Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR 16 liða úrslit Boston, 5. júlí. Nígería ■ Ítalía h Washington, 2. júlí. Spánn - Sviss H New York, 5. júli. Mexíkó - Búlgaría h Chicago, 2. júlí. Þýskaland - Belgía H Orlando, 4. júlí. Holland - írland h San Fransisco, 4. júlí. Brasilía - Bandaríkln |J Los Angeles, 3. júlí. Rúmenía - Argentína Dallas, 3. júlí. SaudiArabía - Svíþjóð 8 liða úrslit Boston, 9. júlí._ Spárin- Ítalía New York, 10. júlí. Þýskaland - Búlgaría F Dallas, 9. júlí.___ Holland - Brasilía lh mmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmm San Fransisco, 10. júlf. J* Undanúrslit NewYork, 13. júll', kl. 20.00 Ítalía - Búlgaría ín wmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmrn Los Angeles, 13. júlfTkl. 22.30 Brasilía - Svíþjóð H ÚRSLITALEIKUR Los Angeles, 17. júlí, kl. 19.30 ■ MEISTARAMÓTUM golf- klúbba landsins lauk um helgina, einsog kemur fram annars staðar í blaðinu. í grillveislu og lokahófi hjá Golfklúbbi Akureyrar var dregið úr tölvunúmerum keppenda um ut- anlandsferð. Formaður kappleikja- nefndar klúbbsins, Þórhallur Páls- son, var fenginn til að draga um vinninginn — og dró sitt eigið núm- er úr hattinum! ■ ÁRNI Ingimundarson var elsti keppandinn á Akureyrarmótinu, 73 ára, og sagði það lítið mál að ganga átján holur á Jaðarsvellinum þegar kylfusveinn væri með í för til að bera pokann. Verra væri hins vegar með golfbílana; Árni sagðist verða hálf bílveikur á að sitja í þeim. ■ SIGBJÖRN Óskarsson setti vallarmet á þriðja degi meistara- mótsins í Vestmannaeyjum; lék þá 18 holumar á 72 höggum af hvítum teigum. ■ KEVIN Keegan, þjálfari Newcastle, sem er á HM í Banda- ríkjunum sem þulur hjá /TV-sjón- varpsstöðinni hefur mikinn áhuga á að kaupa Marc Hottiger, hægri ÍÞRÖmR FOI_K bakvörð svissneska landsliðsins. Hann er 27 ára og leikur með Sion í Sviss. Forráðamenn Newcastle staðfestu áhuga félagsins á Hotti- ger í gær. Reiknað er með að félag- ið þurfi að greiða 700 þúsund pund fyrir hann; andvirði 75 millj. króna. ■ ALEXEI Lalas, bandaríski varnarmaðurinn sterki — sá með rauða hökutoppinn — er sagður á óskalista sex enskra knattspymu- liða. Crystal Palace virðist hafa forskot, því félagið byrjaði að ræða við hann fyrir tveimur vikum, en Keegan er einnig sagður hafa áhuga á að fá hann til Newcastle. ■ CHRIS Sutton, framheiji hjá Norwich, hefur verið settur fonn- lega á sölulistann hjá félaginu. Norwich vill 5 milljónir punda fyrir hann; andvirði 535 milljóna króna, og vill fá það greitt í reiðufé fyrir föstudag! Verði ekki búið að ganga frá málinu fyrir þann tíma verður leikmaðurinn kyrr hjá Norwich næsta árið. ■ TALIÐ er að Manchester Un- ited og Blackbum bítist helst um Sutton, en haft var eftir Martin Edwards, stjómarformanni United í gær, að upphæðin sem Norwich vill fá fyrir leikmanninn sé allt of há. Blackbura er því talið líklegast til að hreppa Sutton. Færi hann þangað fengi Sutton líklega um 10.000 pund í vikulaun — andvirði rúmlega einnar milljónar króna — sem er svipað og Alan Shaerer, framheiji liðsins, er með. ■ SHEARER og John Baraes hjá Liverpool em launahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar, báðir með 10.000 pund á viku. Chris Waddle hjá Sheffield Wednesday er með eitthvað örlítið minna. Launahæsti vamarmaður deildarinnar er Des Walker hjá Sheff. Wedn. með 