Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 C 5 HIUII KNATTSPYRNU Rúmenía tapaði afturí vítakeppni Rúmenía upplifði öðru sinni að falla út úr HM eftir víta- keppni. Fyrir fjórum árum var staðan 0:0 í 16 liða úrslitum gegn írlandi, en írar unnu 5:4 í vítakeppni og sendu Rúmena heim. Nú töpuðu þeir með sömu markatölu gegn Svíum. Aðeins Rúmenía og Mexíkó hafa tvisvar verið slegin út í vítakeppni á HM, en Mexíkó missti af lest- inni eftir tap gegn Búlgaríu í síðustu viku og gegn Vestur- Þjóðveijum 1986. Fjórir aftur með Fjórir leikmenn Rúmeníu í fyrrakvöld léku með gegn írum fyrir fjórum árum — Gheorghe Popescu, Gheorghe Hagi, Ioan Lupescu og Florin Raducioiu. Iordanescu þjálfari átti von á vítakeppni og undirbjó lið sitt sérstaklega með því að æfa víta- spymur í síðustu viku. Sá hlær best Reuter THOMAS Ravelli hefur verið gagnrýndur mjög upp á síðkastlð fyrir slælega frammlstöðu með IFK Gautaborg og landslfðinu. Hann var hins vegar hetja Svía gegn Rúmenum; ð innfelldu myndinni ver hann síðasta vítið, sem tryggir Svíum sætl í undanúrslitum og fagnar síðan með tilþrifum. Thomas Ravelli þjóðheta í Svíþjóð THOMAS Ravelli markvörður Svfa hefur verið harðlega gagn- rýndur í Sviþjóð að undan- förnu, og hafa margir dregið getu hans og hæfni í efa og sagt að hann ætti ekki heima í landsliðinu. Hann þaggaði niður í öllum efasemdaröddum á sunnudaginn, þegar hann varði tvær vítaspyrnur í víta- spyrnukeppni gegn Rúmenum og tryggði liði sínu þar með sæti í undanúrslitum í fyrsta skipti í 36 ár. Ravelli, sem er 34 ára gamall, er þekktur í' heimalandi sínu fyrir skondin tilsvör og brandara utan vallar. Fjölmiðlar hafa að und- anfömu verið duglegir við að gagn- rýna hann, hafa sagt hann í lélegri æfíngur og hvorki staðið sig vel með landsliðinu né félagsliðinu IFK Gautaborg. Hann varði eina spymu af fimm til að byija með í víta- spymukeppninni gegn Rúmenum, og síðan fyrstu spyrnu Rúmena í bráðabananum og tryggði Svíum þar með sigur. „Ég var ekkert óstyrkur [fyrir síðasta vítið],“ sagði Ravelli. „Ég vissi að ég hefði engu að tapa og allt að vinna. Ég var bara að hugsa um að ef ég verði spymuna þá yrði ég hetja. Hann hins vegar [Miodrag Belodedici] var undir mikilli pressu og ég held að hann hafi verið óstyrkur." Fyrrum hástökkvari Ravelli, sem er fyrrum hástökkv- ari, lék sinn 115. landsleik ogjafn- aði þar með sænska landsleikjamet- ið. Hann er nú enn nær 125. lands- leikja meti Englendingsins Peter Shilton, sem einnig lék sem mark- vörður. Hann vonast til að geta bætt það met, en sú staðreynd að hann er einungis hálf atvinnumaður og vinnur sem sölumaður í raftækja- verslun, gæti haft áhrif á þau áform. Lið Svía komið í undanúrslit ífyrsta sinn síðan HM fórfram í Svíþjóð árið 1958 „Bráðabani betri en vrtakeppni“ - sagði Thomas Ravelli, sem varði þó tværvítaspymur Rúmena THOM AS Ravelli, sem lék 115. landsleik sinn, var hetja Svía, sem unnu Rúmena 5:4 í vítakeppni eftir að staðan var 1:1 að venjuleg- um leiktíma loknum og 2:2 eftirframlengingu. Hann var samt