Morgunblaðið - 30.07.1994, Side 12

Morgunblaðið - 30.07.1994, Side 12
12 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Egilsstaðir Annir 1 sjúkraflug’i Egilsstöðum - Mikið hefur verið að gera hjá Flugfélagi Austurlands í sjúkraflugi undanfarið. Gústaf Guðmundsson fram- kvæmdastjóri félagsins segir að jafnaði sé flogið sjúkraflug þriðja hvern dag, en stundum verður álag- ið meira. Þannig bar við, að s.l. laugardag voru fimrn sjúkraflug pöntuð en félagið gat ekki annast nema fjögur þeirra og leigði vél annars staðar frá fyrir það fimmta. Þjónustusvæði félagsins er stórt, nær frá Ingólfshöfða í suðri til Bakkafjarðar í norðri. Gústaf sagði álagstoppa verða, ýmist vegna veik- inda eða slysa, og fyrir nokkru hafi þeir flogið níu sjúkraflug á einni viku. Á síðasta ári voru flogin 130 sjúkraflug, en rúm 70 eru flog- in það sem af er þessu ári. Sölusýning sunnudaginn 31. júlíkl. 14-18. Til sölu sérlega fallegur bústaður í landi Norðurkots- lands v/Kóngsveg í Grímsnesi. Bústaðurinn er 50 fm að grunnfleti auk 30 fm innréttuð efri hæð. Bústaðurinn er fullfrágenginn að öllu leyti. Stofa, eldhús, 2 svefn- herb., bað m. sturtu, rafmagn, allar innréttingar sér- smíðaðar. Eignarlóð 7000 m2. Símboði 984-53900. HÚSVANGlJll FASTEIGNASALA RO.17.17 BORGARTÚNI29,2. HÆÐ. © Wfc ■ ■ ■ ■ Sumarhús í Þrastarskógi á söguslóðir Fróðleikur og skemmtun í fylgd Jóns Böðvarssonar dagana 5- 8. ágúst. UPPLIFIÐ NJÁLSSÖGU Á LIFANDI HÁTT! Allar upplýsingar veita NJÁLUFERÐIR í síma 98-78133. - kjarni málsins! LANDIÐ Veiddi 13 marhnúta á hálftíma Tálknafirði - Nýlega var hin árlega Marhnútaveiðikeppni haldin á bryggjunni á Tálknafirði og sá sem sigraði veiddi 13 marhnúta á hálf- tíma. Margmenni var á bryggjunni þeg- ar keppnin hófst, og voru þar auk keppenda, afar og ömmur, pabbar og mömmur, sem fylgdust með börn- unum veiða. Alls tóku 36 keppendur þátt í keppninni, og veiddust ails 109 mar- hnútar, auk annarra tegunda sem sleppt var jafnóðum. Marhnútunum var að keppni lokinni skiiað aftur til sinna heimkynna. Flesta marhnúta veiddi Friðrik Steindórsson fyrir tilvonandi mág- konu sína Rakel Rós 4ra ára, en þau veiddu 13 fiska. Stærsta marhnútinn veiddi Magnús Guðjónsson, en hans viskur vóg 480 grömm. Ungmennafélag Tálknafjat'ðar sá um skipulagningu og framkvæmd keppninnar. Morgunblaðið/Helga. Morgunblaðið/Sigurður Mar HELGI Gíslason framkvæmdastjóri Hér- aðsskóga afhendir Baldri Pálssyni slökkviliðsstjóra keðjusögina. Guðmundur Steingrímsson stjórnarformaður Bruna- varna á Héraði fylgist með. Branavörnum á Héraði veittur stuðningur Egilsstöðum - Héraðs- skógar afhentu nýlega Brunavörnum á Héraði nýja keðjusög að gjöf ásamt fylgibúnaði og námskeiði í meðferð tæk- isins. Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri segir sögina nýtast Brunavörn- um vel til slökkvistarfa, bæði til að rjúfa þök og saga timburveggi. Auk þess sem hægt er að saga í gegnum ís á vötnum og vatnsbólum þegar kom- ast þarf í vatn til slökkvi- starfa að vetri til. Helgi Gíslason fram- kvæmdastjóri Héraðs- skóga segir mikilvægt að mynda samstarf við Brunavarnir á Héraði, þar sem mikið tjón geti hlotist af eldi við skóga og í skógrækt. Helgi sagði ennfremur, að starfsmenn Hérðasskóga hvettu menn til þess að brenna ekki sinu, því allt- af er hætta á því að sinu- bruni geti komist í ný- plantað land. Baldur mb. 80 aftur á Búðum Hlíðarholti - Góðir gestir komu á Hótel Búðir sunnu- daginn 17. júlí sl. Var þar um að ræða Guðbrand Vigfússon fyrrverandi oddvita í Ólafsvík og vensla- fólk hans. Fjölskyldan hafði verið stödd á sumarhátíð í Ólafs- vík um helgina en notaði nú tækifærið til þess að koma að Búðum þar sem Guðbrandur afhenti hótel- inu að gjöf og varðveislu fagurlega smíðað líkan eftir hann sjálfan af mótorbátnum Baldri mb. 80. Báturinn Baldur var smíðaður á Akranesi 1906 og var keyptur að Búðum af Finnboga G. Lárussyni þeim mikla athafnamanni, en hann bjó á Búðum frá 1906 til 1927. Þessi bátur var fyrsti vélbáturinn sem gerður var út frá Búðum. Var hann 11 rúmlestir að stærð. Formaður á honum var hinn kunni sjósóknari Þorleifur Þorsteinsson síðar bóndi á Hólkoti í Staðar- sveit. Guðbrandur var um árabil starfsmaður hjá Finn- boga á Búðum og hefir ætíð síðan verið bundinn staðnum tryggðarböndum. í gjafabréfi sem fylgdi bátslíkaninu er þess getið Morgunblaðið/Guttormur Þormar. GUÐBRANDUR Vigfússon fyrrverandi oddviti í Ólafsvík við likaniö af mb. Baldri. að lest bátsins sé hugsuð sem samskotabaukur fyrir kirkjuna á Búðum. Svo vildi til að sóknarpresturinn séra Ólafur Jens Sigurðsson var staddur á Búðahótelinu þegar þessi gjöf var afhent. Þakkaði hann gefandanum þá miklu tryggð og ræktarsemi sem hún bæri vott um. Sömu- leiðis þakkaði hótelstjórinn, Victor Sveinsson, þessa frábæru gjöf. Bátslíkaninu var valinn staður upp á vegg í gesta- móttöku hótelsins þar sem það sómir sér vel. er tískunafniö í póstverslun í dag meö 200 ára reynslu Yfir 1000 síður fatnaöur, jóla- og gjafavara, búsáhöld o.fl. Vetrarlistinn kr. 600, án burðargjalds. Pöntunarsími 52866

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.