Morgunblaðið - 19.07.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 27
MIIMIMINGAR
KARL BRAGASON
+ Karl Bragason
var fæddur í
Birkihlíð í Ljósa-
vatnsskarði 12.
mars 1936. Hann
varð bráðkvaddur á
ferðalagi á leið til
Herðubreiðarlinda
8. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Bragi Ingjaldsson,
bóndi Birkihlíð,
áður að Oxará í
Bárðardal og fædd-
ur þar 2. febrúar
1902, dáinn á Akur-
eyri 11. ágúst 1992,
og eiginkona hans,
Lára Bjarnadóttir, fædd á
Kambsstöðum í Ljósavatns-
skarði 4. júní 1904, andaðist á
Akureyri 16. ágúst 1991. Systk-
ini Karls voru Baldur, fæddur á
Oxará 1. október 1933, nú bú-
settur á Akureyri, og tvíbura-
systur, fæddar í Birkihlíð 8.
nóvember 1937, Elín Inga, hús-
móðir á Akureyri, dáin 14. sept-
ember 1993, og Þórhalla, hús-
móðir á Birningsstöðum í Ljósa-
vatnsskarði. Eftirlifandi sam-
býliskona Karls er Margrét Ket-
ilsdóttir frá Finnastöðum í Eyja-
firði, fædd 6. desember 1933,
en þau áttu ekki börn saman.
Karl stundaði nám við smíða-
deild Héraðsskólans á Laugum
veturinn 1954-55, en starfaði
eftir það um árabil á búi for-
eldra sinna. Árið 1976 lauk hann
sveinsprófi í húsasmíði við Iðn-
skóla Akureyrar og vann að iðn
sinni hjá ýmsum byggingarfyr-
irtækjum á Akureyri til dauða-
dags. Karl var jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju í gær.
Kveðja frá Ferðafélagi
Akureyrar
FÖSTUDAGINN 8. júlí sl. var hópur
fólks samankominn við skrifstofu
Ferðafélags Akureyrar. Sumir voru
að leggja upp í skemmtiferð á vegum
félagsins, aðrir hugðu á vinnuferð
til starfa á svæðum þess í Herðu-
breiðarlindum og við Dyngjufjöll.
Þróun ferðamála undanfarna ára-
tugi hefur gert Ferðafélag Islands
og deildir þess úti á landi atvinnurek-
endur í ferðaþjónustu
án þess samtök þessi
hafi óskað eftir eða slík-
ur hafi verið tilgangur
þeirra í upphafi. fjalla-
skálar sem upphaflega
voru ætlaðir til þess _að
greiða fyrir ferðum ís-
lendinga um sitt eigið
land hafa orðið gisti-
staðir útlendinga og
nánasta umhverfi þeirra
tjaldsvæði fyrir ferða-
hópa. Félögin hafa orðið
að bregðast við þessum
aðstæðum, bæta hús-
næði og aðra aðstöðu
og halda mannvirkjum
þessum við. Slíkt er nær undantekn-
ingarlaust unnið í sjálfboðavinnu fé-
lagsmanna eða annarra er velvild-
arhug bera til félaganna. Er ómælt
það erfiði og ótaldar þær vinnustund-
ir sem lagðar hafa verið fram af
vinnufúsum höndum við þessi störf.
í vinnuhópnum sem lagði upp
þetta sinn var einn af forvígismönn-
um Ferðafélags Akureyrar síðastlið-
inn áratug og hinn traustasti félagi,
Karl Bragason, húsasmiður. Þetta
varð hans síðasta ferð þar sem hann
varð bráðkvaddur sem farþegi í bíl
er þá var staddur á Mývatnsheiði.
