Morgunblaðið - 30.07.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.1994, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 171. TBL. 82. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Berlusconi boðar „órjúfanlegan múr“ milli leiðtogaembættisins og Fininvest Craxi dæmdur í átta ára fansfelsi Róm. Reuter. BETTINO Craxi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi í gær eftir að hafa verið fundinn sekur um fjármáiamis- ferli. Forsætisráðherra landsins, Silvio Berlusconi, tilkynnti á blaðamanna- fundi að hann hygðist ijúfa tengsl sín vtö stórfyrirtæki sitt vegna þess að hann væri eini maðurinn sem gæti stjórnað Ítalíu og tryggt hagsæld í landinu. Craxi var sakfelldur fyrir að þiggja jafnvirði 490 milljóna króna í ólöglegar greiðslur frá Banco Am- brosiano, skömmu áður en bankinn varð gjaldþrota fyrir áratug. Þetta er í fyrsta sinn sem kveðinn er upp dómur yfir forystumanni eins af gömlu flokkunum vegna spillingar- málanna sem tröllriðið hafa ítölskum stjórnmáium síðustu misseri. Claudio Martelli, fyrrverandi dómsmálaráð- herra, var einnig dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi, en hann var áður annar valdamesti maðurinn í Sósíal- istaflokki Craxis. Craxi á yfir höfði sér réttarhöld í Þekktum málverk- um stolið Frankfurt. Reuter. ÞREMUR verðmætum mál- verkum var stolið úr listasafni í Frankfurt í fyrrinótt. Tvö þeirra eru eftir enska meistar- ann William Turner og safnið hafði fengið þau að láni frá Tate-safninu í Lundúnum. Málverk Turners, „Skuggi og myrkur" og „Ljós og litur“, eru metin á 12 milljónir punda hvort, jafnvirði 1,2 milljarða króna. Þriðja verkið, lands- lagsmynd eftir þýska meistar- ann Caspar David Friedrich, hafði safnið að láni frá öðru listasafni í Frankfurt. „Við höfum engar vísbend- ingar um þjófana," sagði Bernt Paul, sem stjórnar rann- sókn málsins. Peningar handa hin- um látnu Taipei. Reuter. STJÓRNVÖLD í Tævan hafa ákveðið að gefa út nýja seðla, jafnvirði 25.000 króna, sem Tævanar eiga að brenna fyrir hina látnu. Kínveijar telja að gæfa hinna látnu handan móðunnar miklu aukist í hlutfalli við þær fjárhæðir sem þeir brenna. Tævanar brenna nú stórum seðlabúntum, vegna lágs verð- giidis þeirra. Seðlabrennurnar hafa valdið mikilli mengun og því var gripið til þessa ráðs. þremur spillingarmálum til viðbótar og verið er að rannsaka önnur 20 mál, sem snúast ýmist um mútu- þægni eða ólöglega fjármögnun stjórnmálaflokka. Forsætisráðherr- ann fyrrverandi getur áfrýjað dómn- um til tveggja dómstóla. Craxi var ekki viðstaddur réttar- höldin þar sem hann dvelst í sumar- húsi sínu í Túnis. Verjendur hans segja að hann hafi ekki komist til Ítalíu vegna sykursýki. Silvio Berlusconi kvaðst í gær vilja „reisa óijúfanlegan múr“ milli leið- togaembættisins og fjölskyldufyrir- tækis síns, Fininvest, sem veltir jafn- Bílsprengja sprakk á Plaza Ram- ales í Madríd í gær og varð þrem- ur að bana, spænska hershöfð- ingjanum Francisco Veguillas, sem var á ferð um torgið, bíl- stjóra hans og lífverði. Tólf manns særðust og að minnsta kosti 30 bílar urðu eldi að bráð. virði 490 milljarða króna á ári. Berlusconi hyggst leggja fram frumvarp til laga sem kveður á um að forseti landsins, forsetar beggja þingdeiidanna og ríkissaksóknari skipi nefnd sem hafi eftirlit með starfsemi Fininvest. Nefndin fær talsvert neitunarvald gagnvart fyr- irtækinu og getur sektað það eða selt eigur þess telji hún að hags- munaárekstrar komi upp. Aformunum vel tekið Forsætisráðherrann tilnefnir einn- ig fjárhaldsmann sem tekur við hlut- verki hans sem hluthafí í fyrirtæk- inu. Ráðstafanir Berlusconis mæltust vel fyrir á