Morgunblaðið - 30.07.1994, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Könnun á viðhorfi til verslunarhátta í
A-Skaftafellssýslu
*
Anægðir með vöru-
úrval en ósáttir
við verðlagið
ÍBÚAR á svæðinu milii Fagurhóls-
mýrar og Djúpavogs eru alla jafna
ánægðir með Kaupfélag Austur
Skaftfellinga. Þeir eru hins vegar
óánægðir með vöruverð, sem þeir
telja að sé mikilvægasti þátturinn
í verslun. Þetta kom fram í könn-
un sem gerð var í vor og náði til
233 íbúa á þessu svæði.
íbúar Djúpavogshrepps kaupa
oftar matvörur í Reykjavík en aðr-
ir á þessu svæði og þegar könnun-
in var gerð hafði um helmingur
íbúa Djúpavogshrepps gert það
undanfarna 12 mánuði. Aldur
virðist skipta máli hvað þetta varð-
ar, því ungt fólk verslar frekar í
Reykjavík en þeir sem eldri eru.
Kennarar Framhaldsskólans í
Austur-Skaftafellssýslu unnu
könnunina ásamt nemendum.
„Vinran kom inn í nám í félags-
fræði og stærðfræði og krakkarn-
ir lögðu spurningarnar fyrir og
fylgdust með úrvinnslu. Þeir stóðu
sig mjög vel í þessu verkefni,"
segir Eyjólfur Guðmundsson kenn-
ari við skólann.
Einn af hverjum þremur að-
spurðra leggur meiri áhersiu á
lengri afgreiðslutíma verslana en
lægra vöruverð og samkvæmt
könnuninni er þetta fremur álit
yngra fólks en eldra. Hins vegar
kaupir afgerandi meirihluti fólks
vörur í stórum umbúðum, ef það
er ódýrara.
NEYTENDUR
Verðkönnun vikunnar
Þj óð vegamaturinn
misdýr eftir stöðum
VERÐ á skyndibitafæði við þjóð-
vegi landsins getur verið mjög
mismunandi, eins og blaðamaður
Neytendasíðunnar komst að við
gerð verðkönnunar á hamborgur-
um, pylsum, köldum og heitum
samlokum, en ætla má að margir
ferðalangar noti sér slíkt fæði á
sjoppum hringinn í kringum landið
á ferðum sínum.
Ódýrasti hamborgarinn fannst
hjá Frábæ á ísafirði þar sem hann
kostaði 198 krónur. Þann dýrasta
var aftur á móti að finna norður
á Húsavík, í Söluskála Skeljungs
þar í bæ, á 390 krónur. Mismunur-
inn nemur 192 krónum sem þýðir
að næstum því má fá tvo hamborg-
ara á Frábæ fyrir einn á Húsavík.
Spurt var um verð á hamborgara
í brauði með sósu og salati inní.
Pylsa með öllu kostar frá 140
krónum og upp í 160 krónur á
þeim 27 stöðum, sem haft var
samband við, en sölustaðir þessir
bjóða flestir ef ekki allir upp á
sæti innanhúss þar sem hægt er
að setjast niður á meðan borðað er.
Verð á samlokum reyndist einn-
ig nokkuð misjafnt eftir því hvar
verslað er. Köld samloka með
hangikjöti og salati kostar frá 150
krónum í Ásakaffi í Grundarfirði
og upp í 280 krónur í Bitanum á
Egilsstöðum. Þegar spurt var um
verð á heitri samloku með osti og
skinku er verðið frá 200 krónum
og upp í 330 krónur.
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram að hér er eingöngu um verð-
könnun að ræða. Ekki er tekið
tillit til gæða.
Hvað
kostar
bitinn? Hamborgari brauði með Heit pylsa " Köld samloka m. Heit samloka
sósu og með hangikjöti m. osti og
salati öllu og salati skinku
Frábær, ísafirði 198,- - - 215,-
Aktu taktu, Reykjavík 220,- 140,- 190,- 260,-
Braut, Grindavík 265,- 140,- 200,- 200,-
Lindin, Akureyri 295,- 150,- 210,- 300,-
Veganesti, Akureyri 295,- 150,- 210,- 300,-
Esso-skálinn, Blönduósi 300,- 150,- 220,- 280,-
Ásakaffi, Grundarfirði 300,- 140,- 150,- 270,-
Fossnesti, Selfossi 310,- 150,- 200,- 200,-
Söluskálinn, Ólafsfirði 320,- 160,- 220,- 300,-
Fitjagrill, Njarðvík 325,- 140,- 200,- 260,-
Grillskálinn, Ólafsvík 325,- 140,- 210,- 290,-
Brúarnesti, Borgarnesi 330,- 150,- 210,- 260,-
Bitinn, Egilsstöðum 335,- 155,- 280,- 320,-
Blönduskálinn, Blönduósi 340,- 160,- 250,- 330,-
Brú, Hrútafirði 340,- 150,- 250,- ■ O 04 co
Hreðavatnsskáli, Borgarfirði 340,- 150,- 250,- 310,-
Hyrnan, Borgarnesi 340,- 140,- 190,- 200,-
KS-Varmahlíð, Skagafirði 340,- 150,- 220,- 300,-
Ábær, Sauðárkróki 350,- 160,- 250,- 290,-
Esso-Patró, Patreksfirði 350,- 150,- 260,- 260,-
Ferstikla, Hvalfirði 350,- 150,- 250,- 320,-
Þyrill, Hvalfirði 350,- 150,- 250,- 320,-
Botnsskáli, Hvalfirði 350,- 150,- 250,- 310,-
Staðarskáli, Hrútafirði 350,- 150,- 220,- 310,-
Eden, Hveragerði 365,- - 255,- 275,-
Hafr.arbúðin, Höfn 370,- 155,- 240,- 260,-
Söluskáli Skeljungs, Húsavík 390,- 160,- 210,- 270,-
Uppskriff vikunnar
Karlínn
ákránni
Á SKEMMTILEGRI krá, sem rek-
inn hefur verið í nærri 100 ár í
bænum Sanluear de Barrameda á
suður Spáni, vinnur skemmtilegur
karl, sem heitir Rafael Mellado.
