Morgunblaðið - 09.07.1994, Síða 36

Morgunblaðið - 09.07.1994, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skrifað undir samninga í gær um sölu á510 milljóna hlutafé í Samskipum ÁTTA innlendir aðilar og einn erlendur hafa í sameiningu keypt hlutabréf í Samskipum að upphæð 510 milljónir króna. Landsbanki íslands íjármagnar kaup innlendu ... aðilanna að hluta og er stefnt að því að hlutafé fyrirtækisins í árslok verði 800 til 900 milljónir króna. Landsbankinn mun eiga áfram, a.m.k. fyrst um sinn, 164 milljóna króna hlut í fyrirtækinu, en ráðger- ir að selja hann síðar meir. Áætlan- ir gera ráð fyrir að taprekstur Sam- skipa á þessu ári verði á milli 40 og 50 milljónir króna, en þegar á næsta ári skili fyrirtækið a.m.k. 100 milljóna króna hagnaði. Ótrúlegur léttir Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbanka íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Það er ótrúlegur léttir fyrir Lands- ■" bankann að þetta skuli hafa gengið fram. Þetta eru mikil tímamót og gleðileg og ég vona að þetta verði íslensku atvinnulífi til góðs. Ég hef mikið traust á þeim aðilum sem koma að máluin. Þetta eru öflugir menn og þeim er full alvara. Lands- bankinn kemst með sóma frá þessu máli. Hann mun hvorki eiga mann í stjórn fyrirtækisins né hafa nein Níu fyrirtæki kaupa hlutafé Morgunblaðið/Ámi Sæberg SAMNINGAR um hlutafjárkaup nýrra eigenda Samskipa undir- ritaðir í Landsbanka íslands eftir hádegi í gær. afskipti af stjórn fyrirtækisins, eftir að endurijármögnun er lokið.“ Ánægja með Bruno Bischoff íslensku fyrirtækin sem hér um ræðir eru Fóðurblandan, Samheiji, Hagkaup, Vinnslustöðin, Vátrygg- ingafélag íslands, Olíufélagið hf. og Samvinnulífeyrissjóðurinn, með samtals hlut upp á 350 milljónir króna. Þá hafa stjórnendur Sam- skipa skrifað sig fyrir allt að 15 milljóna króna hlut. Þýska fyrirtæk- ið Bruno Bischoff leggur þegar fram 85 milljónir króna og að öllum líkindum aðrar 190 milljónir króna fyrir árslok. Þá hefur Eignarhalds- félag Alþýðubankans ákveðið, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, að kaupa 50 milljón króna hlut. Er það gert með fyrirvara um sam- þykki stjórnar. Nýir eigendur vænta mikils af samstarfi fyrirtækisins við Bruno Bischoff og telja að með samvinnu við það og dótturfyrirtæki þess, Team Line, á milli hafna innan Evrópu náist umtalsverð hagræðing og tekjur fyrirtækisins aukist til muna við það að geta selt sama gámastæðið oftar en nú gerist. ■ Nýjú lífi blásið í Samskip/19 Gúmbát hvolfdi Sjö menn bjargast úr Hvítá GÚMMMÍBÁT með sjö mönnum hvolfdi á Hvítá neð- an við Gullfoss í gærkvöldi. Einn mannanna náðist með- vitundarlaus í iand eftir að hafa misst tak á bátnum. Var hann lífgaður við og hresstist fljótt. Þyrlan send Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Borg- arspítalann. Lenti þyrlan þar um klukkan 23.30. Tilkynning um slysið barst lögreglunni á Selfossi um kl. 22 í gærkvöldi og var þyrla Landhelgisgæslunnar þegar kölluð út. Sex mannanna í bátnum náðu að halda sér í hann og náðust þeir allir í land lítið meiddir. Þorgeir & Ellert á Akranesi gjaldþrota Nýtt hlutafélag tekur brátt við NÝTT HLUTAFÉLAG tekur við rekstri skipasmíðastöðvar Þorgeirs & Ellerts á Akranesi innan skamms, eftir að samkomulag tókst við stærsta kröfuhafann, Landsbanka íslands. Hörður Pálsson stjórnarformaður nýja hlutafélagsins segir að gamla fyrirtækið fari að öllum líkindum í gjald- þrot. Hann segir að allir rekstrarþættir verði teknir til endurskoðunar. Hörður Pálsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að forsenda þess að hægt hafi verið t að stofna hlutafélag um reksturinn hafi verið kaup