Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 16
ÍHáttHR GOLF HANDKNATTLEIKUR Tæknilega óframkvæmanlegt að koma upp íþróttahúsi fyrir HM Bráðabirgðahús eini möguleikinn í stöðunni - sagði Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur STEINUNN V. Oskarsdóttir, formaður Iþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, sagði við Morgunblaðið í gær að samkvæmt skýrslu, sem Reykjavíkurborg hefði látið gera, næðist ekki að byggja nýtt íþróttahús, sem nota mætti í heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik í maí á næsta ári. „Það er tæknilega óframkvæmanlegt að koma upp íþróttahúsi eins og talað hefur verið um á 10 mánuð- um,“ sagði hún vera niðurstöður skýrslunnar og bætti við að eini möguleikinn væri að reisa bráðabirgðahús austan við Laugar- dalshöll. Umræða um byggingu nýs íþróttahúss hefur verið í gangi síðan Handknattleikssam- band ísland sótti um að halda heimsmeistarakeppnina og slík bygging var ein af helstu forsend- unum fyrir því að HSÍ fékk keppn- ina. Engu að síður féllst Alþjóða handknattleikssambandið á að not- ast mætti við Laugardalshöll, sem tæki um 4.200 áhorfendur, og út frá því hefur verið gengið. Hins vegar hefur framkvæmdanefnd HM 95 oft bent á að eftirspurn eftir miðum verði mun meiri en framboð og því lagt áherslu á að byggt verði hús, sem taki um 7.000 áhorfend- ur, en við það aukist tekjurnar af miðasölu um 50 til 60 milljónir að sögn Hákons Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra framkvæmdanefnd- ar. í þessu sambandi hefur verið rætt um að slá tvær flugur í einu höggi og reisa mannvirki með lög- legum knattspyrnuvelli, sem er eitt helsta baráttumál KSÍ. Byggingadeild borgarverkfræð- ings fékk Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. til að gera skýrslu um hugsanlega möguleika og var hún tekin fyrir á fundi ÍTR í gær, en Steinunn sagði að skýrslan yrði trúnaðarmál í nokkra daga. Samt væri ljóst að kostnaður væri mun hærri en áður hefði verið látið að liggja og sennilega ekki undir 300 til 400 milljónir króna fyrir bráða- birgðahúsnæði. Farið yrði nánar í kostnaðarhliðina næstu daga og ákvörðun tekin í framhaldi af þeirri athugun. Hákon sagði við Morgunblaðið að framkvæmdanefnd HM fylgdist spennt með þróun mála, en hún gæti ekki heimtað hús. „hins vegar er mjög ánægjulegt að sjá að stærð- argráðan á þessum viðburði sem HM er er að renna upp fyrir mönn- um, en við höfum alltaf bent á hana og haldið henni fram.“ Getum reist knattspymu- höll fyrir um400 milljónir - segir Kristófer Magnússon, tæknifræðingur hjá Garðasmiðjunni KRISTÓFER Magnússon, tæknifræðingur hjá Garðasmiðjunni í Garðabæ, sagði við Morgunblaðið í gær að fyrirtækið gæti reist knattspyrnuhöll í Laugardal, sem yrði tilbúin fyrir HM í handknattleik í maí á næsta ári, en heildarkostnaður fyrir utan byggingargjöld, opinber gjöld og kostnað vegna jarð- vinnslu yrði um 400 milljónir króna. J^ristófer sagði að fyrirtækið lega 10.000 fermetra mannvirki, hefði sent Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. upplýs- ingar um afgreiðslutíma á fram- leiðslu á stálgrindahúsi frá Star Building í Bandaríkjunum og væri ekkert því til fyrirstöðu að ljúka framkvæmdinni á tilsettum tíma fyrir HM. Um væri að ræða tæp- 115 m löngu, 86 m breiðu og 10 til 25 m háu húsi og 860 fer- metra viðbyggingu. Fyrir utan jarðvinnu, asfalt, gólfefni og sæti væri verðið um 240 milljónir. Sætin kostuðu um 50 milljónir, áætluð jarðvinna væri 40 til 50 milljónir og gólfið kostaði um 20 til 25 milljónir. „Raunhæfur kostnaður með öllu, búningsher- bergjum og fleiru, er um 400 milljónir," sagði Kristófer. Hann sagði að úr því sem kom- ið væri væri ekki hægt að byija á byggingunni fyrr en í desem- ber, en ekki þyrfti nema 12 góða daga í janúar, febrúar og mars til að reisa mannvirkið fyrir 1. apríl. Hins vegar mætti strax hefja jarðvinnu og ljúka henni í október, en vegna afgreiðslutíma efnisins frá Bandaríkjunum væri ekki hægt að byija að reisa húsið fyrr en í desember. „Tæknilega séð sé ég ekkert sem mælir gegn því að reisa svona mannvirki á tilsettum tíma,“ sagði Kristófer. í áætlun Garðasmiðjunnar er gert ráð fyrir 109 m löngum og 68 m breiðum knattspyrnuvelli með leirgólfi inni í húsinu og á hluta hans yrði malbikaður