Ferðafélag Akureyrar vill heiðra
minningu hans með þessum línum
og rekja að nokkru þau störf er hann
tókst á hendur í þágu þess. Þá er
þess fyrst að geta að hann tók sæti
í ferðanefnd félagsins 1985 og starf-
aði í henni óslitið til ársins 1992, þar
af formaður árið 1987. Nefnd þessi
er ein hin mikilvægasta þeirra er
starfa á vegum félgsins. I hennar
hiut kemur að semja ferðaáætlun,
sem vinna þarf haustið fyrir hið kom-
andi ferðaár, og fylgja síðan eftir
framkvæmd áætlunarinnar. í tengsl-
um við nefndarstörf þessi tókst hann
á hendur fararstjórn, einkum í
lengstu ferðum féiagsins, sumarleyf-
isferðunum, þar sem mönnum vex
gjaman í augum umfang ferðarinnar
og tímalengd sú sem fer í hið ólaun-
aða fararstjórastarf. Fararstjórn
þessari sinnti hann einnig sl. sumar,
1993, þótt ekki ætti hann lengur
sæti í nefndinni.
í varastjórn félagsins kom hann
inn 1987 og í aðalstjórn sat hann
sem varaformaður 1988. 1991 tók
hann sæti i nefnd þeirri er hin síð-
ustu ár hefur borið nafnið Þorsteins-
skála- og Strýtunefnd. Nafn þetta
er sprottið af tveimur húsum er fé-
lagið á í Herðubreiðarlindum. Þar
er sennilega fjölsóttasti viðkomu- og
gististaður ferðamanna á öræfum
norðan jökla, gistinætur 5.000 -
10.000 á sumri nú um alllangt ára-
bil. Framkvæmdir félagsins á þessum
stað síðustu tvo áratugi eru umtals-
verðar. Má þar til nefna auk bygg-
inga og viðhalds húsa, viðunandi
hreinlætisaðstöðu fyrir gesti, vatns-
veitu og göngubrýr yfir lindir og ár.
Fjármagn hefur í nokkrum mæli
komið frá öðrum aðilum en verk þau
sem vinna þarf leysa sjálfboðaliðar
á vegum félagsins af hendi. Bygging
göngubrúar yfir Lindaá, er auðveld-
aði gangandi fólki að njóta náttúru-
perlunnar Herðubreiðarlinda, var
höfuðtilgangur þeirrar hinstu ferðar
sem Karl heitinn lagði upp í. Að því
verki ætlaði hann að leggja hagleik
sinn og atorku eins og svo oft áður
á einmitt þessum stað. Á enn einu
sviði sem hér skal getið var samskon-
ar framlag hans ómælt í þágu félags-
ins.
Um langt árabil hafði Ferðafélag
Akureyrar búið við þröngt og aldeilis
ófullnægjandi húsnæði, eitt með-
alstórt skrifstofuherbergi. 1987
gafst félaginu kostur á mun rúm-
betra leiguhúsnæði sem lagfæra
þurfti svo að hentaði þörfum þess.
Ekki lét Karl sinn hlut eftir liggja
að það verkefni næði fram að ganga.
1989 festi félagið svo kaup á hús-
næði er segja má að rúmi með all-
góðu móti daglega starfsemi þess.
Það var gamalt og hafði verið hag-
nýtt til ýmissa óskyldra nota. Mikill-
ar vinnu þurfti því við um breytingar
og viðhald svo að hæfði hinu nýja
hlutverki. Þar unnu margar hendur
félagsmanna létt verk en ekki var
hlutur Karls þar sístur enda nýttist
menntun hans sem iðnaðarmanns og
starfsþjálfun ti) fullnustu.
Óvænt andlát manns, sem enn var
á miðjum aldri, í fullu starfi og að
því best var vitað við óbilaða heilsu,
snertir þá sem kringum hann stóðu
með öðru móti og sárara en þegar
aldraður maður hnígur að moldu að
loknu ævistarfi. Svo verður okkur,
félögum Karls í Ferðafélagi Akur-
eyrar. Við viljum að lokum samfylgd-
ar hans með okkur votta aðstandend-
um samúð við sviplegt fráfall hans
og kveðja hann með þökk fyrir öll
þau störf er hann af fúsum vilja innti
af hendi í þágu félagsins.
Guðmundur Gunnarsson.
SVAVA SIGURÐARDÓTTIR
+ Svava Sigurðardóttir fædd-
ist í Ystu-Vík í Grýtubakka-
hreppi 7. júlí 1901. Hún lést á
Droplaugarstöðum 7. júlí síð-
astliðinn og var útför hennar
gerð frá Fossvogskirkju í gær.
