Morgunblaðið - 30.07.1994, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
___________________________________FRÉTTIR_____________________
íslending-ur er meðal þeirra þriggja sem leggja Hárlínuna ’95
INTERCOIFFURE í París, al-
þjóðlegur félagsskapur hár-
greiðslumeistara, hefur gefið
línuna í hártískunni fyrir næsta
ár. Elsa Haraldsdóttir, hár-
greiðslumeistari, er ein þriggja
hjá samtökunum sem sjá um að
móta tískuna á hverju ári og
velja þau aðra hárgreiðslumeist-
ara í lið með sér. Þann 12. sept-
ember verður svo valin endan-
leg tískulína á sýningu í París,
hún kynnt og kennd.
Elsa segir hártískuna fyrir
árið 1995 einkennast af hreyf-
ingu og léttleika, hárið eigi að
vera eðlilegt. Hún segir að mik-
il breidd sé í tískulínunni og
ekki sé lengur um eitt ákveðið
útlit að ræða. „Persónuleiki
hvers og eins á að koma fram,“
segir hún. „Tískan hefur verið
að þróast meira og meira í þá
átt.“
Hreyfingunni er náð fram
annað hvort með stórum per-
Hárið létt
og hreyfanlegt
manentspólum eða blæstri og
eru bylgjur og liðir áberandi.
Ef fólk kýs slétt hár þá eru end-
arnir gjarnan greiddir út, segir
hún.
Hárið síðara
Elsa segir að hárið eigi að
vera síðara en hingað til, en
undanfarið hafi mjög stuttar
klippingar verið áberandi. Eftir
sem áður verði hárið klippt frá
eyrunum eða sett aftur fyrir
eyru, og segir Elsa að það eigi
ekki að vera fram í andlitið.
Hvað varðar litinn á hárinu
segir hún að hann eigi að vera
eðlilegur og ljósir og brúnir tón-
ar séu algengastir. Elsa segir
að á sýningunni í París, sem um
600 manns sækja, verði línan
kynnt og kennd og sé það há-
punktur dagsins. Þennan dag
verða Norðulöndin einnig með
sameiginlega sýningu og Japan-
ir og Frakkar með sérsýningar.
Rússar
smygla
vodka
155 LÍTRAR af vodka og 12
lengjur af sígarettum voru
gerð upptæk í rússnesku fisk-
flutningaskipi í Hafnarfjarðar-
höfn á fimmtudag. Upp komst
um smyglið þegar sjómenn
voru að bera vodkaflöskur út
í bíl á höfninni. Fimm rúss-
neskir sjómenn gengust við því
að eiga varninginn.
Sjómennirnir voru staðnir
að því að bera vodkaflöskur
úr skipinu og út í bíl ungs
Hafnfirðings en honum voru
■ þeir búnir að selja 50 flöskur.
Að sögn Eðvarðs Olafssonar,
hjá Rannsóknarlögreglunni í
Hafnarfirði, kemur skipið
reglulega hingað og hafði
Hafnfírðingurinn pantað 50
flöskur hjá Rússunum síðast
þegar skipið var hér.
Við leit í skipinu fundust
155 lítrar af vodka til.viðbót-
ar, faldir víðs vegar um skipið,
og ellefu lengjur af sígarett-
um.
Rússarnir fimm gáfu sig
fram og eftir yfirheyrslur, sem
fóru fram með aðstoð túlks,
voru þeir sektaðir um 20-
60.000 krónur. Þeir greiddu
sektir sínar samdægurs.
Nýr frystitog’ari til landsins
NÝR frystitogari, Pétur Jónsson
RE-69, sem er sérútbúinn fyrir
rækjuvinnslu kemur til landsins
næstkomandi sunnudag. Skipið var
smíðað í skipasmíðastöðinni Aukra
Industrier í Aukra í Noregi fyrir
Pétur Stefánsson útgerðarmann.
Eldra skip Péturs með sama nafni
sem m.a. var gert út á rækju og
loðnu var selt til Hjaltlandseyja í
lok síðasta árs.
Nýja skipið er 59 metra langt,
hannað af Skipsteknisk í Aalesund.
