Morgunblaðið - 30.07.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 30.07.1994, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Húnaver Möguleiki a fjarkrofu kannaður GÍSLI Gíslason, lögfræðingur aðstandenda auglýstrar sam- komu í Húnaveri, sem sýslu- maður á Blönduósi ákvað á fimmtudag að leyfa ekki, segir ákvörðunina valda vonbrigð- um. í athugun hafi verið að selja tjaldstæði í Húnaveri og láta hljómsveitir spila á hljóð- færi sín án þess að um form- lega tónleika væri að ræða, en tíminn hafi verið orðinn svo naumur að ekki hafi verið unnt að beina fólki þangað, auk þess sem ýmis skipulagsvinna í tengslum við öryggismál og heilsugæslu var eftir. Því muni ekkert eiga sér stað í Húnaveri um helgina. Gísli segir skjólstæðinga sína áætla að fjárhagslegt tjón sitt vegna undirbúnings áformaðra útitónleika nemi um einni millj- ón króna, og verði athugað hvort hugsanlegur möguleiki sé á málsókn eða fjárkröfu á hendur sýslumannsembætti. „Við ætlum að skoða málið yfir helgina, athuga hvert fjár- hagslegt tap verður og meta stöðuna að öðru leyti. Skjól- stæðingar mínir telja enn, að ákvörðun sýslumanns sé röng og aðfinnsluvert að hann hafi byrjað á því að veita þeim leyfi en dregið það síðan til baka með eins stuttum fyrirvara og raun varð á,“ segir Gísli. Opið í klukkubúð- unum um helgina FLESTAR verslanir á Reykja- víkursvæðinu verða lokaðar um verslunarmannahelgina. Versl- anir við Laugaveg og Banka- stræti hafa ákveðið að hafa lokað í dag, laugardag. Hið sama hafa verslanir í Kringl- unni gert. Klukkubúðirnar 10/10, 10/11 og 11/11 verða á hinn bóginn flestar opnar. Tvær fyrstnefndu verslanak- eðjurnar hafa opið alla þijá daga helgarinnar en búðir 11/11-keðjunnar verða lokaðar á frídegi verslunarmanna, mánudag. Bensínstöðvar verða opnar líkt og endranær á laugardag og sunnudag, en afgreiðslu- stöðvar allra olíufélaganna verða lokaðar á mánudag. Að- eins verður opið í Litlu kaffi- stofunni á Suðurlandsvegi þann dag. Frosti ÞH með Rex ítogi FROSTI ÞH tók togarann Rex, sem skráður er á Kýpur en er með íslenskri áhöfn, í tog eftir að hann varð vélarvana fyrir skömmu á leið til landsins eft- ir veiðar í Smugunni. Áætlað var að Frosti sem er á leið til íslands eftir veiðar í Smugunni kæmi í gær til móts við skemmtiskipið Leif Eiríksson, sem útgerð Rex hafði samið við um að draga Rex til hafnar á íslandi. Eldur í bænum Höskuldamesi Raufarhöfn. Morgunblaðiö. SLÖKKVILIÐ Raufarhafnar var í gærmorgun kvatt að bænum Höskuldarnesi sem stendur um 4,5 km norður við Raufarhöfn. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var eldur laus í miðbyggingu, sem í eru smíðaverkstæði, þvottahús, miðstöð og geymslur. Mikinn reyk lagði úr bygging- unni og var erfitt fyrir slökkvilið- ið að athafna sig. Rjúfa þurfti þakið á íbúðarhúsinu til að kom- ast að eldi sem var kominn milli þaks og lofts.Slökkvistarfi var lokið um kl. 8. Miðbyggingin er nánast ónýt. Loft í íbúðarhúsi eru ónýtt af vatni en eldur náði aldr- ei að komast inn í íbúðina. Jóhannes Árnason var einn í húsinu þegar eldurinn kom upp. Hann vaknaði við reyklykt sem ÓSKAR Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, telur að Norðmenn bijóti alþjóðlegar reglur um fjarskipti, en Norðmenn hafa neitað að aðstoða íslensk skip, sem veiða í Smugunni, við að _ná fjar- skiptasambandi við Island. Óánægja