Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 C 3 HJOLREIÐAR Indurain kominn á toppinn í „Túmum“ SPÁNVERJINN Miguel Indura- in náði forystu í Frakkiand- skeppninni í hjólreiðum í gær, þegar hann sigraði með yfir- burðum í 64 km langri tíma- keppni. Hann kom í mark tveimur mínútum á undan næsta manni, Tony Rominger, og hefur nú tæplega tveggja og hálfrar mínútu forskot i heildarkeppninni. Mér leið vel og ég gerði það sem ég gat, en Miguel er einfaldlega sterkari en ég og það eina sem ég get gert er að kyngja því,“ sagði Tony Rominger þegar úrslitin voru ljós. Eina von Romin- ger eru fjöllin, en þar segist hann líklega vera aðeins sterkari. Indurain blés á allar gagnrýnis- raddir með frammistöðunni í gær og var ánægður. „Tímabilið byijaði erfiðlega hjá mér og ég var ekki alveg í toppformi þegar keppnin byijaði, en nú er ég kominn í gang,“ sagði Indurain 7. leggur laugardag: 259 km frá Rennes til Futuroscope klst. 1. Jan Svorada (Sló.) Lampre.....5:56.50 2. D. Abdopjaparov (Úsb.) Polti 3.0. Ludwig(Þý.)Telekom á sama tíma 8. leggur laugardag: 218,5 km frá Poitiers til Trelissac klst. 1. Bo Hamburger (Da.) TVM........5:09.27 2.A. Camargo(Kól.)Kelme....l sek. á eftir 3. Rolf Aldag (Þý.) Telekom.......5 9. leggur mánudag: 64 km tímakeppni frá Perigueux til Bergerac klst. 1. Miguel Indurain (Sp.) Banesto.1:15.58 2. T. Rominger (Sv.) M.Clas.2 m. á eftir 3. A.De Las Cuevas (Fr.) Castorama.4.22 4. Thierry Marie (Fr.) Castorama...4.45 5. Chris Boardman (Br.) Gan....5.27 6. Bjarne Riis (Da.) G.Ballan..5.33 7. Thomas Davy (Fr.) Castorama.....5.35 8. Abraham Tolano (Sp.) Mapei Clas.5.45 9. Arturas Kasputis (Ut.) Chazal...6.01 10. PiotrUgrumov (Let.) G.Ballan.6.04 Staðan eftir níu leggi: klst. 1. Miguel Indurain (Sp.) Banesto....41:19.13 2. T.Rominger (Sv.)M.C.2.28 m.á eftir 3. A.De Las Cuevas (Fr.) Castorama.4.40 4. Gianluca Bortolami (ít.) Mapei Clas...5.47 5. Thierry Marie (Fr.) Catorama...5.51 6. Thomas Davy (Fr.) Castorama....6.04 7. Christopher Boardman (Br.) Gan.6.06 8. Sean Yates (Br.) Motorola......6.30 9. Abraham Olano (Sp.) Mapei Clas.6.31 10. Lance Armstrong Motorola......6.35 11. BjarneRiis (Da.) G.Ballan.....6.40 12. D. Abdoujaparov (Úsb.) Polti..6.45 13. J.Museeuw (Be.) GBMG..........6.46 14. Flavio Vanzella (ít.) GBMG....6.59 15. Piotr Ugrumov (Let.) G.Ballan.7.08 16. Luc Leblanc (Fr.) Festina.....8.37 17. Andrea Peron (ít.) Polti......9.10 18. V. Ekimov (Rú.) Wordperfect...9.21 19. Vladimir Poulnikov (Rú.) Carrera....9.40 20. Enrico Zaina (ít.) Gewiss-Ballan..9.41 Reuter í þá gulu MIGUEL Indurain náði topp- sætinu í Frakklandskeppninni í hjólreiðum í gær, og bregður sér hér í gulu treyjuna sem sá kiæðist, sem hefur forystu. ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA / HM Varamenn brasilíska landsliðsins fagna Branco, sem er fyrir miðri mynd, eftir frábært sigur- mark hans með föstu skoti beint úr aukaspyrnu gegn Hollandi á laugardaginn. Brasilía leikur ekki evrópska knattspymu - segir þjálfari Brasilíumanna, Carlos Alberto Parreira CARLOS Alberto Parreira, þjálfari Brasiliu, furðar sig á skiln- ingsleysi fólks, sem stöðugt klifar á því að Brasilía leiki ekki eins og áður heldur hafi aðlagað leik sinn að því sem við- gengst í Evrópu. „Hér er ótrúiega mikill misskilningur á ferð,“ sagði hann eftir 3:2 sigur Brasilíu gegn Hollandi íátta liða úrslitum. „Við höfum aldrei leikið eða reynt að leika evrópska knattspyrnu. Við spilum með fjóra íflatri vörn, höldum boltan- um á jörðinni, erum ekki með „svíper“ og forðumst iangar sendingar. Eg skil ekki hvernig þessu ekki.