Morgunblaðið - 12.07.1994, Page 6

Morgunblaðið - 12.07.1994, Page 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ HM I KNATTSPYRNU „Við viljum Stoichkov sem forseta" Gífurlegur fögnuður braust út í Búlgaríu eftir sigurinn gegn Þýskalandi. Fólk þusti út á göt- ur, kallaði, söng og veifaði flöggum, en margir eldri íbúar létu sér nægja að standa úti á svölum, brosa og klappa. Sagt var að aldrei hefðu fleiri safn- ast saman í miðbæ Sofíu og lögreglan tók virkan þátt í fagn- aðarlátunum. „Við viljum Hristo Stoichkov sem forseta" söng fólkið, en Zhelyu Zhelev forseti óskaði þjóðinni til ham- ingju með sigurinn í sjónvarpsá- varpi og sagði endalok kom- múnismans hafa gert hann mögulegan. „Lýðræðið varð að verða að veruleika til að bestu knattspyrnumenn okkar gætu leikið í bestu liðum heims og sýnt hæfileika sína. Það sem við sáum var ekki slys heldur eðlileg úrslit. Ég óska þjóðinni til hamingju og við stefnum að sigri í heimsmeistarakeppn- inni.“ Stoichkov Bráðabani á HM 98 Joseph Blatter, framkvæmdastjóri alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, sagði í viðtali um helgina að í úrslitakeppni næstu HM yrði gerð sú breyting að í stað venjulegrar framlengingar yrði tekinn upp bráða- bani; yrði staðan jöfn eftir 90 mínútur yrði gripið til framlengingar, en það lið sem skori fyrst sigri þar með í leiknum. Næsta úrslitakeppni HM verður árið 1998 í Frakk- landi. Ein óvæntustu úrslit HM: Búlgaría sló heimsmeistara Þýskalands út í átta liða úrslitum Stórkostlegt mark Stoichkovs Reuter HRISTO Stoichkov jafnar fyrlr Búlgaríu gegn Þýskalandi; þrátt fyrlr að Mattháus, Klinsmann, Völler, Buchwald, Helmer og Berthold gerl allir sltt ýtrasta tll að loka, nær Stolchkov að skrúfa knöttinn glæsilega yfir varnarvegginn. Illgner markvörður, lengst til vinstri, kíklr á hvað snlllingurlnn er að gera, en fyrr en varðl lá knötturinn í netinu, án þess að markvörðurinn fengi nokkuð að gert. „Afrek í sögu knatt- spymunnar í Búlgaríu“ BÚLGARÍA þótti ekki Ifklegt til stórræða á HM og ekki batnaði staða liðsins eftir 3:0 tap gegn Nígeríu í fyrsta leik riðlakeppninn- ar. En Búlgarar tvíefldust við hverja raun og hafa iiú slegið bæði úrslitaliðin frá því á Ítalíu 1990 út úr keppni. Lið þeirra var marki undir gegn heimsmeisturum Þjóðverja, en tvö mörk undir lokin tryggðu 2:1 sigur og undanúrslitaleik gegn ítali'u annað kvöld. Hetjan YORDAN Lechkov fagnar eftir að hafa tryggt Búlgörum sig- ur, með frábæru skallamarki. Svo virtist sem Þjóðveijar væru á leið í undanúrslit, þegar fyr- irliðinn Lothar Mattáus skoraði úr vítaspyrnu í byijun seinni hálfleiks. En Búlgarar gáfust ekki upp, Hristo Stoichkov jafnaði með stórkostlegu skoti beint úr aukaspymu fyrir utan teig stundarfjórðungi fyrir leikslok og Yordan Lechkov, sem braut á Klinsmann og fékk á sig dæmda víta- spyrnuna, innsiglaði sigurinn þremur mínútum síðar. Það var einnig glæsi- mark; knötturinn kom fyrir markið utan af hægri kanti, Lechkov henti sér fram í teignum og skallaði efst í markhomið, óveijandi fyrir Illgner. „Þetta er afrek í sögu knattspyrn- unnar í Búlgaríu," sagði miðheijinn Stoiehkov, sem gerði fimmta mark sitt í keppninni. Mattháus var ekki eins ánægður eftir tímamótaleik sinn, en þetta var 21. leikur hans í úrslitakeppni HM, sem er metjöfnun, og 117. landsleik- urinn, sem er met hjá útileikmanni. „Við komum til með að láta niður i töskurnar saman. Við fengum góð tækifæri, en lékum ekki eins og við getum.“ Reyndar skoraði Rudi Völler á 74. mínútu eftir að Andy Möller hafði skotið f stöng, en Völler var dæmdur rangstæður, og jöfnunar- markið kom tveimur mínútum síðar. Stoichkov skaut yfir varnarvegginn og Bodo Illgner átti ekki möguleika á að veija, þar sem hann stóð í hinu horninu. „Satt best að segja átti ég von á sigri, en Búlgarar léku betur en nokkru sinni fyrr,“ sagði Berti Vogts, þjálfari Þjóðveija. Búlgaria hafði leikið 16 leiki í úrslitum HM fyrir keppnina í Banda- ríkjunum, tapað 10 og gert sex jafn- tefli, en í kjölfar tapsins gegn Níger- íu fylgdu sigrar gegn Grikklandi, Argentínu og Mexíkó áður en kom að Þýskalandi. „Við höfum sigrað tvö af bestu liðum heims [Argentínu og Þýskaland] og þar sem við höfum náð í undanúrslit verðum við litnir öðrum augum,“ sagði Dimitar Penev, þjálfari. Yordan Lechkov, sem átti 27 ára aímæli á laugardag, sagði að ekki hefði verið rétt að dæma vítaspym- úna á sig. „Þetta var ekki víti, en við sigruðum svo það skiptir ekki máli. En við verðum að spila betur til að sigra ítalina.“ Penev var sam- mála leikmanninum um vítið, en hrósaði leikmönnum sínum, sem hafa létt lund búlgörsku þjóðarinnar. „Þetta var besti leikur okkar til þessa,“ sagði hann. Innan við níu milljónir búa í Búlg- aríu og var sigrinum vel fagnað. Stoichkov sagðist vera sannfærður um að liðið gæti sigrað ftalíu. „Við höfum engu að tapa og ég held að við náum eins góðum árangri gegn Ítalíu í undanúrslitum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.