Morgunblaðið - 19.07.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.07.1994, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ UTSALA Dolakofinn, Linnetsstíg 1,2. hæð, sími 54295. TUDOR og S0NNAK rafgeymar í öll farartæki Allar stærðir - Langbestu verðin Umboðsmenn um land allt Bíldshöfða 12 - sími 876810 LANDVERND ru~Lru-ij-ui HREINT LAND FACURT LAND HÉLMINOU* AP ANDVIKM POKANS RENNUR TTL LANDgKÆÐSLUOO MATTÐRUVERNDA* "U-U-U-U-U" HREINT LAND FAGURT LAND HELMINGUR AF ANDVIRÐI POKANS RENNUR TIL LANDGRÆÐSLU OG MÁTTÚRUVERNDAR _o_o__o__o__c\ Er þetta merki á pokanum sem þú borgar fyrir? LANDVERND I DAG COSPER ÉG HLÍT að vera að fá flensu. mér er allt í einu orðið svo kalt VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags SKÁK U m s j ð n M a r g e i r l’étursson ÞESSI STAÐA kom upp á alþjóðlegu móti í Madrid í vor í viðureign ungversku stúlk- unnar Júditar Polgar (2.630) og spánska alþjóðlega meistarans San Segundo (2.470), sem hafði svart og átti leik. Hann hafði fórnað manni fyrir hættulega sókn en var í tímahraki og yfirsást glæsileg vinningsleið. Lok skákarinnar urðu: 34. — Be5+?, 35. Kgl - Bxc7, 36. De6+ - Hf7, 37. Hd7 - Bh2+, 38. Khl og svartur gafst upp. Rétt var 34. - Hxf2+!!, 35. Bxf2 - Be5+, 36. Kgl - Dg5+, 37. Kfl - Dg2+, 38. Kel - Bc3+, 39. Hd2 - Dhl+, 40. Bgl - f2+ og hvítur verður að gefa drottn- inguna til að forðast máti og stendur þá uppi með gertapað tafl. Júdit Polgar sigraði glæsilega á mótinu. Þótt heppnin hafi verið með henni í þessari skák skipti það ekki sköpum fyrir úrslit mótsins því hún hlaut 7 v. af 9 mögu- legum, en Ivan Sokolov sem varð næstur hlaut 5'A v. Kamsky, Illescas og Shirov deildu þriðja sætinu með 5 v. LEIÐRETT Rangl föður- nafn höfundar FÖÐURNAFN Bjöms Arnarsonar misritaðist (varð Ámsonar) undir thinningargrein sem Björn skrifaði um Gunnar Maack á blaðsíðu 26 í Morgunblað- inu á sunnudag. Hlutaðeig- endur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mis- tökum. Aðeins 2 slippfélög í LAUGARDAGSBLAÐI Morgunblaðsins á bls. 2 er sagt að í Reykjavík séu þijú slippfélög, Daníelsslippur, Stálsmiðjan og Slippfélagið í Reykjavík. Þetta er rangt, þar sem Slippfélagið er ekki lengur slippfélag eins og nafnið gæti bent til, heldur málningarverksmiðja. Slippfélagið í Reykjavík seldi slipp sinn Stálfélaginu hinn 1. ar 1989. Beðist er velvirðingar á rangherm- inu. Stuttar leiðréttingar í GREIN MINNI í Mbl. 14. júlí sl. misritaðist af blaðs- ins hálfu föðurnafn Svein- björns Rafnssonar, en þar var hann sagður Hrafnsson. Mér varð á í grein í Mbl. 16. júlí sl. að segja, að Hallgerður hafi kvænzt Gunnari þar sem átti að sjálfsögðu að standa gifzt. - Vera má, að hér hafí sleg- ið inn áhrifum frá gömlu vísunni: Þegar kvæntist kellingin kempunni honum Gunnari mótgangs hófst þá hreliingin - hér mun sagan kunnari. Þór Magnússon Meira af hestamannamóti BJÖRG hringdi vegna klausu í Velvakanda sl. miðvikudag þar sem tveim norskum stúlkum fannst súrt að þurfa að borga 8000 krónur fyrir það eitt að líta við í nokka klukkutíma á Landsmót hestamanna. Björg sagðist hafa verið þarna á ferð á miðviku- deginum ásamt eigin- manni og litlum dreng. Fyrir þennan eina dag var þeim gert að greiða 10 þúsund krónur en var tjáð að helming greiðsl- unnar fengju þau endur- greiddan er þau yfirgæfu svæðið. Því datt Björgu í hug að þeim norsku hefði ekki verið sagt af þessu eða að við út- gönguhliðið hefði ekki verið starfsfólk, því þeg- ar þau vildu fá endur- greiðsluna þurftu þau að hrópa og kalla og bíða í langan tíma eftjr að fá hana greidda. Henni þótti samt dýrt að borga 5000 krónur fyrir ekki lengri tíma. Hún vildi koma á framfæri þakk- læti til greiðasölunnar, þar sem þau fengu sér að borða, sem Sælkera- vinnslan á Selfossi var með, og