Morgunblaðið - 30.07.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
Notkun hjálma á hestbaki
Fordæmið er
þýðingarmikið
ÞEIR SEM hafa verið lengi í hesta-
mennsku nota síður reiðhjálma en
þeir sem byijað hafa „í hestunum“
á síðustu fjórum til fimm árum.
Venjan er að kennarar í reiðskól-
um noti hjálma og nemendur gera
það nánast undantekningarlaust.
Þetta á alla vega við þegar riðið
er út, en þegar kennsla fer fram
innan dyra, er misjafnt. hvort krafa
er gerð um hjálmanotkun. Sú mun
þó alltaf vera raunin þegar nem-
endur eru börn eða unglingar.
Margrét Dögg Halldórsdóttir
kennari í reiðskólanum í Gríms-
nesi segjr að í upphafi hvers nám-
skeiðs sé valinn mátulegur hjálmur
á börnin og brýnt fyrir þeim að
nota hjálm af réttri stærð. „Síðan
nota þau sama hjálminn allt nám-
skeiðið. Kennarar nota alltaf
hjálm, því fordæmið skiptir miklu
máli og við viljum gefa krökkunum
gott fordæmi."
Verulega púkalegt
I kappreiðum hefur um margra
ára skeið verið skylda að nota reið-
hjálma og nú gildir hið sama einn-
ig á íþróttamótum og í gæðinga-
keppni. Hestamaður sem rætt var
við sagðist álíta að hugmyndin
væri fyrst og fremst sú að keppnis-
fólk gæfi gott fordæmi, en kvað
marga ósátta við þessa hjálma-
skyldu. „Fæstir þessara aðila hafa
vanist því að nota hjálm og því
finnst þeim hann óþægilegur. Auk
þess þykir mörgum verulega púka-
legt að nota hjálm.“
Þeir sem fara með hestaleigum
í útreiðatúra eða í hestaferðir nota
nánast undantekningarlaust reið-
hjálm. Hins vegar er undir hælinn
lagt hvort fylgdarfólk og leiðsögu-
menn gera það. „Mikil viðhorfs-
breyting hefur átt sér stað á síð-
ustu fjórum til fimm árum,“ segir
Bryndís Einarsdóttir hjá Ishestum.
„Þeir sem hafa verið árum eða
áratugum saman í hestamennsku
og koma með okkur í ferðir á eig-
in hestum eru tregari að nota
hjálma en þeir sem hafa verið
skemur í hestamennsku.“ Sjálf
segist Bryndís ekki hafa vanist
því að nota hjálm sem barn og
hún geri það helst ekki nema hún
ríði hest.i sem hún þekki ekki.
„Þeir fararstjórar hjá okkur sem
vinna í barna- og unglingastarfi
nota alltaf hjálm, enda átta þeir
sig manna best á fordæmisgild-
inu.“
Hjálmur er orðinn hluti af nauð-
synlegum búnaði, segja þeir sem
selja reiðtygi og annan varning
fyrir hestamenn. Asgeir Ásgeirs-
son eigandi Hestamannsins segist
hafa séð mikla breytingu til batn-
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 17
NEYTENDUR
Morgunblaðið/RAX
í REIÐSKÓLUM nota allir nemendur reið-
hjálm, en hjá hestaleigum er undir hælinn
lagt hvort fararstjóri notar hjálm eða ekki.
aðar hvað þetta varðar á síðustu
árum. „Þeir sem eru að byija
kaupa sér strax hjálm, en þeir sem
hafa verið lengi í hestamennsku
kaupa frekar hjálm ef þeir hafa
orðið vitni að slysi. Eftir slys á
hestbaki kemur alltaf kippur í
hjálmasölu.“ Sigríður Guðmunds-
dóttir eigandi Ástundar tekur í
sama streng. Hún segist leggja
mikla áherslu á
hjálma þegar
hestafólk kaupir
búnað hjá henni.
„Þeir sem eru að
byija núna í hesta-
mennsku kaupa
hann nánast allir.“
Evrópskur
gæðastaðall
Hollustuvernd
ríkisins hefur gefið
út bækling um
reiðhjálma þar sem
meðal annars er
fjallað um val á
hjálmum og greint
frá því að á Norð-
urlöndum þurfi
hjálmar að upp-
fylla ákveðnar
kröfur. Samkvæmt
heimildum blaðsins
er gert ráð fyrir að
um næstu áramót
taki samræmdir
gæðastaðlar fyrir
reiðhjálma gildi í
löndum Evrópu-
bandalagsins. Þar
er jafnframt bent á
að flest slys í
hestamennsku
verði þegar knapi
missir jafnvægi og
fellur af baki. „Víða erlendis gera
tryggingafélög þær kröfur að
hestamenn noti reiðhjálma á hest-
baki. Að öðrum kosti falla allar
bótagreiðslur niður verði maður
fyrir slysi í hestamennskunni.
Gildir þar einu hvort um er að
ræða höfuðáverka eða til dæmis
handleggs- eða fótbrot eða einhver
önnur meiðsl."
Uppþvotta-
vélaefni í
töfluformi
Á markaðinn eru komnar svokallað-
ar „Finish Tablets", sem er nýjung
í uppþvottavélaefni frá Finish. Töfl-
urnar eru handhægar í notkun þar
sem búið er að móta töflur úr upp-
þvottavélaefninu og pakka hverri
þeirra í plastumbúðir. Ein tafla
dugir fýrir hvern þvott.
Töflur þessar eru hannaðar úr
hágæðaefnum til að þvo erfiðan
þvott svo sem þurrar matarleifar
af diskum og innihalda þær ekki
ætandi efni. Umboðsaðili fyrir „Fin-
ish Tablets“ hér á landi er Eggert
Kristjánsson hf., Sundagörðum 4,
Reykjavík.
- kjarni málsins!
Lokað sunnudag og mánudag