölbreyttari leiki. Þessar mörgu samverustundir urðu til þess að við fjögur urðum sem systkini, snemma í bemsku áður en fleiri bættust í hópinn. Þetta voru ógleymanlegar stundir sem einkenndust af sögum, spum- ingum og ævintýram. Þegar að skólaárunum kom vomm við Hlynur bæði í Álftamýraskóla og við syst- urnar heimagangar hjá Lilju á Háa- leitisbraut 24. Margt var skrafað á þeim árum og oft vorum við Hlynur samferða heim úr skólanum. Strax þá hafði Hlynur mikinn áhuga á bókum og lestri og því kær félagi fyrir bókaorm eins og mig. Óspart var sótt í sagnabrunninn, þó lestrar- efnið og sögurnar hafi fjallað um annað á þeim árum. Sögur þeirra ára snemst um framandi lönd, ridd- ara, skjaldmeyjar og aðrar kynja- verur. Þá talaði hann frændi minn oft um að ferðast, þegar hann yrði stór. Það stóð hapn við og það er huggun á kveðjustundu, að honum hafí tekist að láta þessa æsku- drauma rætast. Ég man vel eftir atviki þar sem þetta bókmenntatal fór fyrir bijóstið á skólabræðrum okkar. Fjórir mun eldri drengir tóku sig til og ætluðu að beija lestrar- hestinn úr mér. Hlynur lét þetta ofurefli ekki hindra sig í að veija mig. Enginn má við margnum og við biðum lægri hlut í þessum bar- daga. Atburðurinn lýsir hins vegar vel manninum Hlyni. Hugrekkið sem hann sýndi þarna átti eftir að fylgja honum ævilangt. Það voru Hlynur og systir mín, sem vörðu mig, hvað sem gekk á þegar ég var barn. Umburðarlyndi, hlýja og rétt- lætiskennd eru þeir eiginleikar sem ég virði mest hjá fólki. Þá eiginleika hafði frændi minn. Hann var einnig hógvær og lítið fyrir það að láta lofa sig. Misjafnt er líka hvað menn telja til mannkosta. Sumir hrífast af ósvífni, meinhæðni og af fólki sem mikið berst á. Fólk sem hrífst af þeim kostum, hefði ekki lofað Hlyn. Slíkum eiginleikum bjó hann ekki yfir. Tryggð og umhyggja eru eigin- leikar sem fjölskylda mín metur mikils. Einlæg var umhyggja Hlyns fyrir móður minni, þegar hún veikt- ist af krabbameini vorið 1992. Vel- ferð hennar skipti hann miklu máli. Hvern hefði órað fyrir því í spjalli okkar þá að sjálfur myndi hann lúta í lægra haldi fyrir sama sjúk- dómi, tveimur árum seinna. Hlynur frændi dó úr krabbameini, hinn 23. júní síðastliðinn, eftir harða bar- áttu. í þeirri baráttu kom glöggt í ljós sama hugrekkið og hann sýndi strax sem barn. Eins veikur og hann var, þá hvatti hann mig til dáða á sama tímabili. Þó að læknar þyrftu töluvert að narta í mig, sök- um skylds sjúkdóms, þá voru mín veikindi ekki jafn alvarleg og hans. Fátt hefur snortið mig jafn dúpt og síðasta jólakortið frá honum. Þá var hann það veikur að hann átti erfitt með að skrifa. Kveðjan frá honum var fyrirskipun um að láta mér batna. Þetta var honum líkt að hugsa til annarra, á tíma sem flestum hefði þótt meira en nóg að hugsa um sjálfa sig. Þó að það hvernig við lifum lífinu skipti meira máli en hversu langlíf við verðum, voru veikindi Hlyns mikið áfall. Þar er það huggun harmi gegn að hann lifði lífinu lifandi og lét sína drauma rætast eftir því sem efni og aðstæð- ur leyfðu. Það er meira en hægt er að segja um marga sem lengur lifa. Frændi minn er dáinn, en hann lifir áfram í hugum okkar sem lif- um. Að leiðarlokum vil ég því fyrir hönd foreldra minna og systkina þakka Hlyni frænda fyrir fyrri sam- verustundir. Guð blessi son hans og ófætt barn. Anna, Lilja, Pálmi, Hörður og Inga: Hlynur verður allt- af hluti af okkur um ókomna fram- tíð. Minningin um hann mun lifa. Védís Daníelsdóttir. minni fjölskyldu. Sveinn Rúnar, pabbi, Pétur og undirrituð senda