Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR12. JÚLÍ 1994 C 11 MEISTARAMÓT GOLFKLÚBBAIMIMA KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Frosti B. Eiðsson Þórleifur Karlsson og Andrea Ásgrímsdóttir ánægð eftir sigurinn í meistaraf lokkum hjá Golf- klúbbi Akureyrar enda full ásæða til því þau eru ung og eiga f ramtíðina fyrir sér. Þórlerfur skaut þeim eldri aftur fyrir sig NÍTJÁN ára kylfingur, Þórleifur Karlsson, skaut eldri og reynd- ari mönnum aftur fyrir sig á Akureyrarmótinu, Meistaramóti GA, sem lauk á laugardag. Þórleifur lék hringina fjóra af miklu ör- yggi og kom inn á 297 höggum. Hann hafði fimm högga forskot á þá Viðar Þorsteinsson og Björn Axelsson fyrir sfðasta hringinn og í lokin munaði níu höggum á Þórleifi og Viðari, sem hafnaði íöðru sæti. Gamla kempan Björgvin Þorsteinsson, margfaldur íslandsmeistari, sem er bróðir Viðars, klifraði upp úrsjöunda sætinu í það þriðja lokadaginn, þegar hann lék á pari vallarins, 71 höggi og kom inn á 308 höggum. Eg hef oft náð góðu skori á ein- stökum hringjum en aldrei leikið sjötíu og tvær holur svona fsggggggggg vel. Ég er kannski Frosti B ánægðastur með Eiðsson það hve j afnir hring- skrifar frá imir voru og að ég Akureyri skyldi ekki leika neinn þeirra á yfir 75 höggum," sagði Þórleifur í samtali við Morg- unblaðið. „Ég get ekki þakkað sig- urinn auknum æfingum, ég æfí ekki meira en í fyrra en höggin eru beinni í sumar, það eru helst púttin sem ég hef átt í vandræðum með,“ sagði meistarinn. Tólf kylfmgar reyndu með sér í meistaraflokki, þar af fjórir með meistaraflokksforgjöf, fjóra eða minna. Meistari síðustu tveggja ára, Sigurpáll Sveinsson, var í keppnisferð með unglingalandslið- inu og því ófær um að veija titil sinn. Aðeins tvær stúlkur kepptu í meistaraflokki kvenna. Andrea Ás- grímsdóttir varð öruggur meistari á 330 höggum en keppinautur hennar, Erla Adolfsdóttir með sext- án höggum meira. „Ég spilaði nær ekkert í fyrra en í ár hefur mér gengið mjög vel,“ sagði meistari kvennaflokksins eftir mótið. Kepp- endur voru alls um eitt hundrað talsins í tíu flokkum og hafa ekki verið færri á síðustu árum. ■ Úrslit / C14 Morgunblaðið/Frosti B. Eiðsson Þrjár kynslóðir ÞRJÁR kynslóðir kylfinga í Hafnarfirði. Önnur frá vinstri, í hvítri treyju, er Kristín Pálsdóttir, þá meistarinn Þórdís Geirsdóttir og til hægrf er Ólöf María Jónsdóttir, sem sá af titilinum til Þórdísar. Þórdís endurheimti titilinn hjá Keili órdís Geirsdóttir endurheimti titilinn í meistaraflokki kvenna hjá Keili í Hafnarfirði. Þetta var í ellefta sinn sem Þórdís hrósar sigri, þeim fyrsta fagnaði hún árið 1980, en í fyrra sigraði hin unga Anna María Jónsdóttir. „Það er ekki hægt að láta ungu stelpurnar sigra mörg ár í röð,“ sagði Þórdís eftir sigurinn. „Annars hef ég ekki æft nógu mikið, enda mjög erfitt þegar maður er með þijá grislinga. Einhver verður að hugsa um börnin,“ sagði hún. Þórdís átti tvö högg á Ólöfu Maríu eftir fyrsta dag keppninnar og næsta hring léku þær báðar á 76 höggum þannig að enn munaði tveimur höggum. A þriðja degi jók Þórdís forystu sína um sex högg og sigurinn því nokkuð öruggur enda tapaði hún aðeins einu höggi síðasta daginn og sigraði með sjö höggum. „Eg spilaði ágætlega alla dagana nema þann síðasta. Ég setti smá pressu á sjálfa mig og stefndi að því að leika á undir 300 höggum allt mótið en klúðraði því síðasta daginn með því að leika á 79 högg- um,“ sagði hin sigursæli kylfingur úr Hafnarfirði. 0\ Morgunblaðið/Golli Björn Knútsson athugar með flug boltans undir lok mótsins. Bikarinn í karlaflokki skipti einn- ig um hendir. Úlfar Jónsson hefur varðveitt hann en það kemur í hlut Björns Knútssonar að geyma hann næsta árið. Björn lék á 276 högg- um, fimm höggum færra en Björg- vin Sigurbergsson sem varð í öðru sæti. Þetta er í fysta sinn sem Björn verður klúbbmeistari Keiiis. UMFG er í efsta sætinu... Grindvíkingar eru á toppnum í 2. deild með hagstæðari markamun en Leiftur frá Ólafs- firði, eftir góðan sig- Frímann ur á Þrótti frá Nes- Ólafsson kaupstað 5:0. skrifar frá „Maður getur Grmdavik náttúrlega ekki ann- að en verið ánægður með þennan leik því strákarnir spiluðu góðan fótbolta. Við erum komnir á toppinn og ætlum okkur að vera þar,“ sagði Pálmi Ingólfsson aðstoðarþjálfari Grindvíkinga eftir leikinn. Þrátt fyrir stóran sigur er ekki þar með sagt að yfirburðir Grind- víkinga hafi verið slíkir að þeir hefðu átt að sigra með