Morgunblaðið - 30.07.1994, Side 5
GOTT FÓLK / SlA
MORGUNBLAÐIÐ
IAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 5
IUÝJA FARSÍMAKERFID A ISLAIUDI
fSSsp' !'öi
GSM farslminn «í Islandi!
Póstur og sími kynnir nýtt farsímakerfi hér á
landi. Kerfið kallast GSM (Global System for
Mobile Communication) og er stafrænt
farsímakerfi sem gefur möguleika á
talsímaþjónustu innanlands, milli landa og á
ferðalögum erlendis. GSM-kerfið verður tekið
í notkun hér á landi 16. ágúst nk.
Fyrst um sinn nær GSM kerfið aðeins til
höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesja og
Akureyrarsvæðisins en það verður síðan byggt
upp í áföngum út frá helstu þéttbýlissvæðum
landsins.
\ mis p
1 . ; 11
Alþjóðlegt kerfi
GSM-farsímaþjónusta býðst í flestum löndum
Evrópu og stefnt er að því að íslenskir GSM
notendur geti notað farsíma sína þar.
Litlir og léttir siniar
Einn helsti kostur GSM er hversu litlir og hand-
hægir símarnir eru og að þeir eru ekki bundnir
farartækjum eða við burðareiningu. I raun
komast þeir fyrir í veski eða vasa. Auk þess
eru talgæði mjög góð.
GSM kortið er lykillinn aö GSM kerfinu
,+! A: ■
Áskrift að kerfinu verður bundin við kort sem
stungið er í farsímatækið, svokallað GSM kort
(Subscriber Identity Module), en ekki sjálfum
farsímanum sem notaður er (Farsíminn er óvirkur
nema kortið sé í honum). GSM kortið er því í senn
lykill að kerfinu og persónulegt númer þess sem er
notandi og greiðandi þjónustunnar.
Farsímanotendur geta valið um að nota kortið
I sinn eigin farsíma eða í aðra farsíma sem þeir
fá að láni.
NMT kerfið áfram i notkun
NMT kerfið sem verið hefur í notkun hér á landi
síðan 1986 verður rekið áfram í sömu mynd.
Helstu kostir NMT kerfisins eru þeir að NMT er
langdrægara en GSM kerfið og mun áfram þjóna
þeim notendum sem þurfa farsíma utan þéttbýlis,
í þéttbýli, á óbyggðum svæðum og á miðunum
umhverfis landið.
, §KT- H
:':S
iiiii
FARSÍMAKERFI
PÓSTS OG SÍMA