Það er útbúið fyrir tvíburatroll og
sérstyrkt til veiða í ís. Pétur Stef-
ánsson útgerðarmaður tók við skip-
inu í Aukra í vikunni og er á ieið-
inni með það til landsins.
Heildarverð nálægt
70 milljónum
Ekki fengust upplýsingar hjá út-
gerðinni um verð skipsins en í Fis-
hing News International er heildar-
verð þess talið vera nálægt 70 millj-
ónum norskra króna en það sam-
svarar um 700 milljónum íslenskra.
Áætlað er að skipið fari fyrst til
rækjuveiða á Flæmingjagrunni.
Gamla skipið hafði kvóta upp á
1.829 þorskígildistonn og verður
hann fluttur á nýja skipið. Ætlunin
er að reyna að skipta loðnukvóta
þess í rækjukvóta til að drýgja verk-
efni þess við rækjuveiðar. Tuttugu
menn eru í áhöfn.
Fjölmennu norrænu dýralæknaþingi í Reykjavík lokið
Þúsund gestir
vegna þingsins
NORRÆNU dýralæknaþingi lauk
í gær, en um 600 dýralæknar af
öllum Norðurlöndunum sóttu þing-
ið. Halldór Runólfsson, dýralæknir
og formaður undirbúningsnefndar
þingsins, sagði að þinghaldið hefði
gengið vel og allt í allt hefðu gest-
ir vegna þingsins verið 1.000, þar
sem margir hefðu komið með maka
og börn til landsins. Fyrirlesarar
komu meðal annars frá Norður-
löndunum, Bretlandi, Þýskalandi
og Bandaríkjunum.
í tengslum við ráðstefnuna
kynntu ýmsir framleiðendur og
seljendur vörur sínar og sést einn
sýningarbásinn á myndinni.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Ógreidd bifreiðagjöld dregin frá endurgreiðslum úr ríkissjóði í fyrsta sinn
Gjöld innheimt af fyrrver-
andi eigendum bíla
SÍMINN var rauðglóandi hjá tollstjóraembættinu
í Reykjavík í fyrradag í kjölfar þess að ógreidd
bifreiðagjöld af bílum, sem skipt höfðu um eig-
anda, voru dregin frá endurgreiðslu úr ríkissjóði
til fyrrverandi eigenda bílanna, þ.e. skuldjöfnuð.
Arthur Sveinsson deildarstjóri hjá tollstjóraemb-
ættinu, segir ástæðuna fyrir þessu vera reglur
um að bifreiðagjöldin fylgi kennitölu þess, sem
á bílinn á gjalddögunum, 1. janúar og 1. júlí
ár hvert.
Ekki hefur áður verið mögulegt að skuldjafna
þessi gjöld vélrænt. Snertir málið því marga, sem
átt hafa bíla á áðurnefndum gjalddögum, þótt
þeir hafi aðeins átt bílinn í einn til tvo daga. Á
álagningar- og innheimtuseðli 1994 kemur fram
upphæð bifreiðagjaldanna, sem dregin eru frá
heildar endurgreiðslunni en ekkert sagt af hvaða
bíl gjöldin eru. Aðeins er sagt að Tollstjórinn í
Reykjavík og sýslumenn utan Reykjavíkur veiti
frekari upplýsingar.
„Fólk spyr hvað það eigi að gera, það sé
nýbúið að selja bílinn, t.d. núna í júlí. Hafi það
ekki athugað að setja það inn í afsal að nýi eig-
andinn taki við gjaldinu, sem er fyrirfram álagn-
ing í sex mánuði, er því ráðlagt að tala við nýja
kaupandann sanngirnismál sé að hann greiði
fyrir sinn bíl þetta tímabil. Ef hann bregst þá
gangur kerfið að seljandanum. Þetta er leiðinda-
mál,“ sagði Arthur.
Undantekningar til
Dæmi eru um tilfelli, þar sem kerfið hagar
sér öfugt við þetta. Morgunblaðið hefur undir
höndum álagningarseðil manns, sem keypti not-
aðan bíl af bílaumboði í september 1993. Ogreidd
bifreiðagjöld hvíldu á umboðinu vegna bílsins
og voru ekki tekin með í samning um greiðslu
á bílnum, þar sem umboðið átti að borga. Þegar
maðurinn fékk álagningarseðilinn í hendurnar
sá hann að þessi gjöld höfðu verið skuldjöfnuð
og dregin frá upphæðinni, sem hann átti að fá
endurgreidda úr ríkissjóði.