aðstandendum öll- um einlægar samúðarkveðjur. Þakklæti og virðing er mér efst í huga er ég kveð sómakonuna Ragnhildi Eiríksdóttur eftir rúm- lega þijátíu ára samfylgd. Þegar allt hefur verið sagt þegar vandamál heimsins eru vegin metin og útkljáð þegar aup hafa mæst og hendur verið þrýstar í alvöru augnabliksins - kemur alltaf einhver kona að taka af borðinu sópa gólfið og opna gluggana til að hleypa vindlareyknum út. Það bregst ekki. (Ingibjörg Haraldsdóttir.) Jakobína Sveinsdóttir. Ég kveð Ragnhildi með þessum fáu orðum. Faðir hennar, Eiríkur, var dugn- aðar sjómaður sem reri alla tíð á opnum árabátum, ýmist frá Grinda- vík eða frá verstöðvum á Austur- landi. Móðir hennar, Rósa, var hús- móðir á mannmörgu heimili þar sem bömin urðu sjö. Rósa var vel gefin, en í þá tíð voru ekki allir læsir og skrifandi. Hún var því oft trúnaðar- vinur kvenna er lesa þurfti eða skrifa fjarstöddum eiginmönnum bréf. Gestkvæmt var oft á heimili þeirra og öllum gert gott. Þar kom meðal annarra Símon Dalaskáld og gerði hann þessa vísu um litlu hnát- una, Ragnhildi: Gáfum prýdda gæða rót Guðs til allt þú sóttir. Arný heitir indæl snót Eiríks litla dóttir Ragnhildur óx úr grasi og varð móðir sjálf, eignaðist soninn Eirfk Rósberg Arelíusson. Síðar komu barnabörnin, Sveinn, Eiríkur og Ragnhildur. Þegar við ræddum um lífshlaupið, þá taldi hún sig ómetan- lega ríka að eiga soninn og barna- börnin þijú. Ragnhildi kynntist ég er við Ei- ríkur vorum saman í skóla. Það voru ófáar máltíðirnar er ég borð- aði í þá tíð á hennar heimili. Vin- skapur okkar hélst ávallt síðan. Ragnhildur var verkakona og sá sér og syni sínum farborða á þeim kjör- um. Ragnhildur var skörp kona eins og Dalaskáldið sagði, hún var auk þess ákveðin og hafði sína skoðun sem hún lét ávallt í ljós. Ragnhildi kveð ég með þakklæti fyrir árin. Ég votta aðstandendum hennar samúð. Orn Þorvaldsson. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit afmælis- og minningar- greina séu vel frá gengin, vélrit- uð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskling- ur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa sem í dag- legu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auð- veld í úrvinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR MAGNÚSSON, Túngötu 21, Sandgerði, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja, fimmtudaginn 7. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Berta Steinþórsdóttir, Grétar Sigurðsson, Sigurveig Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Sœvar Pétursson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa ÁSGRÍMS JÓNS BENEDiKTSSONAR bifreiðarstjóra, Laugateigi 4, Reykjavík, Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks gjörgæsludeildar Land- spítalans. Arndfs Stefánsdóttir, Richard Ásgrímsson, Stefán Ásgrímsson, Hulda Halldórsdóttir, Benedikt G. Ásgrímsson, Sólrún Höskuldsdóttir, Friða Sigurðardóttir, Gunnar Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför, VILHJÁLMS JÓNSSONAR, Eyvindará, Margrét Sveinsdóttir, Sveinn Vilhjálmsson, Kristín Jónsdóttir, Vernharður Vilhjálmsson, Þórunn Vilhjálmsdóttir, Vilborg Vilhjálmsdóttir, Anna K. Vilhjálmsdóttir, Brynhildur Vilhjálmsdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Sigrún M. Vilhjálmsdóttir, Erla Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Anna Birna Snæþórsdóttir, Reynir Hólm, Eðvald Jóhannsson, Bjarni Garöarsson, Sævar Gunnarsson, Hrefna Frímann, Haraldur Bjarnason, Daniel Gunnarsson,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.