Morgunblaðið - 19.07.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.1994, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Jakob Björnsson bæjarsljóri kom til starfa í gærmorgun Ræddi við samgöngu- ráðherra í GÆR var fyrsti starfsdagiir Jakobs Björussonar, bæjarstjóra á Akureyri. Hann sagðist að vísu aðeins hafa komið við á bæjar- skrifstofunum á laugardag, enda væri hið fornkveðna að laugar- dagur væri til lukku en mánu- dagur til mæðu. Fjöldi blómasendinga Ekki virtist mánudagur til mæðu hjá nýjum bæjarstjóra, að minnsta kosti var veður gott til að hefja starf, hiti ekki undir 20 stigum og kyrrt veður. Bæjar- stjóri kvaðst hafa tekið á móti fjölda blómasendinga og góðra kveðja, gengið um og heilsað starfsfólki og bæjarritari hefði séð til þess að hafa veisluborð með morgunkaffinu. Gárungarn- ir hefðu talið að þetta yrði nýr stíll nýs bæjarstjóra, en þeim yrði tæplega að ósk sinni. Bæjarstjóri sagðist á fyrsta degi hafa fengist við ýmis mál sem á borðum lægju, meðal annars hús næðismál félags- og fræðslu- sviðs, sem lengi hefðu beðið af- greiðslu. Stefnt væri að því að sameina félags- og fræðslusvið, Svæðisstjórn fatlaðra og Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra í einu húsnæði á Glerár- götu 26 og nú yrði kappkostað að ganga frá samningum þess efnis. Morgunblaðið/Rúnar Þór , Síðari hluta dags átti bæjar- stjóri fund með Halldóri Blöndal samgönguráðherra og forstöðu- mönnum hafnarmála á Akureyri vegna fyrirhugaðra kaupa á flotkví. Jakob Björnsson sagði að við fyrra starfi hans sem bókara hjá Skinnaiðnaði hf. tækju nokkrir starfsmenn sem þar væru fyrir, ekki stæði til að ráða nýjan mann til þess en með ýmsum tilfæring- um færðist það á fleiri hendur. 1990 ’91 ’92 ’93 ’94 1990 ’91 ’92 ’93 '94 1990 ’91 ’92 '93 '94 Atvinnuleysi meira en í fyrra SAMKVÆMT skráningu atvinnu- leysis á Akureyri í júnímánuði voru atvinnuleysisdagar í mánuðinum alls 10.249. í lok júní voru alls 435 skráðir atvinnulausir, 177 karlar og 258 konur. Stærstu hópar at- vinnulausra eru verkakonur (114), verslunarkonur (72), verkamenn (68), iðnverkakonur (40), versiun- armenn (28) og iðnverkamenn (25). Samkvæmt upplýsingum Ár- manns Gylfasonar hjá Vinnumiðl- unarskrifstofunni á Akureyri eru ailmiklu fleiri atvinnulausir á Akur- eyri nú en á sama tíma í fyrra. Þá voru atvinnulausir alls 396, 175 karlar og 221 kona. Fjöldi atvinnu- lausra karla er nokkurn veginn sá sami í fyrra og nú en nú eru at- vinnulausar konur nokkru fleiri. Ármann gat þess að í þessum tölum væri tii dæmis ekki nema hluti skólafólks og þeirra sem ný- komnir eru frá námi, en til að kom- ast á atvinnuleysisskrá þarf fólk að hafa að baki a.m.k. 425 stunda vinnu á næstliðnum 12 mánuðum. Ekki bjart framundan Að sögn Guðmundar Stefánsson- ar, formanns atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar, verður þetta ástand að teljast bæði flæmt, og alvarlegt, ekki síst í ljósi þess að ekki eru í sjónmáli neinar þær breytingar sem gætu slegið á at- vinnuleysið svo um munaði. Fram kom jafnframt að í átaks- verkefnum á vegum Akureyrarbæj- ar hefðu unnið 52 og auk þeirra hefðu 19 verið í þess konar verkefn- um á vegum einstaklinga og fyrir- tækja. Bamaskóla Akureyrar vantar kennara til að annast sérkennslu og/eða almenna kennslu næsta skólaár. Um er að ræða heila stöðu eða hlutastörf eftir því sem um semst. Unnið er að því að skólinn verði einsetinn strax næsta vetur og í gangi er mikill undirbúningur að lengingu kertnslutíma og útvíkkaðri þjónustu við nemendur skólans og fjölskyldur þeirra. Upplýsingar gefa skólastjóri, Benedikt Sigurðarson, sími 96-24661 og aðstoðarskólastjóri Birgir Sveinbjömsson, sími 96-26747 og í símum skólans 96-24449/24172, fax 96-11267. Nýjar norð- lenskar kartöflur í næstu viku KARTÖFLUSPRETTA hefur verið góð að undanförnu og nú hillir und- ir að neytendur geti fengið nýjar norðlenskar kartöflur í verslunum um eða upp úr helgi. Hjá Kartöflusölunni Svalbarðseyri hf. á Akureyri fengust þær upplýs- ingar að þar væri fyrstu premier- kartaflnartna að vænta