var maturinn þar góður, vel útilátinn og á sanngjörnu verði. Henni þótti skrýtið að starfsfólkið þar, sem ekki leit upp frá vinnu sinni og hafði jafnvel engan áhuga á hestum, þurfti líka að greiða að- gangseyri. Gæludýr Kettlingar fást gefins TVEIR átta vikna kassa- vanir og mannelskir fresskettlingar, annar bröndóttur, hinn hvítur og svartur, þurfa að komast á góð heimili. Uppl. í síma 667358. Tapað/fundið Hver fann gestabók? ÁRITUÐ gestabók fannst fyrir utan Duggu- vog 12 sunnudaginn 3. júlí sl. Sá sem fann hana er beðinn að hringja í síma 54364 og er fund- arlaunum heitið. HÖGNIHREKKVÍSI Víkverji skrifar... Eins og allir vita er reykingafólk í mikilli vörn, hvar sem það kemur á mannamót. Á vinnustöðum aukast kröfur um, að ekki sé reykt innan um annað starfsfólk. í sam- kvæmum spyija reykingamenn auð- mjúkir hvort þeir megi reykja og víða er einfaldlega bannað að reykja skv. landslögum. Raunar sýnist þetta bara vera byijunin. í Bandaríkjunum eru einstök ríki að undirbúa málaferli á hendur tób- aksfyrirtækjum til þess að heimta af þeim skaðabætur vegna þess kostnaðar sem samfélagið hefur af sjúkdómum, sem beint má rekja til reykinga, svo sem lungnakrabba og hjartasjúkdóma. Nú hefur fréttaritari brezka blaðs- ins Financial Times lýst þeirri skoðun í blaði sínu, að innan 50 ára bíði sömu örlög þeirra, sem borða kjöt og drekka áfengi. Michael Prowse, sem skrifar reglulega dálka í blaðið um bandarísk stjómmál og þjóðfé- lagsmál, segir, að læknisfræðilegar rannsóknir bendi til þess að kjötát sé hættulegt heilsu manna og að kostnaður samfélagsins af hrikaleg- um afleiðingum áfengisdrykkju sé mikill. Blaðamaðurinn segir, að nýleg ritgerð í brezka læknatímarit- inu bendi til þess, að 40% minni lík- ur séu á því, að grænmetisætur deyi úr krabbameini en kjötætur. Fleira fólk deyi úr hjartasjúkdómum í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu en í Asíu, þar sem kornmeti og fiskur sé aðalfæða fólks. Hann spyr einnig hvernig fólk geti af siðferðilegum ástæðum slátrað milljónum skepna og étið dautt kjöt þeirra, sérstaklega þegar það át leiði til sjúkdóma. Þá bendir blaðamaðurinn á, að ef það land, sem nú er notað til þess að fóðra þessar skepnur yrði tekið til þess að rækta korn og margvíslegt grænmeti væri hægt að koma í veg fyrir hungursneyð milljóna manna og að auki að draga úr umhverfis- spjöllum. xxx Michael Prowse segir, að áfengi flokkist undir hættuleg fíkni- efni, sem fólk verði háð og geti ekki stjórnað neyzlu sinni á þessu fíkni- efni. Eftir því sem fólk verði eldra hafí það tilhneigingu til að drekka meira þrátt fyrir að það hafi minna þrek til þess. Ótrúlegur fjöldi fólks, sem í byijun fiokkist undir hóf- drykkjumenn, endi sem hálfgerðir alkóhólistar. Kostnaður í formi hjónaskilnaða, ótímabærs dauðdaga, eyðilagðs starfsferils o.s.frv. sé mjög mikill. í Bandaríkjunum sé áfengisneyzla ein helzta orsök dauða manna á eft- ir hjartasjúkdómum og krabbameini en áfengi eigi í sumum tilvikum þátt í krabbameini. Um 50% umferðar- slysa megi rekja til áfengisneyzlu. Áfengisneyzla auki á margvísleg fé- lagsleg vandamál, svo sem ofbeldi á götum úti, ofbeldi gagnvart konum innan heimila o.s.frv. Varlegt mat bendi til þess að þjóðfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyzlu nemi meira en 100 milljörðum Bandaríkja- dala á ári, í töpuðum vinnustundum, ótímabærum dauðdaga, heilbrigðis- kostnaði svo eitthvað sé nefnt. Blaðamaðurinn kveðst andvígur banni af hvaða tagi sem er en telur, að með sama hætti og almennings- álitið hafi snúizt gegn reykingum muni það snúast gegn kjötáti og áfengisneyzlu og bætir því við að í samræmi við það hafi hann sjálfur horfið frá hvoru tveggju - um sinn a.m.k.!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.