Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKSTURSÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 C 13 ■ GUNNAR Egilsson frá Selfossi náði forystu í torfærunni í Jósepsd- al. Hann er skipstjóri á eigin bát, rekur bátaútgerð og er einn tilþrifa: mesti ökumaður torfærunnar. í áhorfendabæklingi keppninnar sagði að hann væri stundum lofaður, ann- ars frátekinn. FOLK ,, Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Á flugi ÍSLANDSMEISTARIIMN Gisli G. Jónsson fórnaði öllu til að ná árangri og uppskar sigur í jafnri keppni. Sigurinn kostaði hann þó kollsteypu í síðustu þrautinni, eins og sjá má á myndinni til hægri. Árni Pálsson, sem er á myndinni að ofan, djarflega, en skemmdi jeppa sinn illa eftir þetta stökk upp erfitt barð. Loftfímleikar í Jósepsdal r Hrikaleg tilþrif í harðri keppni um Islandsmeistaratitilinn ítorfæru FIMM ökumenn börðust af mikilli hörku um efstu sætin i' sérútbúna flokknum í torfæru- keppni í Jósepsdal á laugar- daginn. Keppnin skipti sköpum fyrir nokkra ökumenn vegna íslandsmótsins, m.a. varð ís- landsmeistarinn Gísli G. Jóns- son að vinna til að bæta slæma stöðu sína í mótinu. Honum tókst ætlunarverk sitt, vann sigur, en ekki fyrr en eftir hrika- leg tilþrif nokkurra ökumanna sem iögðu allt í sölurnar til að ná árangri. Velturnar og stökk- in skiptu líka tugum f keppn- inni. Með sigri íflokki götu- jeppa er Ragnar með fullt hús stiga, 80 stig til meistara, en Kjartan Guðvarðarson er með 60 stig. Urslitin í flokki sérútbúinna jeppa eru engan vegin ráðin og það sást á aksturslagi þeirra bestu. ■■■■■■ Mörgum þótti Gunnlaugur reyndar nóg um að- Rögnavldsson farir keppenda í akrífar þrautum, sem sum- ar voru bæði grófar og illkleifar. Var farið að fara um áhorfendur á lokasprettinum, þegar ljóst þótti að hvergi yrði slegið af. Eftir fyrstu þijár þrautinar munaði aðeins 50 stigum á efstu fimm öku- mönnunum og skipstjórinn Gunnar Egilsson frá Selfossi var fyrstur með 850 stig. Fast á hæla hans voru Haraldur Pétursson úr Ölfusi og Þorlákshafnarbúinn Gísli G. Jónsson með 830 stig, og Akur- eyringarnir Helgi Schiöth 825 og Einar Gunnlaugsson með 800 stig. í næstu þraut náði Gísli svo fimm stiga forystu á Helga, jók hana síð- an um tuttugu í þeirri næstu og hélt forystu allt til loka. Á meðan skiptust hinir fjórir kapparnir á sætum, Haraldur gerði allt sem hann kunni til að ná upp forskoti Gísla, komst í annað sætið, en ekki lengra, þrátt fyrir ævintýralegan akstur í síðustu þraut. Þar reyndu þeir báðir að komast upp bratta þraut, en ultu báðir eftir tilþrifamik- il stökk. Eftir sex þrautir af átta voru þrír jafnir þriðja sæti, slík var keppnin. Helgi var í öðru sæti, en varð að gefa silfrið eftir til Harald- ar í síðustu tveimur þrautunum. En þegar keppni var lokið, þá vár Helgi með 2115 stig, Einar 2110 og Gunnar 2100 stig. Minni gat munurinn ekki verið. Efstu sætin kostuðu líka sitt. Beyglaðir jeppar, brotnir öxlar og harkalegar veltur var það sem þurfti til að slást við þá bestu. „Ég fórnaði hreinlega öllu til að vinna, ekki síst í lokaþrautinni. Ég vissi að ég gæti stokkið hátt á loft, en var nokkuð viss að ég myndi velta afturábak. Ég mátti ekki slaka á, keppnin var það jöfn og ég vissi ekki stöðuna nákvæmlega. Ég varð að taka áhættuna á að fara koll- hnís, til að skilja á milli min og annara keppenda. Án sigurs hefði ég getað gleymt titilvörninni," sagði íslandsmeistarinn Gísli G. Jónsson í samtali við Morgunblaðið. Harald- ur hefur nú 60 stig til meistara, Einar 57, Helgi 48 og Gísli 46. Fimm torfærur af sex gilda til stiga, en tvær eru eftir. Fyrir sigur fást 20 stig, annað sætið 15, þriðja 12 og fjórða 10. „Ég verð að ná toppárangri í næstu mótum, en læt þó ekki stöð- una trufla mig of mikið. Ég hef verið óheppinn í ár, bilanir hijáðu jeppann á Akureyri og Egilsstöðum, en ég hef tvisvar unnið. Ég tók vélina í gegn fyrir þessa keppni og það gekk allt vel, þar til sjálfskipt- ing snuðaði í sjöttu braut og ég braut síðan framöxul í þeirri næstu. Ég var heppinn að komast í loka- þrautina, því öxulbrotið var það slæmt að við rétt náðum að koma drifbúnaðinum saman. Ég var samt ótrúlega rólegur fyrir síðustu þraut- ina, en svona glannalegar þrautir eru kannski fullmikið af því góða. En ekki ætlaði ég að tapa á síðustu þraut, sama hvað það kostaði. Það kostaði kollhnís, en ég