Morgunblaðið - 09.07.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 25
Í____________
' SVEA MARÍA
NORMANN
+ Hún var fædd á
ísafirði 23. nóv-
ember 1917. Hún
a lést í Vestmanna-
eyjum 26. júní síð-
astliðinn á 77. ald-
j ursári. Hún var
dóttir Vilborgar
Jakobsdóttur frá
ísafirði og Sven
Normann, vega-
verkfræðings frá
Svíþjóð, sem bjó á
Akureyri. Hún átti
tvö alsystkini,
í Betty Olgu, búsetta
í Reykjavík og Karl
. Jóhann sem er látinn, en hann
i flutti ungur til Bandaríkjanna.
Svea ólst upp frá fimm ára
aldri hjá hjónunum Margréti
Arnadóttur og Hallgrími
Kristjánssyni á Grímsstöðum
við Hjalteyri í Eyjafirði, en
Hallgrímur stundaði sjósókn
með búskapnum. Svea átti
tvær uppeldissystur, Sigríði
Eiríksdóttur, búsetta á Akur-
eyri, og Jónínu Jónsdóttur,
á búsetta í Eyjafirði. 14 ára fer
Svea til Akureyrar að læra að
sauma. Eftir það fer hún í vist
hjá Oddi Thorarensen lyfsala.
Til Vestmannaeyja ræður hún
sig í vist á 18. ári þjá Páli
Þorbjörnssyni skipstjóra og
síðan hjá Siguijóni Sigur-
björnssyni tollara. Hinn 17.
desember 1938 giftist hún
Bergsteini Jónassyni hafnar-
verði. Stofnuðu þau heimili i
( austurendanum á Múla, flytja
þaðan að Litla-Bæ og þaðan
að Múla sem varð heimili
þeirra allt fram að gosi, þar
sem þau urðu að flýja eins og
aðrir Vestmannaeyingar. Svea
og Bergsteinn eignuðust sex
börn, fjögur komust til fullorð-
insára, auk þess sem þau ólu
{ upp frá fimm ára aldri Krist-
| ínu barnabarn sitt. Börn þeirra
eru: 1. Kjartan Þór, f. 1938.
* Hans börn og Ingibjargar And-
ersens eru Kristín og Knútur.
Kona Kjartans er Amdís Egils-
son, þau eiga Amdísi Maríu
og Kjarlan Þór og kjördóttur,
Kolbrúnu. Auk þess ól hann
upp dætur Arndísar, Helen og
Vilborgu; 2. Margrét
Ilalla, f. 1941. Henn-
ar maður var Sigur-
geir Sigurjónsson,
nýlátinn. Þeirra
dóttir er Svea Soffía;
3. Jónas, f. 1948.
Hans kona er Þór-
hildur Oskarsdóttir,
þau eiga þrjú börn:
Bergstein, Örlyg Þór
og Hildi; 4. Vilborg
Betty er yngst, f.
1950. Hún er ógift
og barnlaus. Útför
Sveu fer fram frá
Landakirkju í Vest-
mannaeyjum í dag.
LÁT vinkonu okkar Sveu Maríu
Normann bar frekar brátt að, þó
við því hefði kannski mátt búast.
Það er alltaf sárt að sjá á eftir
vinum sínum, sem á ævikveldi
ættu að fá að njóta lífsins, en verða
í stað þess rúnir heilsu og þreki.
Sveu og manni hennar Berg-
steini Jónassyni kynntumst við
hjónin, þegar við ung að aldri flutt-
um til Vestmannaeyja. Þau voru
fyrsta fólkið, sem við kynntumst í
Eyjum og reyndust okkur alltaf
sem sannir vinir. Þau hjálpuðu
okkur að flytja og sáu um að við
gengjum í Iþróttafélagið Þór. En
það var stórt mál í þá daga hvort
fólk sem flutti til Evja lenti í Þór
eða Tý.
Á Múla var alltaf gott að koma,
þar sem húsmóðirin réð ríkjum.
