Morgunblaðið - 30.07.1994, Side 4
4 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Skrifstofusljóri ASÍ
Launa-
hækkanir
verða að
vera meiri
HALLDÓR Grönvold, skrif-
stofustjóri ASÍ, segir að Al-
þýðusambandið fagni yfirlýs-
ingum forystumanna VSÍ um
að hægt verði að semja um
launahækkanir í næstu kjara-
samningum. Hann segir hins
vegar að launahækkanimar
verði að verða mun meiri en
framkvæmdastjóri VSÍ hefur
nefnt. Launahækkanir upp á
1-2% nái ekki að halda í við
verðbólgu. Halldór segir að
ASÍ hafni því að tengja launa-
hækkanir við breytingar á
vinnulöggjöfinni.
Vinnuveitendasambandið
hefur í síðustu kjarasamning-
um haft þá stefnu að ekki
væri rúm til launahækkana.
Halldór sagðist fagna því að
nú skuli heyrast annað hljóð
úr herbúðum VSI. Hann sagði
hins vegar að tæplega væri
hægt að tala um launahækk-
un þegar nefndar væru launa-
breytingar á bilinu 1-2%.
Hækkun af þeirri stærðar-
gráðu næði ekki einu sinni
að halda í við verðbólgu.
„Það liggur ljóst fyrir að
Alþýðusambandið hefur nú
þegar gert kröfu um launa-
hækkanir á grundvelli þeirra
breytinga sem átt hafa sér
stað á vinnumarkaðinum á
samningstímanum. Þetta þarf
að eiga sér stað fyrir gerð
næstu kjarasamninga þannig
að aðilar komi jafnsterkir að
samningaborðinu," sagði
Halldór.
Hann sagði að krafa ASÍ
vegna þessara breytinga væri
upp á 5-6% launahækkun.
FRÉTTIR
Grasker
ræktuð í
Vogum
Morgunblaðið. Vogar.
„ÉG HEF fylgst með vextinum
daglega," segir Sveinlaugur
Hannesson sem ræktar grasker
í gróðurhúsi við hús sitt í Vogum.
„Eg hef mælt ummálið á hverjum
degi og hefur stækkunin verið
mest 6 sentimetrar í ummál eftir
sólarhringinn," sagði hann.
Fræ graskersins sem Svein-
laugur gróðursetti í gróðurhús-
inu fékk hann hjá Sölufélagi
garðyrkjumanna. Á plöntuna
komu tvö grasker sem verða að
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
liggja í neti vegna þunga síns,
en fyrir nokkru valt annað úr
netinu og slitnaði niður. Þá
mældist það 128,5 sentimetrar í
ummál og vó 18,5 kíló.
Grasker eru notuð til matar
og vinnur Sveinlaugur nú að því
að afla uppskrifta.
Stj órnarandstöðu-
flokkarnir vilja
haustkosningar
FORYSTUMENN stjórnarand-
stöðuflokkanna eru sammála um
að ganga eigi til alþingiskosninga
í haust og segja að stjórnarflokk-
arnir ráði greinilega ekki við vand-
ann í ríkisfjármálum.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
þingflokksformaður Kvennalista,
segist vel geta fallist á þá röksemd
forsætisráðherra að veður og færð
torveldi kosningar í byijun apríl en
hún telur hins vegar heppilegast
að kosningar verði haldnar í síðari
hluta nóvember. Halldór Ásgríms-
son, formaður Framsóknarflokks,
segir aftur á móti að það sé fyrir-
sláttur að veður og samgönguerfið-
leikar standi i vegi fyrir að kosning-
ar geti farið fram í apríl. Hvorki
Halldór né Ólafur Ragnar Gríms-
son, formaður Alþýðubandqjags,
hafna þeim möguleika, sem forsæt-
isráðherra hefur orðað, að kosið
verði um mánaðamót september og
október, en Halldór tók þó fram
að ágústmánuður myndi nýtast illa
til kosningaundirbúnings vegna
sumarleyfa.
Ólafur Ragnar segir Alþýðu-
bandalagsmenn styðja eindregið að
fram fari kosningar í haust. „Ég
tel mjög skynsamlegt út frá öllum
hagsmunum íslendinga að ný
landsstjórn mæti þingi þegar það
kemur saman í október," sagði
hann.
Ólafur Ragnar sagði að kosn-
ingaumræðan myndi ekki snúast
um hvort Islendingar ættu að senda
aðildarumsókn til Evrópusam-
bandsins. „Raunverulegu vanda-
málin eru hrikalegur ríkissjóðshalli,
vextirnir eru farnir að hækka á
nýjan leik, launamálin eru í al-
gjörri upplausn og atvinnulífið í
kyrrstöðu,“ sagði hann.