um eða upp úr helginni. Þær hefðu sprottið ágætlega og þeir sem hefðu laumast til að fá sér í soðið úr görðum sínum væru ánægðir með árangurinn. Hjá Öngli hf. í Eyjaíjarðarsveit var sagt að þaðan kæmu premier-kartöflur á markað undir mánaðamót. Hjá kartöfluumboðum kom fram að ósviknar íslenskar kartöflur, eins og vant er að flokka gullauga og rauðar íslenskar, kæmu síðar á markað en premier. Ekki liði á löngu þar til gullauga birtist, það væri spurning um fáar vikur. Hins vegar kæmu rauðar enn síðar. Þær þyrftu dimmar nætur tii að vaxa rækilega. Lífrænt ræktaðar kartöflur Hjá Kartöflusölunni Svalbarðseyri hf. kom fram að í haust yrðu til söiu lífrænt ræktaðar kartöflur. Á síðasta vetri hefðu komið á markað sérræktaðar kartöflur frá nokkrum bændum. Allt væri unnið með hönd- um og engar vélar væru notaðar, hvorki við upptöku né flokkun. Þess- ar scrræktuðu kartöflur voru seldar í sérstökum pappírspokum, voru nokkru dýrari en aðrar, en fólki lík- aði þær mjög vel. ------•—*—«---- Vitni óskast að árekstri HARÐUR árekstur varð á gatna- mótum Glerárgötu og Tryggva- brautar á Akureyri um kl. 18 á föstudag. Engan sakaði en bílarnir, sem voru af gerðinni Saab og Mazda, eru mikið skemmdir. Lögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum að árekstrinum. Sérstaklega vill hún ná tali af fólki sem ók um gatnamótin á ljósleitum bíl þegar áreksturinn varð. Þeirri bifreið var ekið suður Hörgárbraut, suður yfir Glerárbrú og beygði hún á gatna- mótunum austur Tryggvagötu. Síldarminja- safn í Róalds- brakka opnað Siglufjörður - Síldarminjasafnið í Róaldsbrakka á Siglufirði var form- lega opnað laugardaginn 9. júlí sl. að viðstöddu fjölmenni. Af því tilefni var samkoma haldin á planinu fyrir utan brakkann og tóku þar til máls Örlygur Kristfinnsson, safnvörður, sem m.a. rakti aðdragandann að stofnun safnsins og uppbyggingu þess, Þór Mágnússon, þjóðminjavörð- ur, Kristján Möller, forseti bæjar- stjórnar Siglufjarðar, Snorri Sigfús- son, gamall síldarsaltandi á Siglu- firði, og að lokum Ólafur G. Einars- son, menntamálaráðherra, sem form- lega opnaði síldarminjasafnið á Siglufirði. Söfnun gamalla muna Það eru u.þ.b. 35 ár liðin síðan fyrst var farið að huga að söfnun gamalla muna á Siglufirði. En árið 1977 fengu bæjaryfirvöld á Siglu- firði ungan þjóðháttafræðing, Frosta Jóhannesson, til að vinna að því að koma upp minjasafni. Skipuleg söfn- un hófst, gömul og merk hús voru friðuð og áætlun um sérstakt síldar- minjasafn fékk á sig ákveðna mynd. Menn gerðu sér grein fyrir því að saga staðarins á seinni tímum var í nánu samhengi við sögu veiða og vinnslu síldarinnar. En fljótt kom babb í bátinn og áformin um safnið sigldu í strand í árslok 1979. Tíu ár liðu og farið var að tala um að kveikja í öllu „bévítans drasl- inu“ eða aka því hreinlega á haug- aiia. Þá hóuðu sig saman áhugamenn og stofnuðu féiag, sem yfirleitt geng- ur undir nafninu „FÁUM“ þ.e. skammstöfun fyrir Félag áhuga- manna um minjasafn. Til að gera langa sögu stutta, má Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Sungið, blásið og grillað ÞAÐ var í mörg horn að líta við undirbúning landsmóts ung- mennafélaganna, sem fór fram á Laugarvatni um helgina. Fjöl- mennur sunnlenskur barnakór kom fram á mótinu og í liðinni viku æfði kórinn í íþróttamiðstöð- inni í Þorlákshöfn ásamt Lúðra- sveit Þorlákshafnar. Unnur Stef- ánsdóttir skipulagði þessa samæf- ingu og sagði í samtali við frétta- ritara Morgunblaðsins að marga enda þyrfti að hnýta til að hægt væri að halda landsmót. Félagar í Lionsklúbbi Þorlákshafnar tóku vel á móti hópnum og grillaði pylsur fyrir söngfuglana og lúðrablásarana. * Ovenjulegt j akabákn Hnausum - Jökulsárlónið á Breiðamerkursandi kemur stöð- ugt á óvart. Fréttaritari kom þar um daginn með því hugarfari að nú tæki hann öngva mynd, en þar var þá jakabákn óvenjulegt. Jakinn svo þunnur að neðan, að sólskinið náði þar í gegn á bletti, Að öðru leyti var jakinn í fugls- mynd, en vantaði þó höfuðið á þann risafugl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.