Morgunblaðið - 19.07.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.07.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 33 BRÉF TIL BLAÐSINS HLUTAVELTA Svikalogn um lánasjóð Reginmunur Það endurgreiðslukerfi sem ráð- herra virðist svo hrifinn af var með allt öðru sniði en nýja kerfið sem komið var á í hans eigin ráðherra- tíð. Árið 1982 voru í lög leiddar endurgreiðslur námslána sem svör- uðu 3,75% af heildartekjum. Lán með þessum kjörum eru nú til end- urgreiðslu hjá LÍN. Mörg hundruð lánþega leituðu ásjár svonefndrar endurgreiðslunefndar síðasta vetur til að fá greiðslufrest eða létt und- ir með endurgreiðslu sinni á annan hátt. Þetta er mikill fjöldi fólks. Allt býr það þó við mun betri kjör á lánum sínum heldur en nú bjóð- ast. Þau iög sem nú gilda um LíN gera ráð fyrir allt að 7% endur- greiðsluhlutfalli, þ.e. nær tvöföld- un frá því sem áður var. Endur- greiðslur geta því orðið allt að 10% af ráðstöfunartekjum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Þá staðreynd ætti ráðherra mennta- mála að kynna sér, afleiðingu eig- in lagasetningar. Frá Degi B. Eggertssyni: HEIMSÓKN Elísabetar Hicks, deildarforseta Harvardháskóla í Bandaríkjunum, hefur orðið mönn- um tilefni til að ræða málefni Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Það er vel. Hicks kom hingað til lands til að kynna sér LIN. I samtölum sínum við fjölmiðla gerði hún laus- legan samanburð á námsaðstoðar- kerfi okkar íslendinga og því sem hún þekkir frá Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að frú Hicks tók íslenska kerfið fram yfir hið amer- íska. Almennt námslánakerfi er varla að finna í hinu víðfeðma bandaríki. Furðuleg viðbrögð Þeim mun sérkennilegri voru viðbrögð menntamálaráðherra við orðum frú Hicks. „Þegar til allra þátta er litið og þá á ég sérstak- lega við endurgreiðslu lánanna og til þess hvernig er tekið tillit til íjöiskyldustærðar hér hjá okkur þá erum við tvímælalaust með besta kerfið,“ sagði Ólafur Einars- son, í sjónvarpsfréttum. Orð hans eru ekki aðeins ósmekkleg og óvið- eigandi heldur einnig víðsfjarri veruleikanum. Rangar forsendur Dómur ráðherrans um kosti hins íslenska kerfis er augljóslega byggður á kolröngum forsendum. Einhvern veginn hefur Ólafur fengið þá hugmynd að við endur- greiðslu námslána sé tekið tillit til fjölskyldustærðar. Því fer hins veg- ar fjarri. í gömlum lögum frá 1976 segir reyndar að hjón skuli aðeins greiða árlega helming af fastri afborgun og aukaafborgun af láni hvors um sig, ef bæði eru lántak- ar. Þessi regla var hins vegar felld niður með nýjum lögum 1982. Síð- an eru liðin 12 ár! Fjórðung þess tíma hefur Ólafur verið námslána- ráðherra. orð Gunnars Birgissonar, stjórnar- formanns LÍN sem skipaður er af menntamálaráðherra, þýðir þetta nýja endurgreiðslukerfi í reynd að ungt fólk verður að velja á milli þess að leggja út í háskólanám og að koma sér þaki yfir höfuðið. Ungt fólk sem þarf að endurgreiða námslán og þarf að bera lán vegna húsnæðiskaupa að auki, getur ekki vænst þess nokkurn tímann að ná að lifa mannsæmandi lífi. Því miður er þetta hveiju orði sannara hjá stjórnarformanni lána- sjóðsins. Svikalogn Ólafur Einarsson beit höfuðið af skömminni í áðumefndu frétta- viðtali er hann státaði af góðri sátt og friði um störf Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Mennta- málaráðherra ætti að vita betur. Honum ætti að vera afstaða náms- manna ljós. Og námsmenn standa ekki einir. Það ríkir nánast einhug- ur um að margar þeirra breytinga sem á sjóðnum voru gerðar 1992 hafi verið vondar og til vansa. Það sést kannski best á því að allir stjórnmálaflokkar landsins fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn hafa gert samþykktir um að breyta þurfilög- um um LÍN. Þetta er nú allur frið- urinn sem ráðherrann er að lýsa. Óskynsamlegar breytingar Það væri einfaldlega óhugsandi að friður skapaðist um LÍN á með- an við blasir að ungt fólk þarf að velja á milli þess að fara í háskóla- nám eða að lifa mannsæmandi lífi í eigin húsnæði. Það er heldur ekki til friðar fallið að námsmenn séu neyddir á náðir banka til að draga fram lífið. Þetta er gert með því að námslán eru ekki greidd út fyrr en að afloknum prófum. Talsverður hluti námslánsins getur þannig farið í greiðslu vaxta á yfirdráttar- reikningum bankanna. Aldrei gæti náðst sátt um jafnóþarfan og jafn- dýran millilið. Hugur námsmanna Það hlýtur að vera sameiginlegt takmark að skapa frið um Lána- sjóð íslenskra námsmanna, félags- legan jöfnunarsjóð sem tryggir jafnrétti til náms og hagsmuni þjóðarinnar. Jafnljóst er þó að í núgildandi lögum um LÍN eru at- riði sem ganga þvert á markmið sjóðsins og alla skynsemi. Hugur námsmanna stendur því til breyt- inga. Fyrir dyrum er starf vinnu- hóps á vegum menntamálaráð- herra sem á að kanna afleiðingar lagabreytinganna frá 1992. Ráð- herra virðist þannig ætla að vera maður til að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna. Fyrir það á hann hrós skilið en ekki fyrir hitt, að draga undarlegar ályktanir á annarlegum forsendum. Eins og ástatt er verður enginn friður um Lánasjóð íslenskra námsmanna. DAGUR B. EGGERTSSON, formaður Stúdentaráðs. * Þau styrktu Rauða kross Islands ÞESSIR krakkar héldu markað í Garðabæ nýlega og létu ágóðaim sem varð 4.623 krónur renna til hjálparsjóðs Rauða kross íslands. Þau heita Ester Inga Eyjólfsdóttir. Hai-pa Sif Eyjólfsdóttir, Finnur Snær Októs- son, Helga Guðrún Óskarsdóttir og Inga Þórey Óskarsdóttir. Þungar byrgðar Auðvelt er að láta villast af þess- um tölum og prósentum sem virð- ast bæði lágar og viðráðanlegar venjulegu fólki. En ef marka má DAGANA 5.-7. júlí sl. héldu þessir krakkar tombólu og gáfu Lands- samtökum áhugafólks um flogaveiki (LAUF) ágóðann til styrktar flogaveikum börnum á íslandi. Alls söfnuðust kr. 11.220. LAUF vill þakka þeim Huldu Katrínu, Sigríði, Stefönu og Friðjóni þetta fram- tak og þessa rausnarlegu gjöf. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskii- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. % i ( 1 ■i J 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.