ekki sáttur við hvernig sigurinn vannst. „Það var frekar slakt hjá okkur að tryggja ekki sigurinn fyrstu 90 mínúturnar og það væri miklu betra að fá úrslit fbráðabana en vítakeppni," sagði markvörðurinn. „En ég vissi að ef ég tæki síðasta vítið sigruðum við. Það var engin pressa á mér, því ég hafði allt að vinna,“ bætti Ravelli við, en hann varði tvær vítaspyrnur f vítakeppninni og tryggði Svíum þar með sæti i undanúrslitum f fyrsta sinn sið- an 1958. Hakan Mild hitti ekki markið í fyrsta vítaskoti Svía, en síðan skoruðu allir þar til kom að Dan Petrescu, sem tók fjórða víti Rúm- ena. Ravelli varði og eftir fimm víti hjá hvoru liði var staðan 4:4. Larsson skoraði úr sjötta víti Svía, en síðan varði Ravelli glæsilega frá Miodrag Belodedici og sigurinn var í höfn. Lengst af var leikurinn tilþrifalít- ill og fátt markvert gerðist fyrr en undir iok venjulegs leiktíma. Tomas Brolin gerði glæsilegt mark eftir aukaspyrnu 10 mínútum fyrir leiks- lok, en Florin Raducioiu jafnaði á síðustu stundu. Hann bætti öðru við í fyrri hálfleik framlengingar og Rúmenar virtust ætla að hafa það, en Kennet Andersson var ekki á sama máli og jafnaði með góðum skalla áður en yfir lauk. Svíar tóku Gheorghe Hagi föst- um tökum og komst hann lítt áleið- is, þó hann ætti þátt í báðum mörk- unum, en að sama skapi var vörn Rúmena þétt, þó Martin Dahlin hafi verið óheppinn að skora ekki á 5. rnínútu, þegar hann skallaði í stöng. Þá varði Florin Prunea mjög vel um miðjan seinni hálfleik eftir gott skot frá Brolin. Tommy Svensson, þjálfari Svía, sagði að mark Brolins hefði sérstak- lega verið æft. „í fyrri leikjum Rúmeníu sá ég veilu í skipulagi varnarinnar og taldi að við gætum nýtt okkur hana. Það sást, þegar við skoruðum eftir aukaspyrnuna." Þá tók Mild spyrnuna og í stað þess að skjóta eða gefa fyrir mark- ið renndi hann boltanum fram hjá varnarveggnum. Brolin hljóp þaðan inn í eyðuna, var á auðum sjó og þrumaði upp í þaknetið. „Eðli málsins samkvæmt varð annað liðið að sigra og leikurinn gat ekki haldið áfram endalaust," sagði Anghel Iordanescu, þjálfari Rúmeníu. „Ákvörðun varð að vera tekin og hún fólst í vítaskotunum. Við áttum sömu möguleika, en þetta var hlutskipti okkar og það er engin miskunn í þessum leik.“ SÆNSKA liðið gerir bylgjuna svokölluðu eftir sigurinn á sunnu- dagskvöld. Tveir lelkmanna Rúmeníu sitja vonsviknir á vellinum. Sungu í rigningunni Rúmenar fögnuðu á regnvotum götum Búkarest eftir leikinn gegn Svíum. Rúmenar höfðu aldrei áður náð jafnt langt í keppn- inni, og virtust aðdáendur þeirra gera sig fyllilega ánægða með árangurinn, þrátt fyrir ósigurinn gegn Svíum í vítaspyrnukeppn- inni. Lögreglan bjóst við miklum látum og um leið og leikurinn var úti fylltust göturnar af lögregluþjónum. Vopnaðir verðir og brynvarðir bílar voru þegar mættir fyrir utan sænska og enska sendiráðið - dómari leiksins var enskur - en ekkert gerðist. Marg- ir sungu og dönsuðu en þó voru nokkrir sem gátu ekki leynt von- brigðum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.