Morgunblaðið - 30.07.1994, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Áhyggjufullir hluthafar
Reuter
Tævanþing
Forseti
kjörinn
beint
Taipei. Reuter.
ÞJOÐÞING Tævan samþykkti
í gær áætlun um fyrstu beinu
forsetakosningarnar í landinu,
eftir að fulltrúar stjórnarand-
stöðunnar gengu af fundi, en
höfðu áður látið í ljósi óánægju
sína með því að velta húsgögn-
um og kýla stjórnarþingmenn.
Þingið ákvað að kosningarn-
ar muni fara fram 1996, en þá
lýkur sex ára kjörtímabili nú-
verandi forseta, Lee Teng-hui.
Forseti hefur hingaðtil verið
kjörinn af þinginu, sem saman-
stóð að mestu af öldruðum full-
trúum Þjóðarflokksins, sem
stendur að stjórninni, þangað
til umbætur voru gerðar 1991,
fulltrúunum flestum gert að
fara á eftirlaun, og teknar upp
beinar þingkosningar. Þjóðar-
flokkurinn hefur haldið í stjórn-
artaumana á Tævan frá því
flokksmenn komu til eyjarinnar
eftir að hafa orðið undir í
borgarastríðinu í Kína árið
1949.
HLUTHAFAR í MMM, einu
stærsta fjárfestingarfélagi í
Rússlandi, bíða hér hundruðum
saman fyrir utan aðalstöðvarn-
ar í Moskvu í þeirri von, að
þeir geti fengið hlutinn inn-
leystan. Því var þó hætt fyrir
nokkrum dögum. Verðbólga
hefur verið mikil í Rússlandi og
þeir, sem hafa keypt hlut í
MMM, hafa jafnan getað selt
skömmu síðar með miklum
hagnaði. Nú er hins vegar veru-
lega farið að draga úr verð-
hækkunum og verðbólgu og
margir óttast, að fjárfestingar-
fyrirtækið muni hrynja eins og
hver önnur spilaborg.
Baráttan gegn hryöjuverkum og einangrun fransstjórnar á alþjóöavettvangi
Christopher
gagnrýninn
á bandamenn
Bonn, Washington. Reuter.
WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnir harðlega
ónefndar bandalagsþjóðir lands síns fyrir að taka ekki þátt í að einangra
íranstjórn á alþjóðavettvangi. Ráðherrann fullyrti á fimmtudag að írönsk
stjórnvöld styddu alþjóðleg hryðjuverkasamtök og væru „alþjóðlegur út-
lagi“. Talið er að hann hafi einkum viljað gagnrýna afstöðu Þjóðveija og
Japana en báðar þjóðirnar hafa mikil viðskipti við Iran. Þjóðverjar taka þó
ekki orð ráðherrans til sín, að sögn Dieters Vogels, talsmanns stjómvalda í
Bonn.
„Ráða verður niðurlögum hópa á
borð við Hizbollah sem valda skelf-
ingu og úthella blóði, einangra þarf
bakhjarl þeirra, íran“, sagði Chri-
stopher á fundi með utanríkismála-
nefnd fulltrúadeildar þingsins. Hann
sagði að með því að halda áfram
viðskiptum við Irana væru ónefndar
vinaþjóðir Bandaríkjamanna að gera
auðveldara fyrir klerkastjórnina í
Teheran að aðstoða hryðjuverka-
menn um allan heim. íranar for-
dæmdu í gær ummæli Christophers
og sögðust engan þátt eiga í tilræð-
um gegn gyðingum í Argentínu,
Panama og London að undanförnu.
Á annað hundrað manns hafa týnt
lífi í tilræðunum. írönsk stjórnvöld
segja að ísraelsstjórn hafi sjálf verið
að baki tiiræðunum og sé ætlunin
að koma óorði á islamska heittrúar-
menn um allan heim með því að
kenna þeim um hryðjuverkin.
Hvorki Bretar né Argentínumenn
segjast treysta sér til að fullyrða að
Iranar hafi átt þátt í hermdarverk-
unum en sterkar vísbendingar munu
vera um að þeir eigi a.m.k. hlutdeild
að sprengjutilræðinu í Argentínu.
Reuler
UNG stúlka virðir fyrir sér skemmdir á heimili sínu í gær en það
er í þorpinu Kfartebneit í suðurhluta Líbanons. Israelar gerðu
stórskotaliðsárás á þorpið eftir að skæruliðar múslima réðust á
bandamenn ísraela á líbanskri landræmu sem ísraelsher hefur
hersetið um árabil.
Ágreiningur við Sýrlendinga þröskuldur í vegi meiri árangurs í friðarviöræöum
Peres hvetur til viðræðna
Jerúsalem, Damaskus. Reuter.