fímm marka mun. Helsti munurinn á liðunum var að Grindvíkingar nýttu færin sem þeir fengu en Þrótturum voru mjög mislagðar hendur í sókninni. Einnig spiluðu Grindvíkingar mun betur í vörninni en vörn gestanna var mjög illa á verði í leiknum. Haukur Bragason átti góðan leik í marki Grindvíkinga en þeir Ingi Sigurðsson og Grétar Einarsson voru sprækir í framlínunni og skap- aðist ávallt hætta þegar þeir voru með boltann. Grétar er í miklu stuði þessa dagana og skorar nánast í hveijum leik. Þróttarar áttu ekki góðan dag og var Sveinbjörn Há- konarson þjálfari og leikmaður þeirra ekki ánægður með sína menn. „Menn unnu ekki eins og fyrir þá var lagt en sigur Grindvík- inga var allt of stór miðað við gang leiksins. Mér fínnst samt leiðinlegt að sjá hve mikla virðingu dómarar virðast bera fyrir Lúkasi Kostic í leikjum og ég er ekki einn um þá skoðun,“ sagði hann í leikslok. iviurguiiuiauiu/ uuui Gunnar Gunnarsson, Þróttari, I baráttu viö Leiftursmennina Mark Duffield, sem liggur á vellinum, og Einar Einarsson. ...en Leiftur jafn að stigum Stefán Stefánsson skrífar Eg er þokkalega sáttur við þessi úrslit þó að við hefðum fengið mörg færi á að skora fleiri mörk. Við byijuðum vel en vorum síðan alveg á hælunum, sagði Páll Einarsson úr Þrótti, þegar lið hans gerði 1:1 jafntefli við Leiftur frá Ólafs- firði í Sæviðarsundinu á laugardag- inn. „Okkur var spáð slakri útkomu og jafnvel falli í sumar en sýndum að við erum ekkert slakari en Leift- ursmenn. Úr því sem komið er, ætlum við upp í fyrstu deild,“ bætti Páll við en hann var bestur Þrótt- ara í leiknum. Heimamenn byijuðu af meiri krafti og úr þriðja góða færinu sínu, á 15. mínútu, skaut Óskar Árnason óvænt utan teigs beint upp í efra markhornið þegar Þorvaldur Jóns- son markvörður Leifturs svaf á verðinum. Eftir markið tóku Ólafs- firðingar sig á og sóknir þeirra þyngdust stöðugt þó Þróttara ættu sín færi. Eftir þvögu inní vítateig Þróttara á 26. mínútu sló Theódór Jóhannsson boltann og dómarinn dæmdi umsvifalaust vítaspymu sem Pétur B. Jónsson skoraði úr. Eftir markið dofnaði mikið yfir leiknum og síðari hálfleikur var lít- ið fyrir augað nema undir lokin þegar menn mundu eftir mikilvægi stiganna sem í boði vom. Að vísu skallaði Gunnar Már Másson í mark Þróttara í síðari hálfleik en dómari leiksins var ekki í neinum vafa þeg- ar hann dæmdi bakhrindingu á Gunnar Má. Þróttarar áttu fleiri færi og hefðu með smáheppni getað gert útum leikinn. Eins og áður sagði var Páll þeirra besti maður, sívinnandi, og Ágúst Hauksson varnaijaxl .stóð að venju fyrir sínu. „Okkur tókst ekki að komast af stað og vorum á hælunum til að byija með. Talsverður taugatitring- ur var í báðum liðum því hvorugt mátti við því að tapa stigum og menn tóku eins litla áhættu og hægt var,“ sagði Páll Guðmundsson sem ásamt Einari Einarssyni var besti maður Leifturs. Enn sigrar Breidablik BLIKASTÚLKUR héldu sigur- göngu sinni áfram f 1. deildinni þegar þær lögðu Stjörnustúlk- ur að velli í Garðabænum á laugardaginn með tveimur mörkum gegn engu. Olga Fær- seth skoraði bæði mörk Blika- stúlkna og var hársbreidd frá því að ná þrennu f leiknum. Leikurinn var ekki nema sex mínútna gamall þegar fyrsta markið leit dagsljósið. Blikastúlkur geystust upp miðj- Guðmundur una, og eftir nokk- Helgi urt hnoð við mark- Þorsteinsson teiginn barst boltinn skrilar fyrir fætur Olgu Færseth sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði með hnitmiðuðu skoti. Eftir því sem leið á hálfleikinn komust Stjörnustúlkur meira inn í leikinn, og þær virtust staðráðnar í að jafna. Vörn Blikastúlkna var hins vegar föst fyrir, og stóð af sér öll áhlaup með Vöndu Sigurgeirs- dóttur í fararbroddi, en hún var öryggið uppmálað. A 55. mínútu lagði Ásta B. Gunn- laugsdóttir upp seinna mark Blika- stúlkna eftir að hafa brotið sér leið að endamörkum vítateigs Stjörn- unnar. Þar náði hún að senda hár- nákvæma sendingu á Olgu Færseth sem var ein og óvölduð inn í mark- teig og gat ekki annað en skorað. Eftir markið dró smá saman af Stjörnustúlkum og gestirnir voru mun nær því að bæta við mörkum. Sigur Breiðabliks var aldrei í hættu. Þær voru kraftmeiri og einokuðu miðjuna á köflum þar sem Margrét Ólafsdóttir og Katrín Jónsdóttir létu til sín taka, en hjá Stjörnunni áttu systurnar Guðný og Gréta Guðna- dætur ágæta spretti inn á milli. ■ Úrslit / C14 ■ Stöður / C14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.