7.500 pund á viku. Meðallaun leik- manna í deildinni em 1.500 pund á viku, að sögn félags leikmanna. ■ GARY Mabbutt, fyrirliði Tott- enham hefur gert nýjan samning við félagið til tveggja ára. Orðrómur var uppi um að hann væri á fömm. ■ BRUCE Rioch, framkvæmda- stjóri Bolton, hefur boðið Aberdeen 400.000 pund í finnska framheijann Mixu Paatelainen. DRAUMUR Bilið á milli svonefndra stór- þjóða og smáþjóða í knatt- spymu er stöðugt að minnka. Stórþjóðir geta ekki lengur leyft sér að vanmeta lið smáþjóða og smáþjóðir, sem bera enga virð- ingu fyrir öflugri liðum stærri þjóða, hafa sýnt að þær geta ekki aðeins staðið I þeim sigur- stranglegri heldur haft betur. Heimsmeistari knattspymu hefur aldrei náð að veija tit- ilinn. Samt var heims- meisturum Þjóðveija spáð góðu gengi fyrir HM í Bandaríkjunum, en víða var litið á þátttöku Búlg- aríu sem nánast formsatriði fyrir mótheijana. Eftir dráttinn í riðla voru möguleikar Þjóðveija á titl- inum taldir vera einn á móti fjór- um, en möguleikar Búlgaríu einn á móti 50. En veðbankar og spá- menn eru eitt og staðreyndir annað. Leikmenn Búlgaríu sýndu um helgina að vanmat eða of- mat, eftir því hvemig á það er litið, er ekki vænlegur fylgifiskur með árangur í huga og því verð- ur ekki á móti mælt að Búlgaría leikur í undanúrslitum HM í fyrsta sinn eftir glæstan sigur gegn Þýskalandi, þrátt fyrir að hafa verið marki undir þar til skammt var til leiksloka. Svíþjóð, fyrsti mótheiji íslands í Evrópukeppninni í haust, sigr- aði í sjötta riðli forkeppni HM — var með stigi meira en Búlgaría — og vom möguleikar Svía á heimsmeistaratitlinum taldir vera einn á móti 40. Þeir töpuðu öllum leikjunum í úrslitakeppni HM 1990, en stóðu sig vel í Evrópukeppninni tveimur árum síðar og em komnir í undanúr- slit HM í fyrsta sinn í 36 ár. Þeir mæta Brasilíumönnum, sem hafa verið taldir sigurstrangleg- astir í keppninni, en Búlgarar takast á við ítali, sem voru mest metnir hjá veðbönkum á eftir Brasilíumönnum og Þjóðvetjum. Árangur Búlgaríu og Svíþjóð- ar er glæsilegur og sýnir enn einu sinni að ekkert er ömggt, þegar knattspyrna er annars vegar. Hann minnir líka á vel- gengni annarra minni þjóða í Evrópu eins og írlands, Noregs og Danmerkur á undanförnum ámm, sem áréttar enn og frekar að markvisst og skipulagt starf skilar sér. írar vom á svipuðu róli og íslendingar fyrir átta árum, en hafa verið með í loka- keppni HM síðan. Danir eru handhafar Evrópumeistaratitils- ins og Norðmenn tóku þátt í úr- slitakeppni HMI fyrsta sinn síðan 1938. Lið fyrmefndra þjóða eiga það sammerkt að lykilmenn þeirra hafa leikið sem atvinnumenn utan heimalandsins undanfarin ár. Þeir hafa blómstrað á heima- vígstöðvum, eftir því hefur verið tekið og í kjölfarið hafa þeir feng- ið tækifæri erlendis, sem hefur komið landsliðum þeirra til góða. ísland hefur ekki verið í um- ræðunni, þegar úrslitalið stór- móta ber á góma, en íslenskir knattspyrnumenn eiga sér þann draum að komast í úrslita- keppni. Ekki er sjálfgefið að komast í atvinnumennsku og ís- lendingar eignast ekki marga atvinnumenn, nema þeir geti æft og keppt allt árið. Til þess þarf yfirbyggða velli og þar stendur hnífurinn í kúnni. Steinþór Guðbjartsson ísland getur eignast lið í lokakeppni stór- móta í knattspyrnu Eru Galdragulur og RAGIMAR SKÚLASON ósigrandií flokki götujeppa