Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 1
KNATTSPYRNA / HM Kristinn Friðriksson, körfuknatt- leiksmaðurinn kunni úr Kefla- vík, hefur gengið til liðs við Þór á Akureyri og leikur með liðinu á komandi keppnistímabili. Þórsarar sigruðu í 1. deild í vor og leika því í úrvalsdeildinni að nýju næsta vet- ur. Kristinn skorar iðuiega mikið og er ein besta þriggja stiga skytta landsins. Hann er önnur snjalla langskyttan sem fer úr herbúðum Keflvíkinga á skömmum tíma, því Guðjón Skúlason skipti á dögunum yfir til Grindvíkinga. Anderson áfram? Miklar líkur eru á að Sandy And- erson, Bandaríkjamaðurinn sem var hjá Þór síðastliðið keppnistímabil, komi aftur til liðsins, en þjálfari Þórs er Keflvíkingurinn Hrannar Hólm. Annar Keflvíkingur, Birgir Guðfinnsson, lék með Þór síðasta vetur, en ekki er ljóst hvort hann verður áfram. KNATTSPYRNA: LEIKIRNIR FJÓRIR Í1. DEILD KARLA í GÆRKVÖLDI / C8 OG C9 1994 ÞRIDJUDAGUR 12.JULI BLAD Kristinn tilÞórsá Akureyri adidas HM lið Búlgaríu og Svíþjóðar leika í Adidas B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1 ^ 1 Rúnar frá Val til Víkings Rúnar Sigtryggsson, handknatt- leiksmaðurinn efnilegi frá Akureyri, sem lék með Valsmönn- um á síðastliðnu keppnistímabili, hefur ákveðið að ganga tii liðs við Víkinga fyrir næsta tímabil. „Ég hef íhugað þetta mikið og að vel athuguðu máli er þetta niður- staðan. Mér fannst ég þurfa að taka ákvörðun fljótlega, hún er komin og ég stend og fell með henni,“ sagði Rúnar, sem er 22 ára og varð íslandsmeistari með Val í vor. Rúnar, sem lék með Þór allt þar til hann fór í Val fyrir síðasta leik- tímabil, sagði helstu ástæðu þess að hann fer frá Val í Víking eftir aðeins eitt ár að Hlíðarenda, að hann sæi fram á að hann ætti meiri möguleika á að spila þar en hjá Val. Keuter meistaramir úr leik ÓVÆNT úrsllt urðu á HM í knattspyrnu um helgina, er Búlgar- Ir slógu helmsmeistara ÞJóðverja úr keppninni. Bæði mörk Búlgaríu voru stórgiæsileg; fyrst skoraði Hristo Stoichkov með fádæma glæsllegu skotl beint úr aukaspyrnu utan teigs og síðan Yordan Letchkov með frábærum skalla. A myndlnni hefur Letchkov stokkið fram fyrlr Thomas Hassler og skallað knöttinn, sem stuttu síðar söng í netmöskvunum á marki Þjóð- verja. Undanúrslit keppninnar fara fram á morgun. Þar mæt- ast fyrst ítalir og Búlgarir og síðan Svíar og Brasilíumenn. ■ HM í Bandaríkjunum / C3 og C4-C7 HANDKNATTLEIKUR Halldór með Sigurði til Bodö Halldór Ingólfsson hefur ákveðið að skipta úr Haukum í norska liðið Bodö, sem Sigurður Gunnars- son þjálfar. Eyjamenn höfðu gert Sigurði tilboð um að þjálfa ÍBV á ný, en samningar tókust ekki og verður hann áfram þjálfari norska liðsins. „Ég verð með liðið næsta ár og svo sjáum við til,“ sagði hann. Halldór, sem hefur verið með markahærri mönnum 1. deildar undanfarin ár, kynnti sér aðstæður hjá félaginu fyrir skömmu og sagði við Morgunblaðið i gærkvöldi að hann færi til Noregs í byijun ág- úst. Um er að ræða tveggja ára samning, sem verður endurskoðað- ur eftir ár, en ekki hefur verið skrif- að undir þar sem félögin eiga eftir að ganga frá því sem að þeim snýr. HANDBOLTI KORFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.