Vegna mistaka í vinnslu varð
eftirfarandi minningargrein
um Svövu viðskila við greinina
sem birtist í Morgunblaðinu á
blaðsíðu 28 á sunnudaginn var
og eru hlutaðeigendur innilega
beðnir afsökunar á mistökun-
um.
Elsku amma.
I HUGA minn koma margar góðar
minningar er ég minnist samveru-
stunda okkar og mun ég ætíð minn-
ast þeirra með hlýjum hug og mikl-
um söknuði.
Hér á eftir koma vers úr erfiljóði
um ömmu þína, Hólmfríði Einars-
Vandaðar
útfararskreytingar.
Kransar,
krossar,
kistuskreytingar.
Sími: 681222
dóttur, sem mér finnst alveg eins
geta átt við um þig.
Mitt skap varð hljótt, er heyrði ég,
að horfin værir þú,
sem hafðir unnið ævistarf
af alúð, dygg og trú.
Að kistu þinni kem ég því
að kveðja og þakka nú.
Og börnin uxu, urðu stór
og endurguldu þá -
hvern vinnudag og vökunótt,
sem vöggu þeirra hjá
þú sast og mildar bænir baðst
og bægðir sorgum frá.
.(Kr. Einarsson)
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðlxjrð íallegir
salir og mjög
góð þjónustiL
l pplýsingar
í súna 2 23 22
FLUGLEIÐIR
HðTEL LOFTmHS
Megir þú hvíla í friði og samein-
ast afa og öðrum ástvinum sem á
undan eru farnir.
Blessuð sé minning þín.
Þín Hrund.
- Mi Krossar á leiði
I viðarlit og m Mismunandi mynslur, Sfmi 91-35929 áloðir vönauo vinna. og 35735
Blómastoju
Friöfinm
Suðurfandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öil kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
%
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GEORG SIGURÐSSON,
Vörðustíg 5,
Hafnarfirði,
sem andaðist þann 13. júlí í St. Jósefs-
spítala, Hafnarfirði, verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 20. júlí
kl. 10.30.
Sjöfn Georgsdóttir, Grétar Hinriksson,
Sigurður Georgsson,
Erla Georgsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, sonur, bróðir, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS SIGURLÁSSON
frá Eyrarlandi,
Þykkvabæ,
Naustahlein 16,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Hábæjarkirkju,
Þykkvabæ, miðvikudaginn 20. júlí klukk-
an 14. Blóm og kransar afþakkaðir.
Guðjóna Friðriksdóttir,
Magdalena Sigurþórsdóttir,
Þórunn Sigurlásdóttir,
Jón V. Magnússon, Hrafnhildur Bernharðsdóttir,
Friðrik Magnússon, Hrafnhildur Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN GUÐMUNDSSON
frá Sveinseyri,
Tálknafirði,
sem lést 13. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Stóra-Laugar-
dalskirkju miðvikudaginn 20. júlf kl. 14.
Hólmfríður Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Vinur minn og bróðir okkar,
JÓN JÓNSSON
húsasmíðameistari
frá Patreksfirði,
Hverfisgötu 74,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. júlí
kl. 15.00.
Þorgerður Jónsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir,
Guðmundur Jónsson, Kristján Jónsson.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Norðurbrún 1,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum föstudaginn 8. júlí sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum samúð og hlýhug vegna andlátsins.
Einar G. Lárusson,
Ragnar Kr. Helgason, Arnheiður Jónsdóttir,
Karl A. Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
VIKTOR ÞORKELSSON
frá Siglufirði,
Sæviðarsundi 15,
Reykjavik,
sem lést 13. júlí sl., verður jarðsunginn
frá Langholtskirkju miðvikudaginn
20. júlí kl. 13.30.
Ólöf A. Ólafsdóttir,
Ólafur G. Viktorsson,
Steinar Viktorsson,
Bergljót Viktorsdóttir,
Hafsteinn Viktorsson,
tengdabörn og barnabörn.