Yfirleitt var þar þétt setinn bekkur
í eldhúsinu hjá henni í morgun-
kaffi og eftirmiðdagskaffi. Dáð-
umst við að því mikla þreki sem
hún og aðrar húsmæður höfðu á
þessum árum við að gefa kaffi og
með því alla daga. Það var aldrei
friður, en heimsmálin, íþróttamál-
in, og bæjarpólitíkin rædd fram
og aftur oft við ótrúlegar rökræð-
ur. Þau voru Þórsarar og Sjálf-
stæðismenn fram í fingurgóma og
vei þeim sem voru á öndverðum
meiði.
Steini maður hennar var hafnar-
vörður, mikill og góður verkstjóri,
sem sá um að allt væri í lagi niðri
við bryggjur. Hafði hann aðeins
einn mann sér til aðstoðar. Þá
voru miklu meiri umsvif en nú,
ÞORLÁKUR
GUÐMUNDSSON
+ Þorlákur fæddist í Saurbæ
í Fþ’ótum 22. júlí 1894.
Hann lést á Siglufirði 5. júní
síðastliðinn. Foreldrar hans
voru Guðmundur Jóhannesson
og Rósa Sigurðardóttir. Sjö
nátta fór hann í fóstur vegna
barnafjölda foreldra sinna, en
| þau voru tólf. Fósturforeldrar
hans voru Ingibjörg Sveins-
dóttir og Hallgrímur Björnsson
og ólst hann upp hjá þeim til
fermingaraldurs. Eftir það
vann hann ýmis störf í Fljótum,
þar til hann flutti til Siglufjarð-
ar árið 1912. Árið 1924 giftist
hann Guðrúnu Jóhannesdóttur
| og eignuðust þau tíu börn. Átta
þeirra eru nú á lífi, en tveir
synir þeirra drukknuðu ungir.
( Guðrún dó 1963 og árið 1967
gerist Þorlákur vistmaður á
öldrunardeild Sjúkrahúss
Siglufjarðar. Þorlákur var
verkamaður alla sína tíð og
vann á mörgum stöðum. Útför
hans fór fram frá Siglufjarðar-
kirkju 11. júní síðastliðinn.
^ AFI MINN mundi tímana tvenna,
| því að hann var fæddur fyrir alda-
j mót. Lífsbaráttan var hörð enda
" fyrir tíu börnum að sjá. Duglegur
var hann og einsetti sér að sjá fyr-
ir sér og sínum alla tíð. í æsku var
ég mikið hjá afa og ömmu en afa
kynntist ég lítið. Hann var hljóðlát-
ur maður og fáskiptinn. Vildi hann
helst vera einn út af fyrir sig og
sjálfum sér nógur. Það var ekki
fyrr en 1981 að ég kynntist honum
og mikil vinátta og traust myndað-
ist á milli okkar. Er ég ævinlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
njóta þeirra samvista við hann.
Ern var afi og fylgdist ákaflega
vel með öllu, þrátt fyrir að vera
farinn að tapa heyrn og sjón í seinni
tíð. Ævinlega sagði hann mér ein-
hveijar nýjar fréttir, jafnvel utan
úr heimi er ég heimsótti hann. Hafði
hann líka gaman af að heyra frétt-
ir allt til dauðadags. Mér er minnis-
stætt þegar hann sagði mér rétt
fyrir andlát sitt frá ferð sinni til
Noregs með bátnum Hugo er hann
var bátsmaður á. Hafði hann greini-
lega mjög gaman af þeirri ferð.
Eftir að hann hætti að vinna
árið 1967 hefur hann beðið eftir
að fara á fund Drottins síns. Þó
sú bið reyndist löng hefur hún loks
tekið enda. Þó að ég sakni hans
sárt, veit ég að honum líður vel og
langþráðu marki hans er náð.
Elsku afi, Drottinn blessi þig og
varðveiti.
Guðfinna Ingimarsdóttir.