Snorri sagði að til væru undantekningar frá
almennu reglunni um að gjöld féllu á skráðan
eiganda á gjalddaga. Ef að eigendaskipti hefðu
átt sér stað en ekki verið skráð í bifreiða-
skránni þá væri heimilt að innheimta bæði skráð-
an eiganda og raunverulegan. Slíkt gerðist þó
ekki í ofangreindu sértilfelli skv. upplýsingum
frá fjármálaráðuneytinu heldur áttu sér stað
mistök þegar sá, sem keypti bílinn af umboðinu,
greiddi bifreiðagjöld, sem féllu í gjalddaga 1.
janúar sl. Greiðslan var færð sem greiðsla á
skuldinni, sem umboðið átti að borga og litið
svo á sem bifreiðagjöldin, sem féllu í gjalddaga
1. janúar sl. væru ógreidd. Þau voru svo skuld-
jöfnuð á almennan hátt.
Enginn at-
vinnulaus
á Eskifirði
VIÐVARANDI atvinnuleysi
hefur nánast ekkert verið á
Eskifirði og fyrir skömmu var
enginn á atvinuleysisskrá á
staðnum, að því er fram kemur
í samtali við Hrafnkel Jónsson,
formann verkalýðsfélagsins
Ái-vakurs á Eskifirði, í júlítölu-
blaði blasins Gegn Atvinnu-
leysi.
íbúar á Eskifirði _eru 1.060,
en skráðir félagar í Árvakri eru
429. Hrafnkell segir að at-
vinnuleysi hafi óneitanlega
verið meira undanfarið en það
hafi verið lengst af eftir 1970.
6-10 manns hafi verið að jafn-
aði atvinnulaus í vetur, en
fyrrihluta sumars hafi dregið
úr því og lítið sem ekkert at-
vinnuleysi sé nú. Ekki sé um
viðvarandi atvinnuleysi að
ræða og þannig hafi aðeins
tveir átt rétt á eingreiðslu 1.
júní, en til þess hafi menn þurft
að vera 87 daga atvinnulausir
síðasta árið.
Hrafnkell segir að atvinnu-
ástand á Eskifirði og Nes-
kaupsstað sé sennilega hvað
best af stöðum á Austurlandi.
Sjávarútvegurinn sé gerðir út
tveir togarar og tvö nótaskip,
auk tveggja minni báta.
Gausdal
Þröstur í
ellefta sæti
ÞRÖSTUR Þórhallsons hafn-
aði í ellefta sæti með 5 Vi vinn-
ing á alþjóðlega skákmótinu í
Gausdal í Noregi sem lauk í
gær. Sigurvegari á mótinu var
Kotronias frá Grikklandi með
7'/2 vinning.
Helgi Áss Grétarsson, Héð-
inn Steingrímsson og Arnar
Gunnarsson voru með 5 vinn-
inga hver, og hefði Arnar sem
er 15 ára þurft að vinna skák
sína í síðustu umferðinni til að
ná áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli. Bragi Kristjáns-
son, Torfi Leósson og Björn
Þorfínnsson fengu 4 vinninga.
Hvammstangi
Landa-
bruggarar
gómaðir
LÖGREGLAN á Blönduósi
stöðvaði um hádegi í fyrradag
bifreið á Hvammstanga vegna
ástands ökutækisins, og fann
töluvert magn af landa við leit
í honum. í bílnum voru tveir
menn um tvítugt á leið á Þjóð-
hátíð í Vestmannaeyjum, og
játuðu þeir við yfirheyrslur að
hafa bruggað hann, til eigin
nota að sögn.
Mennirnir tveir vísuðu jafn-
framt á bruggverksmiðju sína
við yfirheyrslur og gerði lög-
reglan upptæka um 200 lítra
af gambra í verksmiðjunni,
auk um 20 lítra af landa, eim-
ingartæki og annan búnað til
bruggsins. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni á
Blönduósi var bifreiðin stöðvuð
fyrir tilviljun, þar sem ástand
hennar þótti óviðunandi. Málið
telst að fullu upplýst.