vann. Glannalegt, en sigurinn í höfn,“ sagði Gísli. ■ UM nágranna Gunnars á Sel- fossi, ökugarpinn Benedikt Eiríks- son, sagði hinsvegar að hann væri mjög lofaður. Flestir ökumenn keppninnar eru lofaðir. ■ FYRRUM íslandsmeistari í sér- útbúna flokknum, Selfyssingurinn Magnús Bergsson, fylgdist með keppninni og var aðstoðarmaður. Honum leist illa á aðfarir keppenda, þótti þeir djarfir. Hann hyggur á .keppni, en sagði aðfarir og þrautim- ar í Jósepsdal ekki ýta undir áhug- an. Tilþrifin væru kannski glæsileg, en kostuðu keppendur tjón og tals- verð penmingaútlát. ■ SEINT virðist skipuleggjendum móta ætla að takast að gæta al- mennilega að öryggi áhorfenda. Margsinnis voru áhorfendur á vappi á varasömum stöðum á meðan keppni stóð, bæði við þrautir og á svæði, þar sem keppendur biðu þess að komast í þrautir. Börn léku sums- staðar lausum hala skammt frá tor- færutækjunum og þrautum. Athug- unarvert fyrir keppnisstjórnir á kom- andi torfærum. ■ JEPPI Árna Pálssonur lenti harkalega eftir flug í einni þraut og bognaði grindinn og fjöðrunarkerfið illa. Einn aðstoðarmanna hans kvað jeppann líkjast kappakstursbíl frem- ur en torfærutæki, því hæð undir lægsta punkt hefði snarlækkað. Árni er vaxandi ökumaður, sem sýndi góð tilþrif, hvergi banginn. ■ KEPPENDUR í torfærunni koma úr ýmsum áttum. Fimmeru bifvélavirkjar, þrír bílstjórar, síðan finnast í hópnum, bóndi, bílasali, iðn- rekandi, vélvirki, hjólbarðasali og skipstjóri. Tannlæknirinn á Jaxlin- um var ekki með, er í spólfríi. ■ AKRANES verður næsti vett- vangur torfærumanna, eftir hálfan mánuð og síðan Grindavík. Mót Is- landsmótsins fara fram í öllum landsfjórðungum og ökumenn koma sömuleiðis frá öllum landshornum. Kvikmyndatökumenn frá BBC sjón- varpsstöðinni munu taka upp keppn- ina á Akranesi fyrir þátt um ís- lenska bílamenningu. Hill sigraði á heimavelli Bretinn Damon Hill vann breska kappaksturinn á sunnudaginn á Williams bíl og stöðvaði því sigur- göngu Þjóðveijans Michael Schum- acher, sem hefur unnið sex mót á árinu með Benetton liðinu. Schum- acher varð annar, Frakkinn Jean Alesi á Ferrari þriðji og Austurríkis- maðurinn Gerhard Berger fjórði á samskonar bíl. „Þetta er stærsta stund lífs míns. Föður mínum tókst aldrei að vinna breska kappaksturinn og ég er því að uppfylla eigin draum og fjöl- skyldunnar,“ sagði Hill að lokinni keppni. Graham Hill, faðir Damons Hill varð tvívegis heimsmeistari í Formula 1 kappakstri og vann 14 sigra á ferlinum, en hann ók 176 sinnum í keppni. Aldrei tókst hon- um þó að vinna á sínum heimaslóð- um. Hill náði besta tíma í tímatök- um fyrir keppnina og var því fremstur í rásröð, þeirra 26 bíla sem hófu keppni á Silverstone. Eknir voru 60 hringir á braut- inni, en í fimmtánda hring náði Berger forystunni af Hill á Ferrari bílnum, þegar Hill fór á viðgerðar: svæði til að láta skipta um dekk. í upphitunarhring fyrir keppni óku keppnisbílarnir í rásröð að rásmark- Reuter Heimasigur Bretinn Damon Hill fagnaði sfgri í breska kappakstrinum inu, en þá gerði Schumacher sig sekan um að taka framúr Hill stundarkorn. Keppnisstjórn lét lið hans vita að hann ætti að stöðva bílinn í fimm sekúndur inn á við- gerðarsvæði, sem refsingu, þegar keppni hæfist. Þetta láðist liðinu að gera fyrr en í 27. hring. Tapaði Schumacher nærri þrjátíu sekúnd- um á þessu brölti, með akstri inn á og útúr viðgerðarsvæðinu og Hill gat ekið af öryggi til enda, eftir að hafa farið framúr Berger. Á endanum munaði rúmum 18 sek- úndum á Hill og Schumacher. Schumacher var sem steinrunn- inn eftir keppni, óánægður með framgang mála hjá keppnisliði sínu og eigin mistök. „Ég fór óvart fram- úr Hill í upphituninni, vildi ekki klossbremsa í einni beygjunni og skemma dekkin, þegar Hill hægði skyndilega á sér,“ sagði Schumac- her um atvikið, sem reyndist honum dýrkeypt. Á meðan fagnaði Hill fimmta. sigrinum og því að hafa unnið fyrir framan landa sína. Nig- el Mansell ók ekki fyrir Williams í þessari keppni, heldur Bretinn David Coulthard, sem varð sjötti. Þykir líklegt að Mansell hafi glætt. Hill nýju lífi, eftir franska kapp- aksturinn. Þá þótti Hill aka betur en nokkru sinni fyrr, þó hann yrði að sætta sig við annað sætið á eft- ir Schumacher. Mansell ók þá í sama liði og er líklegur til að taka sæti Coulthards nokkrum sinnum á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.