“ arreira er þegar kominn lengra með lið Brasilíu en tekist hefur síðan 1978, en engu að síður hefur hann þurft að sitja undir stöðugri gagnrýni og spurn- ingum vegna leikskipulagsins. „Eins og öll önnur lið, sem komu hingað, viljum við sigra, verða heimsmeistarar, og það gerum við ekki nema með því að gefa mót- heijunum ekki frið, þegar þeir eru með boltann. Tilfellið er að það er stöðugleiki í liðinu. Við leikum ekki leiðinlegan fótbolta og förum í hvern leik með því hugarfari að sækja.“ Helsta vandamál Brasilíu í keppninni hefur verið hugmynda- því stendur að fólk nær leysi á miðjunni, sem kom berlega í ljós gegn Hollendingum. Enginn miðjumannanna átti beint þátt í mörkunum og liðið stendur og fell- ur með miðheijunum Bebeto og Romario, sem hafa gert sjö af 10 mörkum Brasilíu í keppninni til þessa. Reyndar kvartaði Romario yfir því í síðustu viku að hann þyrfti oft að sækja boltann aftur á miðjuna. í síðustu tveimur leikj- um hefur Mazinho tekið stöðu Rai fyrirliða á miðjunni, en það hefur ekki bætt miðjuspilið og Parreira neyðist sennilega til að breyta aft- ur og láta fyrrum fyrirliðann byija í undanúrslitunum á morgun. „Einhverra hluta vegna eru ekki til nógu margir frábærir miðju- menn í Brasilíu um þessar mund- ir,“ sagði Parreira. Brasilía hefur státað af frábær- um miðjumönnum í gegnum tíð- ina, mönnum eins og Gerson, Zico, Socrates og Rivelino, en þrátt fyr- ir að vera ekki með jafnoka þeirra hefur liðið sýnt mikjnn baráttuvilja og gott skipulag. í undanförnum HM-mótum hefur liðsandinn ekki alltaf verið upp á það besta, fyrst og fremst vegna deilna um pen- ingagreiðslur fyrir árangur, en Parreira er stoltur yfir því að nú er ekki um nein slík vandamál að ræða. „Við höfum sýnt að sigur- viljinn er fyrir hendi og við höfum kraftinn til að rífa okkur upp eins og sést hefur í þremur leikjum. Við vorum undir gegn Svíum en náðum að jafna metin, okkur tókst að bijóta ísinn með 10 mönnum gegn Bandaríkjamönnum og rétt- um úr kútnum gegn Hollending- um. Mörg lið hefðu brotnað eftir að hafa misst niður tveggja marka forystu." Búlgarir mæta enn fyrrum meisturum Búlgaría hefur haft betur gegn fyrrum heimsmeisturum Þýskalands og Argentínu í HM og mætir næst fyrrum heimsmeisturum Ítalíu í undanúrslitum. „Við eigum mikla möguleika á sigri gegn liði Ítaiíu, því það er ekki eins gott og lið Þýskalands," sagði Borislav Mihailov, markvörður og fyrirliði Búlgaríu. Varamaðurinn Ivaylo Yordanov, sem kom inn á fyrir Hristo Stoichkov, gegn íjóðveijum á sunnudaginn vegna þess að hann var kominn með gult spjald, sagði að Þjóðveijar hefðu vanmetið mót- heijana. „Þjóðveijar voru hræddir við okkur, en það er engin spurning að við vorum betri. Nú höfum við sigrað tvö heimsmeistaralið og bíð- um eftir því þriðja.“ Stoichkov og Emil Kostadinov hafa verið mjög öflugir í fremstu röð hjá Búlgörum í keppninni, en Yordan Lechkov og Krasimir Balakov hafa sprungið út og verið mikilvægir hlekkir. Penev þiálfari sagði að þekking Lechkovs á þýsku leikmönn- unum hefði haft mikið að segja, en Lechkov leikur með Hamborg. „Frá því að undankeppnin hófst höfum við reynt að byggja liðið í kringum leikmenn, sem leika með erlendum liðum,“ sagði þjálfarinn, sem lék 90 landsleiki fyrir Búlgaríu. Framan af keppninni í Bandaríkj- unum gengu tröllasögur um ósætti í landsliðshópi Búlgaríu; þar væri hver höndin upp á móti annari og Stoichkov réði nánast öllu, jafnvel því hvernig liðið væri skipað. Hann bar þetta til baka, og Letchkov, sem gerði