Þetta er ein af fáum krám þar
sem enn er hægt að fá sérrí úr
tunnum, en sá siður er á undan-
haldi á Spáni vegna herts eftirlits
heilbrigðisyfirvalda. „Sótthreins-
unaræði vitleysinga,“ eins og
Rafael kemst að orði.
Sanlucar de Barrameda er
fremur gamaldags bær, enda hef-
ur hann aldrei orðið aivarlega fyr-
ir barðinu á okkur, erlendum
ferðamönnum.
Sérrí-framleiðsla hefur verið
lifibrauð margra íbúa í rúm 200
ár, en fisk- og skelfiskveiðar eru
einnig algengar. Hvort tveggja er
áberandi á öllum veitingastöðum
bæjarins þar sem algengast er að
menn borði ferska sjávarrétti og
sötri þurrt sérrí með.
Bar Los 48 heitir staðurinn og
er vel falinn skammt frá miðbæn-
um, í götunni Ruiz Somavia. Rafa-
el hefur gaman af vinnunni sinni
og syngur mikið meðan hann af-
greiðir sérrí, bjór eða smáréttina
tapas yfir barborðið.
Viðskiptavinir eru úr öllum
stéttum þjóðfélagsins og Rafel
finnst þeir allir góðir. Gamlar krár,
eins og sú sem hann rekur, njóta
virðingar, sér í lagi þær sem gefa
sérviskupúkum kost á að fá sér
sérrí „eins og það kemur af skepn-
unni“. í Sanlucar eru margir sér-
viskupúkar, enda er alltaf nóg að
gera hjá hinum söngelska og glað-
lynda Rafael.
Hann eldar alla smáréttina
sjálfur og suma hveija útbýr hann
á gamalli gasvél fyrir framan við-
skiptavinina. Eftir að hafa borðað
hvítlauksrækjur hjá honum nokkra
daga í röð, var afráðið að falast
eftir^ uppskriftinni.
„Ólífuolía er málið. Þú verður
að nota ólífuolíu og mátt alls ekki
nota sólblóma- eða aðra jurtaolíu,"
svarar Rafael. Eftir nokkra stund,
Morgunblaðið/BT
RAFAEL logsteikir rækjurnar eftir að áfengið er komið út í, en
því má sleppa ef vill.
þegar búið er að sannfæra hann
um að íslendingum muni aldrei
detta í hug annað en nota ólífuol-
íu í rækjuréttinn, gefur hann upp-
skriftina. Þetta er smáréttur,
tveggja manna tapa.
Rækjur Rafaels
100 g. frosnor risarækjur eðo litlir
___________humarholar_____________
___________5 hvíllauksrif_________
'h dl ólífuolía
'h þurrkaður chili-pipar
'h glas þurrt sérrí (mó sleppa)
Rafael notar risarækjur sem
búið er að pilla og frysta. Hann
notar þær beint úr frosti og mæl-
ir ekki með að notaðar séu rækjur
í skel. Aftur á móti telur hann að
hægt sé að nota humarhala, sem
búið er að taka úr skel.
Saxið saman hvítlauk og chili-
pipar.
Hitið eldfast mót, sem notað
verður til að bera rækjurnar fram
í.
Hitið olíu á pönnu og steikið
hvítlauk og chili-pipar þar til hvít-
laukur verður gulbrúnn. Gæta
í SANLUCAR er algengt að
menn borði ferska sjávarrétti
og sötri þurrt sérrí með.
þarf þess að hvítlaukurinn brenni
ekki.
Rækjur settar út í hvítlauksol-
íuna og þurru sérríi hellt yfir. Eld-
að við hressilegan hita í 1-2 mínút-
ur.
Hellt í eldfasta mótið sem á að
vera vel heitt, því olían með
rækjunum á að krauma þegar rétt-
urinn er borinn fram.
Brauð, t.d. ciabatta-brauð sem
fæst í Hagkaup, er gott með þess-
um rétti, því ætlast er til að hvít-
lauksolían sé hreinsuð upp með
brauði, þegar rækjurnar eru bún-
ar.