SHIMON Peres, utanríkisráðherra
Ísraels, hvatti í gær Sýrlendinga til
að hefja óformlegar viðræður við
ísraela til að reyna að setja niður
deilur ríkjanna. Er ágreiningur
ísraela og Sýrlendinga helsti þrö-
skuldurinn í vegi frekari árangurs
í friðarviðræðunum um Mið-Aust-
urlönd. Minnti Peres, sem staddur
er í opinberri heimsókn á Kýpur, á
að óformlegar viðræður hefðu verið
fyrsta skrefið í átt að friðarsamn-
ingi ísraela og Egypta árið 1979.
Stjórnvöld á Kýpur hafa boðist til
að vera gest-
gjafar slíkra
viðræðna.
Sýrlending-
ar krefjast þess
að ísraelar láti
Gólanhæðir af
hendi, sem þeir
hernámu í sex-
dagastríðinu
árið 1967. ísra-
elar skilyrða
hins vegar alla
eftirgjöf því að
eðlilegt ástand komist á í samskipt-
um ríkjanna.
Utanríkisráðuneyti Líbanons
skýrði frá því í gær að Sýrlending-
ar hefðu fallist á að senda sameigin-
lega sendinefnd með Líbönum til
friðarviðræðnanna. Peres sagði að
Israelar myndu ekki setja sig upp
á móti slíku fyrirkomulagi en upp-
haflega mun hugmyndin vera kom-
in frá Assad Sýrlandsforseta.
Líbanir gera einnig þá kröfu til
ísraela að þeir hverfi á brott frá
hernumdum svæðum við landamæri
ríkjanna. Sagði Peres að ísraelar
hefðu engan hag af því að reyna
að taka land frá Líbönum en for-
dæmdi hins vegar veru 35 þúsund
sýrlenska hermanna í Iandinu.
Á sunnudag munu þeir Yitzhak
Rabin, forsætisráðherra ísraels, og
Hosni Mubarak, forseti Egypta-
lands, eiga fund í borginni Taba
við Rauða hafið.
Að sögn embættismanna verður
staða friðarviðræðna og tilraunir til
að koma þeim á skrið á ný helsta
umræðuefnið.
Fimm slas-
aðir í Dan-
mörku
AÐ minnsta kosti fimm manns
slösuðust eða var saknað eftir
að klettar hrundu á dönsku
eynni Mön í gær. Um 40 metra
kafli, efst í Manarklettum, sem
eru 143 m háir, hrundi niður í
fjöru skömmu fyrir hádegi.
Fjórir slösuðust og eins var
saknað, að sögn björgunar-
manna.
Walesa hvet-
ur til sátta
LECH Wa-
lesa hrósaði í
gær þeim sem
tóku þátt I
Varsjárupp-
reisninni
gegn her-
námsliði
Þjóðveija
1944, en
sagði að kominn væri tími tii
að slíðra sverðin og sættast við
fyrrum andstæðinga. í tilefni
af því að fimmtíu ár eru liðin
frá uppreisninni, þar sem 200
þúsund manns létust, hitti
Walesa 150 manns sem tóku
þátt í uppreisninni og veitti
þeim orður. Hátíðahöldin ná
hámarki á mánudag, þegar
nákvæmlega 50 ár verða liðin
frá því uppreisnin hófst, með
hátíðarsamkomu þar sem Ro-
man Herzog, forseti Þýska-
lands, John Major, forsætisráð-
herra Breta og A1 Gore, vara-
forseti Bandaríkjanna, verða
meðal gesta.
Kóngafólk
græðir á ESB
BRESKA konungsfjölskyldan,
sem er einn stærsti landeigandi
á Bretlandi, mun hagnast tals-
vert á áætlun Evrópusam-
bandsins um að bændum verði
borgað fyrir að hætta búskap.
Elísabet drottning, sem er rík-
asta kona heims, á rétt á rúmri
milljón punda fyrir að láta af
hendi land við Sandringham-
setrið, og 90% af tekjunum af
setri Onnu dóttur hennar koma
til vegna áætlunarinnar. Tals-
maður hirðarinnar var í gær
spurður hvort það væri rétt að
drottningin gæti hagnast um
200 þúsund pund á ári vegna
áætlunarinnar, og sagði hann
að hið sama gilti um konungs-
fjölskylduna og aðra bændur.
Kinnock
til ESB
NEIL
Kinnock,
fyrrum leið-
togi Verka-
mannaflo-
kksins á Bret-
landi, var í
gær kjörinn
fulltrúi Bret-
lands í fram-
kvæmdast-
jórn Evrópu-
sambandsins.
Fyrir hálfum öðrum mánuði var
kona Kinnocks kjörin á Evrópu-
þingið. Kinnock lætur nú af
þingmennsku á Bretlandi eftir
hartnær 25 ára setu, og sagði
nýja embættið vera krefjandi
verkefni sem hann hlakkaði til
að takast á við.