MIIMNINGAR
fleiri bátar og erfiðari aðstæður
og unnið myrkranna á milli. Nú
er öldin önnur og þarf heilt batterí
í kringum mun minni umsvif.
Starfi Steina fylgdi ótrúlegur
erill og þau hjónin vakin upp um
nætur hvenær sem á þurfti að
halda. Var því Svea oft vansvefta
á morgnana. stundum fór hún líka
í fiskvinnu til að næla sér í aura
til að geta gert ýmislegt fyrir sjálfa
sig, heimilið eða börnin. Auk þess
var ærið starf að hugsa um fjögur
börn og fósturbarn, þvo, þrífa,
baka, brasa, út á það gekk lífið í
þá daga.
Maturinn var ekki af skornum
skammti, enda þurfti' húsbóndinn
góðan og kjarnmikinn mat við
svona mikla vinnu, að ótöldum
pönnukökunum og alls konar
bakstri.
Frístundirnar voru því ekki mikl-
ar í þá daga, staða húsmóðurinnar
var í eldhúsinu, þar átti hún að
una hag sínum.
í stúku var hún til fjölda ára
og með manni sínum í Iþróttafélag-
inu Þór þar sem þau voru meðal
máttarstólpa félagsins. Hún var í
kvenfélaginu Líkn og sá um jóla-
trésskemmtanir til margra ára,
einnig í stjórn Samkomuhúss Vest-
mannaeyja.
Einnig munum við eftir því að
falast var eftir að hún tæki sæti
á lista Sjálfstæðisflokksins, en þar
sagði hún þvert nei sem og marg-
ar kynsystur hennar. Það var í
lagi að vinna að framgangi flokks-
ins, en fara á lista, það kom ekki
til geina.
Þegar þau eignuðust bíl, fóru
þau í sumarfrí norður á hveiju
ári. Var farið að heimsækja Diddu
systur og hennar fjölskyldu og
einnig farið í Mývatnssveitina að
heimsækja frænkur Steina, Vil-
borgu að Arnarvatni II, Ingibjörgu
í Baldursheimi, auk Þóru á Sauðár-
króki. Öllum þessum aðilum er
þökkuð frændsemi og vinátta.
Auðvitað skiptast á skin og
skúrir í lífi manns og fór Svea
ekki varhluta af því frekar en aðr-
ir. En hún var ein af þessum þöglu
hetjum þessa lands, sem stunda
störf sín af kostgæfni.
Árið 1973 urðu þáttaskil í lífi
þeirra hjóna. Það fór að gjósa í
Vestmannaeyjum og allir urðu að
flýja upp á land. Þau hjónin komu
sér fyrir að Reynigrund í Kópavogi
ásamt Vilborgu dóttur sinni og
fluttu ekki út í Eyjar aftur. Er
þetta sá aldurshópur eða frá 50
ára og upp úr sem ekki treysti sér
til að snúa aftur til Eyja. Þar sem
allt var á kafi í vikri og húsin
meira og minna skemmd, lái þeim
hver sem vill, en okkur sem fluttum
heim aftur, þótti sem mikið á vanta
og söknuðum þessa fólks sárt. Um
langan tíma vantaði heila kynslóð
í bæjarlíf Vestmannaeyja. Auðvit-
að komu þau árlega að heimsækja
börnin sín og barnabörn, en þau
búa hér öll nema Vilborg.
Erfitt reyndist þeim hjónum og
íjölskyldunni allri að fylgjast með
veikindum og dauðastríði tengda-
sonarins Sigurgeirs sem lést á síð-
asta ári langt um aldur fram.
Fyrir tveimur til þremur árum
fór að bera á hrörnunarsjúkdómi
hjá Sveu og átti hún oft erfiða
SIG URBJÖRG
• •
*
OGMUNDSDOTTIR
+ Sigurbjörg Og-
mundsdóttir
fæddist á Sauðár-
króki 23. október
1907. Hún lést í
Sjúkrahúsi Skag-
firðinga á Sauðár-
króki 29. júní sl.
