Morgunblaðið - 30.07.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.07.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 15 VIÐSKIPTI Afengisframleiðsla Maltviskí fagimr vax- andi vinsældum á ný Islay. Skotlandi. Reuter. MALTVISKÍ, sem komst í tízku seint á síðasta áratug, á aftur vaxandi vinsældum að fagna í heiminum. Maltviskí er aðeins 4% af skozku viskí á heimsmarkaði, en sala þess hefur fjórfaldazt síðan um 1975 þegar eftirsókn eftir sjaldgæfari áfengistegundum jókst. Talsvert orð fer af maltviskí eins og Lagavulin og Laphroaig Mercedes býðurí Kassbohrer Stuttgart. Reuter. Mercedes-Benz AG hefur boðið í Kássbohrer, einn helzta framleið- enda langferðabíla í Evrópu. Að sögn Mercedes mun Karl Kaessbohrer Fahrzeugwerke GmbH ákveða hvort gengið verður að boðinu fyrir 31. júlí. Mercedes hefur staðið í viðræðum við lánar- drottna Kássbohrer, banka og Gold- man Sachs. Samkvæmt tilboði Mercedes er gert ráð fyrir endurskipulagningu, sem leiðir til þess að 1.500 starfs- mönnum Kássbohreys af 4.800 verður sagt upp í verksmiðjunum í Ulm. Starfsmenn Kássbohrers vilja heldur sameiningu við Volvo AB, sem hefur sýnt fyrirtækinu áhuga. frá eynni Islay undan vesturströnd Skotlands. Þangað leita kunnáttu- menn til að kanna aðstæður og mun á maltvískíi þaðan og um 90 öðrum eimingarhúsum víðs vegar í Skotlandi. Maltviskí frá láglöndum Suður- og Austur-Skotlands, Speyside og skozku eyjunum er þekkt fyrir gæði. Maltviskí frá Islay þykir sérkennilegt fyrir seltu- og mosa- bragð og viskífræðingurinn Mich- ael Jackson segir um eina uppá- haldstegund sína, Lagavulin, að hún minni á „Lapsang Souchong- te.“ Laphroaig er framleitt við næsta flóa á Suður-Islay og á sér trygga aðdáendur, þótt sumir hafi ekki getað vanizt bragðinu að sögn Jacksons. Fátt hefur breytzt í eimingar- húsi þar sem Lagavulin hefur ver- ið framleitt við kyrrlátan ' flóa skammt frá fornum kastalarústum í tæpar tvær aldir. Macallan er framleitt í minnsta eimingarhús- inu í Speyside, en Glenmorangie í því hæsta og bragðið er allt ann- að. Tíu ár í tunnum Eftir eimingu er maltviskí geymt í 10 ár í eikartunnum, sem hafa áður verið notaðar undir sérrí eða bandarískt bourbon. Þótt aðeins sjö eimingarhús séu á Islay bjóða þau upp á mikið úrval af maltviskíi. Lagavulin mátti heita óþekkt utan Skotlands fyrir tíu árum og er í eigu Guin- ness-fyrirtækisins. Nú slagar árssalan upp í 50.000 níu lítra kassa og Lagavulin og Laphroaig, sem er í eigu Allied- Lyons, heyja með sér harða keppni um mesta sölu á maktviskí frá Islay. Lítil fyrirtæki í einkaeign urðu fyrst til að sjá fyrir möguleika á auknum markaði fyrir maltviskí, sem kom í ljós með örum vexti Glenfiddich, Macallan og Glenmor- angie á árunum 1960-1970. Lagavulin kemst ekki í hálfkvisti við Glenfiddich sem framleiðir 750.000 kassa á ári, en þó er Lagavulin komið í röð 10 helztu maltviskíframleiðenda heims. Miklir markaðsmöguleikar „Gífurlegur markaður er fyrir maltviskí í enskumælandi löndum og Evrópu, þar sem þekking á maltviskí og eftirsókn eftir gæðum hefur aukizt,“ segir dr Alan Rut- herford, framleiðslustjóri United Distillers, viskídeildar Guinness. Sala á maltviskíi jókst um 12-15% á árunum eftir 1985-1980 og náði hámarki um 1990, en nú bendir margt til þess að nýtt vaxtarskeið sé senn að hefjast. Auglýsendur virðast telja að svo sé, því að 12% auglýsinga á skozku viskí eru auglýsingar á maltviskí, en maltviskí er aðeins 4% viskí- framleiðslunnar og tekjur af því eru aðeins 8% af heildartekjum af viskíframleiðslunni. Utsala 20-70% afsláttur af öllum vörum Glæsilegir sumar- og heilsársjakkar í feröalagið, útiveruna, vinnuna o.fl. Fjölbreytt úrval Dæmi um verð: Heilsárs regnþéttir jakkar kr. 16.900,- nú kr. 9.900,- Kápur kr. 18.900,- nú kr. 9.900,- Jakkar kr. I 1.900,- nú kr. 3.900,- Svartir ullarjakkar kr. 16.900,- nú kr. 4.900,- Nýar sendingar Leðursófasett og leðurhornsófar frá NATUZZI og NICOLETTI, ftalíu. Litir: Svart, brúnt, grænt, blátt, vínrautt og bleikt. Fróbcert verð. Armúla 8, símar 812275 og 685357
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.