„Ég hef alltaf reiknað með því
að það yrðu haustkosningar," sagði
Jóna Valgerður. „Ríkisstjórnin setti
sér það markmið að ná niður halla
íjárlaga á tveimur árum. Þau mark-
mið hafa engan veginn náðst og
stefnir hallinn núna í yfir 30 millj-
arða á árunum 1992-1994. Það er
alveg ljóst að það verður enn erfið-
ara en nokkru sinni fyrr að setja
saman fjárlög í haust og með því
að efna til kosninga núna og kalla
þing ekki saman kemst ríkisstjórn-
in hjá því að leggja fram fjárlög
fyrr en eftir kosningar,“ sagði hún.
Ágreiningur um að-
haldsaðgerðir
Halldór Ásgrímsson segist hafa
verið þeirrar skoðunar um skeið
að kjósa ætti í haust en ummæli
forystumanna stjórnarinnar nú
væru merki þess að þeir treystu
sér illa til að takast á við fjárlaga-
gerð og Evrópumál. „Það er vitað
að það er ágreiningur innan stjórn-
arflokkanna um aðhaldsaðgerðir í
fjármálum ríkisins og ég tel að
þeir séu í reynd að viðurkenna þess-
ar staðreyndir með þessum yfirlýs-
ingum,“ sagði hann.
Fyrsta einbýl-
ishús í 14 ár
Grýtubakka. Morgunblaðið.
Á GRENIVÍK er nú verið að byggja
hús, sem ekki væri í frásögur fær-
andi ef ekki væri um að ræða fyrsta
einbýlishúsið sem reist er í þorpinu
í fjórtán ár.
Það eru hjónin Ragnheiður Harð-
ardóttir og Hermann Stefánsson
sem eru að byggja þetta hús, sem
er 156 fermetra stórt að meðtöldum
bílskúr. Nokkuð hefur verið byggt
af íbúðarhusnæði í Grýtubakka-
hreppi á þessu langa tímabili, aðal-
lega í sveitinni, en á Genivík hafa
verið byggðar félagslegar íbúðir, 3
parhús. Flutt var inn í það fyrsta
þeirra árið 1990.
Kosningar hafa þrívegis farið fram um haust eða í vetrarbyrjun á lýðveldistímanum
Alþýðuflokkur hafnaði
haustkosningum 1970
ÞRISVAR hefur verið gengið til
alþingiskosninga að hausti til eða
í byijun vetrar á lýðveldistímanum.
Þetta var árin 1949,1959 og 1979.
Sumarið 1970, á stjórnartíma Við-
reisnarstjórnarinnar, höfnuðu Al-
þýðuflokksmenn tillögu sjálf-
stæðismanna um haustkosningar
en samkomulag var um það frá
upphafi stjórnarsamstarfs flokk-
anna að þingrofsrétti
yrði ekki beitt nema með
samþykki beggja flokk-
anna.
Sumarið 1949 var við
völd samsteypustjóm
Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks, Stefanía sem
svo var kölluð, en hún var mynduð
í febrúar árið 1947. Fór að bera á
óánægju framsóknarmanna með
stjórnarsamstarfið þegar kom fram
á sumar 1949 og samþykkti mið-
stjórn Framsóknarflokksins að ná
bæri samkomulagi milli stjórnar-
flokkanna um aðgerðir í efnahags-
málum en annars yrði að leita úr-
skurðar þjóðarinnar. Kynntu ráð-
herrar flokksins tillögur um þetta
í ríkisstjórn og settu þau tímamörk
að ákveðin niðurstaða yrði að liggja
fyrir fyrir 10. ágúst, annars yrði
stjórnin að biðjast lausnar. Ekki
náðist samkomulag um þetta innan
ríkisstjórnarinnar og var þá ákveð-
ið að ijúfa þing og boða til nýrra
kosninga um haustið, dagana
23.-25. október. Fóru þær fram á
tilsettum tíma og var kosningaþátt-
taka tæplega 90%.
Vorið 1959 náðist samkomulag
milli Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags um
nýja kjördæmaskipan og
breytingar á stjórnar-
skránni. Þá var við völd
minnihlutastjórn Alþýðu-
flokks með stuðningi
Sjálfstæðisflokks. Al-
þingiskosningar fóru fram í júni
en Alþingi kom svo saman 21. júlí
þar sem stjórnarskrárbreytingin
var samþykkt á ný og var aftur
gengið til þingkosninga samkvæmt
hinni nýju kjördæmaskipun um
haustið. Ákveðið var að hafa tvo
kjördaga, 25. og 26. október. Var
kosningaþátttakan rúmlega 90%.
Sjálfstæðismenn hlynntir
haustkosningum 1970
Sumarið 1970 hafði samsteypu-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks verið við völd í tæplega 11
ár. Að afloknum sveitarstjórnap-
kosningum um vorið komu fram
raddir innan beggja stjórnarflokk-
anna að skynsamlegt væri að ijúfa
þing og efna til kosninga um haust-
ið. Reglulegar alþingiskosningar
áttu að fara fram sumarið 1971.