Foreldrar hennar
voru hjónin Kristín
Björg Pálsdóttir, f.
í Gröf í Víðidal 15.
apríl 1884, d. 17.
ágúst 1942, og Ög-
mundur Magnús-
son söðlasmiður, f.
á Brandaskarði á
Skagaströnd 31. mars 1879, d.
9. ágúst 1968. Sigurbjörg gift-
ist 23. janúar 1927 Svavari
Guðmundssyni, skrifstofu-
manni á Sauðárkróki, f. 5. des-
ember 1905, d. 6. júní 1980.
Móðir hans var Anna María
Stefánsdóttir og faðir Guð-
mundur Guðmundsson. Sigur-
björg og Svavar eignuðust sjö
börn. Þau eru: 1) Eymundur
Stefán, f. 23. febrúar 1927, d.
3. júní 1927. 2) Ögmundur Ey-
þór, f. 30. mars 1928, maki
María Pétursdóttir, f. 11. nóv-
ember 1927. 3) Ásdís, f. 24.
febrúar 1931, d. 29. september
1988. Fyrri maður Ásdísar var
Egill Halldórsson, f. 26. janúar
1928, seinni maður Gunnlaug-
ur Sigurgeirsson, f. 14. apríl
1937. 4) Guðrún Ólöf, f. 14.
júní 1932, maki Þorsteinn Vig-
fússon, f. 31. júlí 1927. 5) Krist-
ín Björg, f. 1. júlí 1933, maki
Hjalti Guðmundsson, f. 13. júní
1929. 6) Sverrir, f. 24. nóvem-
ber 1934, fyrri kona Ester
Magnúsdóttir, f. 4. júní 1934,
seinni kona Sverris er Sigrún
Halldórsdóttir, f. 30. maí 1942.
7) Sigríður, f. 25. desember
1937, maki Birgir Þórðarson,
f. 18. desember 1932. Afkom-
endur Sigurbjargar voru orðn-
ir 108 talsins er hún lést. Hún
verður jarðsungin frá Sauðár-
krókskirkju í dag.
í DAG kveðjum við okkar elskulegu
Sigurbjörgu Ögmundsdóttur sem
lést hinn 29. júní síð-
astliðinn. Ég kynntist
Sigurbjörgu eða Sibbu
ömmu eins og hún var
oftast kölluð fyrir
rúmu einu og hálfu ári
síðan. Þá eignuðumst
við Svavar dóttur okk-
ar Helgu Dís sem er
langömmubarn Sibbu.
Á þeim tíma bjó ég ein
með dóttur okkar
Svavars í Kópavogin-
um. Hún sendi mér svo
fallega gjöf á sængina.
í pakkanum var líka
bréf með mynd af
Sibbu sjálfri og Svavari sem tekin
var á afmæli hennar þegar hún
varð 85 ára.
Ég hringdi strax í hana og þakk-
aði henni fyrir gjöfma sem mér
þótti svo vænt um að hafa fengið.
Eftir það urðum við Sibba miklar
vinkonur.
Enda þótt aldursmunurinn væri
mikill náðum við vel saman. Við
töluðum saman í síma oft í viku.
Við virtumst endalaust geta spjall-
að saman. Heilu klukkutímarnir
fóru í að ræða lífið og tilveruna.
Mér þótti alltaf svo vænt um sam-
band okkar, það var eitthvað svo
sérstakt. Hún kenndi mér líka svo
margt um lífið og að meta hlutina
á annan hátt. En við hittumst að-
eins einu sinni. Þá fórum við Svav-
ar með syni Svavars, Svavar Orra
og Guðmund Karl og svo dóttur
okkar, Helgu Dís, í heimsókn á
Krókinn. Það var ógleymanleg
stund. Þá hittumst við Sibba í
fyrsta sinn. Ég var svolítið feimin
að hitta hana því ég hafði aðeins
séð hana á mynd. En eftir að hafa
hitt hana einu sinni fannst mér ég
alltaf hafa þekkt hana. Hún tók
svo vel á móti okkur, kyssti okkur
og faðmaði að sér þannig að maður
fann svo vel hlýjuna streyma frá
henni.