er meðal íslenskra sjómanna með þetta ekki síst þar sem norsk skip, sem eru á loðnuveiðum við ísland, fá alla þjónustu hér á landi sem þau óska eftir. Óskar sagði að þetta væri við- kvæmt atriði. Það væri hins vegar almennt viðurkennt að Smugan væri ÞRÍR núverandi og fyrrverandi borgarfulltrúar í Reykjavík, Katrín Fjeldsted, Markús Orn Antonsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, eru alvarlega að íhuga að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi alþingiskosn- ingum. Katrín segir raunar að hún hafi áhuga á framboði. Ákvörðun um hvort prófkjör verður haldið verður tekin í fundi stjórnar fulltrú- aráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík mjög fljótlega. „Ég hef áhuga á að gefa kost á mér í þessa vinnu,“ sagði Katrín Fjeldsted, fyrrverandi borgarfull- trúi í Reykjavík. Hún sagði að margir hefðu hvatt sig til að gefa kost á sér í framboð. Hún sagði að það skipti máli varðandi ákvörðun sína hvernig valið verði á framboðs- listann. Hún sagðist telja prófkjörs- leiðina gengna sér til húðar og rétt væri að skoða aðrar leiðir. Hún Iagði inn um opinn glugga í her- berginu sem hann svaf í. Hann kannaði kringumstæður og ætl- aði svo í símann, sem þá var _ óvirkur. Skafti Jónsson frá Ás- alþjóðlegt hafsvæði og þess vegna ættu að gilda þar almennar alþjóð- legar reglur í sambandi við fjar- skipti og annað. „Ég myndi telja þetta brot á almennum samskiptum þjóða í milli og alþjóðlegum reglum um fjarskipti. Við hljótum að mót- mæla þessu,“ sagði Öskar. Getum ekki talað heim úr Smugunni „Það skýtur skökku við að við erum með 40-50 norsk skip inni í landhelginni hjá okkur sem fá hér alla þjónustu sem skipin þurfa á að hafnar því hins vegar ekki að taka þátt í prófkjöri verði sú leið farin. „Það er þannig að ýmsir hafa rætt þennan möguleika við mig. Ég hef íhugað þetta alvarlega, en ekki tekið endanlega ákvörðun enn- þá,“ sagði Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykja- vík. Markús sagði að endanleg ákvörðun 'sín muni m.a. ráðast af tímasetningu kosninga og því hvort haldið verði prófkjör í Reykjavík. Markús Örn benti á að fordæmi væri fyrir því að Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjavík veldi frambjóðendur á lista án þess að viðhafa prófkjör. Fari svo muni það hafa áhrif á ákvarðarnir sínar. Markús Örn tók fram að verði alþingiskosningar í haust muni það ekki draga úr líkum á því að hann bjóði sig fram. „Það líður varla sá klukkutími að ég sé ekki spurður þessarar spurningar," sagði Vilhjálmur Þ. mundarstöðum, sem var á leið til vinnu á Raufarhöfn og átti leið fram hjá Höskuldarnesi, gerði slökkviliðinu á Raufarhöfn viðvart. halda, bæði varðandi talstöðvarþjón- ustu og annað. Það þýðir hins vegar ekkert fyrir okkur, sem erum að veiðum í Smugunni, að reyna að tala heim í gegnum Noreg. Þeir virða okkur ekki viðlits. Þetta er ekkert nema ósvífni,“ sagði Þorbjörn Sig- urðsson, skipstjóri á Múlabergi, sem er nýkominn úr Smugunni. Þorbjörn tók fram að norska Strandgæslan hefði að fyrra bragði haft samband við íslensku skipin í Smugunni og boðið læknisaðstoð ef eitthvað kæmi upp á. Það bæri að þakka. