Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 C 7 HM I KNATTSPYRNU Innspörk reyndí ROBERTO Baggio var enn elnu sinni á réttum stað og tíma; þegar leiktíminn var að renna út fékk hann knöttlnn Inn fyrir vörnina frá Slgnori, náði að leika á Zubizarreta markvörð — sem horfir á eftir ítalanum á litlu myndinni — og skoraðl úr þröngrl stöðu. Baggio fagnar sigurmarkinu hér til hliðar. ■ BÚLGARIA sigraði Þýskaland síðast í knattspymulandsleik 1960. ■ DIMITAR Penev, landsliðsþjálf- ari Búlgaríu, var í liði Búlgaríu, sem tapaði 5:2 fyrir Berti Vogts, landsl- iðsþjálfara Þýskalands, og samheij- um hans í þýska landsliðinu á HM í Mexíkó 1970. ■ LIÐ frá Austur-Evrópu hefur aldrei orðið heimsmeistari í knatt- spymu, en Búlgaría eygir möguleika á að verða fyrst til þess. ■ EMIL Kostndinov tryggði Búlg- aríu rétt til að leika í úrslitakeppn- inni, þegar hann skoraði á síðustu mínútu og tryggði liði sínu 2:1 sigur gegn Frakklandi í síðasta leiknum í undankeppninni. ■ EFTIR tapið gegn Nígeríu var leikmönnum Búlgaríu hótað öllu illu við heimkomuna ynnu þeir ekki Grikkland. ■ FYRIR leikinn gegn Argentínu sungu leikmenn Búlgaríu þjóð- söngva í búningsherberginu til að efla liðsheildina. ■ MÓÐIR knattspymumannsins búlgarska Hristo Stoichkov varð svo mikið um þegar hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Þjóðverjum að hún féll saman og var flutt á sjúkrahús. ■ SVÍAR fögnuðu sigrinum gegn Rúmeníu gríðarlega á götum sæn- skra borga og bæja eftir leikinn. Dansað var á torgum langt fram eftir nóttu og margir til morguns, og sumir tóku spor uppi á þökum strætisvagna. Til að kæla sig niður böðuðu menn sig í gosbrunnum. ■ MAÐUR einn í Malmö sem fylgdist með leiknum fékk vægt hjartaslag í miðjum leik. Svo mikill var spenningurinn að hann harð- bannaði konu sinni að hringja á sjúkrabí! fyrr en að leik loknum. ■ LÖGFRÆÐINGUR í Bangla- desh hefur höfðað mál á hendur Joao Havelange forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins. Hann ásakar Havelange fyrir að hafa staðið á bak við „aðförina" að Mara- dona, eins og hann nefnir ótíma- bundið bann sem FIFA setti Mara- dona í vegna neyslu ólöglegra lyfja. ■ LÖGFRÆÐING URINN krefst skaðabóta vegna ákvörðunar FIFA, sem hann segir Havelange bera ábyrgð á, en hún hafi skaðað Mara- dona bæði andlega og líkamlega. Dómstólinn hefur hvorki ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir né sent Havelange boð um að mæta fyrir réttinn, ennþá... innkasta Ínnspörk verða tekin upp til reynslu í stað innkasta, í þremur deildum í Evrópu næsta vetur. Sepp Blatter, framkvæmdastjóri alþjóða knattspymusambandsins (FIFA) upplýsti á laugardag að í 2. deild í Belgíu og Ungveijalandi og einni hálf atvinnumannadeild í Englandi yrði tilraunin gerð; þegar knöttur- inn fer út fyrir hliðarlínu stilla menn honum á línuna og spyrna aftur inn á völlinn, í stað þess að kasta honum, eins og gert er í dag. Blatter sagðist reikna með að breyt- ing í þessa veru yrði gerð á leikregl- unum innan tveggja ára og þar með tekin upp alls staðar í heiminum „Ég er sannfærður að eftir tvö ár verða innspörk komin í stað inn- kasta í lögin og þá verður knatt- spyrnan enn hraðari leikur en nú,“ sagði Blatter í samtali við áströlsku sjónvarpsstöðina SBS. Baggio enn bjargvættur Spænskir fjölmiðlar tóku tapinu af karlmennsku Dagblöð á Spáni tóku tapinu gegn Ítalíu á laugar- dag af karlmennsku. EI Pais og As sögðu bæði að lið Spánar hefði fallið úr keppni með sæmd. „Guð er ítali" var fyrirsögnina í El Periodico og eitt blað- anna benti á að liðsmenn Spánar hefðu snætt spag- hetti í morgunverð á leikdegi — hefur líklega fund- ist það fuil ítalskur matur þann daginn... Salinas segist aldrei munu gleyma leiknum Julio Salinas, sem fékk gullið tækifæri til að skora sjö mínútum fyrir leikslok gegn Ítalíu, sagði á eftir að leiknum myndi hann aldrei gleyma; vegna þess að honum tókst ekki að skora og koma liðinu þar með yfir: „Mér þykir það leitt, sérstaklega vegna liðsins, vegna þjálfarans og Spánveija allra," sagði hann. „Mark hefði komið okkur áfram í undanúr- slit því ítalirnir voru búnir, of þreyttir til að hreyfa sig.