Þessi dagur var alveg yndisleg-
ur. Við borðuðum mikið af kökum
og alls kyns góðgæti sem hún hafði
borið á borð. Það var sko ekki að
sjá á henni að hún væri orðin 85
ára. Hún var svo ungleg og falleg,
alltaf hress og kát. Við sátum öll
daga. Svo fór að vegna velvilja
Einars Vals yfirlæknis á sjúkra-
húsi Vestmannaeyja komst hún inn
á sjúkrahúsið. Er læknum og
hjúkrunarfólki innilega þökkuð
umhyggja og alúð í garð Sveu.
Hér dvaldi Svea aðeins í nokkra
mánuði, en henni hrakaði óðum
þar til yfir lauk.
Við þökkum henni samfylgdina
og kveðjum kæra vinkonu með
virðingu og þökk. Hvíli hún í friði.
Sigurbjörg Axelsdóttir,
Axel Ó. Lárusson.
í dag kveðjum við elskulega
ömmu og langömmu sem við eigum
eftir að sakna mikið. Okkur langar
að þakka henni fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman á
heimili sem alltaf stóð okkur opið.
Elsku afi, Guð gefi þér styrk.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fyigi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Svea og Halla María.
Elsku Svea frænka mín. Mig
langar að þakka þér fyrir allar þær
góðu stundir sem ég átti með þér.
Þú varst mér alltaf svo góð. Þakka
þér fyrir allt og allt. Minning þín
mun lifa með mér um ókomin ár.
Góður Guð geymi þig.
Vilborg Arinbjarnar.
og spjölluðum saman og skoðuðum
myndir af fjölskyldunni og svo
sýndi hún okkur allar fallegu mynd-
irnar sem hún hafði saumað út.
Hún Sibba var svo dugleg í höndun-
um og bjó til fallega hluti. Þannig
var heimilið hennar líka fallegt og
hver og einn hlutur átti sína sögu
sem hún sagði okkur frá.
Elsku Sibba mín, ég vil kveðja
þig með þessum fáu orðum. Minn-
inguna um allt það fallega og góða
sem þú kenndir mér geymi ég í
huga mínum.
Ég vil votta fjölskyldunni og
mínum elskulega sambýlismanni
Svavari mína dýpstu samúð á þess-
ari erfiðu stundu. Guð blessi minn-
ingu þína.
Berglind Ólafsdóttir.
Sibba amma mín er dáin. Með
réttu var hún amma mín, þó svo
að allir krakkarnir í hverfinu hafi
kallað hana Sibbu ömmu. Það tók
mig nokkurn tíma að skilja að hún
var hálfgerð amma allra hinna
barnanna, því alltaf var hún svo
blíð og ljúf. Planið hjá ömmu og
afa á Öldustígnum var lengi vel
það eina sem var steypt í hverfinu
og oft voru þar börn að hjóla og í
öðrum leikjum. Svo að það er ekki
skrýtið að hún þekktist varla undir
öðru nafni en Sibba amma.
Mér er minnisstætt atvik þegar
ég var lítil stúlka, að vinur minn
einn vildi endilega leika með mér,
því ég átti Sibbu ömmu og Sibba
amma bakaði svo góðar piparkök-
ur. Þegar við svo fórum fyrir hana
í sendiferðir beið hún eftir okkur
með krónu, piparkökur eða eitthvað
annað gómsætt. Strax í æsku
kynntist ég góðvild og gjafmildi
ömmu og ósjaldan stakk hún ein-
hverju að strákunum mínum, og í
gegn um mig og okkur öll á minn-
ing hennar eftir að lifa áfram með
þeim og öllum hinum afkomendum
hennar.
Með þessum orðum vil ég kveðja
þig, elsku amma mín.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
- hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
(Halldór Laxness)
Elsku amma, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Jóna Hjaltadóttir.