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að gefa kost á sér í prófkjör. Hann sagðist ekki komast hjá því að íhuga þennan möguleika alvarlega. Hann sagði að Alþingi væri að mörgu leyti áhugaverður vettvangur fyrir þá sem hafa pólitískan áhuga. Vil- hjálmur sagðist reikna með að taka ákvörðun í þessu máli fljótlega. Hann sagðist telja sjálfgefið að prófkjör verði haldið þó að boðað verði til kosninga með skömmum fyrirvara. Baldur Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sagði að ákvörðun um hvort haldið verði prófkjör fyrir komandi alþingiskosningar verði tekin fljótlega. Hann sagði nauð- synlegt að taka þessa ákvörðun fljótlega óháð því hvenær kosningar verði því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði venjulega haldið prófkjör fyrir Övænt breyt- ing á veðurspá Reiknað með rign- inguum helgina UTLIT er fyrir að verslunarmanna- helgin verði talsvert vætusöm, þó að gert sé ráð fyrir að almesta úrkoman gangi yfir í nótt, sam- kvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu íslands. Skúrir verða um allt land, alla helgina. Á fimmtudag var gert ráð fyrir þurru og góðu veðri um mest allt land, en að sögn Harðar Þórðarsonar, veðurfræð- ings á Veðurstofu íslands, tók veð- urspáin óvæntum breytingum í fyrrinótt og gær þegar lægð, sem hann segir mjög stóra af sum- arlægð að vera, breytti um stefnu. „Við gerðum ráð fyrir að lægðin sem ræður þessu veðri færi austur fyrir landið en þess í stað varð hún dýpri og fór þar af leiðandi lengra til norðvesturs en ætlað var, og virðist ætla vestur yfir landið. Við sáum þessa óvæntu hreyfingu ekki fyrir og það skiptir afar miklu máli hvar lægðin lendir nákvæm- lega með tilliti til veðurs, jafnvel þótt hún færist ekki langt úr stað,“ segir Hörður. Enginn sleppur Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofu verður nokkuð hvöss norð- austanátt og rigning á Vestfjörðum í dag, en annars breytileg átt, víð- ast kaldi og skúrir. Á morgun er gert ráð fyrir hægri, breytilegri átt og skúrum um land allt, en á mánu- dag verður komin hæg, vestlæg átt og áfram skúrir á öllu landinu. „Það sleppur enginn, sama hvar hann er á landinu,“ segir Hörður. „Mesta úrkoman var suðaustan- lands í gær og líklega áfram í dag, en samt verður rigning svo til alls staðar á landinu. Suðaustanlands mun hún standa lengst þannig að bleytan verður töluverð fyrir ferða- fólk og aðra. Úrkomusvæðið geng- ur síðan yfir þannig að þegar á líð- ur helgi stefnir í að úrkoman verði mest á Vestfjörðum. áramót þó að kosið væri að vori. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur haldið prófkjör fyrir alþingis- kosningar síðustu tvo áratugina. Baldur sagði að það væri ekki í lögum flokksins að halda skuli próf- kjör heldur þurfi að taka sjálfstæða ákvörðun um það hveiju sinni. Gunnar skoðar þáttöku Gunnar I. Birgisson, forseti bæj- arstjórnar í Kópavogi, kveðst ekki hafa tekið ákvörðun um að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesskjördæmi fyrir hugsanlegar Alþingiskosning- ar í haust, en sá möguleiki sé í skoðun. Menn hafi rætt við sig og borið upp þetta mál, en hann hafi ekki enn kanna hug manna til slíkr- ar þátttöku með skipulögðum hætti og íhugi ekki slíkt fyrr en og ef ákvörðun um haustkosningar verð- ur tekin. Formaður Sjómannasambandsins um aðgerðir Norðmanna Brj óta fjarskiptareglur Ákvörðun um prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík tekin fljótlega Vilhjálmur, Katrín og Markús íhuga framboð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.