“ Olsen: ítalir fara í úrslit Egil Olsen, þjálfari Norðmanna, spáir því að ítal- ir komist í úrslit heimsmeistarakeppninnar. „ítalir léku mjög vel gegn okkur og það er mjög erfítt að leika gegn liði þeirra," sagði hann. „Ítalía var miklu, miklu betra en Nígeríu í annari umferð keppninn- ar. Það var mikill munur þar á,“ sagði þjálfarinn og bætti við að mikil heppni væri með ítölum, og hana þyrfti til að komast í úrslit. „Þeir höfðu heppn- ina með sér gegn okkur og einnig gegn Spánveijum.“ Var ekki áberandi gegn Spánverjum en kom ftalíu í undan- úrslit með sigurmarki á næst síðustu mínútu leiksins ROBERTO Baggio tryggði Italíu sigur gegn Nígeríu á siðustu stundu í 16 liða úrslitum og hann endurtók leikinn gegn Spáni í átta liða úrslitum, þegar Ítalía vann 2:1 eftir að Spán- verjar höfðu verið mun að- gangsharðari í seinni hálfleik. Dino Baggio kom ítölum yfir um miðjan fyrri hálfleik eftir góð- an undirbúning Robertos Donadon- is, en Jose Luis Caminero jafnaði á 59. mínútu með þrumuskoti. Boltinn fór í Antonio Benarrivo og breytti um stefnu sem gerði það að verkum að Gianluca Pagliuca átti ekki möguleika á að veija. Á 89. mínútu komst Roberto Baggio á auðan sjó eftir sendingu frá varamanninum Giuseppe Signori og skoraði úr þröngu færi framhjá Andoni Zubiz- arreta, en varnarmaðurinn Abelardo reyndi árangurslaust að bjarga á línu. Fimm mínútum fyrr fékk Sa- linas gullið færi til að skora fyrir Spánveija, en Pagliuca sá við hon- um. Salinas var kominn einn í gegn, en Pagliuca var fljótur út á móti og bjargaði með frábærri mark- vörslu. Javier Clemente, þjálfari Spán- veija, sagði að lið sitt hefði alger- lega átt seinni hálfleikinn. „Við sköpuðum okkur marktækifæri, en nýttum þau ekki og þeir skoruðu úr einu sókn sinni. Við vorum með sjö menn frammi til að tryggja okkur sigur, en svo náðu þeir gagn- sókn tveir á móti einum." Hann sagði að miðheijinn Luis Enrique hefði nefbrotnað undir lokin. „Luis var tilbúinn að skjóta og ég held að Mauro Tassotti hafi slegið hann með olnboganum og nefbrotið hann. Dómarinn hefði átt að gera eitthvað í því.“ Clemente sagði að Salinas væri niðurbrotinn eftir að hafa ekki tek- ist að ná forystunni fyrir Spán und- ir lokin. „En það væri ósanngjarnt að ásaka hann um tapið vegna þess að hann var mjög mikilvægur og við erum sáttir með að hafa leikið frábæran leik í átta liða úrslitum." Arrigo Sacchi, þjálfari Ítalíu, sagði að Italir hefðu tapað áttum eftir hlé. „Svona leikir eru eins og stríð og taka verður mið af því. Það er erfitt að halda einbeitingunni við þessar aðstæður." Roberto Baggio sást ekki mikið í leiknum, en var réttur maður á rétt- um stað, þegar mikið lá við. „Knatt- spyrnan er samansafn ólíkra þátta og ég hef lagt mikið á mig til að sanna tilveruréttinn,“ sagði miðheiji Juventus. Clemente sagði að Alkorta hefði haft góðar gætur á Baggio í leiknum og því hefði hann átt erfitt um vik og lítið borið á honum. „Það er erfitt að vera á fullu allan tím- ann,“ sagði þjálfarinn og bætti við að Dino og Roberto Baggio, sem eru óskildir, væru frábærir leikmenn og það væru ekki nýjar fréttir, en þeir hafa gert fimm af sex mörkum Ital- íu í keppninni. „Staðreyndin er að Roberto Baggio kom Ítalíu í undanúrslit,“ sagði Giorgio Chinaglia, fyrrum mið- heiji Italíu. „Hann lék ekki vel í seinni hálfleik, en kom við boltann á mikilvægu augnabliki." ■ BODO Illgner, markvörður þýska landsliðsins í knattspyrnu, lýsti því yfir eftir leikinn gegn Búl- görum að hann væri hættur að leika með landsliðinu. ■ TVEIR af „gömlu“ mönnunum í landsliði Hollands lýstu því einnig yfír um helgina að þeir gæfu ekki kost á sér í liðið frainar; það eru miðjumaðurinn Jan Wouters sem leikur með PSV Eindhoven og varnaijaxlinn Ronald Koenian leikmaður með Barcelona. ■ SÆNSKI varnarmaðurinn Ro- ger Ljung hefur verið keyptur til Duisburg í þýsku 1. deildinni frá Galatasaray í Tyrklandi. Þýska félagið hefur einnig keypt nígeríska framheijann Daniel Amokachi sem leikið hefur með FC Brugge í Belgíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.