í torfæru? Torfærukær- ustuparið... Ragnar Skúlason frá Keflavík hefur unnið allar torfærur ársins íflokki götujeppa. Hann ekur Jeepster jeppa, sem kallast Galdragulur og aðeins veruleg óheppni ítveimur síðustu tor- færunum getur komið í veg fyrir að hinn 29 ára gamli ökumað- ur hampi meistaratitlinum. Kærasta hans, Jóhanna Unnsteins- dóttir fylgir honum á flest mót, en þau kynntust á torfæru- keppni á Akureyri fyrir þremur árum. Árið eftir varð Ragnar meistari í fyrsta skipti, en hann varð í öðru sæti í fyrra. Eg held að það væri erfitt að keppa, ef ég hefði ekki kær- ustuna við hlið mér. Það er gífur- lega mikilvægt að £f(ir standa við hlið Gunnlaug maka síns, sem er Rögnvaldsson að keppa í íþrótt- um. Eg myndi gera slíkt hið sama fyrir hana. Torfæran er þess eðlis, að það kostar peningaútlát að keppa. Þessvegna verður sambýlisfólk að hafa sitt á hreinu áður en lagt er af stað. Þetta er fjölskyldu- íþrótt hjá talsvert mörgum kepp- endum, börn og foreldrar mæta saman og fylgjast neð hasarn- um,“ sagði Ragnar Skúlason í samtali við Morgunblaðið. Ertu búinn að gulltryggja þér meistaratitillinn? „Það getur enn klikkað að ég vinni, en líkumar á því eru litlar. Ég er búinn að vinna fjórar tor- færur af sex. Stig úr fimm gilda, þannig að mér má ganga ansi illa ef það á að bregðast að ég nái titlinum." Ert þú eitthvað með í öðrum íþróttum en torfærunni? „Nei. Það er ekki tími til þess, torfæran tekur allan minn tíma yfir sumarið. Ég gef bílkrossi og rallinu auga, fylgist líka með Formula 1 kappakstri í gervi- hnattasjónvarpi. Hinsvegar er ég ekki einn þeirra sem liggur yfir fótboltanum í sjónvarpinu þessa dagana. Hvorki fótbolti, körfu- bolti né handbolti höfðar til mín.“ I keppninni um helgina voru þrautinar mjög erfiðar. Er torfær- an hættuleg íþrótt? „Þrautimar vom erfiðar og Morgunblaðið/Gunnlau^ur Ragnar Skúlason með Jóhönnu Unnsteinsdóttur, unnustu sinni. „Ég er aldrei hrædd um Ragnar í keppni, öryggisbúnaðurinn er það mikill. Eg hef frekar áhyggjur af því að jeppinn skemmist ef hann veltur...“ sagði Jóhanna. stundum eru lagðar þrautir, sem eru varasamar. Ég tel samt tor- færuna hættulitla, öryggiskröf- urnar em það miklar. Eg hef velt tvívegis á árinu og velti í fyrra, en ég er enn óskaddaður. Meiðsli eru miklu algengari í öðmm íþróttum, til dæmis boltaíþróttun- um.“ Flokkur götujeppa var eitt sinn fyrir tiltölulega lítið breytta jeppa. A slíkur jeppi möguleika í dag?, „Nei. Það þýðir ekki að mæta á óbreyttum jeppa til að ná árangri. Það kostar menn minnst milljón að byija og vera með al- mennilegt tæki í höndum, ekki undir því.“ Þú ekuryfir 600 hestafla jeppa, veistu alltaf hvert hann er að fara? „Nei, ekki alveg. Stundum rýk- ur hann eitthvert og maður á fullt í fangi með að hafa stjórn, þetta er viljugur jálkur. Ég hef verið á sama jeppa í fjögur ár og þykir því vænt um gripinn, sem getur skilað allt að 800 hestöflum með nitrógas-innspýtingunni. Með því að ýta á takka spýtist hlátursgas inn á vélina, sem eykur sprengi- kraftinn og aflið um leið.“ Með öll þessi hestöfl, áttu ekki möguleika á Norðurlandameist- aratitlinum ^must? „Það má ganga vel, ef það á að ganga upp. Möguleikinn er þó alltaf fyrir hendi, en fyrst er að tryggja sér íslandsmeistaratitil- inn,“ sagði Ragnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.