sigurmarkið um helgina, segir andrúmsloftið í herbúðum Búlgaríu gott. Leikmenn hafa m.a.s. verið mjög fijálsir og hafa fagnað sigrum vel og lengi fram eftir nóttu, þar sem dreypt hefur verið á áfengi í meira magni en flestar telja heppilegt við þessar kringumstæður. „Aður fyrr fengum við aldrei að fagna svona, en nú erum við frjálsir og líður vel,“ sagði Letchkov. Opið bréf til Ung- mennafélags íslands Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi bréf til Ungmennafélags íslands frá Bryndísi Ólafsdóttur sundkonu, með ósk um birtingu: „Ástæða þess að ég sting niður penna á íþróttasíðu Morgunblaðs- ins er sú að Ungmennafélag ís- lands meinar mér að keppa á Landsmóti þess sem haldið verður á Laugan/atni. Til grundvallar ákvörðun sinni segja talsmenn UMFÍ að þar sem ég æfí íþróttagrein mína, sund, með félagsliði í Reykjavík en ekki með gamla félaginu mínu, HSK í Þorlákshöfn, hafí ég fyrirgert rétti mínum til að ljá síðarnefnda félag- inu lið. Þetta tel ég vera fráleitt og vísa til svokallaðrar eins-mán- aðarreglu Sundsambands Islands en skv. henni er sundmönnum heimilt að færa sig milli félaga með eins mánaðar fyrirvara, en á þeim tíma, þessum eina mánuði, er viðkomandi sundmanni óheimilt að keppa. Þetta virðist UMFÍ ekki viðurkenna og tel ég þá afstöðu ósanngjarna og í raun vanhugs- aða. Greinilegt er að UMFI virðir ekki reglur sérsambanda Íþrótta- sambands íslands og finnst mér það rangt! Afreksmenn í íþróttum, sem búa úti á landi við upphaf ferils síns, verða oft að leita þjálfunar út fyr- ir heimahérað ef ekki er aðstaða þar eða þjálfarar sem íþróttamað- urinn telur að geti fullnægt þörfum sínum. í mínu tilfelli, en ég er í landsliðinu í sundi, á ég engra kosta völ annarra en þeirra að æfa í Reykjavík. Til þess þarf ég áð æfa með einhveiju félagsliðanna í Reykjavík, og eðlilega tekur ekkert lið við sundmanni utan af landi án þess að óska þess að hann gerist félagi í viðkomandi liði. Fyrir því liggja margar ástæður sem ég tel ekki rétt að tíunda hér en í mínu tilviki hóf ég að synda hjá Sundfé- laginu Ægi og kemur það nú í veg fyrir að ég geti ljáð HSK liðsinni mitt á Landsmótinu. Ég tel þetta vera mjög ósann: gjarna afstöðu af hendi UMFÍ vegna fyrrgreindrar eins-mánað- arreglu en þó ekki síst vegna þess að ég of systkini mín höfum ætíð litíð á okkur sem félaga í HSK þótt við höfum þurft að æfa ann- ars stðar um skeið. Spyija má hvort refsa eigi íþróttamönnum af landsbyggðinni sem æfa í Reykja- vík? Einnig má spyija hvort hags- munum íþróttanna sé þjónað á réttan hátt með afstöðu eins og þeirri sem ég hef lýst hér í þessu stutta greinarkorni. Bryndís Ólafsdóttir. “ HVAMMSVIK Golfparadís í Kjós Opið golfmót fyrir þá, sem eru með forgjöf 20 og hærri, verður haldið í Hvammsvík laugar- daginn 16. júlí og hefst kl. 9.00 f.h. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Stórglæsileg verðlaun, m.a. Slazinger golfsett, Goretex golfskór, Goretex peysur og fleira frá golfverslun Sigurðar Péturssonar. Ameríkuferð eða ferð með Flugleiðum til annarra áfanga- staða þeirra fyrir þann, sem fer holu í höggi á 9. braut. Skráning í síma 667023. Mótsgjald kr. 1.500 fyrir manninn. Golfarar, takið fjölskylduna með. Góð aðstaða til útivistar á staðnum s.s. veiði, hestaleiga, úti- og innigrill o.fl. Veitingasala. Hægt er að spila til forgjafar í Hvammsvík. Ath: Kylfingar þurfa ekki að vera skráðir í golf- klúbbum. .HVAMMSVIK . vmn «l.nu ♦ HJMAUH.A * UliVHU Allar nánari Blab allra landsmanna! -kjarnimálsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.