Akranesbæjar á skipalyftu fyrirtækisins. Hann tók fram að ekkert lægi enn fyrir um hvernig fyrirtækíð yrði rekið. „Ný stjórn mun taka alla þætti í rekstri fyrirtækisins til endurskoðunar með það í huga að reka fyrirtækið með ágóða,“ sagði Hörður. Langflestir haldi störfum Stofnfé í nýja fyrirtækinu er 10 milljónir, sem er mest í eigu ein- staklinga en bærinn á einnig lítinn Þjóðvegurinn lokast Arekstur við Kotá TVEIR bílar skullu saman á brúnni yfir Kotá í Norðurárdal um kvöldmatarleytið í gær. Farþegi í öðrum bílnum slasaðist og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og fimm aðrir slösuðust lítillega. Að sögn lögreglu á Sauðár- króki eru aðstæður mjög erfið- ar við ána og lokaðist fyrir alla umferð um tíma á þjóð- vegi eitt. Á brúnni yfir Kotá er aðeins ein akgrein og blint beggja vegna frá þegar ekið er að henni. Að mati lögregl- unnar er þetta slysagildra. hluta hlutafjár. Hörður segir að stefnt sé að því að auka hlutafé í 30 milljónir með þátttöku bæj- arbúa. „Við fórum út í þetta vegna þess að við töldum það ekki á bæt- andi fyrir atvinnulíf í bæjarfélaginu að Þorgeir og Ellert hætti rekstri. Þar hafa unnið um 80-90 starfs- menn og við vonum að langflestir þeirra haldi störfum," sagði Hörður. Framkvæmdastjóri í nýja fyrir- tækinu verður Þorgeir Jósefsson viðskiptafræðingur, afabarn og al- nafni stofnanda Þorgeirs og Ellerts. í stjórn sitja ásamt Herði, Þórður Þ. Þórðarson og Sveinn Knútsson. Flugleiðir að stofna flugfélag á Indlandi FLUGLEIÐIR vinna nú að því í sam- vinnu við indverskan auðjöfur að stofna flugfélag á Indlandi, sem nefnist Indotik Airways. Er gert ráð fyrir að starfsemin geti jafnvei hafist í október. Um verður að ræða áætl- unarflug til alls um 11 áfangastaða víða á Indlandi sem ein Boeing 737-300 og tvær Boeing 757 þotur munu sinna. Indverski fjármálamaðurinn Ravi Tikkoo sem hefur sjálfur bækistöðvar í London, fjármagnar fyrirtækið en Flugleiðir leggja að öðru leyti til alla þekkingú á sviði flugrekstrar, viðhalds og stjómun- Að sögn Sigurðar Helgasonar, for- stjóra Flugleiða, eru ástæðurnar sem Ravi Tikkoo gefur upp fyrir vali á Flugleiðum sem samstarfsaðila ekki síst þær að gott orð fer af félaginu í öryggismálum, það sé fánaberinn í íslenskum fiugmálum, einkarekið og nógu smátt í sniðum til að vera sveigjanlegt og snart í snúningum. Flugfélag frá grunni Pétur Eiríksson framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða segir að í reynd séu Flugleiðir að aðstoða indverska samstarfsaðilann við að byggja upp flugfélag frá grunni. Nokkur erlend flugfélög hafa reynt að ná fótfestu á Indlandi en fæst eru komin jafn langt og Flugleiðir. Á Indlandi búa um 900 milljónir manna og er indverski markaðurinn talinn mjög álitlegur því þar er uppgangur á mörgum sviðum. Er indverska hagkerfið talið það hagkerfi heims sem er í hvað örustum vexti næst á eftir hinu kínverska. Ravi Tikkoo hefur verið talinn auðugasti Indveijinn sem búsettur er í Bretlandi. Tikkoo er einnig í samvinnu við Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna um að byggja upp vinnslu og veiðar á túnfiski á Indlandi. ■ Stofna Indotik Airways/11 Morgunblaðið/Árni Sæbcrg Hundur létti róðurinn ÞEIM Ými, Ingva og Öldu bætt- ist óvenjulegur liðsauki í gær er hundur þessi, sem enginn vissi deili á, hugðist létta þeim róðurinn í Nauthólsvíkinni. Undirtektir viðstaddra, sem biðu á bryggjunni, voru mjög góðar en krakkarnir voru þátt- takendur í ævintýranámskeiði Þróttheima fyrir 10-12 ára börn, sem lauk í gær að loknum róðri og ratleik sem fylgdi í kjölfanð. ■ Sumarið er tími barnanna/6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.