fjármagnsmörkuðum og meðal fréttaskýrenda, sem sögðu þær líklegar til að auka tiltrú manna á stjórninni. Ramales-torg er sá staður í Madríd sem hvað flestir ferða- menn leggja leið sína um. Ekkert hafði í gær heyrst um hver bæri ábyrgð á sprengingunni, en skæruliðar aðskilnaðarsamtaka Baska, ETA, hafa oft beint spjót- um sínum að fulltrúum hersins. Sprenging í Madríd Reuter SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á blaðamannafundi í gær þar sem hann kvaðst ætla að ijúfa tengsl sín við stórfyrir- tæki sitt meðan hann gegndi embættinu til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Boðaðar ráðstafanir hans mæltust vel fyrir. Berlusconi sagði að ítalir hefðu „mikla trú“ á stjórninni og kvaðst ánægður með nýja skoðanakönnun sem bendir til þess að tæp 60% lands- manna vilji ekki að forsætisráðherr- ann segi af sér vegna handtöku bróð- ur hans, Paolo, sem hefur stjórnað Fininvest frá því Berlusconi bauð sig fram í þingkosningunum í mars. Saksóknarar yfirheyrðu bróðurinn í níu klukkustundir í gær og hann var síðan úrskurðaður í stofufang- elsi. Paolo er sakaður um aðild að meintum mútugreiðslum Fininvest til skattrannsóknamanna fyrir að fara mildari höndum um fyrirtækið. íhuga hertar refsiaðgerðir gegn Serbum Genf, Brussel, Moskvu. Reuter. BÚIST er við því að utanríkisráð- herrar fimm stórvelda, sem reynt hafa að koma á friði í Bosníu, muni á fundi sínum í Genf í dag sameinast um að hvetja til hertra viðskiptaþvingana gegn Bosníu- Serbum fallist þeir ekki skilyrðis- laust á friðaráætlun ríkjanna. Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, hvatti þó til varkárni í gær. „Látum þau ríki sem eru reiðubúin að taka ábyrgð á þessu skrefi hafa forystu í málinu," sagði hann. Stórveldin munu sennilega sam- þykkja að fjölga griðasvæðum á borð við Sarajevo en þau njóta verndar Sameinuðu þjóðanna. Úti- lokað er talið að samþykkt verði tillaga sem Bandaríkjastjórn hefur viðrað um að aflétta vopnasölu- banni til að styrkja múslima sem eru verr vopnum búnir en Serbar. Frakkar og Bretar vilja að vopna- sölubannið gildi áfram og sama er að segja um Rússa. Bræðraböndin Kozyrev lýsti í viðtali við banda- ríska blaðið Wall Street Journal fyrir nokkru ótta sínum um að Bosníudeilan gæti snúist upp í átök þar sem Bandaríkin styddu músl- ima með vopnum en rússneska þingið svaraði með því að þvinga í gegn aukinn stuðning við Serba. Milli Rússa og Serba eru náin tengsl, menningarleg og söguleg. Rússneskir þjóðernissinnar eru yfirleitt harðir stuðningsmenn Serba og krefjast þess að Moskvu- stjórnin taki ekki þátt í refsiað- gerðum Vesturveldanna; sagt er að ýmsum opinberum ummælum rússneskra ráðamanna um stuðn- ing við bræðraþjóðina sé aðeins ætlað að friða þessi öfl. Vítalíj Tsjúrkín, fulltrúi Rússlandsstjórn- ar í málefnum fyrrverandi Júgó- slavíu, hefur viðurkennt að fallist Bosníu-Serbar ekki á friðartillög- urnar eigi Rússar ekki annan kost en þann að samþykkja hertar refsi- aðgerðir. Onefndur heimildarmaður taldi koma til greina að dregið yrði úr þvingunum gagnvart Serbíu en í staðinn yrði tekið fyrir aðdrætti Bosníu-Serba. Erfitt ef ekki útilok- að yrði þó að hafa fullnægjandi eftirlit með landamærum Serbíu og svæðum Bosníu-Serba. Þótt skortur sé á ýmsu hefur Serbum tekist að hjara. Smyglaðar nauðsynjar á borð við bensín ber- ast frá nágrannalöndunum, eink- um Makedóníu og Rúmeníu sem hagnast vel á viðskiptunum. í breska tímaritinu The Economist er fullyrt að enginn matarskortur sé í landinu. Serbíustjórn hefur tekist að slá á óðaverðbólgu með því að tengja gengi dínarsins við þýska markið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.