Morgunblaðið - 19.07.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 3
Ólympíuleikarnir
í eðlisfræði
Islending-
ur hlaut
viður-
kenningu
Peking. Morgunblaðið.
EINN íslensku þátttakendanna á 25.
Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem
fram fóru í Peking í síðustu viku,
Arnar Már Hrafnkelsson, fékk sér-
staka viðurkenningu fyrir góðan
árangur í verklega hluta keppninnar,
en í þeim hluta lenti hann í 16. sæti
af 229 keppendum. Verklegu æfing-
arnar voru að þessu sinni úr ljós-
fræði en einnig þurfti að giíma við
svokallaðan „svartan kassa“, en í því
verkefni var keppendum ætlað að
finna óþekkta íhluti rásar með raf-
fræðilegum aðferðum.
Kínveijar náðu bestum árangri á
leikunum. Heimamaðurinn Lian
Yang varð í efsta sæti með 44,3 stig
af 50 mögulegum. Þrír aðrir Kínveij-
ar, einn Þjóðveiji og einn Breti hlutu
einnig gullverðlaun en þau eru veitt
ef keppendur ná að meðaltali 90%
árangri í þremur bestu lausnunum.
Ströng stigagjöf
Stigagjöf kínversku dómaranna
var mjög ströng og þess vegna fengu
mjög fáir verðlaun. Auk gullverð-
launahafanna 6 fengu 5 keppendur
silfui-verðlaun og 22 brons í keppn-
inni. Efst í óformlegri stigakeppni
landanna voru Kína með 40,6 stig
að meðaltali.
-----»--»-■♦--
Margeir og
Jón L. meðal
þeirra efstu
OPNA kanadíska mneistaramótinu í
skák lauk á sunnudag í Winnipeg.
Vladimir Tukmakov frá Úkraínu
sigraði og hlaut 9 vinninga af 10
mögulegum. Hodgson, Englandi,
hlaut 8 vinninga og varð í 2. sæti.
Margeir Pétursson og Jón L. Árna-
son voru í hópi þeirra sem hlutu 7,5
vinninga. Islendingarnir voru þeir
einu sem gerðu jafntefli við Tukm-
akov, sem vann alla aðra andstæð-
inga sína.
FRÉTTIR
Færri komu á landsmót en vonast hafði verið til
UM SJÖ þúsund manns voru á mótssvæðinu á Laugarvatni þegar mest var og hér sést stór hópur
áhorfenda í brekkunni við nýja íþróttaleikvanginn að Laugarvatni þar sem keppni í fijálsum íþrótt-
um, starfshlaupi og knattspyrnu fór fram.
Landsmótsdögum lokið
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
FORSETI íslands frú Vigdís
Finnbogadóttir heiðraði
landsmótið með nærveru sinni
á setningarhátíð 21. lands-
móts UMFÍ að Laugarvatni á
föstudaginn var.
VEL heppnuðu Landsmóti Ung-
mennaféiags íslands að Laugar-
vatni var slitið á sunnudaginn
við athöfn i nýja íþróttahúsinu
að Laugarvatni. Að mati Þóris
Haraldssonar, formanns lands-
mótsnefndar, heppnaðist mótið í
alla staði mjög vel. Iþróttakeppni
hafi farið vel fram og mótið
gengið að öllu leyti slysalaust
fyrir sig. Þau vandamál sem upp
hafi komið hafi verið það smá-
vægileg að auðvelt reyndist að
leysa úr þeim.
„Aðsókn var vissulega minni
en við vonuðumst til. Veðurguð-
irnir voru okkur ekki sérlega
hagstæðir að þessu sinni. Við
vorum viðbúnir að taka á móti
mun fleiri gestum,“ sagði Þórir
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann telur að um sjö þúsund
manns hafi verið á mótssvæðinu
þegar mest var en bjartsýnar
spár gerðu ráð fyrir um 10-12
þúsund gestum. Þórir segist ekki
hafa nákvæmar tölur um tekjur
af mótshaldinu. „Ég óttast að
endar nái ekki saman,“ sagði
hann. „Ég vil þó umfram allt
þakka öllum gestum fyrir góða
viðkynningu og starfsfólki vel
unnin störf. Hér hafa um 1.200
starfsmenn unnið dag og nótt og
þeir hafa staðið sig frábærlega,"
sagði Þórir.