hand- knattleiksvöllur, sem síðan yrði sett gólf á vegna leikja. Höllina mætti síðan nota fyrir sýningar og þá væri auðvelt að fjarlægja leirinn ofan af malbikinu að sögn Kristófers. HESTAR ÚKar dattút Ufar Jónsson kylfingur úr Keili datt út í Opna finnska meist- aramótinu, sem er hluti af skandin- avísku mótaröðinni. Eftir tvo daga var keppendum fækkað úr 150 í 50 og „það er skemmst frá því að segja að ég missti af lestinni,“ sagði Ulfar í samtali við Morgunblaðið. Úlfar lék illa, báða dagana lék hann á 78 höggum en par vallarins er 72 þannig að hann var 12 högg yfir pari en þó aðeins fimm höggum frá því að komast áfram. „Ég held ég hafi aldrei verið svona óheppinn. Tvisvar sló ég út af vellinum, boltinn stoppaði á línunni, en var dæmdur úti. Svo missti ég sex pútt sem voru innan við metri þannig að skorið var fljótt að fara upp,“ sagði Úlfar. Ekkert gekk hjá piltunum íslensku landsliðin í golfi pilta, 19-21 árs og 18 ára og yngri, riðu ekki feitum hesti frá Evrópumótun- um sem lauk um helgina. Eldra lið- ið, sem keppti í Danmörku, tapaði síðasta leik sínum gegn Sviss 4,5 gegn 0,5. Allir leikirnir voru þó jafn- ir Tómas og Vilhjálmur töpuðu 1-0 eins og Þórður og Sigurpáll, en Örn tapaði 2-1. Tryggvi samdi hins veg- ar um jafntefli á 17. holu. Yngra liðið hafnaði í 13. sæti eft- ir 3-2 sigur á Finnum í síðasta leik. Birgir Leifur vann 1-0 eins og Snorri og þeir Birgir og Friðbjörn unnu 5-4. SKOTFIMI Jóhannes bikarmeistari Jóhannes Jensson úr Skotfélagi Reykjavíkur tryggði sér um helg- ina bikarmeistaratitilinn í skotfimi er hann varð í fjórða sæti á síðasta mótinu til bikarmeistaratitils. Hann hafði áður sigrað í þremur mótum og hlaut því 104 stig samtals. Annar varð Reynir Þór Reynisson úr Skotfé- lagi Keflavíkur með 94 stig, en hann sigraði um helgina og var aðeins einu stigi frá íslandsmeti og þremur stig- um frá Ólympíulágmarki. Hann hlaut 133 stig. Skotfélag Keflavíkur sigraði í svei- takeppninni um helgina, hlaut 311 stig, Skotfélag Akureyrar varð í öðru sæti með 293 stig og Skotfélag Reykjavíkur í þriðja sæti með 279 stig. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá formanni Skotsam- bandins. Verðmæti Orra frá Þúfu fjórfaldast SVO virðist sem söluverðmæti stóðhestsins Orra frá Þúfu gæti verið á biiinu 20 til 30 milljónir með virðisaukaskatti ef mið er tekið af söluverðmæti tveggja hluta sem seldir hafa verið eða til stendur að selja. Fyrir landsmót var einn hlutur seldur á rétt tæpa hálfa milljón með virðisaukaskatti en alls eru hlutirnir sex- tíu. Þá hefur heildarverð hestsins verið rétt tæpar 30 milljónir. Skömmu eftir landsmót kom fram tilboð í einn hlut upp á 375 þúsund með virðisauka þannig að þá hefur verðið lækkað all verulega. Þannig má gera ráð fyrir að heildarverð- mæti hestsins rokki þetta á bilinu 20 til 30 milljónir ef miðað er við söluverðmæti þessara tveggja hluta sem um getur. Hingað til hafa hlutir í hestinum ekki geng- ið kaupum og sölum en aftur verið Valdimar Kristinsson skrifar ýmsar ágiskanir í gangi með hugs- anlegt verð á honum eða hlutum í honum. Hinsvegar mætti ætla að ef hesturinn yrði seldur einum aðila eða þá að allir hlutirnir yrðu boðnir falir myndi heildarverð hestsins lækka verulega í samræmi við lögmál markaðarins. Svipað og gerist á hlutabréfamörkuðum. Ekki er vitað til að fleiri hlutir séu falir um þessar mundir en upp- haflegt kaupverð hvers hlutar var 100 þúsund krónur fyrir utan virðis- auka þannig að þegar best lét hefur hlutur selst á ríflega fjórföldu nafn- verði sem verður að teljast nokkuð góð fjárfesting. Þess má geta að folatollurinn undir Orra er í ár seld- ur á 46 þúsund krónur. Hleypt er 10 hryssum undir hestinn auk þeirra 60 uppáferða sem eigendur eða hlut- hafar hafa heimild til ráðstöfunar ár hvert. Þessir tíu folatollar eru notaðir til að reka hestinn en þar fara að minnsta kosti tæplega 300 þúsund krónur í tryggingar á hestin- um. Stærstu hluthafar í hestinum eru Indriði Ólafsson bóndi í Þúfu en Orri er einmitt fæddur honum, með sex hluti eða 10% og Sigurður Sæ- mundsson bóndi í Holtsmúla, með 7 hluti eða tæplega 12% eignarhlut- deild. Elgnarhlutlrnlr í Orra frá Þúfu hafa fjórfaldast frá því hlutafélagið stofnað var um hann var stofnað. :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.