Var sérstaklega mikill áhugi á
þessu innan Sjálfstæðisflokksins. í
fyrrihluta ágústmánaðar tilnefndu
flokkarnir fulltrúa sína til viðræðna
sem fram fóru næstu daga um það
hvort ijúfa ætti þing og efna til
haustkosninga. Fengu ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins umboð frá
þingflokki og miðstjóm til að efna
til þingrofs og kosninga ef um það
næðist samkomulag við samstarfs-
flokkinn. Á meðan á viðræðum
stjórnarflokkanna um haustkosn-
ingar stóð hófu sjálfstæðismenn
undirbúning prófkjörs fyrir næstu
þingkosningar og ákvað fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna 10. ágúst að
efna til prófkjörs í september hvort
sem alþingiskosningar yrðu haldn-
ar um haustið eða vorið.
Þáverandi forsætisráðherra, Jó-
hann Hafstein, lagði á það áherslu
í Morgunblaðsviðtali á þessum tíma
að ef efnt yrði til haustkosninga,
þyrfti að ákveða það fljótlega,. því
ekki hentaði að hafa kjördag miklu
síðar en um veturnætur. Jóhann
rökstuddi tillögur sjálfstæðismanna
um haustkosningar m.a. með þeim
orðum, að gefa ætti kjósendum
kost á að veita Alþingi og ríkis-
stjórn, hver sem hún yrði, nýtt
umboð sem væri líklegt til að
styrkja aðstöðu þessara aðila í sam-
ráði við samtök verkalýðs og vinnu-
veitenda til að skapa meiri festu í
þjóðfélaginu. Það væri forsenda
þess að unnt væri að varðveita
þann bata, sem orðið hefði í þjóðfé-
laginu og myndi tryggja launþeg-
um raunhæfar kjarabætur.
Viðræður stjórnarflokkanna
urðu hins vegar árangurslausar og
lauk þeim þegar miðstjórn Alþýðu-
flokksins kom saman 21. ágúst og
ályktaði að ekki væri tímabært að
efna til haustkosninga, heldur væri
rétt að kanna til hlítar
hvort samstaða gæti
náðst milli aðila vinnu-
markaðarins og ríkis-
stjórnarinnar en viðræð-
ur milli þessara aðila
voru þá nýhafnar um undirbúning
að gerð kjarasamninga. Stjórnar-
samstarfið hélst svo út kjörtímabil-
ið og var gengið til kosninga 13.
júní 1971.
Dr. Gylfi Þ. Gíslason, sem var
ráðherra og formaður Alþýðu-
flokksins á þessum tíma, sagðist í
samtali við Morgunblaðið í desem-
ber síðastliðnum telja, að það hafi
verið rétt af Alþýðuflokknum að
hafna haustkosningum sumarið
1970. Efnahagsráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar hafi verið farnar að
bera árangur og rétt hefði verið
að láta hann koma ótvírætt í ljós.
Ef kosið hefði verið um haustið
hefði viðskilnaður stjórnarinnar
orðið allt annar og lakari en hann
var.
Veður hamlaði ekki
vetrarkosningum 1979
Að loknum þingflokksfundi sjálf-
stæðismanna sl. fimmtudag þar
sem rætt var um hugsanlegar
haustkosningar, sagði Davíð Odds-
son forsætisráðherra m.a., að sam-
göngutruflanir og ótryggt veðurlag
í febrúar og mars væru ókostir ef
gengið yrði til kosninga 8. apríl.
Minnti hann á umræður um vetrar-
kosningarnar sem fram fóru í des-
ember árið 1979. „Það var rifjað
hér upp á fundinum að 1979 fundu
ýmsir flokkar að því og töldu þjóð-
arvoða að þjóðinni skyldi vera otað
út í kosningabaráttu í
október og nóvember,
eins og það var orðað
þá,“ sagði Davíð. Alþýðu-
flokkurinn sleit stjórnar-
samstarfi við Framsókn-
arflokk og Alþýðubandalag um
haustið 1979 og var þing rofið 15.
október og boðað til þingkosninga
í byijun desember. I fréttum frá
þessum tíma kom fram að ýmsir
höfðu áhyggjur af því að þurfa að
ganga til kosninga um hávetur.
Var ákveðið að hafa kjördaga tvo,
2. og 3. desember. í frétt Morgun-
blaðsins að kosningum loknum kom
fram að veður hamlaði hvorki kosn-
ingunum né talningu og lauk kosn-
ingu víða á fyrri degi vetrarkosn-
inganna árið 1979. Var kosninga-
þátttaka 89,3% eða örlítið minni
þátttaka en í kosningunum áratug-
ina á undan.
Talað var um
þjóðarvoða
1979
Alltaf hafa
verið tveir
kjördagar
f
I
>
I
I
I
f
í
l
\
l
i
I
I
>
i
i