Lið Héraðssambandsins
Skarphéðins (HSK) fór með sigur
af hólmi í heildarstigakeppni
landsmótsins og hlaut það 628,5
stig. Sigurvegarar síðasta lands-
móts, lið Ungmennasambands
Kjalnesinga (UMSK), varð að láta
sér lynda annað sætið með 524
stig. Alls voru sett 12 landsmóts-
met að þessu sinni; þrjú í ein-
staklingsgreinum í frjálsum
íþróttum, tvö í boðhlaupum, þijú
í einstaklingsgreinum í sundi og
fjögur í boðsundum. Stigahæstu
keppendurnir voru Eðvarð Þór
Eðvarðsson, Ægir Sigurðsson og
Vilborg Magnúsdóttir sem öll
kepptu í sundi fyrir HSK og
Fríða Rún Þórðardóttir sem
keppti í frjálsum íþróttum fyrir
UMSK. Fjórmenningarnir unnu
allar þijár einstaklingsgreinarn-
ar sem þeim var leyft að taka
þátt í.
■ Landsmót UMFÍ/C8-C14
Lottó
Einn með
15 millj-
ónir
IÐNAÐARMAÐUR á höfuð-
borgarsvæðinu var einn með
fimm tölur réttar í lottó 5/38
sl. laugardag þegar fyrsti vinn-
ingurinn var fjórfaldur. Fékk
hann í sinn hlut 15.539.387 kr.
Skv. upplýsingum frá íslenskri
getspá hafði slæmt atvinnu-
ástand komið við hann undan-
farið og vinningurinn því kær-
komin búbót en vinningshafinn
er fjögurra barna faðir. Miðinn
var keyptur í Happahúsinu í
Kringlunni. Fjórtán voru með
fjórar töiur réttar auk bónustölu
og fékk hver þeirra 89.399 kr.
339 voru með Ijórar tölur réttar
og fékk hver 6.368 kr. Þrjár
tölur réttar voru 10.411 með og
kom í hlut hvers þeirra 483 kr.
Tölurnar sem komu upp voru
12, 24, 29, 30, 31 og bónustalan
var 18.
Ofninn kom-
inn í fullan
rekstur
OFNINN sem bilaði í Járn-
blendiverksmiðjunni á Grund-
artanga í vor er svo til kominn
í fullan rekstur að nýju. Jón
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
verksmiðjunnar, sagði að það
væri nokkuð flókið verkefni að
koma svona ofni í gang aftur,
en þetta verk hefði gengið prýði-
lega fyrir sig.
Bræðsla í ofninum stöðvaðist
í um 9 vikur vegna bilunarinn-
ar. Afköst verksmiðjunnar verða
að öllum líkindum um 6.000
tonnum minni en þau hefðu
annars orðið ef bilunin hefði
ekki átt sér stað. Ekki liggur
endanlega fyrir hvert, fjárhags-
legt tjón Járnblendifélagsins er
vegna þessa. Jón sagði að þær
tölur sem hann væri með í hönd-
unum núna bendi til að bilunin
kosti félagið 100 milljónir króna
í ver'ri rekstrarafkomu. Sé hins
vegar litið á greiðsluafkomuna
þýði bilunin líkast til um 200
milljóna verri afkomu.
Fljiígið
akið
skoðið
sjdið
°g
upplifið
meira
FLUG OG
Vinsælasti ferðamátinn á ári fjölskyldunnar
► Amsterdam
. flug og bíll v
Verð frá 29.200 kr.
á manninn m.v. 4 í bíl í A-flokki í eina
viku, 2 fullorðna og 2 börn, 2ja -11 ára.
Frá 39.585 kr. á manninn m.v. 2 í
bíl í A-flokki í eina viku.*
► Lúxemborg
flug og bíll
Verð frá 27.465 kr.
á manninn m.v. 4 í bíl í A-flokki í eina
viku, 2 fullorðna og 2 börn, 2ja -11 ára.
Frá 36.150 kr. á manninn m.v. 2 í bíl í
A-flokki í eina viku.*
Úrvals bílaleigubílar frá j
Herczi
m CS) SATXAS-®
*Bókunarfyrirvari er 14 dagar.
Allt verð er með flugvallarsköttum.
► Kaupmannahöfn
flug og bíll
Verð frá 30.565 kr.
á manninn m.v. 4 í bíl í A-flokki í eina
viku, 2 fullorðna og 2 börn, 2ja - 11
ára. Frá 41.750 kr. á manninn m.v. 2 í
bíl í A-flokki í eina viku.*
Hafðu samband við söluskrifstofúr okkar,
umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofúrnar eða
í síma 690300 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -
19 og á laugard. frá kl. 8 - 16.)
FLUGLEIDIR
Traustur tslenskur ferðafélagi