Morgunblaðið - 30.07.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 15
VIÐSKIPTI
Afengisframleiðsla
Maltviskí fagimr vax-
andi vinsældum á ný
Islay. Skotlandi. Reuter.
MALTVISKÍ, sem komst í tízku
seint á síðasta áratug, á aftur
vaxandi vinsældum að fagna í
heiminum. Maltviskí er aðeins 4%
af skozku viskí á heimsmarkaði,
en sala þess hefur fjórfaldazt síðan
um 1975 þegar eftirsókn eftir
sjaldgæfari áfengistegundum
jókst.
Talsvert orð fer af maltviskí
eins og Lagavulin og Laphroaig
Mercedes
býðurí
Kassbohrer
Stuttgart. Reuter.
Mercedes-Benz AG hefur boðið í
Kássbohrer, einn helzta framleið-
enda langferðabíla í Evrópu.
Að sögn Mercedes mun Karl
Kaessbohrer Fahrzeugwerke
GmbH ákveða hvort gengið verður
að boðinu fyrir 31. júlí. Mercedes
hefur staðið í viðræðum við lánar-
drottna Kássbohrer, banka og Gold-
man Sachs.
Samkvæmt tilboði Mercedes er
gert ráð fyrir endurskipulagningu,
sem leiðir til þess að 1.500 starfs-
mönnum Kássbohreys af 4.800
verður sagt upp í verksmiðjunum í
Ulm. Starfsmenn Kássbohrers vilja
heldur sameiningu við Volvo AB,
sem hefur sýnt fyrirtækinu áhuga.
frá eynni Islay undan vesturströnd
Skotlands. Þangað leita kunnáttu-
menn til að kanna aðstæður og
mun á maltvískíi þaðan og um 90
öðrum eimingarhúsum víðs vegar
í Skotlandi.
Maltviskí frá láglöndum Suður-
og Austur-Skotlands, Speyside og
skozku eyjunum er þekkt fyrir
gæði. Maltviskí frá Islay þykir
sérkennilegt fyrir seltu- og mosa-
bragð og viskífræðingurinn Mich-
ael Jackson segir um eina uppá-
haldstegund sína, Lagavulin, að
hún minni á „Lapsang Souchong-
te.“
Laphroaig er framleitt við
næsta flóa á Suður-Islay og á sér
trygga aðdáendur, þótt sumir hafi
ekki getað vanizt bragðinu að sögn
Jacksons.
Fátt hefur breytzt í eimingar-
húsi þar sem Lagavulin hefur ver-
ið framleitt við kyrrlátan ' flóa
skammt frá fornum kastalarústum
í tæpar tvær aldir. Macallan er
framleitt í minnsta eimingarhús-
inu í Speyside, en Glenmorangie
í því hæsta og bragðið er allt ann-
að.
Tíu ár í tunnum
Eftir eimingu er maltviskí
geymt í 10 ár í eikartunnum, sem
hafa áður verið notaðar undir sérrí
eða bandarískt bourbon.
Þótt aðeins sjö eimingarhús séu
á Islay bjóða þau upp á mikið
úrval af maltviskíi. Lagavulin
mátti heita óþekkt utan Skotlands
fyrir tíu árum og er í eigu Guin-
ness-fyrirtækisins.
Nú slagar árssalan upp í 50.000
níu lítra kassa og Lagavulin og
Laphroaig, sem er í eigu Allied-
Lyons, heyja með sér harða keppni
um mesta sölu á maktviskí frá
Islay.
Lítil fyrirtæki í einkaeign urðu
fyrst til að sjá fyrir möguleika á
auknum markaði fyrir maltviskí,
sem kom í ljós með örum vexti
Glenfiddich, Macallan og Glenmor-
angie á árunum 1960-1970.
Lagavulin kemst ekki í hálfkvisti
við Glenfiddich sem framleiðir
750.000 kassa á ári, en þó er
Lagavulin komið í röð 10 helztu
maltviskíframleiðenda heims.
Miklir markaðsmöguleikar
„Gífurlegur markaður er fyrir
maltviskí í enskumælandi löndum
og Evrópu, þar sem þekking á
maltviskí og eftirsókn eftir gæðum
hefur aukizt,“ segir dr Alan Rut-
herford, framleiðslustjóri United
Distillers, viskídeildar Guinness.
Sala á maltviskíi jókst um
12-15% á árunum eftir 1985-1980
og náði hámarki um 1990, en nú
bendir margt til þess að nýtt
vaxtarskeið sé senn að hefjast.
Auglýsendur virðast telja að svo
sé, því að 12% auglýsinga á skozku
viskí eru auglýsingar á maltviskí,
en maltviskí er aðeins 4% viskí-
framleiðslunnar og tekjur af því
eru aðeins 8% af heildartekjum af
viskíframleiðslunni.
Utsala
20-70% afsláttur af öllum vörum
Glæsilegir sumar- og heilsársjakkar í feröalagið,
útiveruna, vinnuna o.fl.
Fjölbreytt úrval
Dæmi um verð:
Heilsárs regnþéttir jakkar
kr. 16.900,- nú kr. 9.900,-
Kápur kr. 18.900,- nú kr. 9.900,-
Jakkar kr. I 1.900,- nú kr. 3.900,-
Svartir ullarjakkar
kr. 16.900,- nú kr. 4.900,-
Nýar sendingar
Leðursófasett og leðurhornsófar
frá NATUZZI og NICOLETTI, ftalíu.
Litir: Svart, brúnt, grænt, blátt, vínrautt og bleikt.
Fróbcert verð.
Armúla 8, símar 812275 og 685357